Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 16

Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 16
Undanfarin misseri hefur oftverið minnst í fjölmiðlum áþá ógn sem stafar af bakter- íum sem sýklalyf bíta ekki á. Bent hefur verið á að óskynsamleg notkun sýklalyfja sé ein meginástæða fjölg- unar þessara baktería. Sýkingum af völdum slíkra baktería hefur fjölgað ört undanfarin ár í heiminum og í Evrópu og Bandaríkjunum einum saman deyja nú árlega ríflega hundr- að þúsund manns af þeim sökum. Vinna eingöngu á bakteríum Til að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun er afar mikilvægt að almenningur og heilbrigðisstarfs- fólk taki höndum saman við að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja. Því er ekki úr vegi, nú þegar kvef- pestirnar fara að banka á dyrnar hjá okkur, að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvenær eigi ekki að grípa til sýklalyfja. Langstærstur hluti loftvegasýk- inga sem herja á landann, eins og kvef, hálsbólgur, berkjubólgur og ennis- og kinnholubólgur sem dæmi, eru af völdum sýkils sem kallast veirur. Hefðbundin sýklalyf gera ekkert gagn þegar um veirusýkingar er að ræða enda vinna þau eingöngu á bakteríum. Meðferð við veirusýk- ingum er fyrst og fremst fólgin í því að fara vel með sig á meðan líkaminn læknar sig sjálfur. Holl ráð um hvað maður getur gert sjálfur til að bæta líðan meðan veikindin ganga yfir er að finna á upplýsingavef heilsugæsl- unnar www.heilsuvera.is og auk þess er hægt að leita upplýsinga um þörf á heilbrigðisþjónustu í 1700-síma heilsugæslunnar. Einnig er mikil- vægt að átta sig á því að einkenni veirusýkingar geta varað allt frá ör- fáum dögum upp í margar vikur og getur vægt kvef verið dæmi um veirusýkingu sem gengur hratt yfir en berkjubólga dæmi um veirusýk- ingu sem oft getur tekið jafnvel sex vikur að verða góður af. Síðastliðin ár hefur verið mark- visst unnið að því innan heilsugæsl- unnar að stuðla að skynsamlegri ávís- un sýklalyfja. Þetta starf hefur skilað umtalsverðum árangri og á þeim stöðvum þar sem hvað mest vinna hefur verið lögð í þetta hefur notkun ákveðinna breiðvirkra sýklalyfja dregist saman um allt að 70% árið 2018 miðað við árið 2016. Við Íslendingar eigum þó enn langt í land með að ná þeim skynsamlegu markmiðum sem nágrannaþjóðir okkar hafa sett sér varðandi ávísanir sýklalyfja. Árangur þeirra er okkur innblástur að halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á enda hlýtur markmið okkar að vera að nota þetta mikilvæga lækningatæki skynsam- lega og rétt. Annars er hættan sú að komandi kynslóðir sitji eftir með sárt ennið, varnarlausar gagnvart algeng- um bakteríusýkingum eins og lungnabólgum og húðsýkingum sem fyrr á öldum voru dauðadómur og eiga á hættu að verða það aftur. Holl heimaráð Vonandi er þér ljóst, lesandi góður, að í langsamlega flestum tilvikum þarf ekki og á ekki að notast við sýklalyf við kvefpestum. Hægt er að mæla með hvíld og hollum heima- ráðum á heilsuvera.is Þó er gott að hafa í huga eftirfarandi þumalputta- reglu: ef einkenni versna skyndilega mikið þegar þau hafa verið skánandi er skynsamlegt að leita til heilsu- gæslunnar að fá mat á stöðunni og ráðleggingar, eins og við á hverju sinni. Þarf ég sýklalyf í kvefpest? Morgunblaðið/Hari Sprautað Síðastliðin ár hefur verið markvisst unnið að því innan heilsugæsl- unnar að stuðla að skynsamlegri ávísun sýklalyfja og þykir árangur góður. Heilsuráð Steinar Björnsson heimilislæknir Heilsu- gæslunni Efstaleiti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mannlíf Holl ráð um hvað maður getur gert sjálfur til að bæta líðan meðan veikindin ganga yfir er að finna á upplýsingavef heilsugæslunnar. 16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 AROUNDTHEWORLD.IS S. 564 2272 Aðventuferð til Dresden 28.11. – 2. 12. 