Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 26

Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 26
VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Nú er niðursveifla í ferðaþjónust- unni á Íslandi. Ferðamönnum hefur fækkað og við þurfum eitthvað til í það minnsta að gera landið jafn vin- sælt og áður, ef ekki vinsælla. Ég held að uppbygging sem þessi hjálpi til,“ segir Loo Eng Wah sem stendur fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu að Leyni 2 og 3 í Landsveit. Morgunblaðið hefur greint frá um- ræddri uppbyggingu en íbúar og sumarhúsaeigendur hafa bundist samtökum til að mótmæla þeim. Vilja þeir meina að sveitarfélagið hafi ekki staðið rétt að kynningu á umræddum áformum og að þau séu of stórtæk. Íbúarnir hafa staðhæft að þarna geti risið allt að 500 manna þorp með til- heyrandi raski. Loo segir í viðtali við Morgun- blaðið að því fari fjarri að áform hans séu jafn stórtæk og íbúar hafi haldið fram. Hann vonast til að fram- kvæmdirnar fari fram í sátt við fólk á svæðinu. „Við höfum lagt fram áform okkar til sveitarfélagsins og þau hafa verið sett í kynningu. Nú er verið að safna umsögnum,“ segir Loo. „Við erum ekki að fara að reisa 350 manna þorp. Og hvað þá 500 manna, það er ómögulegt! Við vitum að einn helsti kosturinn við Ísland er víðáttan og friðsældin og ætlum ekki að raska því. Ég hef ferðast um allan heim og veit vel að svæði sem er krökkt af byggingum dregur engan að sér. Fólk kemur til Íslands til að njóta út- sýnis. Við viljum selja fólki ferðir hingað til lands, ef það eru hús úti um allt þá kemur enginn.“ Reisir norðurljósamiðstöð Loo segir að Leynir 2 og 3 hafi orðið fyrir valinu vegna heppilegrar staðsetningar. Mikil umferð ferða- manna sé á þessum slóðum og veð- urfar heppilegt. „Það er fallegt alls staðar á Íslandi og við skoðuðum líka önnur svæði. En hér er mildari vetur en víða annars staðar á landinu og við fengum vinalegar móttökur. Við hitt- um sveitarstjórann fyrst fyrir tveim- ur árum og síðan hittum við Bigga byggingarfulltrúa. Þeir tóku vel á móti okkur og ráðlögðu okkur hvar væri heppileg staðsetning fyrir okk- ar verkefni.“ Hann rekur áform sín og segir að byrjað hafi verið á að uppfæra gam- alt tjaldsvæði sem ekki hafi verið í notkun um hríð. Þar hefur verið komið fyrir hjólhýsum og stefnt er að því að við bætist kúluhús sem eiga að henta einkar vel fyrir þá sem vilja njóta norðurljósanna. „Við höfum ekki hreyft við trjám eða gróðri en höfum þurft að grafa til að tengja hjólhýsin við vatn. Það hefur svo ver- ið gengið frá því öllu aftur. Við höld- um raski á náttúrunni í lágmarki.“ Næsta skref uppbyggingarinnar verður uppbygging sumarhúsa. Loo bendir á að fyrir séu sumarhús á nærliggjandi jörð og því verði húsin sem rísa einskonar framhald af þeirri byggð. „Við munum reisa nokkra bústaði og gróðursetja svo tré svo hver og einn geti verið út af fyrir sig. Þarna í kring verður svo áfram stórt grænt svæði. Í fyrstu voru uppi hugmyndir að útbúa golfvöll að Leyni en það hef- ur verið horfið frá þeim. Við viljum að gestir okkar geti kynnst hefð- bundnum lífsháttum á svæðinu og notið þess að sjá norðurljósin.“ Hann segir að þar sem Leynir 2 og 3 séu fjarri þéttbýliskjarnanum á Hellu sé stefnt að því að reisa eins- konar norðurljósamiðstöð á svæðinu. Hún verði byggð í víkingastíl og þar geti gestir sótt sér vistir og keypt minjagripi. „Og kannski geti íbúar í sveitinni komið og selt vörur sínar og afurðir þar.“ Auk þess sé áformað að reisa stórt upphitað gróðurhús með trjám og gróðri. „Það geta allir slakað á í ná- vist túlípana og annarra blóma,“ seg- ir Loo sem er sannfærður um að áform sín geti orðið mikil lyftistöng fyrir Rangárþing ytra. „Við getum gert Hellu að nýrri „stórstjörnu“ á Íslandi.“ Eftirsóttir ferðamenn frá Asíu Loo er frá Malasíu og rekur ferða- þjónustuna New Horizons sem sér- hæfir sig í að koma með ferðamenn frá Asíu hingað til lands. „Ég hef markaðssett Ísland í Malasíu og fjöldi ferðamanna þaðan hefur aukist mikið. Svo höfum við fært út kvíarn- ar og kynnum Ísland á nýjum slóð- um, til dæmis í Indónesíu, Taílandi og Víetnam,“ segir hann og leggur áherslu á að ferðamenn frá Asíu séu eftirsóttir. „Kaupmáttur er að aukast í Asíu og það hafa sífellt fleiri efni á því að ferðast til Íslands. Asíubúar sækja í kuldann og norðurljósin. Evr- ópumenn koma ekki mikið hingað á veturna en það gera Asíubúar og mín sýn er að við verðum að hafa eitthvað fyrir þetta fólk. Það verður að geta notið norðurljósanna á veturna. Ég hef skipulagt ferðir til Finnlands og Noregs og margir Asíubúar hafa val- ið að njóta norðurljósanna í Finn- landi vegna þess að þar eru kúluhús. Fleiri munu koma ef þau eru reist hér. Svo er mun hentugra að hita húsin hér með heita vatninu, í Finn- landi þurfa þeir að brenna við til að hita þau. Hver veit, kannski munu Ís- lendingar vilja reisa sér kúluhús þeg- ar þeir sjá þau.“ Loo játar því að verkefni sem þetta kosti mikla peninga. „Allt svona lýtur fjárfestingu. Sem betur fer njótum við stuðnings frá stóru byggingafyr- irtæki í Malasíu. Fulltrúar þess heimsóttu bæjaryfirvöld á Hellu, hittu sveitarstjórann og Bigga og sýndu hvað þeir hafa gert í Malasíu. Þetta er upprunalega mín hugmynd en ég hef fengið góðan stuðning.“ Loo er með stór áform í Landsveit  Stórfelld uppbygging ferðaþjónustu í Leyni 2 og 3 í Landsveit  Loo Eng Wah segir af og frá að hann ætli að reisa 500 manna þorp  Á að laða að eftirsótta ferðamenn frá Asíu í norðurljósaferðir Morgunblaðið/Eggert Stórhuga Malasíumaðurinn Loo Eng Wah stýrir uppbyggingu á Leyni 2 og 3 í Landsveit. Þar eiga að rísa sumarhús, norðurljósamiðstöð og gróðurhús. Ljósmynd/Iceland Igloo Village Vinsælt Þegar er farið að selja gistingu í hjólhýsum á svæðinu. Yt ri- Ra ng á 1 Hella H o l t a - o g L a n d s v e i t Leynir ■ MiðfellÞjórs á Þjórs á Leynir í Landsveit K o rt a g ru n n u r: O p e n S tr e e tM a p 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Dolorin 500 mg paracetamól töflur - 20 stk og 30 stk Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Þú færð Dolorin í næsta apóteki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.