Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 66
Bækur
undirgefni
HHHHH
Michel Houellebecq
Þýðing: Friðrik Rafnsson
Útgefandi: Mál og menning
Prentun: Oddi
Síðufjöldi: 275
Kápa: Halla Sigga
Rithöfundurinn Michel Houelle-
becq er líkast til vinsælastur allra
núlifandi franskra höfunda. Bækur
hans vekja ávallt mikið umtal enda
hefur hann einstakt lag á að tala
sterklega inn í samtímann, jafnt
málefni samfélagsins sem stöðu
einstaklingsins. Nýjasta skáldsaga
Houellebecq, Undirgefni, er engin
undantekning á þessu. Þvert á móti.
Umtalið er gríðarlegt og áhuginn
á verkinu jafnt sem höfundinum
hreint með ólíkindum.
En Houellebecq fetar líka vand-
farna og varasama slóð í Undir-
gefni. Þar segir frá háskólakennar-
anum François sem er sérfræðingur
í verkum 19. aldar höfundarins J.K.
Huysman, sem fjallaði m.a. um
hnignun Evrópu í verkum sínum,
en það myndar sterka tengingu
við hugmyndaheim fortíðar allt
til þeirrar nálægu framtíðar þegar
sagan á sér stað, ársins 2022. Aðal-
viðburðir sögunnar hverfast í
kringum þá atburði að formaður
Bræðralags múslíma er að vinna
forsetakosningarnar í Frakklandi
með tilheyrandi íslamsvæðingu
fransks samfélags. Þessi nálgun
Houellebecq, að skrifa samfélagið
og þróun þess inn í nána framtíð og
fjalla þannig um stöðu samtímans,
hugmyndalega jafnt sem pólitískt,
minnir óneitanlega á dystópískar
bókmenntir á borð við 1984 eftir
George Orwell og Brave New World
eftir Aldous Huxley. Samanburður-
inn á að minnsta kosti fullan rétt á
sér en Undirgefni er þó um margt
dýpra og listrænna verk en ekki
einungis pólitísk framtíðarspá.
Hinn samfélagslegi þráður verks-
ins tekst á við hnignun Evrópu,
menningu og samfélagsgerð álf-
unnar og ekki síður úrkynjun hins
vestræna menntamanns og ekkert
er dregið undan. Houellebecq lætur
alla pólitíska rétthugsun lönd og
leið og hikar ekki við að draga upp
mynd af tækifærissinnaðri mennta-
stétt Frakklands sem fagnar í raun
endurkomu feðraveldisins, sér-
hagsmunum hinna menntuðu á
kostnað velferðarþjóðfélagsins og
þannig mætti áfram telja. François,
hin skeytingarlausa aðalpersóna,
er holdgervingur hinnar vestrænu
hnignunar sem lætur þróun sam-
félagsins sér í léttu rúmi liggja í anda
tómhyggjunnar svo lengi sem boðið
er upp á gott vín með frambærileg-
um mat og kynlífið geti haldið áfram
að vera persónuleg nautnasvölun án
minnstu tilfinninga eða skuldbind-
inga hvort sem er með ástkonu eða
vændiskonum. Allt líf François, allar
athafnir hans og ákvarðanir byggjast
á sérhagsmunum hans og sjálfselsku
en engu að síður tekst Houellebecq
að draga upp mynd af tiltakanlega
viðkunnanlegum náunga. Hinn
menntaði einfari er kunnugleg per-
sóna í verkum Houellebecq enda
hentar persónan sérdeilis vel til þess
að skoða samfélagið, þróun þess og
hnignun og setja þær vangaveltur
í stærra sögulegt samhengi. Í per-
sónunni og lífi hennar felst í senn
möguleiki okkar til þess að læra af
sögunni, huga að almennu skeyt-
ingarleysi um manneskjuna sem og
að skoða nautnahyggju einstaklings
sem er engum háður.
Houellebecq er frábær stílisti
sem hefur jafnframt mikið vald á
frásögninni og umhverfi hennar
í heild. Hann veitir lesendum
djúpa innsýn í sálarlíf aðalpersónu
sinnar og kryfur hana sem og sam-
félagið til mergjar sem bæði þróast
fyrirhafnar laust en ávallt óhjá-
kvæmilega til undirgefninnar. Það
þarf engan að undra að Undirgefni
hafi ýtt hraustlega við frönsku og
reyndar evrópsku samfélagi á þeim
stutta tíma sem er liðinn frá útgáfu
bókarinnar síðla árs 2015. Undir-
gefni er marglaga skáldsaga sem
heimurinn er rétt að byrja að lesa og
Houellebecq er ögrandi, skemmti-
legur, stríðinn og spennandi höf-
undur.
Það er því mikið fagnaðarefni að
bókin skuli nú þegar vera komin
út í framúrskarandi íslenskri þýð-
ingu Friðriks Rafnssonar. Friðrik
er á meðal afkastamestu þýðenda
á góðum bókmenntum og það er
ómetanlegt fyrir íslenska menn-
ingu að eiga þessa gátt út í hinn
stóra heim bókmenntanna sem
góðar þýðingar eru. Undirgefni er
bók sem skiptir máli og á erindi við
vestrænt samfélag samtímans og
framtíðarinnar og mikilvægi þess
að bjóða íslenskum lesendum upp
á gæðaþýðingar á slíkum verkum
verður seint tíundað um of.
Magnús Guðmundsson
Niðurstaða: Algjörlega mögnuð
bók sem tekur á viðkvæmustu mál-
efnum líðandi stundar sem og stöðu
og þróun samfélagsins.
Með brýnt erindi við samtíð og framtíð
„Þemað þetta árið er: En hvað það var
skrítið, og við erum þar að fjalla um
fólk sem batt bagga sína öðrum hnút-
um en samferðamennirnir. Við byrjum
ekki á því að velja rithöfunda, heldur
búum okkur til þema og sníðum svo
bækur og rithöfunda inn í þemað,“
segir Gréta Sigurðardóttir, hótelstjóri
Hótel Egilsen í Stykkishólmi, um Júlí-
önu – hátíð sögu og bóka.
Tveir rithöfundanna sem fram
koma, þeir Einar Már og Gunnar
Helgason, eru nýlegir handhafar
Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Skyldi Gréta hafa vitað það þegar
hún bókaði þá? „Nei, nei. Það var í
nóvember sem við negldum þá því
svona viðburð þarf að skipuleggja
með góðum fyrirvara. Við erum
auðvitað ánægðar með að þeir fengu
verðlaunin. Segjumst hafa verið
með sjötta skilningarvitið þegar við
völdum þá,“ segir Gréta hlæjandi.
Auk hennar í undirbúningsnefnd
eru Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrr-
verandi bóksali í Hólminum, Sig-
ríður Erla leirlistakona og Þórunn
Sigþórsdóttir, ferðamálafræðingur
og aðstoðarhótelstjóri Hótel Egilsen,
sem er sögu- og bókahótel þar sem
hjarta hátíðarinnar slær.
Hátíðin er nefnd eftir Júlíönu Jóns-
dóttur, fyrstu konu á Íslandi sem fékk
gefna út bók, ljóðabókina Stúlku. Það
var árið 1876. Þetta er fjóra hátíðin
henni til heiðurs á jafn mörgum
árum og Gréta segir hana þá stærstu
til þessa. „Við erum að vinna stærri
verk með grunnskólanum en áður,
því við viljum hafa áhrif á lestur og
íslenskukunnáttu barna. Svo erum
við líka með leiklestur því Júlíana var
líka fyrsta kona á Íslandi sem skrifaði
leikrit sem sett var á svið. Það fjallar
um víg Kjartans Ólafssonar. Verkið
er í flutningi ungs fólks og ég veit
að óvænt leið verður farin í túlkun-
inni,“ segir Gréta. Hún tekur fram
að viðburðir hátíðarinnar séu fríir
og öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.
„Júlíana er ekki haldin til að hagnast
á henni peningalega, heldur til að
auðga andann.“ gun@frettabladid.is
Með sjötta skilningarvitið
Júlíana – hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi hefst í dag og
stendur fram á sunnudag. Gréta Sigurðardóttir hótelstjóri
segir einstakt og jafnvel skrítið fólk vera þar í brennidepli.
„Við beinum sjónum að fólki sem bindur bagga sína öðrum hnútum en aðrir,“ segir Gréta. Fréttablaðið/SteFán
Af dAGSkrárliðum
Gunnar Helgason spjallar um bókina Mamma klikk og í Amtsbókasafninu
er sýning á verkum nemenda grunnskólans, sem byggð eru á þeirri bók.
Einar Már hittir hóp sem lesið hefur Hundadaga í vetur og á öðrum við-
burði spjallar hann um spurninguna: Hvað merkir orðið saga?
sigmundur Ernir fjallar um þá áráttu sína að skrifa um fólk og Hrafnhildur
schram listfræðingur um líf og list Nínu Sæmundsson.
Katalónsk-spænski rithöfundurinn Jordi Pujolá býr og starfar á Íslandi.
Saga katalónsk-spænska rithöfundar-
ins Jordi Pujolá er um margt óvenju-
leg. Í dag kl. 16.30 til 17.30 ætlar hann
að vera á Kaffislipp á Hótel Marina og
segja sögu sína og frá fyrstu bók sinni
Necesitamos un cambio. El sueno de
Islandia eða Við þurfum breytingu.
Íslenski draumurinn.
„Ég ætla að tala um efni bókar-
innar og aðalpersónuna en svo líka
þá breytingu sem ég gerði á mínu lífi
þegar ég flutti til Íslands á sínum tíma.
Á Spáni var ég að vinna á fasteigna-
sölu og var á mjög góðum launum en
mín innri rödd sagði mér að ég þyrfti
að vera að gera það sem mig langaði
raunverulega til þess að gera sem var
að skrifa. Það var minn draumur.
Dag einn ákvað ég að hætta í
vinnunni, selja íbúðina í Barcelona
og fína bílinn sem ég átti og svo naut
ég þeirra forréttinda að vera kvæntur
íslenskri konu. En ég var ekki búinn
að segja henni frá þessu uppátæki
mínu því við vorum alltaf búin að gera
ráð fyrir því að búa áfram í Barcelona
og ala upp börnin okkar þar. Þegar
ég sagði henni frá þessu þá varð hún
afar glöð og við ákváðum að láta
verða af þessu. Það var óneitanlega
mikil óvissa fólgin í þessu og fólkið
sem kalla má nei-ara var mikið á móti
þessu en við létum það ekki stoppa
okkur.
Núna búum við hér og ég er að læra
íslensku og skrifa þannig að ég skila
nú ekki miklum tekjum til heimilisins
en á reyndar enn hlut í fyrirtækinu á
Spáni. En það er ekki frábrugðið aðal-
persónu bókarinnar sem á það líka
sameiginlegt með mér að Gandhi
er mikil fyrirmynd í lífinu. Gandhi
sagði einmitt: Ef þú vilt breytingar þá
skaltu byrja á sjálfum þér. Og það er
grunnurinn að þessum breytingum
sem ég gerði á lífi mínu. Aðalpersóna
bókarinnar fer hins vegar þá leið að
fara út í pólitík til þess að ná fram
breytingum í lífi sínu og á sínu sam-
félagi en ég valdi ritstörfin.“
Fyrsta bók Jordi kom út í fyrra og
hann vinnur nú að því að ljúka þeirri
næstu og segir að þar verði enn sterk-
ari tenging við Ísland. „Titill næstu
bókar er Barþjónninn í Reykjavík og
ég er nokkuð viss um að hún verði
þýdd á íslensku sem skiptir mig auð-
vitað miklu máli. Þar segir frá lögfræð-
ingi sem kemur frá Spáni og er eins og
ég í því ferli að breyta lífi sínu. Ég vona
að þetta verði áhugavert fyrir bæði þá
sem lesa spænsku og ekki síður Íslend-
inga. Glöggt er gests augað er að því er
mér er sagt vinsælt spakmæli á Íslandi
og ég lærði það reyndar af sjálfum
borgarstjóranum í Reykjavík. En ég
er þó fyrst og fremst ánægður með
að hafa látið verða af því að breyta lífi
mínu enda er ég afskaplega hamingju-
samur og ánægður á Íslandi.“
magnus@frettabladid.is
Glöggt er gests augað
GAndhi SAGði
einmitt: ef þú vilt
breytinGAr þá SkAltu byrJA
á SJálfum þér. OG þAð er
Grunnurinn Að þeSSum
breytinGum Sem éG Gerði á
lífi mínu.
2 5 . f E B r ú a r 2 0 1 6 f i M M t u D a G u r34 M E N N i N G ∙ f r É t t a B L a ð i ð
menning