Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is - Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is
Hitatækni útvegar allt sem vantar í nútíma loftræsingu.
Hafðu samband og við leiðbeinum þér í vali á loftræsikerfum eftir því sem hentar þér.
Loftræsistæðurnar frá Komfovent eru mjög einfaldar í
uppsetningum og koma með fullkomnu stjórnkerfi
• Alltaf ferskt loft inn á heimilinu
• Viðheldur jafnara rakastigi
• Fullkomið hitastig allan ársins hring
• Innblástursloft er síað, sem kemur í veg fyrir lúsmý í vistverum
• Losnar við ofnæmisvaldandi eindir og ryk frá útiloftinu
• Kemur í veg fyrir þungt loft og hreinsar út koltvísýring
• Minnkar verulega líkur á myglu
• Það þarf ekki lengur að opna glugga
• Sparar orku og upphitunar kostnað
Loftræsing
með varmaendurvinnslu fyrir öll heimili
þegar aðeins það besta kemur til greina
Sitthvað í skipulags-
tillögum að nýrri
ásýnd miðbæjar
Hafnarfjarðarbæjar
vekur ugg og furðu og
einkum þó áætlanir um
að byggja fyrir framan
Hafnarfjarðarkirkju,
inniloka hana og
byrgja bæði útsýn frá
og að henni og vega
með því að stöðu kirkj-
unnar í miðbæjarmyndinni, sem
kjarna og hjarta hennar.
Forystumenn í atvinnu- og bæjar-
lífi hins nýja og framsækna kaup-
staðar, Hafnarfjarðar, í byrjun fyrri
aldar réðu mestu um að kirkjunni
var valinn staður undir Hamrinum
við sjávarströnd og fjöruborð. Þeir
höguðu því svo að hún varð ná-
kvæmt leiðarmerki og stefnuviti fyr-
ir skip og sæfarendur, er sigldu inn í
Hafnarfjarðarhöfn og varpaði ljósi
og blessun sinni yfir útgerð og at-
vinnulíf, sjósókn og siglingu, sem
ekkert mátti á skyggja.
Stakkstæði og útbreiddur salt-
fiskur rétt við Hafnarfjarðarkirkju
sjást á gömlum ljósmyndum og vitna
um hve nátengd hún var afkomu og
lífsfarnaði fólksins í bænum. Allt frá
vígslu kirkjunnar 1914 hafa skip og
bátar siglt frá og að henni og notið
óbyrgðs leiðarljóss hennar og vernd-
ar og líka frá Fríkirkjunni sem var
skammt undan á hamrahól.
Mann fram af manni hafa íbúar
hins vaxandi Hafnarfjarðarbæjar
virt fagnaðarerindi Frelsarans og
skynjað og viðurkennt, að kirkjan,
sem oft var nefnd Þjóðkirkjan í
Hafnarfirði, þurfti sitt svigrúm og
litið á svæðið fyrir
framan hana sem frá-
tekið og helgað, svo að
þeir fengju sem best
notið fegurðar hennar
og blessandi áhrifa-
máttur kirkjunnar
breiðst yfir byggð og
bæ og út á sjó og mið.
Þess gættu for-
ystumenn bæjarins,
sem betur fer, sem í
byrjun síðasta áratugar
liðinnnar aldar stóðu að
stækkun miðbæj-
arsvæðisins með mikilli uppfyllingu
við ströndina og efndu ásamt for-
ystuliði Hafnarfjarðarkirkju til arki-
tektasamkeppni um hönnun að safn-
aðarheimili við hana og
tónlistarskóla bæjarins. Byggt var
eftir fyrstu verðlaunatillögunni og
byggingarnar sem risu samkvæmt
henni við kirkjuna hafa hrifið með
formfegurð sinni, útliti og yfir-
bragði. Hafnarfjarðarkirkja ásamt
glæstu safnaðarheimili sínu, Strand-
bergi, og listilegum Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar hafa enda verið taldar
með allra fegurstu byggingum hér á
landi og þeirra verið getið í fagtíma-
ritum víða um veröld sem frábærrar
húsagerðarlistar.
Hið góða og vandaða bílastæði
sem lagt var fyrir framan kirkjuna
og nýbyggingarnar og fellur sérlega
vel að þeim, og þáverandi bæj-
ararkitekt og starfsmenn hans
hönnuðu og bæjaryfirvöld létu gera
að ósk forystuliðs kirkjunnar, dreg-
ur athygli að listfengi bygginganna
og gegnir mikilvægu hlutverki fyrir
starfsemi þeirra.
Sláandi er í hinum framkomnu
skipulagstillögum að afleggja eigi
þetta bílastæði og byggja þar. Það
sýnir litinn skilning á gildi þess sviðs
og svigrúms, sem kirkjan þarfnast
og nýbyggingarnar við hana til að
þær njóti sín, og einnig hirðuleysi
um þarfir þess fólks á mismunandi
aldri og misheilsuhrausts er kemur
til kirkju og sækir þar oft fjölmenn-
ar athafnir. Að ætla því fremur að
koma gangandi úr bílageymslum eða
knýja það til að nýta opinber sam-
göngutæki og koma gangandi tölu-
verðan veg er virðingarleysi við það
fólk og ónærgætni.
Vel getur farið á að þétta byggð í
Hafnarfirði sem og annars staðar en
það verður að gera með aðgát og
virðingu gagnvart sögulegu sam-
hengi og verðmætum. Bæjarstjórn
og skipulagsyfirvöld mega ekki láta
stjórnast af ásækni, ásælni og gróða-
von og láta undan kröfum sem van-
virða söguleg verðmæti og fagur-
fræðileg og listræn gildi í mótun
umhverfis og bæjarmyndar.
Hinar nýframlögðu skipulagstil-
lögur að nýrri miðbæjarásýnd Hafn-
arfjarðar bera því miður vott um
skilningsskort á slíkum verðmætum
í hjarta og kjarna miðbæjarins í
Hafnarfirði, sem Hafnarfjarðar-
kirkja með safnaðarheimili sínu,
Strandbergi, og Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar minna á og bera með
sér. Yrði þeim fylgt fæli það í sér
ólíðandi yfirgang, skemmdarverk og
helgispjöll. Því ber eindregið að and-
mæla þessum tillögum, að minnsta
kosti hvað miðbæjarkjarnann varð-
ar, og gefa skýrt til kynna að ekki
megi með neinum húsabyggingum
vega og þrengja að því andrými og
svigrúmi sem Hafnarfjarðarkirkja
og nýbyggingarnar glæstu við hana
njóta nú og munu áfram þarfnast til
að fegra og blessa Hafnarfjörð og
mannlíf hans og menningu um
ókomna tíð.
Hafnarfjarðarkirkja – hjarta miðbæjarmyndar
Eftir Gunnþór
Ingason
»Hinar nýframlögðu
skipulagstillögur að
nýrri miðbæjarásýnd
Hafnarfjarðar bera
því miður vott um
skilningsskort á
slíkum verðmætum.
Gunnþór Ingason
Höfundur var sóknarprestur Hafn-
arfjarðarkirkju 1977-2009.
gunnthor.ingason@gmail.com
Ljósmynd/Sigurjón PéturssonHafnarfjarðakirkja Hjarta miðbæjarins.