Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 46

Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Frístunda- og atvinnufatnaður frá REGATTA Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Það er alveg víst að bæði landlæknir og heilbrigðisráðherra vilja vinna landi og þjóð gagn og sinna sínum störfum sem best þeir geta. Því miður er út- koman sú að yfirlýs- ingar landlæknis um réttindi neytenda til aðgangs og þjónustu af hálfu lækna reynast vera villuljós og framkvæmd heil- brigðisþjónustu undir stjórn heil- brigðisráðherra, a.m.k. að hluta, sið- ferðis- og e.t.v. lögbrot. Þarna vísa ég sérstaklega til bæklunarlækninga sem öll þjóðin þekkir nú af biturri reynslu eða afspurn að eru í hinu mesta ólagi. Landlæknir hefur gefið út þau viðmið að ekki eigi að taka nema viku að ná tali af heimilislækni, mánuð að ná fundi sérfræðings og biðtími aðgerða eigi að vera hámarki þrír mánuðir. Við þetta má bæta varðandi síðasta atriðið að neytendur eiga þess kost eftir þriggja mánaða biðtíma að sækja sér lækningu innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) á kostnað íslenska ríkisins. Ekki þarf að efa að landlæknir tel- ur sig með þessu og eflaust fleiri að- gerðum stuðla að eðlilegri þjónustu við neytendur, en raunveruleikinn er allur annar. Staðreyndin er sú að það tekur a.m.k. 6-8 mánuði að ná fundi sérfræðings eftir tilvísun frá heim- ilislækni sem þá hefur sent viðkom- andi sjúkling í myndatökur og grein- ingu og síðan getur tekið ár eða meira frá þeim fundi að bíða eftir aðgerð. Mig grunar að fyrri biðtíminn sé tæknileg útfærsla til að geta haldið því fram að seinni biðtíminn (og bið- listinn) sé ekki lengri en raun ber vitni. Og þá kenni ég hjúkrunarfólki alls ekki um töfina. Allan þennan tíma þjáist fólk sem þarf liðskiptaaðgerðir og nær ekki svefni nema með hjálp verkjalyfja sem stundum duga þó ekki til. Ef sjúklingar gefast upp á biðinni geta þeir annað hvort fengið aðgerð framkvæmda á einka- sjúkrastofnun í Reykja- vík og greitt fyrir hana sjálfir eða reynt að sækja sér hjálp í útlönd- um skv. 90 daga regl- unni og þá oft í einka- sjúkrastofnunum. Þurfa þeir þá sjálfir að und- irbúa utanförina með aðstoð læknis síns, senda út myndir og nið- urstöður prófana, spurn- ingalista, bóka flug, bílaleigubíl og hótel auk þess að útvega sér fylgd- armann. Það treysta sér ekki allir til að gera þetta og málakunnátta auk heilsufars getur líka haft áhrif á það hvort fólk fer utan til lækninga. Hvað um það, þá kostar utanferðin a.m.k. tvöfalt meira en aðgerð á Íslandi á svipaðri einkasjúkrastofnun. Heilbrigðisráðherra hefur alfarið neitað að semja við einkaaðila á Ís- landi um slíkar aðgerðir þótt um það sé beðið. Ríkið mundi þó með því spara fé og hafa að auki nokkur af- gjöld af íslenskri sjúkrastofnun en ekki þeirri útlendu. Samflokksmaður ráðherra (læknir) hefur í sjónvarpi upplýst að þessari afstöðu ráði sannfæring og pólitísk stefna ráðherrans. Allar liðskipti- aðgerðir eigi að fara fram á ríkis- reknum sjúkrahúsum á Íslandi. Ég þykist vita að ráðherrar eigi að fara vel með skattfé og því sé sú háttsemi, að greiða mun meira fyrir aðgerðir erlendis en þörf er á, brot á lögum um ráðherraábyrgð. Er þá von að spurt sé hvenær lögbrot verður glæpur? Það hlýtur að vera andstætt eðli starfs heilbrigðisráðherra að láta fólk þjást þegar hægt er að draga úr sam- eiginlegri kvöl margra með fleiri að- gerðum á Íslandi en nú er gert. Því veldur það nánast klígju að sjá í dag- blöðum lofgreinar ráðherrans um sjálfa sig og stefnumótun ráðuneyt- isins undir hennar stjórn. Það er hátt- ur ábyrgra stjórnenda að ráða und- irverktaka til að ljúka verkum sem þeir hafa tekið að sér ef ljóst er að eigin geta þeirra dugi ekki til að svo verði. