Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 76
Jóhannes segist þrælspenntur fyrir komandi tímum og hefur þegar fengið fyrirspurnir um verk- efni inn á sitt borð. „Það er mikið í pípunum. Ég hræðist það ekkert og það er fullt að gerast og þegar komið fullt af fyrirspurnum til okkar. Þetta lítur bara vel út enda er þetta vaxandi iðnaður á Íslandi og góð búbót fyrir þjóðina. Gefur samfélaginu fullt og það er engin spurning að þeir sem standa að þessu hafa verið að gera gríðarlega góða hluti og vinna þetta vel í gegnum árin og það er að skila sér núna og hefur verið að gera. Það er búið að taka ófáar myndirnar hér á landi, stórar og miklar,“ segir hann spenntur fyrir framhaldinu og glaður í bragði að lokum. gydaloa@frettabladid.is Ég er nú búinn að kokka ofan í svo marga einstaklinga að Ég er ekkert mikið að velta mÉr upp úr því. mÉr er nú eigin- lega alveg sama, aðalmálið er að gera þetta vel. Jóhannes Stefánsson hjá Múlakaffi flutti á dögunum inn tvo veitinga- vagna sem innihalda meðal annars eldhús og aðstöðu fyrir ferða- mannahópa eða tökuteymi sem stödd eru á afskekktum stöðum við tökur á kvikmyndum eða aug- lýsingum og langt er í næsta eldhús. Hann segir svo sannarlega vera tækifæri fyrir þess lags þjónustu hér á landi enda hefur ferðaþjónustan svo sannarlega blómstrað líkt og flestum ætti að vera kunnugt og sífellt að færast í aukana að erlend tökulið taki hér upp auglýsingar og kvikmyndir. „Það er svona verið að reyna að hasla sér völl í þessari tegund af „catering“ og blanda þessu svolítið inn í ferðaþjónustuna líka,“ segir Jóhannes ánægður með viðbótina sem hann segir eldhús og matsal á hjólum. „Þetta er fullbúið eldhús og mjög huggulegur salur sem tekur fjörutíu og fimm manns í sæti.“ Hann segist ekki mikið hafa verið að hasla sér völl í þessari tegund af matseld fram til þessa en nú standi til að hella sér í þennan bransa af fullum krafti og þá koma nýju tólin að góðum notum enda hægt að fara með þau hvert á land sem er svo lengi sem greiðfært er. Hann segir að um talsvert stórar og miklar græjur sé að ræða og mögu- leikar til matseldar og fram- reiðslu veitinga miklir. „Það er nánast hægt að gera hvað sem er í þessu. Þetta er bara fullkomið eld- hús á hjólum og mjög flottur mat- salur, kælibíll og uppvask og bílar sem eru hafðir fyrir „crash-service“ hvar sem er. Þetta er hörku „gear“, mjög vandað og reynt að gera þetta eftir kröfum þessara snillinga sem hafa verið í þessum bransa.“ Jóhannes segist ekki velta því mikið fyrir sér hvern hann sé að kokka ofan í, mestu máli skipti að fólk sé ánægt. „Ég er nú búinn að kokka ofan í svo marga einstaklinga að ég er ekkert mikið að velta mér upp úr því. Mér er nú eiginlega alveg sama, aðalmálið er að gera þetta vel,“ segir hann glaður í bragði. fullbúið eldhús og huggulegur matsalur á hjólum Jóhannes í Múlakaffi haslar sér völl og flutti á dögunum inn tvo veitingavagna sem hann lýsir sem fullkomnu eldhúsi á hjólum. Þeir eru ætlaðir til að elda og framreiða mat á af- skekktum slóðum og taka þeir fjörutíu og fimm manns í sæti. – fyrst og fre mst ódýr! AFGREIÐSLUTÍMAR OG FLEIRI TILBOÐ Á WWW.KRONAN.IS 1699kr.kg Verð áður 2179 kr. kg Miðjarðarhafs fiskréttur, Fiskverslun Hafliða 2299kr.kg Verð áður 2899 kr. kg Lax í Teriyaki og sesam, Fiskverslun Hafliða 1259kr.kg Verð áður 1588 kr. kg Fiskibollur - Fjarðarbollur, Fiskverslun Hafliða Fiskidagar í Krónunni 1489kr.kg Verð áður 1865 kr. kg Ýsu- og þorskflök, roð- og beinlaus, Ísland 1359kr.kg Verð áður 1598 kr. kg Ýsa í raspi, Ísland 2369kr.kg Verð áður 2798 kr. kg Fjallableikja, Ísland 15 %afsláttur 20 %afsláttur22 %afsláttur20 %afsláttur 20 %afsláttur Tilbúið í ofninn! Ö ll verð eru birt m eð fyrirvara um prentvillur og/eða m yndabrengl. 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r44 L í f I ð ∙ f r É T T a b L a ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.