Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Okkur var sagt að þetta væriekki hægt. Að fullreyntværi til margra áratuga ogað það væri útilokað að
opna þessa leið. Það varð til þess að
við Óðinn sperrtumst enn meira við
og vorum harðákveðnir í að ná þessu
fram,“ segir Grétar Hallur Þórisson,
hestamaður á Kirkjulandi á Kjalar-
nesi, en hann ásamt Óðni Elíssyni,
formanni hestamannafélagsins
Adams í Kjósinni, og Sigurbirni
Magnússyni lögmanni, hefur borið
hitann og þungann af því að semja við
landeigendur sem varð til þess að nú í
lok ágústmánaðar var formlega opnað
fyrir hestaumferð um gömlu þjóðleið-
ina í Esjuhlíðum.
„Þetta er búið að vera indælt
stríð og hefur tekið sinn tíma, þrjú ár.
Það hafa komið stopp í þetta ferli og
eyður út af ýmsum málum. Við þurft-
um að ná samningum við fjölda fólks,
því reiðleiðin liggur í gegnum margar
jarðir. Ég var einn í því að reyna að
vinna í þessu í mínu nánasta nágrenni
á Kirkjulandi, en síðan komu þeir Sig-
urbjörn og Óðinn inn í þetta og samin
var yfirlýsing um þjóðleiðina og búinn
til undirskriftalisti þeirra sem áttu
land þar sem leiðin liggur. Við unnum
markvisst eftir þeim lista og þá kom-
umst við að því að mikill velvilji var
gagnvart þessu hjá flestum sem að
málinu koma. Enda er þetta fyrst og
fremst öryggissjónarmið, því núver-
andi reiðvegur liggur meðfram
Vesturlandsveginum um Kjalarnes
þar sem tíu þúsund bílar fara hratt á
hverjum sólarhring. Ef eitthvað kem-
ur upp á hjá þeim sem ríða á þeim
vegi eru allar líkur á banaslysi. Þetta
er reiðvegurinn sem í boði er fyrir
fjölskyldur á Kjalarnesi sem stunda
hestamennsku. Það var því í raun
nauðsyn að breyta þessu og við erum
fullir þakklætis fyrir samvinnu og vel-
vilja allra.“ Grétar segir að hesta-
mannafélögin Adam í Kjósinni, Hörð-
ur í Mosfellsbæ og Fákur í Reykjavík,
hafi stutt verkefnið ötullega ásamt
reiðveganefnd Landsambands hesta-
manna og borgarstjórn, en borgin á
líka land að þessari leið.
„Borgarstjóri skrifaði undir fyrir
tveimur árum og borgin var tilbúin að
leysa ýmis mál sem tengdust þessu.
Þegar kom að framkvæmdum var
þetta unnið í samvinnu við Vegagerð-
ina en við sem höfum staðið í þessu
sáum sjálf um að tína grjót úr gamla
veginum og lögðum ristar yfir mýrar,
þökulögðum, rifum upp girðingar og
girtum nýjar. Við fengum mann með
okkur í það verk og brautin gamla er
að mestu leyti greinileg frá upphafi,
enda var markmiðið að opna leiðina
en ekki leggja nýja leið. Gera eins lítið
rask og hægt var. Bleytur voru á
nokkrum stöðum sem þurfti að keyra
í, en það var minniháttar rask sem
fygldi því. Annars er brautin nánast
óröskuð og það finnst okkur skemmti-
legt.“
Sætt er lykt úr sjálfs rassi
Það voru 25 kátir knapar sem
fóru ríðandi í jómfrúarferðina um
leiðina gömlu þegar hún var formlega
opnuð nú á höfuðdaginn, hinn 29.
ágúst síðastliðinn.
„Við buðum fólki með sem teng-
ist svæðinu á einhvern hátt eða hafði
lagt hönd á plóg. Það var mjög góð
stemning í hópnum og alltaf gaman
þegar maður fær góða uppskeru af
því sem maður leggur sig fram við.
Við lögðum upp frá gömlu Kollafjarð-
arréttinni og þegar komið er ofarlega
í hlíðina blasir við ljóðræn sýn yfir
sundin blá. Þarna er einstaklega fal-
legt útsýni sem ríðandi og eða gang-
andi njóta. Auðvitað er sæt lykt úr
sjálfs rassi, svo ég er kannski ekki
með hlutlaust mat, en þeir sem riðu
þarna með okkur urðu allir fyrir já-
kvæðum vonbrigðum, flestir héldu að
þetta væri erfiðari leið og ekki svona
falleg. Þetta er betra en allir áttu von
á,“ segir Grétar og leggur áherslu á
að hrossarekstur er óheimill um
þessa reiðleið og að hún verði ekki op-
in fyrir hestaumferð nema yfir sum-
artímann, frá maí til og með sept-
ember.
