Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 22
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Bygging nýrra höfuðstöðva Land-
bankans við Austurhöfn, sunnan tón-
listarhússins Hörpu, hófst í síðasta
mánuði. Þessi atburður fór ekki hátt í
fréttum en var þó afar merkur. Það
eru nefnilega rúm 120 ár síðan
Landsbankinn, oft nefndur þjóðar-
bankinn vegna langar og merkrar
sögu, hóf síðast byggingu höfuð-
stöðva. Það var árið 1898, á lóðinni
Austurstræti 11.
Landsbankinn keypti lóðina
Austurbakki 2 árið 2014. Efnt var til
arkitektasamkeppni og báru Arkþing
ehf. og C.F. Møller sigur úr býtum.
Tillaga þeirra heitir Kletturinn.
Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuð-
stöðva Landsbankans lauk í desem-
ber í fyrra og í kjölfarið sótti bankinn
um byggingarleyfi til byggingar-
fulltrúans í Reykjavík.
Sótt var um leyfi til að byggja
„steinsteypt 5 hæða verslunar- og
skrifstofuhús, einangrað að utan og
klætt blágrýti, með tveggja hæða
bílageymslu fyrir 102 bíla undir hluta
húss á reit 6 á lóð nr. 2 við Austur-
bakka,“ sagði í umsókn Landsbank-
ans.
Fram kom í umsókninni að
heildarstærð hússins með bílakjall-
ara yrði 21.497 fermetrar. Húsið
sjálft verður 16.500 fermetrar. Bank-
inn hyggst nýta um 10.000 m2 í nýju
húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en
selja eða leigja frá sér um 6.500 m2
sem nýtist fyrir verslun og aðra þjón-
ustu. Byggingarkostnaður er áætl-
aður tæpir níu milljarðar króna, að
lóðarverði meðtöldu, upplýsir bank-
inn.
Uppsteypa tekur tvö ár
Í kjölfar útboðs á uppsteypu húss-
ins, sem var auglýst 1. júní sl., var
samið við lægstbjóðanda ÞG Verk og
var samningur undirritaður 26. júlí sl.
Tilboð ÞG verk hljóðaði upp á 2.782
milljónir króna. Verktaki hóf þegar
undirbúning framkvæmda og fékk
lóðina afhenta 8. ágúst. Áður hafði
Landsbankinn tekið þátt í sameig-
inlegum framkvæmdum á lóðinni,
þ.e. gerð Reykjastrætis, samkvæmt
upplýsingum Rúnars Pálmasonar,
upplýsingafulltrúa Landsbankans.
Gert er ráð fyrir að uppsteypa húss-
ins taki tæplega tvö ár, segir Rúnar.
Útboð næsta áfanga er ráðgert á
fyrri hluta árs 2020.
„Landsbanki Íslands hóf starfsemi
árið 1886 í litlu, steinhlöðnu húsi sem
enn stendur í gömlu Bakarabrekk-
unni (nú Bankastæti 3). Í virðingar-
skyni við hina nýju bankastofnun
þótti við hæfi að nefna götuna upp á
nýtt og hefur hún heitið Bankastræti
síðan.“ Þetta ritar Pétur H. Ár-
mannsson arkitekt í samantekt fyrir
bankann.
Árið 1898 reisti bankinn veglega,
tvílyfta steinbyggingu á lóðinni nr. 11
við Austurstræti eftir uppdráttum
dansks húsameistara, Christian
Thuren, sem einnig teiknaði Laugar-
nesspítala og hús Íslandsbanka við
Lækjartorg. Bankahúsið nýja var í
ný-endurreisnarstíl eins og Alþingis-
húsið, sem reist var 1881. Í samtíma-
heimildum var það talið langfalleg-
asta og vænsta hús á landinu.
Útveggir þess voru hlaðnir úr gróf-
hönnuðum steini sem múrað var yfir
með láréttum skorum í múrnum og
hleðslulíkingu yfir gluggum. Gólf
hússins voru steypt milli járnbita,
sem var tæknileg nýjung hér á landi,
segir í samantekt Péturs.