2019 Innifalið flug með Icelandair, gisting í 4 nætur á 4* hóteli með morgunmat, kvöldverður, dagsferð til Meissen, allar skoðunarferðir, íslensk fararstj. Verð í tvíbýli kr. 167.500 á mann. Bókaðu á www.aroundtheworld.is Ferðaskrifstofan Nonni Travel mun bjóða upp á tveggja vikna ferð til Kína um páskana 2020. Flogið verð- ur 6. apríl frá Keflavík til Helsinki og þaðan svo með Finnair til Beij- ing, en það er ein þægilegasta flug- leið sem í boði er frá Íslandi til Kína. Heimkoma er svo 22. apríl. „Nonni er ein elsta ferðaskrif- stofa landsins með mikla reynslu af skipu- lögðum hópferð- um til spennandi áfangastaða í Evrópu. Núna bætum við Kína við í úrval okkar og hlökkun til ferðarinnar, því um þessar mund- ir er margt áhugavert að gerast í þessu fjar- læga landi,“ segir Ingi Þór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Nonna Travel. „Þá býr landið yfir stórkostlegri sögu og áhugaverðri menningu, svo að ferð þarna austur er ávísun á mikla upplifun sem fylgir fólki væntanlega út alla æv- ina.“ Dvalið verður í höfuðborginni Beijing í fjóra daga og ómissandi ferðamannastaðir sóttir heim, meðal annars Forboðna borgin, Sumarhöllin og Kínamúrinn, sem margir telja vera merkasta mann- virki í veröldinni. Næsti áfanga- staður er hin forna höfuðborg Xi- an, en farið verður með háhraðalest milli borganna. Á sjötta degi er ferðinni heitið til borganna Guilin og Yangshuo, sem eru margrómaðar fyrir ótrúlega náttúrufegurð, og eftir fimm daga skoðunarferðir, kvöldskemmtanir og matreiðslunámskeið þar um slóðir verður flogið til Shanghai. Þar verður dvalið í þrjár nætur, vatnabærinn Tongli heimsóttur, en þar er fjöldi verslana með úrvali varnings á góðu verði. Fararstjóri í ferðinni er Arnar Steinn Þor- steinsson, kínverskufræðingur og sölustjóri Nonni Travel, en hann bjó í Kína í rúm fimm ár, talar reip- rennandi mandarín og hefur mikla reynslu af kínverskri menningu og ferðalögum í Kína. Allar ítarlegri upplýsingar um ferðina verða að- gengilegar á vefsíðunni nonnitra- vel.is á allra næstu dögum. Nonni býður í Kínaleiðangur um næstu páska Morgunblaðið/Brynjar Gauti Austurlönd Kínamúrinn, sem margir telja vera merkasta mannvirki í veröld- inni, verður einn viðkomustaður Nonnafarþega í leiðangrinum næsta vor. Ingi Þór Guðmundsson Ferðaskrifstofa á Akureyri fer á nýjar slóðir Nemendur úr 9. bekk Vættaskóla í Grafarvogi í Reykjavík voru þeir fyrstu sem komu til dvalar í Ung- mennabúðum Ungmennafélags Ís- lands sem nú hafa verið fluttar að Laugarvatni. Alls eru þetta 36 ung- menni sem komu ásamt Júlíu Guð- mundsdóttur og Renate Brunovska umsjónarkennurum sínum að Laugarvatni í byrjun vikunnar og verða þar út morgundaginn. Með því er boltinn farinn að rúlla, enda koma nýir hópar að Laugarvatni allar vikur á því skólaári sem nú var að hefjast. Efla félagsfærni Júlía segir, í frétt frá UMFÍ, hópinn hafa nóg að gera alla dagana og dagskrána þéttbókaða frá klukkan 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Nóg er um að vera, íþróttatengdir leikir, æf- ingar hvers konar og viðburðir af ýmsum toga sem tengjast útivist og hreyfingu og ætlað er að efla fé- lagsfærni. Markmiðið með dvölinni er að efla vitund ungmennanna fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt því að gera heilbrigðum lífsstíl hátt undir höfði. Hvorki tölvur né sími Nemendum sem koma á Laugar- vatn er hvorki heimilt að koma með síma, tölvur eða nesti að heiman og þurfa að haga sér innan þess ramma sem þar er settur. UMFÍ hefur starfrækt Ungmenna- búðir á Laugum í Sælingsdal frá árinu 2005. Starfsemin hefur nú verið flutt í gömlu íþróttamiðstöðina að Laugarvatni og er verið að byggja þar upp frábæra aðstöðu fyrir nem- endur sem þar dvelja. Nóg verður um að vera í vetur því um 2.000 nemendur eru bókaðir í Ungmenna- búðum á Laugarvatni yfir skólaárið þótt það sé nýhafið og inn í næsta sumar. Sem fyrr eru Anna Margrét Tómasdóttir og Jörgen Nilsson stjórnendur ungmennabúðanna. Ungmennabúðir UMFÍ fluttar að Laugarvatni Þéttbókuð dagskrá nemenda og lífsstíllinn er heilbrigður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laugarvatn Ungmennabúðirnar eru í húsunum sem sjást hér neðst til hægri. Leikur Pönnuboltinn er kominn til að vera og þykir ljómandi skemmtilegur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.