„Það eru aðeins fimm hlið á þess-
ari leið, úr Kollafjarðarréttinni að
Kiðafelli í Kjós, og nauðsynlegt að
brýna fyrir fólki sem þarna fer um,
hvort sem það er gangandi eða ríð-
andi, að loka hliðum á eftir sér. Þetta
tengir svæðin saman, með þessari
tengingu kemst fólk hvert sem er,
norður í land eða meðfram Esjunni og
í Kjósina. Farið er um fornfrægt
hesta- og keppnissvæði að Arnar-
hamri, þar er skemmtileg áning þar
sem Kjósverjar, Kjalnesingar og aðr-
ir sem um fara munu etja hestum sín-
um saman á nýjan leik, eins og gert
var áður fyrr. Þar er skeiðvöllurinn
enn til staðar og þar geta knapar
hleypt reiðskjótum sínum til gamans,
láta kasta toppi í sumarblíðunni á
Kjalarnesi.“
Ljóðræn sýn yfir sundin blá
Í ágúst var gamla þjóðleiðin með Esjuhlíðum opnuð
á ný fyrir hestaumferð eftir lokun í tæp 50 ár. Leiðin
er um 20 km og liggur úr Kollafirði með Esjuhlíðum
og kemur inn á reiðleiðina um Eyrarfjallsveg neðan
Tindstaða. Mikill vilji hefur verið til þess að fá þessa
gömlu leið opnaða aftur fyrir hestaumferð og var því
fögnuður og gleði við völd þegar þeir sem komið hafa
að málinu stigu í hnakk fyrir jómfrúarferðina.
Kátir og sáttir Grétar t.v. og Óðinn undir Arnarhamri í jómfrúarferðinni.
Ljósmynd/Svanborg Anna Magnúsdóttir
Gaman Grétar ásamt föruneyti á ferð um gömlu þjóðleiðina í Esjuhlíðum.
Gamli Kjalarnesvegur liggur
neðst í hlíðum Esju. Ekki er
vitað hvað þessi vegur er gam-
all en trúlega er þetta elsta
leiðin um Kjalarnes. Á elsta
korti sem til er af svæðinu eft-
ir Björn Gunnlaugsson frá
árinu 1831 er vegurinn merktur
inn og nær þá norður að Mó-
gilsá. Næstelsta kort sem sýn-
ir þetta svæði nokkuð ná-
kvæmt er frá árinu 1870, ekki
er vitað hver teiknaði það en
þá er búið að merkja veginn
alla leið norður með Esjunni
og í gegnum allt Kjalarnesið.
Síðan þegar Herforingja-
ráðskort var gert 1908 var
vegurinn mældur inn.
„Hin forna þjóðbraut lá hér
fast upp við fjallið á mótum
mýrlendis og skriðanna, því
ferðamenn vildu eðlilega forð-
ast mýrarfenin sem þjóðvegur-
inn liggur nú um.“ (Árbók
Ferðafélags Ísland 1985 ).
Frá aðalveginum lágu síðan
traðir heim á bæina. Þessi
vegur hefur orðið til af umferð
manna og búsmala strax á
fyrstu öldum byggðar og hefur
líklega ekki færst mikið til í
aldanna rás. Af og til hafa
skriður fallið yfir hann á köfl-
um og grafið hann í aur og
grjót en jafnóðum hefur hann
verið ruddur eða troðist á ný
nokkurn veginn á sama stað
og áður. Um það leyti sem bíla-
öld gekk í garð varð breyting á
og vegur lagður meðfram
ströndinni þar sem hann er nú.
Það var um og upp úr 1920.
Hestamannafélagið Hörður
sem stofnað var á Kjalarnesi
1950 var með skeiðvöll á
Arnarhamri og var hann not-
aður fram til 1980. Gamli
Kjalarnesvegurinn var notaður
sem reiðleið allt fram yfir 1970
en eftir það var byrjað að
hluta niður land eldri bújarða
undir Esjuhlíðum og byggja
smábýli með girðingum upp í
fjallið sem lokuðu reiðleiðinni.
Heimildir: Ofanflóðahættu-
mat fyrir Kjalarnes neðan
Esjuhlíða, VÍ 2014-004.
Skrauthólar á Kjalarnesi,
byggðakönnun, Borgarsögu-
safn Reykjavíkur 2015, skýrsla
170.
Frá fyrstu öld-
um byggðar
LEIÐIN UNDIR ESJUHLÍÐUM
Nýr Volkswagen T-Cross.
Verð frá 2.990.000 kr.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum
www.volkswagen.is
Fullkominn frá öllum sjónarhornum.
Nýr Volkswagen T-Cross er eyðslugrannur, afar sprækur og sérstaklega skemmtilegur. Hann er hægt að fá í þrenns konar útfærslum,
beinskiptan og sjálfskiptan og sneisafullan af aðstoðarkerfum ásamt því að hann kemur einkar vel út búinn.
www.hekla.is/volkswagensalur