Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 33
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Sylvía Haukdal er menntaður pastry chef frá matreiðslu-skólanum Le Cordon Bleu í London. Það verður stór stund hjá henni í desember þegar hún byrjar með nýja þætti á Stöð 2 Maraþon sem nefnast Bakað með Sylvíu Haukdal. „Í þáttunum ætla ég að baka allt frá smákökum í að búa til girnilega áramótaeftir- rétti,“ segir hún og sannarlega verður spennandi að sjá þættina og læra af þessum snillingi í bakstri. Sylvia starfar við áhugamálið hjá Sætum syndum og er með eigin uppskriftarvef undir nafn- inu sylviahaukdal.is sem vakið hefur mikla athygli. Þá hefur hún einnig stóran hóp fylgjenda á Instagram. Sylvía er yngri systir Birgittu Haukdal, söngkonu og barnabókahöfundar. Sylvía gefur hér uppskriftir að glæsilegri jólatertu og Bismark jólabollakökum. Hún segist hlakka mikið til að kveikja á kertum og eiga notalegar stundir með fjölskyldu sinni í eldhúsinu. Eiginmaður hennar er Atli Björg- vinsson en þau eiga tvær dætur, Önnu Hrafnhildi, 4 ára og Marín Helgu sem er ársgömul. JÓLAKAKA SYLVÍU HAUKDAL Súkkulaðibotnar 600 g sykur 315 g Kornax hveiti 120 g kakó ¼ tsk. lyftiduft ¼ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 3 egg 165 ml olía (grænmetis) 330 ml mjólk 330 ml heitt vatn 3 tsk vanilludropar Við byrjum á því að hita ofninn í 175°C (blástur). Næst setjum við öll þurrefnin saman í hrærivélarskál og hrærum saman. Þegar við höfum blandað þurrefn- unum vel saman bætum við eggjum, mjólk, olíu, heitu vatni og vanillu- dropum saman við og hrærum þar til allt hefur blandast vel. Næst smyrjum við þrjú 20 cm form með olíu, setjum bökunarpappír í botninn og smyrjum aftur. Svo hellum við deginu jafnt í öll form og bökum í 20-25 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunum (mér þykir best að vigta deigið og skipta því jafnt niður í formin til þess að fá alla botna jafn stóra). Um leið og botnarnir koma úr ofninum losum við hliðarnar á formunum og hvolfum botnunum á bökunarpappír eða kæligrind. Hvítsúkkulaðikrem (á milli botna) 150 g smjör (við stofuhita) 150 g flórsykur 200 g hvítt súkkulaði (brætt) 100 g rjómaostur 100 g frosin hindber Við byrjum á því að þeyta smjörið þar til það verður ljóst og létt. Síðan er flórsykri bætt saman við og þeytt þar til kremið verður hvítt og létt. Að lokum er rjómaosti hrært saman við og hvítu súkkulaði. Þegar kakan er sett saman er hind- berjum stráð yfir kremið. Smjörkrem (utan um köku) 500 g smjör (við stofuhita) 500 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar Við byrjum á því að þeyta smjörið vel og lengi þar til það verður létt og ljóst. Næst bætum við flórsykri og van- illudropum saman við og höldum áfram að þeyta. Að lokum bætum við rjómanum saman við og þeytum í smá stund í viðbót. BISMARK JÓLABOLLAKÖKUR Súkkulaðibollakökur 125 g dökkt súkkulaði 170 ml mjólk 290 g púðursykur 105 g smjör (við stofuhita) 2 egg 180 g Kornax hveiti ½ tsk. salt ½ tsk. matarsódi ½ tsk. lyftiduft 10 g kakó Við byrjum á því að hita ofninn í 175°C (blástur). Næst setjum við súkkulaði, mjólk og helminginn af púðursykrinum í lítinn pott og hitum upp að suðu á vægum hita. Við þeytum saman smjöri og hinum helmingnum af sykrinum saman og bætum síðan eggjunum varlega saman við. Næst hrærum við þurrefnunum varlega saman við. Að lokum fer heita súkkulaðibland- an í mjórri bunu saman við. Við bökum bollakökurnar við 175°C í um það bil 18 mínútur. Bismark súkkulaði ganache 150 g Bismark rjómasúkkulaði 90 ml rjómi Við byrjum á því að saxa súkku- laðið í smáa bita og setjum í skál. Næst hitum við rjómann upp að suðu og hellum yfir súkkulaðið. Hrærum síðan blönduna vel saman og leyfum henni að kólna og þykkna áður en við setjum hana í bollakökurnar. Smjörkrem 300 g smjör (við stofuhita) 300 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar Við byrjum á því að þeyta smjörið vel og lengi þar til það verður létt og ljóst. Næst bætum við flórsykri og vanilludropum saman við og höldum áfram að þeyta. Að lokum bætum við rjómanum saman við og þeytum í smá stund í viðbót. Samsetning Við byrjum á því að gera göt í miðjuna á öllum bollakökunum. Næst sprautum við Bismark súkku- laði-ganache í gatið Svo fer krem ofan á bollakökurnar og þær skreyttar að vild. Sylvía er að byrja með nýja þætti á Stöð 2 Maraþon, þar mun hún baka fyrir landsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hún er heldur betur glæsileg jóla- tertan hennar Sylvíu. Hand- bragðið er hrein snilld og bragðið sömuleiðis mjög gott. Fallegar Bismark jóla- bollakökur. Jólaterta sem lætur jólin koma Jólin eru í miklu uppáhaldi hjá Sylvíu Haukdal Brynjarsdóttur sem er einstaklega hæfileikarík þegar kemur að bakstri. Hún bakaði jóla- tertu fyrir lesendur sem er ekki bara falleg heldur einstaklega góð. Sylvía er að byrja með nýja bakstursþætti á Stöð 2 Maraþon. Gjöf sem gleður alla arionbanki.is Gjafakort Arion banka er alltaf rétta gjöfin Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er og fæst í öllum útibúum okkar. JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 912
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.