Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 58
Í dag 17.55 Liverpool - Augsburg Sport 3 19.00 Njarvík - Stjarnan Sport 4 19.00 Honda Classic Golfstöðin 19.00 Meistarad. í hestaíþr. Sport 20.00 Man. Utd. - Mitdjyll. Sport 3 20.00 Tottenham - Fiorent. Sport 5 20.00 Porto - Dortmund Sport 6 Coca-Cola bikar kvenna 17.15 Stjarnan - Fylkir Laugardalsh. 19.30 Grótta - Haukar Laugardalsh. Reykjavíkurmót kvenna, úrslital. 18.45 Fylkir - Valur Egilshöll Domino’s-deild karla 18.30 Höttur - ÍR Egilsstaðir 19.15 Snæfell - FSu Stykkishólmur 19.15 Njarðvík - Stjarnan Njarðvík 19.15 KR - Grindavík DHL-höllin Lengjubikar karla, A-deild 21.00 Valur - Fram Egilshöll Sögulegur sigur á ógnarsterku liði Ungverjalands Mögnuð frammistaða Ísland vann stórglæsilegan sigur á sterku liði Ungverjalands, 87-77, í undankeppni EM 2017 í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslands í riðlinum en fyrsta tap Ungverja. Helena Sverrisdóttir sýndi ótrúleg tilþrif en hún var með 29 stig, sextán fráköst, átta stoð- sendingar og aðeins tvo tapaða bolta á rúmum 35 mínútum. Hún fiskaði þar að auki sjö villur. FRéTTAbLAðið/eRNiR Aldís KArA í FH Aldís Kara lúðvíksdóttir sneri í gær heim í FH eftir þriggja ára veru í Breiðabliki. Hún er sóknarmaður sem kemur til með að styrkja nýliða FH í Pepsi-deild kvenna í sumar en hún á að baki 74 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 28 mörk. Aldís Kara verður 22 ára á þessu ári en hún á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum íslands. sigtryggur dAði áFrAm í Aue Þrátt fyrir að sigtryggur daði rún- arsson sé nú frá vegna hnémeiðsla skrifaði hann í gær undir nýjan tveggja ára samning við þýska B- deildarfélagið eHV Aue. sigtryggur daði er nítján ára leikstjórnandi og sonur þjálfarans rúnar sigtryggs- sonar. Hann meiddist á hné fyrr í mánuðinum og er ekki væntan- legur aftur inn á völlinn fyrr en undir lok tímabilsins. Föðurbróðir hans, árni Þór sig- tryggsson, leikur með Aue, sem og markvörðurinn sveinbjörn Péturs- son og landsliðsmaðurinn Bjarki már gunnarsson. 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r26 s p o r T ∙ f r É T T a b L a ð I ð sport HanDboLTI Fjórða árið í röð verður notast við svokallað „Final 4“-fyrir- komulag í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. undanúrslita- leikirnir og úrslitaleikirnir hafa farið fram sömu helgina síðan 2013 og hefur þetta fyrirkomulag algjör- lega slegið í gegn. Úrslitahelgin hefst í dag með undan úrslitaleikjum í Coca Cola- bikar kvenna. Klukkan 17.15 eig- ast við stjarnan og Fylkir og svo klukkan 19.30 er komið að stór- leik tveggja efstu liða Olís-deildar kvenna; gróttu og Hauka. sigur- vegararnir mætast í bikarúrslita- leiknum klukkan 13.30 á laugar- daginn. Fréttablaðið fékk Alfreð Örn Finnsson, þjálfara Vals, til að spá í spilin. Alfreð hefur mætt öllum liðunum á tímabilinu, sumum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Stress að vera í Höllinni A l f r e ð Ö r n hefur meiri trú á stjörnunni í fyrri undanúr- slitaleiknum á móti Fylki þar sem mætast liðin í sjötta og áttunda sæti deildarinnar. liðin hafa mæst tvívegis á leiktíðinni og stjarnan unnið í bæði skiptin. stjarnan vann átta marka sigur á heimavelli, 30-22, og þriggja marka sigur í árbænum í seinni leik liðanna í deildinni, 26-23. „Ég hef alveg trú á að Fylkir geti komið á óvart en ég spái stjörn- unni sigri því það er reynslumeira lið,“ segir Alfreð Örn. Fylkir hefur ekki komist í Höllina síðan liðið spilaði óvænt úrslitaleikinn á móti stjörnunni 2008 en stjarnan hafði þá betur. „Það væri bara styrkur fyrir Fylki að halda þessu í jöfnum leik. Ég held að stjarnan verði með þetta allan leikinn og stressið verði of mikið fyrir Fylki í Höllinni. Fylkisstúlkur unnu samt íBV um daginn sem veitir mér meiri bjart- sýni fyrir þeirra hönd. Ég hef verið að bíða eftir þessum kafla hjá þeim,“ segir Alfreð. Aðspurður hver helsti styrkleiki Fylkisliðsins sé segir hann: „Keyra í bakið á andstæðingn- um, hvort sem það er eftir mark e ð a e k k i . Fylkisliðið er að spila hraða miðju mjög vel. Það hefur líka náð upp fínum varnarleik eftir jól og er með vopn í Þurí [Þuríði guð- jónsdóttur] og theu [imani sturlu- dóttur].