Önnur nýjung í húsinu var að það
var hitað upp með gufu og var hita-
vélin í kjallaranum, að því fram kem-
ur í riti Páls Líndal um Reykjavík.
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri átti
frumkvæðið að byggingunni og hafði
veg og vanda af framkvæmdum.
Í Reykjavíkurbrunanum mikla í
apríl 1915 skemmdist Landsbanka-
húsið mikið. Veggir og gólf stóðust
eldinn og bankinn missti ekki neitt af
skjölum sínum og fé. Þá skipti miklu
að „Landssjóðskassinn“ stóðst hitann
og skemmdist innihald hans ekki.
Eftir brunann starfaði bankinn til
bráðabirgða í pósthúsinu handan göt-
unnar og eftir það á götuhæð stór-
hýsisins við Austurstræti 16, en
Landsbankinn átti þátt í að fjár-
magna byggingu þess.
Bankahúsið endurreist
Stjórn bankans ákvað fljótlega að
endurreisa bankahúsið á rústum hins
eldra. Leitaði hún til Guðjóns Sam-
úelssonar um gerð teikninga, en hann
varð árið 1919 fyrstur Íslendinga til
að ljúka háskólaprófi í byggingarlist.
Ári síðar var hann skipaður í embætti
húsameistara ríkisins. Guðjón fékk
þó ekki frjálsar hendur um hönnun
bankans, þar sem ákveðið var að nýta
það sem eftir stóð af útveggjum
gamla hússins. Til að breytingin á
hlöðnu veggjunum yrði sem minnst
ákvað Guðjón að teikna stækkunina í
sama stíl og gamla húsið enda þótt
önnur stílbrigði væru honum tamari.
Viðbætur Guðjóns voru gerðar úr
steinsteypu, sem þá var orðin algeng-
asta byggingarefnið hér á landi.
Metnaðarfullt verk
„Ekki er ofmælt að Landsbanki
Guðjóns Samúelssonar hafi verið
vandaðasta og metnaðarfyllsta verk
íslenskra hönnuða og handverks-
manna á 3. áratug þessarar aldar,“
segir Pétur H. Ármannsson.
„Smíði hússins var boðin út vorið
1922 og það fullgert í mars 1924.
Ekkert var til sparað svo það mætti
verða sem best úr garði gert. Það var
hæðinni hærra og tæpum helmingi
lengra en gamli bankinn. Enda þótt
útfærsla á klassísku skreyti á yfir-
borði steinsteyptrar byggingar væri
síðar gagnrýnd sem stílbrot er þessi
óvenjulega efnisnotkun eitt af því
sem helst markar listræna sérstöðu
gamla Landsbankahússins nú á tím-
um, en fáar þjóðir eiga steinsteypta
byggingu með kórréttum skreyt-
ingum í nýendurreisnarstíl,“ segir
Pétur í samantektinni.
Bankabygging rís í miðbænum
Uppsteypa er hafin á nýjum höfuðstöðvum Landsbanka Íslands í Austurhöfn Liðin eru 120 ár
síðan bankinn byggði núverandi höfuðstöðvar í Austurstræti Nýja húsið verður 16.500 fermetrar
Morgunblaðið/sisi
Landsbankalóðin Uppsteypa nýja hússins hófst í síðasta mánuði. Byrjað var á botnplötu á nyrðri enda lóðarinnar.
Í grunninum má sjá nokkra starfsmenn ÞG verks. Myndin sýnir vel hversu stór grunnur hússins er í raun.
Ljósmynd/Sigfús Eymundsson
Í byggingu Myndin er tekin árið 1898, daginn sem „reisugildi“ nýbyggingarinnar við Austurstræti var haldið. Hið
nýja hús setti mikinn svip á bæinn sem von var. Þarna hafði áður verið kálgarður og síðar leikvöllur skólabarna.
Kletturinn Tölvuteikning af hinu
nýja húsi. Það mun setja mikinn
svip á miðborgina næstu aldirnar.
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma