Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Á rölti Þessi unga kona var á göngu um bæinn með símann á lofti, spurning hvort fáninn á bakhlið farsímans hafi eitthvað með umræðuefnið að gera enda margt að gerast í Bretlandi þessa dagana. Eggert Samtök verslunar og þjónustu hafa und- anfarin misseri lagt mikla áherslu á mikil- vægi menntunar í því skyni að efla veg þeirra starfa sem unnin eru í verslunar- og þjón- ustufyrirtækjum. Menntun hefur gríðar- lega miklu hlutverki að gegna þegar horft er til þeirra öru breytinga sem eru nú að eiga sér stað í öllum störfum, ekki síst störfum í verslun og þjónustu. Hin stafræna bylting hefur þegar haft umtalsverð áhrif á störf í þessum atvinnugreinum og þau áhrif munu aðeins aukast á næstu árum. Ný námslína við Verzlunarskóla Íslands, unnin í samstarfi við SVÞ, er því mikið fagnaðarefni. Markmið námsins er að koma til móts við nýj- ar þarfir fyrirtækja í verslun og þjónustu. Þarfir sem lúta með bein- um hætti að þeirri stafrænu byltingu sem er að eiga sér stað. Netverslun og -þjónusta eykst hröðum skrefum og upp er að vaxa kynslóð sem mun sækja meirihluta verslunar sinnar og þjónustu á netið. Í kjölfarið tekur umhverfi starfsfólks stórstígum breytingum og því skiptir öllu máli að sú hæfni sem nýr veruleiki krefst sé byggð upp með góðri menntun. Þessari áskorun hafa SVÞ ákveðið að mæta með samstarfi við Verzl- unarskóla Íslands. Nú í haust bauðst nýnemum að hefja nám á nýrri staf- rænni viðskiptalínu. Eftirspurn eftir nám- inu fór fram úr björt- ustu vonum og komust mun færri að en vildu. Verslunar- og þjón- ustufyrirtæki munu gegna lykilhlutverki við framkvæmd og þró- un námsins, annars vegar með því að miðla af eigin reynslu við inn- leiðingu stafrænna lausna innan fyrirtækj- anna og hins vegar með því að vera leiðbeinendur og bjóða upp á vinnustaðanám fyrir ung- menni á þessari nýju námslínu við Verzlunarskólann. Það eru mikil tímamót nú þegar fyrsti nemendahópurinn leggur af stað í þessa vegferð. SVÞ vænta mikils af samstarfinu við Verzl- unarskólann og munu vinna ötullega með skólanum að þróun námsins. Það er trú samtakanna að námið muni skila af sér öflugu fólki sem verður í stakk búið til takast á við krefjandi viðfangsefni í nýju og breyttu starfsumhverfi verslunar- og þjónustufyrirtækja. Eftir Jón Ólaf Halldórsson »Ný námslína við Verzlunarskóla Íslands, unnin í samstarfi við SVÞ, er fagnaðarefni. Jón Ólafur Halldórsson Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Stafrænt nám við Verzlunarskólann Samgöngubætur og lagning jarðganga sem hluti af þeim hafa að vonum verið drjúgur þáttur í samfélags- umræðu hérlendis allt frá því Strákagöng til Siglufjarðar voru byggð á árunum 1965- 1967 og Oddsskarðs- göng um áratug síðar. Framkvæmdir við jarðgöng hafa síðan farið stækkandi með hverjum áratug, nú síðasta með Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarð- argöngum sem hvor um sig eru um 7,5 km á lengd. Þrígreind Vest- fjarðagöng eru þó í heild heldur lengri eða samanlagt rúmir 9 km. Með lagningu þessara og fleiri jarð- ganga hefur safnast mikilvæg reynsla, bæði varðandi verk- tæknilega þætti við mismunandi jarðfræðilegar aðstæður og leka. Óvæntustu erfiðleikarnir sköpuðust í Vaðlaheiðargöngum og fjár- mögnun þeirra á undirbúnings- og framkvæmdatíma varð afar umdeild og fór langt fram úr áætlunum. Upphaflegur