“ stjarnan er þekktari stærð: „stjarnan er með gríðarlega sterkan varnarleik og Florentinu í markinu. Þetta eru hennar leikir. Það mæðir líka mikið á Helenu rut. Það er gríðar lega erfitt við stjörnuna að eiga þegar hún er heit,“ segir Alfreð Örn. Meistararnir fara alla leið seinni undanúrslitaleikurinn er algjört konfekt en þar mætast liðin í efstu tveimur sætum íslandsmóts- ins. grótta er einu stigi á undan Haukum í deildinni, en liðin skildu jöfn, 21-21, þegar þau mættust á Nesinu í deildinni fyrr á tíma- bilinu. „Haukarnir eiga klár- lega séns. Það er rosalega erfitt að spá fyrir um þ e n n a n l e i k , “ s e g i r A l f r e ð . H a n n v i l l meina að mark- varslan verði það sem skeri úr um sigur- inn. í marki gróttu er auðvitað fyrrverandi landsliðsmarkvörður- inn íris Björk símonar- dóttir en hjá Haukum stendur elín Jóna Þor- steinsdóttir vaktina. elín Jóna varð bikarmeistari með gróttu í fyrra. „elín hefur verið lykillinn að vel- gengni Haukanna en íris Björk er bara alltaf góð. Þessi markvarða- barátta snýst vitaskuld að stóru leyti um varnarleikinn. gróttuvörnin er stöðugri en hjá Haukum. Haukarnir eiga leiki þar sem þeir skella algjör- lega í lás en stundum gengur ekki jafn vel,“ segir Alfreð. Haukarnir eru með sterka útilínu í þeim ramune Pekarskyte, Karen Helgu díönudóttur og mariu ines Pereira en Alfreð er hrifinn af liðs- heildarframlagi gróttuliðsins. „á móti okkur var ég mjög hrifinn af hversu margir leikmenn gróttu voru að skila framlagi. gróttan spilar sóknarleikinn skynsamlega og fær framlag frá mörgum. Kári þjálfari hefur gert vel í að dreifa álagi og vera duglegur að skipta,“ segir Alfreð sem spáir gróttu ferð í úrslita- leikinn. en hvaða lið stendur þá uppi sem meist- ari? „grótta klárar þetta á móti s t j ö r n u n n i , “ segir Alfreð Örn Finnsson. tomas@365.is Grótta klárar dæmið í Höllinni Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, spáir Íslands- og bikarmeisturum Gróttu sigri í bikarkeppni HSÍ annað árið í röð. Úrslitahelgin hefst í dag með undanúrslitum í Coca Cola-bikar kvenna. Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir er lykil- maður í varnarleik Gróttu. Undankeppni eM 2017 Ísland - Ungverjaland 87-77 Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 29/16 frák./8 stoðs., Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, Pálína Gunnlaugsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9, Bryndís Guðmunds- dóttir 7, Margrét Kara Sturludóttir 7, Sigrún Ámundadóttir 6, Ingunn Kristínardóttir 3. ísland sýndi að sigurinn á ógnar- sterku liði ungverjalands var engin tilviljun. ísland leiddi frá upphafi og vann alla fjóra leikhluta leiksins. Nýjast Meistaradeild evrópu, 16-liða úrslit PSV - Atletico Madrid 0-0 madrídingar eru í ágætum málum fyrir síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum eftir að hafa haldið hreinu á útivelli í gærkvöldi. PsV missti þó mann af velli með rautt spjald og náði Atletico ekki að færa sér það í nyt. Dynamo Kiev - Man. City 1-3 0-1 Sergio Agüero (15.), 0-2 David Silva (40.), 1-2 Vitaly Buyalsky (59.), 1-3 Yaya Toure (90.). 2-0 forysta City í hálfleik var síst of stór en heimamenn í dynamo Kiev minnkuðu muninn í þeim síðari og gerðu sig líklega til að jafna metin. en mark yaya toure í uppbótartíma fór langt með að tryggja City sæti í fjórðungsúrslitunum. Thea imani Sturludóttir er lykilmaður Fylkis. elín Jóna Þorsteins- dóttir varð bikar- meistari með Gróttu í fyrra. Florentina Stanciu elskar stórleikina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.