Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Hari Höfði Mike Pence ávarpaði innlenda og erlenda blaðamenn fyrir utan Höfða eftir að formlegri dagskrá lauk þar. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stórum hluta af Íslandsheimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkj- anna, var varið í Höfða, en forsetinn og fylgdarlið hans komu þangað um tvöleytið í gær. Pence og Karen, eig- inkona hans, hittu þar fyrst forseta- hjón Íslands, þau Guðna Th. Jóhann- esson og Elizu Reid. Sagðist Guðni vonast til þess að hjónin myndu njóta dvalar sinnar á Íslandi og fá tilfinn- ingu fyrir þeim gildum sem íslensk þjóð héldi í heiðri, eins og frelsi, fjöl- breytileika og náungakærleik. Pence lagði í máli sínu áherslu á hin órjúfanlegu bönd ríkjanna tveggja allt frá stofnun lýðveldisins 1944. Voru öryggis- og varnarmál honum efst í huga og vísaði Pence til aukinna umsvifa Rússa og Kínverja á norður- slóðum. Samstarf Íslands og Banda- ríkjanna um að verja hagsmuni sína væri af þeim sökum afar þýðingar- mikið. Að ávarpi Pence loknu var tek- in mynd af honum og Guðna í sömu sætum og Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjov sátu í á fundinum í Höfða árið 1986. Spurði Guðni hvort hann ætti að vera Gorbatsjov við mikinn hlátur við- staddra. Ræddu viðskiptasambandið Eftir að fundi Guðna og Pence lauk hélt varaforsetinn til fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis- ráðherra sem bauð honum til sér- stakra hringborðsumræðna með fulltrúum íslensks viðskiptalífs. Var fundurinn ágætur að sögn viðstaddra og bar þar ýmis málefni á góma- .„Þetta var mjög stuttur fundur en ágætur, þar sem íslensk fyrirtæki komu sínum sjónarmiðum á framfæri um hvernig auðvelda mætti viðskipti á milli landanna,“ segir Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um fundinn með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Hún segist sjálf hafa greint frá samstarfi bankans með sjávarútvegsfélögum í Bandaríkjun- um. „Og svo nefndi ég mikilvægi kynjajafnvægis í stjórnum fyrirtækja og að það þyrfti að huga að loftslags- breytingum,“ segir Birna. Hún segir Pence hafa verið jákvæðan í garð ís- lensku fyrirtækjanna og að hann ætl- aði sér að færa skilaboð þeirra til Bandaríkjanna. „Þetta var því mjög jákvæður fundur,“ segir Birna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, tekur í sama streng. „Þetta var ánægjulegur fundur með varafor- seta Bandaríkjanna,“ segir Halldór Benjamín og bætir við að Pence hafi farið yfir það hversu djúp tengsl hefðu myndast á milli ríkjanna á und- anförnum áratugum. „Hann lagði áherslu á að hann væri kominn til þess að styrkja þau tengsl enn frek- ar.“ Halldór Benjamín segir að ís- lensku fyrirtækin hafi rætt ýmsar áskoranir í samskiptum ríkjanna, tækifæri í sjávarútvegi, flutningum, ferðaþjónustu, iðnaði og fjármála- þjónustu og hversu mikilvægur frí- verslunarsamningur milli ríkjanna yrði fyrir ríkin. Aðspurður segir Halldór Benjamín að Pence sé meðvitaður um að slíkur fríverslunarsamningur sé á óskalista íslenskra stjórnvalda og bætir við að það gæti skipt miklu máli fyrir íslensk fyrirtæki á næstu árum og áratugum að slíkur samningur yrði gerður. – En sérðu fyrir þér að þessi fund- ur geti skapað sóknarfæri fyrir ís- lenskt viðskiptalíf? „Já, tvímælalaust. Ef við skoðum söguna eru Bandaríkin okkar stærsta viðskiptaland, og það eru mikil tækifæri þar, ekki bara á sviði viðskipta heldur einnig á sviði vísinda, mennta og tækni, og auðvitað hljóta þeir sem trúa á frjáls viðskipti í heiminum að leggja ríka áherslu á að eiga fríverslunarsamning og sem best samstarf við stærsta efnahagsveldi heims.“ Auðmjúkur gagnvart Höfða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sýndi Pence að lokum Höfða ásamt Önnu Karen Kristins- dóttur staðarhaldara en ljóst var að varaforsetinn hafði mikinn áhuga á sögu hússins, ekki síst leiðtogafund- inum 1986. Var Pence meðal annars sagt frá draugnum í Höfða og skoðaði hann herbergið þar sem viðræður Reagans og Gorbatsjovs fóru fram. Ritaði Pence nafn sitt í sömu gesta- bók og þeir gerðu á sínum tíma árið 1986, og heiðraði Pence í undirskrift sinni minningu Reagans. Sagðist Pence vera mjög auðmjúkur yfir að fá að funda í sama húsi og leiðtogafund- urinn hefði farið fram í. Eftir að Pence hafði ávarpað er- lenda blaðamenn fyrir utan Höfða sneri hann sér við og hélt að bifreið sinni sem átti að flytja hann til Kefla- víkur. Varaforsetinn flýtti sér þó ekki í sæti sitt, heldur virti hann fyrir sér hið sögufræga hús í dágóða stund áð- ur en förinni var haldið áfram til fund- ar við Katrínu Jakobsdóttur forsætis- ráðherra í Keflavík. Áhugasamur um sögu Höfða  Guðni Th. Jóhannesson tók á móti Mike Pence í Höfða  Varaforsetinn fundaði með utanríkisráð- herra og forkólfum í íslensku viðskiptalífi  Ritaði nafn sitt í sömu gestabók og Reagan og Gorbatsjov Morgunblaðið/Hari Hringborðsumræður Pence ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson og fulltrúa íslensks viðskiptalífs um helstu mál er snúa að viðskiptum ríkjanna. Var fundurinn sagður stuttur en góður. Morgunblaðið/Eggert Móttaka Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, og kona hans, Eliza Reid, tóku á móti Pence og Karen, eiginkonu hans, í Höfða við upphaf heimsóknar varaforsetans. 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is. Haltu þínu striki! Harpatinum við gigtar- og liðverkjum. Bætir hreyfigetu og dregur úr stirðleika. Fæst án lyfseðils. Afsláttur gildir til 16.9.2019 í Lyf og Heilsu og Apótekaranum 20% afsláttur Verð frá 69.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar á mann miðað við tvo í íbúð Flug og hótel í september Njóttu þess að hlakka til Kanarí með VITA Sjá nánar á vita.is Verð án Vildarpunkta: 79.900 kr. Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.