Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 39
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Siggeir F. Ævarsson, fram-kvæmdastjóri Siðmenntar, hefur verið trúlaus í langan
tíma, en lætur það ekki truf la
jólahaldið.
„Ég man eftir því að þegar ég
var frekar ungur og fór að pæla í
Biblíusögum fannst mér það allt
svo órökrétt,“ segir hann. „Ég man
sérstaklega eftir að finnast sagan
um Adam og Evu mjög furðuleg,
því ég vissi af því að maður ætti
nú ekki að giftast skyldmennum
sínum. Seinna átti svo að hafa
komið syndaf lóð og allir strokast
út, mér fannst þetta allt svolítið
skrítið.
Ég hef í raun verið efahyggju-
maður mjög lengi. Ég man að
þegar ég missti fyrst tönn setti
ég hana undir koddann en lét
mömmu ekki vita af því, til að
kanna hvort tannálfurinn væri í
raun til,“ segir Siggeir. „Það gerðist
náttúrulega ekkert og þá fattaði
ég að það væri eitthvað skrítið í
gangi.“
Siggeir segir að sér finnist ekki
erfitt að halda upp á jólin án þess
að trú komi málinu við.
„Ég ólst upp á heimili þar sem
foreldrar mínir og afi og amma
voru trúuð. Ég man til dæmis
eftir því að einu sinni fór ég með
afa í kirkju til að stytta biðina
eftir jólum,“ segir Siggeir. „Ég hef
aldrei upplifað meiri leiðindi
og steinsofnaði í kirkjunni. Svo
þegar ég kom heim voru jólin
ekki einu sinni komin! Ég man að
mér fannst þetta versta mögulega
nýting á tíma.
Þegar ég var lítill voru jólin
mjög hefðbundin hjá mér og ég
vissi að þetta tengdist Jesú, en það
var aldrei nein áhersla á trúar-
lega hlutann,“ segir Siggeir. „Jólin
hafa alltaf verið tími til að hitta
fjölskylduna. Svo eftir að ég varð
sjálfur fjölskyldumaður er allur
tíminn undirlagður af því að hitta
vini og fjölskyldu og njóta þess að
vera saman.
Fyrir mér eru jólin tími ljóss
Alltaf verið
efahyggjumaður
Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóiri Siðmenntar, hefur verið
efahyggjumaður nánast frá því hann man eftir sér. Hann heldur
upp á ósköp hefðbundin jól þrátt fyrir trúleysið og segir jólin
vera hátíð ljóss og friðar, alveg óháð öllum trúarbrögðum.
Siggeir segir erfitt að svara því hvers vegna sífellt fleiri Íslendingar
verði trúlausir, en að líklega sé það vegna þess kirkjan hafi misst þá
sterku samfélagslegu stöðu sem hún hafði áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
og friðar, tími til að koma
saman og fagna því að
eiga vini og fjölskyldu
sem maður getur notið
samvista með og nýtt
tímann í eitthvað annað
en stress daglegs lífs,“
segir Siggeir.
Ósköp hefðbundin jól
„Ég held að jólin hjá mér séu lítið
öðruvísi en hjá kristnum. Ég á
gamla upptrekkta kirkju með
ljósi sem spilar fallegt jólalag og
stendur alltaf uppi á hillu. Hún
er frá ömmu minni og er tengd
æskuminningum mínum,“ segir
Siggeir.
„Ég er líka með jólaskraut með
Jesúbarninu í jötu og hefðbundið
jólatré í stofunni, það er engin
satanísk stjarna eða neitt svo-
leiðis,“ segir hann og hlær.
Ég lendi stundum í því að fólk
haldi að það hafi náð mér með
því að spyrja „hva, ert þú að halda
upp á jólin? Ertu ekki trúlaus?“ Þá
bendi ég þeim á að hátíðin sé eldri
en kristnu jólin og spyr af hverju
þau haldi upp á heiðna hátíð,“
segir Siggeir. „Ég skil ekki alveg
hvað fólki gengur til með svona
spurningu. Það eru allir
að fagna og hafa gaman en
samt vill fólk eitthvað fara
að pota í mig.“
Leyfir börnunum að ráða
Siggeir á tvær dætur, 12 og
sex ára, sem fá trúarhlut-
laust uppeldi.
„Eldri dóttirin er
orðin mjög harður
trúleysingi, þó að við
höfum ekki haldið
neinu að henni,“ segir
hann. „Hún hefur
verið í trúarbragða-
fræði í skólanum og
fyrir ári var hún hörð á
því að hún ætlaði að fermast
í kirkju en um daginn sagði hún
að það væri ekki séns, því að hún
trúi ekki á guð. Hún fær bara að
ráða þessu sjálf.
Yngri dóttirin á vini af mjög
fjölbreyttum uppruna sem hafa
alls konar trú. Ég held að hún sé
ekki sérstaklega trúuð heldur.
Mér finnst eins og börnin hafi
vit á að komast að gáfulegum
niðurstöðum sjálf ef það er engin
innræting í gangi,“ segir Siggeir.
„Ég fullyrði aldrei að guð sé ekki
til eða neitt slíkt, en ég er opinn
með að ég trúi ekki á hann og leyfi
þeim svo bara að komast að eigin
niðurstöðu.
Þetta er svipað eins og í
fermingarstarfi Siðmenntar. Þar
leggjum við áherslu á að þetta sé
val fyrir börnin og foreldrar velji
ekki fyrir þau,“ segir Siggeir.
„Sumir eiga erfitt með
að sætta sig við það en
f lestir styðja ákvarðanir
barnanna.
Í fræðslunni reynum
við svo ekki að innræta
börnum neitt, heldur
leyfum við þeim að vera litlir
heimspekingar, pæla í hlutunum
og komast að eigin niðurstöðu,“
segir Siggeir.
Kirkjan misst stöðu sína
Siggeir segir erfitt að svara því
hvers vegna sífellt f leiri Íslend-
ingar verði trúlausir. „Þetta er
spurning sem ég fæ víða,“ segir
hann. „Þetta er líka búið að vera
svo hröð þróun, það er ekki langt
síðan það var eiginlega sjálfsagt
að allir væru í kirkjunni.
Mér dettur helst í hug að þetta
sé vegna þess að kirkjan hefur
misst þessa sterku samfélagslegu
stöðu sem hún hafði áður fyrr,“
segir Siggeir. „Hún var samfélags-
legt af l og að mörgu leyti eins og
félagsheimili. Prestar höfðu líka
sterkt samfélagslegt hlutverk sem
hefur minnkað með tímanum. Ég
held að stór hluti af þeim fjölda
sem var í þjóðkirkjunni á seinni
hluta 20. aldar hafi ekki verið
trúaður, þó þetta fólk hafi verið
skráð í hana.
Þó að ég sé ánægður með þessa
þróun þýðir það samt alls ekki
að ég vilji banna fólki að fara
í kirkju eða leggja niður
þjóðkirkjuna,“ segir
Siggeir. „Ég vil bara
að öll trúfélög séu á
jöfnum grundvelli og
það sé ekki eitt trú-
félag með milljarða
frá ríkinu umfram
hin.“
Siðmennt stækkar
hratt
„Siðmennt er félagsskapur þar
sem líklega allir eru trúlausir, en
Siðmennt snýst ekki um trúleysi,
heldur siðrænan húmanisma.
Fólk í Siðmennt er f lest rosalega
umburðarlynt og hefur gagn-
rýna hugsun að leiðarljósi,“ segir
Siggeir. „Félagið stækkar hratt, en
meðlimafjöldi hefur tífaldast á
sex árum, frá 300 í um 3.300.
Við höfum upplifað ýmsa
vaxtar verki, en við viljum gera
meira en bara að halda athafnir.
Við höfum t.d. verið með heim-
spekilegar samkomur sem kallast
Efast á kránni, þar sem fólk
getur komið saman, rætt málin og
hlustað á fyrirlestra,“ segir Siggeir.
„Við erum alltaf að leita nýrra
leiða til að virkja félagið og finna
hlutverk fyrir það.“
Kirkjan hefur misst
þessa sterku sam-
félagslegu stöðu sem hún
hafði áður fyrr. Hún var
samfélagslegt afl og að
mörgu leyti eins og félags-
heimili. Prestar höfðu
líka sterkt samfélagslegt
hlutverk sem hefur
minnkað með tímanum.
Siggeir F. Ævarsson.
Ertu að upplifa kulnun í lí eða star?
Er þráðurinn stuttur og neistinn farinn?
Ertu með stöðuga kvíðatilnningu?
Langar þig að ná aftur tökum á eigin lí?
Námskeiðið er fyrir einstaklinga sem
upplifa sig á barmi kulnunar í lí og/eða
star. Þátttakendur skoða hverjir eru
þeirra helstu streituvaldar og streitueink-
enni. Samspil sjálfsmyndar, meðvirkni og
streitu er skoðað og kenndar leiðir til að
takast á við streitu.
Lögð er áhersla á mikilvægi hvíldar,
slökunar, hælegrar hreyngar og holls
mataræðis.
TÖKUM STJÓRNINA
STREITA OG KULNUN
22.-27. mars 2020
Umsjón:
Margrét Grímsdóttir, BSc, MSW
Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur
Verð 140.000 kr.
Innifalið:
Gisting, ljúengur og hollur matur, fræðsla
og hóptímar, núvitund, jóga og göngur, leikmi
eða vatnsþrek, aðgangur að baðhúsi,
sundlaugum og líkamsræktarsal.
Fimm daga námskeið frá sunnudegi til föstudags á Heilsustofnun í Hveragerði.
Berum ábyrgð á eigin heilsu www.heilsustofnun.is
JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 918