Morgunblaðið - 05.09.2019, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.09.2019, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Öldrunarheimili eru mörgum framandi um- hverfi sem fáir kynn- ast af eigin raun fyrr en nákominn ættingi flytur þangað búferl- um. Við sem störfum á fjölmennustu öldrun- arstofnun landsins, Hrafnistu, sem er ríf- lega tvö þúsund manna samfélag íbúa og starfsfólks, verðum þess gjarnan vör í daglegum störf- um. Almennt má segja að aðstand- endur geri ráð fyrir að flutningur á hjúkrunarheimili hafi í för með sér létti fyrir aðstandendurna, en inn- lendar og erlendar rannsóknir sýna að svo þarf ekki að vera. Þvert á móti gefa þær til kynna að margir þeirra sem þjást af kvíða og þung- lyndi vegna áhyggja af bágri heilsu ættingja sinna þjást áfram af sömu meinum þrátt fyrir flutninginn. Blendnar tilfinningar Þegar kemur að flutningi á hjúkrunarheimili ríkja sem eðlilegt er oft blendnar tilfinningar í hjört- um aðstandenda vegna verkefnisins framundan. Á sama tíma og ákveð- inn léttir bærist innra með fjöl- skyldunni yfir því að senn verði endir bundinn á það mikla álag á fjölskylduna, sem annast hefur um sinn nánasta, ríkir einnig sorg og jafnvel sektarkennd yfir þeim óum- flýjanlegu aðstæðum sem koma í veg fyrir áframhaldandi sjálfstæða búsetu ættingja. Þegar pláss býðst þarf gjarnan að taka skjóta ákvörð- un og hafa hraðar hendur því lítill tími gefst til undirbúnings vegna þess skamma tíma sem hjúkr- unarheimilin hafa til að kalla í laust rými. Mikil breyting Það fylgir því mikil breyting fyr- ir bæði einstaklinginn sjálfan og ekki síður aðstand- endur þegar sjálf- stæðri búsetu lýkur og við tekur annars konar búseta á hjúkrunarheimili. Að- dragandinn reynist sumum aðstandendum erfiður en ekki síður að honum loknum þegar nánustu að- standendur, sem ann- ast hafa um helstu þarfir hins veika, fær- ast úr sérfræði- hlutverkinu yfir í ákveðið gestahlutverk. Sú staða getur auðveldlega myndað tog- streitu milli aðstandenda og starfs- fólks hjúkrunarheimilanna. Við tek- ur nauðsynleg aðlögun aðstandenda að nýjum aðstæðum. Mikil og góð samskipti mikilvæg Góð samskipti og samvinna starfsfólks og aðstandenda hafa já- kvæð áhrif á lífsgæði hins aldraða, þveröfugt við þau áhrif sem tog- streita hefur í för með sér. Þekking á starfsemi hjúkrunarheimilisins, vinnufyrirkomulagi og mönnun auðveldar aðstandendum að fóta sig í hinu nýja umhverfi. Hjúkr- unarheimilin starfa í samræmi við opinberar kröfulýsingar Sjúkra- trygginga Íslands og fjárheimildir Alþingis á hverjum tíma. Þeim er naumt skorinn stakkur, að raun- gildi minni og minni síðastliðin ár og fyrirsjáanlega einnig næstu tvö ár. Fjárheimildir hafa bein áhrif á reksturinn og ekki hvað síst á mönnun hjúkrunarheimilanna. Heimilin hafa engin önnur ráð en að aðlaga sig að ríkjandi rekstrar- aðstæðum hverju sinni. Upplýs- ingar og fræðsla í þágu aðstand- enda og gott samstarf er því afar mikilvægt í starfi hjúkrunarheim- ila. Umboðsmaður íbúa og aðstandenda Stjórn Hrafnistuheimilanna tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að stofna nýtt stöðugildi við Hrafn- istu, starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda, og hefur Soffía Eg- ilsdóttir félagsráðgjafi verið ráðin í starfið. Soffía, sem hefur meistara- gráðu í öldrunarfélagsráðgjöf, hef- ur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár og á að baki farsælan feril í starfi með öldruðum og með þátttöku sinni á vettvangi málefna aldraðra á Íslandi, s.s. á vettvangi Öldrunaráðs og Félags aðstand- enda alzheimersjúklinga. Fyrir faglegt starf á Hrafnistu er mikill styrkur að því að íbúar og að- standendur geti leitað til umboðs- manns sem hefur m.a. það hlut- verk að halda kynningarfund með aðstandendum í kjölfar flutnings ættingja til Hrafnistu. Á fund- unum er m.a. gerð grein fyrir mikilvægustu þáttum í starfsemi heimilisins, mönnun og vaktafyrir- komulagi og hvert sé árangursrík- ast að leita