kostnaður við göngin var talinn verða tæpir 9 milljarðar en endanleg tala reyndist nær tvö- falt hærri. Áformuð voru 1993 þrenn samþætt jarðgöng Á árunum 1988-1993 vann sérstök nefnd á vegum samgönguráðuneytis ásamt með fulltrúum austfirskra sveitarfélaga og Byggðastofnun að mati á jarðgangakostum á Aust- fjörðum og skilaði áliti sem gerðu ráð fyrir að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar með jarðgöngum til Mjóafjarðar og það- an inn úr botni Mjóafjarðar undir Mjóafjarðarheiði upp á Eyvindardal (framhald af Fagradal) áleiðis í Egilsstaði. Þessi tillaga, sem gekk undir nafninu „T- göngin“, fékk allgóðar viðtökur heima fyrir og í hópi okkar þáverandi þingmanna Austur- lands. Af fram- kvæmdum hennar varð þó ekki, heldur voru byggð Fáskrúðsfjarð- argöng á árunum 2003- 2005 og jafnframt kom- ust á dagskrá áður- nefnd Norðfjarðargöng í tengslum við byggingu álvers Alcoa á Reyðar- firði, grafin 2013-2017. Seyðfirðingar róa fast fyrir 13,4 km göngum Eftir að ákvarðanir lágu fyrir um göng milli Norðfjarðar og Eski- fjarðar (Norðfjarðargöng) hertu Seyðfirðingar róðurinn fyrir beinni tengingu frá Seyðisfirði upp á Hér- að. Lái þeim hver sem vill. Bar það þann árangur að samkvæmt sam- gönguáætlun vorið 2012 var kveðið á um að miða undirbúning „Seyðis- fjarðarganga“ við að hægt verði að hefja framkvæmdir við jarðgöng undir Fjarðarheiði í kjölfar Norð- fjarðarganga og Dýrafjarðarganga, en framkvæmdir við þau síðar- nefndu eru nú vel hálfnaðar. Jafn- framt hefur samkvæmt samgöngu- áætlun verið veitt nokkurt fé til jarðfræðirannsókna og í núverandi áætlun miðað við að framkvæmdir við Seyðisfjarðargöng geti hafist á árabilinu 2024-2028 en meginþungi þeirra verði á árunum 2029-2033. Samkvæmt þessu ættu slík göng að geta komist í gagnið að um 15 árum liðnum, enda standi hvorki á fjár- veitingum né óvæntir erfiðleikar við gangagröftinn tefji fyrir. – Haustið 2017 skipaði Jón Gunnarsson sam- gönguráðherra í skammlífri ríkis- stjórn Bjarna Benediktssonar fimm- manna verkefnishóp „um undirbún- ing að ákvarðanatöku um Seyðis- fjarðargöng. Göngin hafi það hlut- verk að rjúfa vetrareinangrun Seyð- isfjarðar, styrkja byggð og atvinnu- líf á Seyðisfirði og á Austurlandi öllu.“ Meðal verkefna hópsins var að fara yfir ofangreinda skýrslu um T- göngin frá 1993 og hugmyndir um göng undir Fjarðarheiði til saman- burðar. Þáverandi vegamálastjóri var skipaður formaður hópsins, en auk hans tveir Seyðfirðingar, einn Norðfirðingur, svo og forstöðumað- ur Byggðastofnunar. Ruglingsleg framsetning og tvísýn niðurstaða Hinn 9. ágúst sl. bárust fréttir um afrakstur þessa vinnuhóps og nú liggur fyrir skýrsla hans undir heit- inu Seyðisfjarðargöng. Valkostir og áhrif á Austurlandi. Heldur er þetta tyrfin lesning og afar óskipulega fram sett og illskiljanleg, jafnvel staðkunnugum. Henni fylgir sam- antekt frá erlenda ráðgjafafyrirtæk- inu KPMG um samfélagsleg áhrif (Jarðgöng á Austurlandi. Mars 2019), aðallega byggð á viðtölum og með sérstakri áherslu á Seyðisfjörð. Einnig greinargott minnisblað um veðurfarslegar aðstæður frá Einari Sveinbjarnarsyni veðurfræðingi (Veðurvaktin, júní 2019). Tillaga vinnuhópsins er tvíþætt: 1) að graf- in verið 13,4 km jarðgöng undir Fjarðarheiði frá Gufufossi í Fjarð- ará í um 130 m hæð að Dalhúsum á Eyvindardal í svipaðri hæð, kostn- aður áætlaður 33-34 milljarðar. 