Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 4

Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 NÝR BÆ KLINGUR NÝ VERSLU N Í MÖRK INNI 3 REYKJA VÍK Kristján H. Johannessen Stefán Gunnar Sveinsson Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, og eiginkona hans, Karen, komu hingað til lands um klukkan 13 í gær. Á móti þeim tóku m.a. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgis- gæslu Íslands, Hannes Heimisson, prótókollstjóri utanríkisráðuneyt- isins, og Jeffrey Ross Gunter, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Varaforsetahjónin virtust afar ánægð með komu sína til Íslands og gáfu sér góðan tíma til að heilsa við- stöddum og gáfu fjölmiðlum færi á að taka myndir. Að því búnu settust þau upp í sérbúin ökutæki sem flutt höfðu verið inn til landsins vegna heimsóknarinnar og var stefnan þá tekin á Höfða. Íslenska lögreglan og bandarískar öryggissveitir voru með gríðarlegan viðbúnað vegna komu Pence- hjónanna. Þannig voru vel á annað hundrað íslenskir lögreglumenn frá hinum ýmsu embættum, þ.á m. öll sérsveit ríkislögreglustjóra, í örygg- isgæslu. Auk þeirra voru á þriðja hundrað Bandaríkjamenn, vopnaðir fulltrúar frá leyniþjónustustofn- uninni US Secret Service, í fylgd- inni. Nokkrir tugir ökutækja, bílar, bifhjól og rútubílar, mynduðu bíla- lestina. Yfir henni sveimaði svo þyrla Landhelgisgæslunnar og fylgdist með öllu úr lofti. Öryggissveitir voru einnig áber- andi í og við Höfða. Var götum þar lokað, girðingar settar upp og vopn- aðir lögreglumenn víða. Þá voru skyttur úr sérsveit ríkislögreglu- stjóra uppi á minnst tveimur háum byggingum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segist afar ánægður með gærdaginn. Aðgerðir tókust vel og umferðartafir stóðu eins stutt og hægt var. „Lögregluaðgerðin, sem var afar flókin og umfangsmikil, gekk mjög vel fyrir sig. Markmiðið var alltaf að vera með inngripið eins lítið og hægt væri. Við erum jú aðallega í því að þjónusta almenning,“ segir Ásgeir Þór í samtali við Morgunblaðið. Spurður hvort upp hafi komið ein- hver óvænt vandamál er sneru að ör- yggismálum í heimsókn Pence kveð- ur hann nei við. „Nei, það komu ekki upp nein vandamál. Að vísu var ein- hver einn handtekinn eftir að sá tók upp á því að kveikja í bandaríska fánanum einhvers staðar í nágrenni við Höfða. Það má alltaf búast við einhverju svona í verkefni sem þessu. Að öðru leyti gekk þetta eins og smurt,“ segir hann. Þá segir Ásgeir Þór bílalest vara- forsetans hafa verið fljóta á milli Keflavíkur og Reykjavíkur sem dró mjög úr töfum á almennri umferð. Þannig var bílalestin t.a.m. einungis 15 mínútur að yfirgefa Reykjavík þegar varaforsetinn og fylgdarlið hans settu stefnuna aftur á Keflavík- urflugvöll. Morgunblaðið/Hari Við komuna Mike og Karen Pence voru hæstánægð þegar þau lentu á Keflavíkurflugvelli í vél varaforsetans, Air Force Two. Mikill viðbúnaður var vegna komu varaforsetans til landsins. Mikill viðbúnaður við komu Pence Forsetavélarnar Tvær vélar forsetaembættisins lentu í Keflavík með varaforsetahjónin, Mike og Karen Pence. Heilsað með handabandi Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, heilsar varaforsetahjónunum við komuna hingað til lands.  Vopnaðar öryggissveitir víða áberandi  Skyttur úr sérsveit ríkislögreglustjóra á byggingum Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.