vakni spurningar og með hvaða hætti ættingjar geta gert dvöl ástvina þeirra sem ánægjulegasta, svo fátt eitt sé tal- ið. Forsenda mestu mögulegra lífs- gæða íbúa hjúkrunarheimila eru samstarf og samvinna starfsfólks og aðstandenda þar sem traust og virðing eru höfð í hávegum. Að- standendur og starfsfólk eru mik- ilvægir hlekkir í lífi íbúa hjúkr- unarheimilanna, þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna og enginn getur án hins verið. Umboðsmaður íbúa og aðstandenda ráðinn til Hrafnistuheimilanna Eftir Maríu Fjólu Harðardóttur » Í lok síðasta árs var ákveðið að stofna stöðugildi umboðs- manns íbúa og aðstand- enda á Hrafnistu og hef- ur verið ráðið í starfið. María Fjóla Harðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri heil- brigðissviðs Hrafnistuheimilanna. Takk fyrir, næsti, gjörðu svo vel – eða „thank u, next“ eins og Ariana Grande tónlist- arkona syngur í nýlegu lagi sínu um ástarlíf sitt. Þessi orð eru svo einstaklega lýsandi fyr- ir nútímastefnumóta- menningu. Hún ein- kennist af færibandaframleiðslu og kapítalískri neyslu- hyggju. Hún snýst um leitina að full- komnun. Hún snýst um að gera ávallt meira en næsti maður. Að standa uppi sem sigurvegari í lífinu – í ást- inni. Við höfum gjörsamlega glatað öllu heilbrigðu sjónarmiði þegar kemur að ást í nútíma samfélagi. Með til- komu stefnumótasmáforrita og net- væðingu höfum við sogast enn lengra inn í spíral neysluhyggjunnar sem nú einnig hefur tekið yfir ástina. Það er búið að normalísera neysluhyggjuna gjörsamlega og neysluvæða normið. Við fáum krampa í þumalinn við að „svæpa“ hægri vinstri. „Hann er alltof rauðhærður fyrir mig,“ gómaði ég mig segja upphátt um daginn. „Ha, hvað meinarðu?“ sagði vinkona mín. „Já, æj, ég myndi alveg fíla hann ef hárið hans hefði annars konar rauðlitan blæ“. „Díses kræst.“ Hvað er að gerast? Þetta er svo absúrd. Það er auðvitað allt í besta lagi að hafa sinn smekk, og við höfum hann öll, en þessi hugsunar- háttur í sambandi við að finna ástina er farinn að verða ógurlega vélrænn. Við myndum örugglega helst vilja geta hannað okkar eigin Sims- karakter þar sem við veljum alla út- litsþætti sjálf og öll karakter- einkenni. Okkar eigin uppskrift að maka! Nokkur klikk á símann og kviss-bamm-búmm. Mikið væri það þægilegt. Það er kannski framtíðin? Ég velti fyrir mér hvort þessi hugs- unarháttur muni flytj- ast yfir á börnin okkar þegar við höfum fundið okkar fullkomna maka í framtíðinni. Munum við í framtíðinni með til- komu aukinnar tækni getað átt við gen í fóst- urvísi þar sem við get- um handvalið útlit og persónueinkenni barnanna okkar? Þetta fer bráðum að verða spurning um siðferði. Við höfum sogast inn í vítahring kapítalískrar neysluhyggju. Við er- um sjálfhverfir bavíanar sem þurfum á sífelldri viðurkenningu að halda frá umheiminum. Nútímamanneskjan „deitar“ á þann hátt að hún er ávallt með nokkra fiska í takinu. Það er einn heitur á pönnunni löðrandi í olíu, annar volgur í ofninum á vægum hita, sá þriðji kaldur til vara í ör- bylgjunni og svo auðvitað einn í frystinum, bara svona ef allt klikkar. Við búum yfir endalausum tækifær- um í hinum vestræna heimi og leit- umst sífellt eftir fullkomnun. Við neitum að trúa að hana sé ekki hægt að finna. Við getum ekki afborið þá hugsun að finna ekki fullkomnun sem gerir það að verkum að við einblínum á galla fólksins í kringum okkur og hikum ekki við að losa okkur við vondan fisk um leið og við finnum fýlu. En því miður erum við, held ég, öll vondur fiskur. Normalísering neysluhyggjunnar Eftir Söru Sólveigu Kristjánsdóttur Sara Sólveig Kristjánsdóttir » Þetta fer bráðum að verða spurning um siðferði. Höfundur er sálfræðinemi. sarasolveig97@gmail.com Smurþjónusta Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Sími 585 8300 | www.postdreifing.is VANTAR ÞIG AUKAPENING? Óskum eftir starfsfólki í dreifingu, skoðaðu málið á www.postdreifing.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.