2) að til framtíðar litið eigi einnig að tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð með göngum gegnum Mjóafjörð og skapa með því hringtengingu fjarðanna og Héraðs, kostnaður áætlaður um 30 milljarðar. – Mesta athygli mína vekur frávísun hópsins á þeim kosti sem fram var settur þegar árið 1993, eða skv. skýrslunni „að fara ekki með göng frá Seyð- isfirði undir Fjarðarheiði heldur til Mjóafjarðar og önnur göng undir Mjóafjarðarheiði til Héraðs. Kostn- aður við þessa lausn er um 36,3 milljarðar eða tæplega 3 milljörðum hærri en göng undir Fjarðarheiði.“ Þó viðurkenna höfundar að: „Kost- urinn við þessa lausn er hins vegar sá að þá er aðeins eftir að bæta við göngum milli Mjóafjarðar og Norð- fjarðar til að skapa eitt atvinnu- svæði á fjörðunum án fjallvega og með stuttum vegalengdum á milli þéttbýlisstaða.“ Hér sýnist mér trú- in á löngu göngin undir Fjarðarheiði (Seyðisfjarðargöng) bera skynsemi höfundanna ofurliði! Beita í sameiningar- tilraunum eystra Hugmynd um sameiningu fjög- urra sveitarfélega eystra hefur verið í deiglu um skeið, þ.e. Fljótsdalshér- aðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar- hrepps og Djúpavogshrepps. Könn- un á vilja íbúa sveitarfélaganna til slíkrar sameiningar á að fara fram í almennum íbúakosningum 26. októ- ber nk. Í því sambandi lesum við í Mbl. 29.8.2019: „Fram hefur komið að Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi vill að hönnun og framkvæmd Fjarðar- heiðarganga verði flýtt. Segir nefnd- in göngin vera „lykilinn að eflingu atvinnulífs á Austur- og Norður- landi.“ Hér skal ekki gert lítið úr gildi slíkrar sameiningar, en hæpið er að byggja hana á hugmyndum um jarðgöng sem enn vantar mikið á að hafi verið tæknilega útfærð og fjár- hagslega tryggð. Áhættuþættir sem brýnt er að meta Af reynslu við jarðgangagerð hér heima og erlendis er ljóst að miklu skiptir góður undirbúningur og áhættumat, bæði jarðfræðirann- sóknir, kostnaðargreining og að- gerðir vegna slysahættu. Í skýrslu vinnuhópsins segir réttilega: „Frá öryggissjónarmiðum hafa menn áhyggjur af löngum göngum og Fjarðarheiðargöng yrðu löng, bæði á íslenskan og alþjóðlegan mæli- kvarða. Enn hefur ekki verið kannað nægilega vel hvaða áhrif það hefur á kostnað (ljóst að það eykur kostnað við loftræstingu bæði á fram- kvæmda- og rekstrartíma) og því er í grófri nálgun miðað við sama ein- ingarverð og í öðrum göngum , þ.e. um 2,5 milljarða á km í göngum.“ Hér er heldur ekki minnst á þá um- talsverðu lekahættu sem jarðfræð- ingar hafa bent á, ekki síst í Fjarð- arheiðargöngum, m.a. út frá stóru miðlunarlóni Fjarðarárvirkjunar uppi á Fjarðarheiði. Akstur í löngum jarðgöngum er afar þreytandi, að ekki sé talað um sjónarsviptinn í samanburði við þá glæsisýn sem oft birtist mönnum á ferðum um fjallvegi, t.d. af norður- brún Fjarðarheiðar. Þannig er fjöl- margt sem athuga þarf áður en ákvarðanir eru teknar um tilhögun og legu nýrra jarðganga á Aust- fjörðum. Hér sem oftar á við lat- neska máltækið Festina lente – að flýta sér hægt. Eftir Hjörleif Guttormsson »Hæpið að byggja tillögu um samein- ingu sveitarfélaga á hugmyndum um jarðgöng sem mikið vantar á að hafi verið tæknilega útfærð og fjárhagslega tryggð. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Hlutlæga úttekt vantar um framhald jarðgangagerðar á Austfjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.