Fréttablaðið - 26.11.2019, Síða 101

Fréttablaðið - 26.11.2019, Síða 101
Bryndís hefur kynnt sér gamla hjátrú Íslendinga varðandi jólahátíðina vel. Álfatrú hefur lengi verið við lýði á Íslandi og því kemur ekki á óvart að álfar séu stundum tengdir við sjálfa jólahátíðina, en sögurnar af við- skiptum fólks við álfa á jólum eru ansi misjafnar og enda oft ekki vel. Læti í álfum á jólum „Á jólunum fara álfarnir á kreik, flytja búferlum, halda jafnvel inn á bæi þegar fólkið er sjálft í messu eða bjóða fólki til sín,“ segir Bryndís. „Ein elsta og þekktasta frásögnin af álfum í Hamrinum í Hafnarfirði segir frá Gunnari Bjarnasyni, bónda í Hamarskoti. Hann var á gangi að vetrarkvöldi um jól þegar hann heyrði söng berast úr Hamrinum. Hann gengur þá á hljóðið og finnur á honum opnar dyr. Hann stígur inn og er þá staddur í eins konar álfamessu. Segir sagan að Gunnar hafi kann- ast við lögin og sálmana en hvorki við hugvekjuna né predikunina sem fylgdu í kjölfarið,“ segir Bryn- dís. „Það er sagt frá því að hann hafi ítrekað reynt að finna dyrnar aftur án árangurs og dvalið við klettana. Frásögnin af Gunnari minnir á lagið um Ólaf Liljurós, en álfar bjóða honum að búa með sér og ganga í björg. Þar eru reyndar á ferðinni ókristnir álfar og nokkuð illskeyttir, enda dregur ein álfamærin upp „saxið snarpa“ og keyrir í síðu Ólafs þegar hann hafnar tilboði hennar,“ segir Bryndís. „Ólafur nær að flýja til móður sinnar ataður blóði og hún spyr af hverju hann sé svo fölur og fár, „eins og sá með álfum gár?“ og stuttu síðar er Ólafur allur. Það kann því ekki endilega góðri lukku að stýra að hitta fyrir álfa á jólum – og hvað þá að ganga í björg,“ segir Bryndís. „Jafnvel þó að sagan af Gunnari í álfamessunni sé ekki eins svakaleg og kvæðið um Ólaf Liljurós þá er samt ýjað að því í sögunni um Gunnar að hann hafi misst vitið eftir að hafa gengið í Hamarinn.“ Matargjafir og leiðarljós „Í bókinni Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafna- gili kemur fram að matargjafir til hulduheima hafi tíðkast lengi í ákveðnum landshlutum og þá einkum á nýársnótt,“ segir Bryndís. „Húsfreyjur settu þá til að mynda hangikjöt á disk og létu á afvikinn stað og átti það alltaf að hverfa. Siðurinn tengdist þeirri hjátrú að álfar flytji búferlum um jól eða á nýársnótt. Sums staðar hefur tíðkast að kveikja á kertum við þessi tímamót og láta þau loga alla nóttina,“ segir Bryndís. „Sjálf lærði ég sem barn að það væri til að „vísa álfunum veginn“.“ Auðvelt að missa vitið „Á áramótum eða nýársnótt fara ýmis vísindaleg lögmál úr skorðum samkvæmt þjóðtrúnni,“ segir Bryndís. „Í ýmiss konar sögum – kvikmyndum og bókum svo eitthvað sé nefnt – er einnig nokkuð algengt að samfundir yfirnáttúrulegra vera og manna eigi sér stað á ein- hvers konar mörkum þar sem tímamót eru í aðsigi eða rými mætast eða breytast. Á áramótum geta kýr talað á mannamáli og ært það mannfólk sem til heyrir. Menn geta einnig hitt fyrir álfa sitji þeir á krossgötum, en á slíkum stefnumótum koma álfarnir úr öllum áttum og reyna að fanga athygli mannfólksins með ýmsum freistingum,“ segir Bryndís. „Standist maður freistingar álfa mun maður njóta mikillar gæfu, en Vont að mæta álfum á jólum Samkvæmt íslenskri þjóðtrú getur verið skeinu- hætt að hitta álfa á jólunum. Þá fara þeir á kreik og geta gert ýmislegt af sér. Þjóðfræðingurinn Bryndís Björgvinsdóttir þekkir þessar sögur vel. 2019 Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit og er verkið í höndum fremstu listamanna þjóðarinnar. Afhjúpun kúlunnar 2019 fer fram 4. desember. Forsala er hafin á kaerleikskulan.is STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA svari maður boði álfa verður maður „vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandi“ samkvæmt þjóðsögunni. Slík voru örlög Fúsa sem sat úti á jólanótt og stóðst lengi áreiti álfa eða þangað til „ein álfkona kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í“,“ segir Bryndís. „Þá leit Fúsi við og sagði „það sem síðan er að orðtæki haft: „Sjaldan hef ég flotinu neitað;“ beit hann þá bita sinn úr flotskildinum og trylltist og varð vitlaus“.“ Yfirnáttúrulegt fjör „Nokkrar sagnir eru einnig til af heimsóknum álfa um jól eða ára- mót þegar mannfólkið er í messu. Stundum er einhver vaktmaður heima sem verður vitni að þessu, en stundum er enginn heima en ummerkin einfaldlega augljós,“ segir Bryndís. „Það var einmitt einhver þjóðfræðingur hér á landi, sem ég hef reynt að hafa upp á án árangurs, sem benti á að mynd- irnar Home Alone væru í þessum flokki sagna: einn vaktmaður er eftir í húsinu um jól, þegar allir aðrir eru í burtu, og lendir hann í skakkaföllum vegna heimsókna óvelkominna vera sem ætla að leggja heimilið undir sig. Að lokum má nefna þjóðsöguna um dansinn í Hruna, um prestinn sem elskaði að skemmta sér og hafa gaman, og hafði drykki og spil í kirkjunni á jólum og „aðrar ósæmilegar skemmtanir“ fram eftir nóttu,“ segir Bryndís. „Þá mætti djöfullinn sjálfur og kvað vísu með þeim afleiðingum að kirkjan og kirkjugarðurinn sukku með fólkinu í, og heyrðist „ýlfur og gaul niðri í jörðinni“. Svona geta jólin nú verið skemmtileg, að sjálf yfirnáttúran lætur sig ekki vanta,“ segir Bryndís að lokum. Bryndís Björgvinsdótir þjóðfræðingur hefur kynnt sér þjóðtrú hér á landi. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 980
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.