Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 112
Það hefur orðið samdráttur í framleiðslu á lambakjöti og það stefnir í að hann haldi
áfram. Kjötafurðasvið Kaupfélags
Skagfirðinga sér þó til þess að
stórkaupendur hafi nægt kjöt fram
að næstu sláturtíð og framleiðir
alls kyns kjötvörur sem freista
Íslendinga.
„Kjötafurðasvið Kaupfélags
Skagfirðinga samanstendur af
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skag-
firðinga, Sláturhúsi Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga á Hvamms-
tanga, Sláturhúsinu á Hellu og
svo Kjötvinnslunni Esju,“ segir
Ágúst Andrésson forstöðumaður.
„Saman vinna þessar einingar
að því að framleiða gæða kjöt-
vörur fyrir íslenska neytendur og
útflutning, meðal annars besta
lambakjöt í heimi.
Nú er sláturtíð nýafstaðin og í
ár varð samdráttur í framleiðslu,
annað árið í röð,“ segir Ágúst. „Það
stefnir svo í enn meiri samdrátt á
næsta ári. Vegna þessa samdráttar
í framleiðslu hefur útflutningur
líka farið minnkandi.
En það er enn nóg fyrir okkur
Íslendinga og með viðskiptasamn-
ingum er búið að tryggja stórkaup-
endum eins og Högum íslenskt
lambakjöt fram að næstu sláturtíð,
en sá samningur samsvarar a.m.k.
1.000 tonnum af kjöti með beini,“
segir Ágúst. „Það sama var gert
gagnvart Kjötkompaníinu, svo
því hefur líka verið tryggt nægt
íslenskt lambakjöt milli sláturtíða.
Það er mikilvægt að standa
undir eftirspurninni, því þegar
kemur að lambakjöti þá er engin
spurning hvað íslenskir neytendur
vilja. Þeir velja besta lambakjöt í
heimi, íslenska kjötið, því það eru
gæði sem þeir geta treyst,“ útskýrir
Ágúst.
Alls kyns vöruþróun
Þessar ólíku einingar og samstarfs-
aðilar þeirra eru sífellt að brydda
upp á spennandi nýjungum.
„Hjá Högum er mikill áhugi
á samstarfinu sem viðskipta-
samningurinn býður upp á,“ segir
Ágúst. „Þar er stöðugt unnið að
nýjum réttum til að nýta fram-
leiðsluna sem best og þar fer fram
vöruþróun sem gengur út á að
gera vöruna eins aðgengilega fyrir
neytendur og hægt er.
Hjá Sláturhúsi Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga er svo verið
að vinna gæða hangikjöt fyrir
jólin úr þessu frábæra kjöti,“ segir
Ágúst. „Það er selt undir merkjum
Íslandslambs og er merkt sem
hátíðarhangikjöt.
Esja sérhæfir sig síðan í að þjón-
usta veitingahús og mötuneyti
og býður upp á mikið vöruúrval,“
segir Ágúst. „Aðaláherslan er samt
á nautgripakjöt, enda er Esjan
langstærsti einstaki vinnsluaðil-
inn á íslensku nautgripakjöti. Að
jafnaði eru um 120 gripir skornir í
hverri viku. Það veitir ekki af allri
þessari framleiðslugetu, því eftir-
spurnin er mikil og Esjan flytur
ekki inn neinar kjötvörur, heldur
er öll áherslan lögð á íslenska
framleiðslu.“
Framleiða gæði sem fólk treystir
Kjötafurðasvið Kaupfélags Skagfirðinga er sífellt að leita leiða til að nýta hráefni sem best. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Sláturhús Kaupfélags Vestur-Hún-
vetninga vinnur hátíðarhangikjöt
fyrir jólin úr íslensku lambakjöti.
Sérmeðhöndlað
lambakjöt
-Hefur meyrnað við kjör-
aðstæður í 10 daga
Þrátt fyrir samdrátt
í framleiðslu á
lambakjöti hefur
stórkaupendum verið
tryggt nægt kjöt fram
að næstu sláturtíð.
Kjötafurðasvið KS
framleiðir lamba- og
nautgripakjöt og býður
upp á mikið úrval.
KYNNING
JÓL 20192 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 91