Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími: 553 1380
Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti
Lumar þú á herðatrjám?
Við tökum vel á móti þeim og endurnýtum.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við ætlum að halda veglega veislu
og gera okkur glaðan dag, á sjálfum
stofndegi klúbbsins, 6. september,“
segir Þórunn Ósk Sölvadóttir, fram-
kvæmdastjóri Klúbbsins Geysis,
sem á föstudaginn fagnar 20 ára
starfsafmæli sínu. Eins og kemur
fram hér til hliðar verður mikið um
dýrðir í afmælisveislunni, sem fram
fer á Hard Rock Café, salnum niðri,
á föstudag frá kl. 16-20.
Klúbburinn Geysir, sem er til
húsa að Skipholti 29 í Reykjavík,
býður upp á atvinnumiðuð end-
urhæfingarúrræði fyrir fólk með
geðraskanir og heldur uppi marg-
víslegri annarri starfsemi. Meg-
inmarkmiðið er að virkja félaga
klúbbsins til starfa og koma þeim í
meiri virkni í samfélaginu. Unnið er
eftir hugmyndafræði Fountain
House, sem orðin er keðja klúbb-
húsa í 33 löndum en upphafið er rak-
ið til stofnun klúbbs í New York
1948. Þar kom saman lítill hópur
sjúklinga sem ákvað að hittast reglu-
lega og reyna að vinna bug á ein-
angrun og einmanaleika sem hrjáði
þá er glímdu við geðraskanir.
Byrjaði í tveimur herbergjum
Áhugahópi um stofnun klúbbs hér
á landi var komið á í janúar 1997, eft-
ir að iðjuþjálfarnir Anna Valdimars-
dóttir og Anna Guðrún Arnardóttir
höfðu haldið fyrirlestur í húsi Geð-
hjálpar og kynnt hugmyndafræði
Fountain House. Klúbburinn var
síðan formlega stofnaður 6. sept-
ember 1999. Starfaði klúbburinn
fyrst í tveimur herbergjum í Hátúni
10 og fljótlega myndaðist kjarni 10-
15 félaga. Skömmu síðar bauðst
klúbbnum húsnæði á Ægisgötu 7,
sem leigt var af Reykjavíkurborg.
Það var síðan í október 2001 sem
Kiwanishreyfingin stóð fyrir lands-
söfnun í þágu geðsjúkra og fékk
Geysir 10 milljónir króna í sinn hlut.
Þeir fjármunir gerðu klúbbnum
kleift að kaupa húsnæði, í félagi við
Brynju, hússjóð Öryrkjabandalags-
ins. Varð Skipholt 29 fyrir valinu og
þar hefur klúbburinn starfað síðan. Í
dag eru skráðir félagar um 430 tals-
ins. Stjórnarformaður Geysis er
Anna Valdimarsdóttir og verndari
klúbbsins er frú Vigdís Finn-
bogadóttir. Launaðir starfsmenn
eru fimm.
Gengur út á samvinnu
Þórunn Ósk, sem stýrir starfsem-
inni ásamt Benedikt Gestssyni að-
stoðarframkvæmdastjóra, segir
starfsemina hafa gengið vel og hjálp-
að mörgum félögum út á vinnumark-
aðinn og í nám á ný, sem og aukið fé-
lagsfærni fólks og hæfni til að taka
þátt í samfélaginu.
„Við höfum hjálpað fjölmörgum
við að fóta sig aftur í lífinu, þannig að
hæfileikar þeirra nýtist. Þetta geng-
ur mikið út á samvinnu, að geta unn-
ið hlið við hlið og gefa hvert öðru
styrk,“ segir Þórunn, en hún hefur
unnið hjá Geysi síðan 2004, byrjaði
að vinna í eldhúsinu en er nú orðin
framkvæmdastjóri. Hún segir Kiw-
anismenn alla tíð hafa reynst Geysi
mjög vel, sem og fjölmörg önnur
góðgerðarfélög, fyrirtæki, stofnanir
og einstaklingar. Klúbburinn er
sjálfseignarstofnun, með sérstakri
stjórn. Meginhluti rekstrarfjár kem-
ur frá Vinnumálastofnun. Einnig
hefur klúbburinn fengið styrki hjá
Virk starfsendurhæfingarsjóði sem
nýst hafa til fjölmargra sértækra
verkefna.
Geysir fagnar 20 ára starfsafmæli
Klúbburinn Geysir aðstoðar fólk með geðraskanir við að fóta sig í lífinu á ný Vinnur eftir hug-
myndafræði Fountain House Skráðir félagar um 430 Forsetahjónin viðstödd afmælishóf á morgun
Í tilefni 20 ára afmælisins býður
Klúbburinn Geysir vinum og vel-
unnurum sínum til móttöku í
salnum niðri á Hard Rock Café,
Lækjargötu 2, á föstudaginn frá
kl. 16-20. Þar verður fjölbreytt
dagskrá í boði með tónlist,
gamanmálum, ræðum og létt-
um veitingum.
Forsetahjónin, Guðni Th. Jó-
hannesson og Eliza Reid, hafa
boðað komu sína, einnig borg-
arfulltrúar, þingmenn og fleiri
boðsgestir. Veislustjóri er Stef-
án Helgi Stefánsson söngvari,
sem mun slá á létta strengi.
Húsband klúbbsins, Kiðling-
arnir, stígur á svið, auk annarra.
Móttaka á
Hard Rock
AFMÆLI Á FÖSTUDAG
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Geysir Frá hádegisverði í klúbbnum í gær, f.v. á fremsta borði þau Benedikt Gestsson og Þórunn Ósk Sölvadóttir
ásamt Óðni Einissyni, félaga og stjórnarmanni Geysis, og Mörtu Helgadóttur, félaga í klúbbnum.