Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 18

Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 18
350 kr.kg Folaldahakk Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Folaldakjöt af nýslátruðu 1999 kr.kg Folaldagúllas 2199 kr.kg Folalda Piparsteik innralæri ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í síðustu viku beiðni Vegagerðar- innar um að syðri hluta Bláfjalla- vegar verði lokað vegna vatns- verndarsjónarmiða, frá Leiðarenda austur að afleggjara 417-01. „Að mati bæjarráðs er þörf á frek- ara umhverfis- og áhættumati á vegarkaflanum og er óskað eftir því að Umhverfis- og framkvæmdaráð láti vinna slíkt mat sem liggi fyrir í síðasta lagi fyrir árslok 2021. Að því loknu verði teknar ákvarðanir um framtíð vegarins,“ segir í fundar- gerð bæjarráðs, en ákvörðunin var samþykkt samhljóða. Syðri hluti Bláfjallavegar styttir för Hafnfirð- inga á skíðasvæðin um 15 km. Norðurhluti Bláfjallavegar verður hins vegar enn opinn. „Pólítíkin var tvístígandi“ Ágúst Bjarni Garðarsson, formað- ur bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir að ekki sé um fjölfarinn veg að ræða og hann sé oft á tíðum ófær þegar skíðasvæðin séu opin. „Pólitíkin var tvístígandi í þessu máli en það er þannig að sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu hafa samþykkt að fara í ákveðna uppbyggingu og framkvæmdir á skíðasvæðinu. Þetta er það sem heilbrigðiseftirlitið hefur verið að krefjast til þess að það gæti gerst. Það þurfti að koma til ákveð- inna mótvægisaðgerða og þetta er ein af þeim,“ segir Ágúst í samtali við Morgunblaðið. Spurður af hverju það muni taka rúm tvö ár að fá umhverfismat segir Ágúst að hann voni að það muni taka styttri tíma. „Við ákváðum að gefa okkur þenn- an tíma þannig að það væri hægt að vanda vel til verka. Þetta er auðvitað vatnsból okkar Hafnfirðinga og það hefur orðið ákveðin vitundarvakning um þessi mál, umhverfismálin al- mennt. Við ákváðum að láta vatns- verndina njóta vafans þangað til þetta mat okkar liggur fyrir.“ Aðspurður segir Ágúst að það standi ekki til að uppfæra veginn eftir að framkvæmdum á skíðasvæð- inu lýkur. „Það helst ekki í hendur. Þetta er ein af mótvægisaðgerð- unum svo að framkvæmdir geta far- ið af stað. Hinn vegurinn verður náttúrulega opinn [norðurhluti Blá- fjallavegar]. Hann er aðeins lengri en hann er þjónustaður og í mun betra ástandi. Þetta er 15 km kafli á þessum vegi sem er verið að loka sem þyrfti þá að lagfæra. Það er bú- ið að slá á að það kosti um 100 millj- ónir á hvern kílómetra. Þannig að það er einn og hálfur milljarður sem þyrfti þá að framkvæma fyrir á þessu svæði. Það er stór biti.“ Flestir sýnt málinu skilning Spurður hvort Hafnfirðingar sem sækja skíðasvæðin reglulega hafi verið ósáttir við ákvörðun bæjarráðs segir Ágúst flesta hafa skilning á málinu. „Auðvitað eru einhverjir sem hafa skoðanir á þessu en ég held allflesta hafa skilning á því að vatnsverndin njóti vafans þangað til að við erum komin með óyggjandi nýtt mat.“ Ákváðu að láta vatnsverndina njóta vafans  Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að loka syðri hluta Bláfjallavegar Morgunblaðið/Golli Bláfjöll Leið Hafnfirðinga á skíðasvæðin lengist næstu ár. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sá möguleiki er enn fyrir hendi að nýtt sólarmet verði sett fyrir Reykjavík á þessu sumri. Til að það gerist þarf sólin að skína glatt það sem eftir er septembermánaðar. „Jú, sólin hefur skinið óvenju- glatt í sumar,“ segir Trausti Jóns- son veðurfræðingur spurður um stöðu mála. Þess ber að geta að hjá Veðurstofu Íslands telst sumarið vera mánuðirnir júní til september, að báðum meðtöldum. Summa júní, júlí og ágúst er 719,1 stund, litlu meira en sumarið 2012 (var þá 704) en annars það mesta síðan 1929 (758). Mesta sól- arsumarið var 1928; þá mældust sólskinsstundir í Reykjavík 768,4. Sumarið 2019 er þannig í 3.sæti. Sé maí talinn með dettur það niður fyrir árið 2012, segir Trausti. Sólskinsstundir alls ársins 2019 (til mánaðamóta) eru nú 1.292,1 sem er það mesta frá 2007 (1.309) og það næstmesta frá upphafi mæl- inga. Veðurstofusumrinu lýkur ekki fyrr en um næstu mánaðamót. Til að nýtt sumarmet náist þarf sól að skína í 175,0 stundir í septem- ber. Trausti telur reyndar fremur ólíklegt að það takist. September fór vel af stað Hins vegar fór mánuðurinn vel af stað og þegar þrír dagar voru liðnir bættust 30 stundir við sumartöl- urnar. Því vantar ekki nema rúm- lega 140 til viðbótar það sem eftir er af mánuði upp á metið frá 1929 (894 stundir). Septembermeðaltal síðustu tíu ára er 120 stundir þannig að mán- uðurinn þarf að gera nokkru betur en það til að ná nýju sumarmeti. „Svo vantar enn um 320 stundir upp á ársmetið,“ segir Trausti. Hins vegar er óumdeilt að sum- arið 2019 er margfalt sólríkara en rigningasumarið 2018 í Reykjavík. Í nýliðnum ágúst mældust sólar- stundir í Reykjavík 220,6 sem er 65,8 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Í júlí mældust sólar- stundir 194,6 og 304 í ágúst. Summa mánaðanna þriggja er því um 719 stundir, samanborið við 345 stundir sömu mánuði í fyrra. Þarna munar heilum 374 sólskinsstund- um. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að á Akureyri hafa sólskins- stundirnar mælst 437,2 í sumar, sem er 33 stundum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 34 stundum færra en að jafnaði í sömu mán- uðum síðustu tíu ára. Sömu þrjá mánuði í fyrra mældust sólarstund- irnar sömu mánuði í fyrra 431,5 talsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sólarsumarið Sólin sest bak við Snæfellsjökul á einu af mörgum ægifögrum sumarkvöldum á Seltjarnarnesi. Nýtt sólarmet gæti litið dagsins ljós  Sólarstundir í Reykjavík í sumar eru 374 fleiri en í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.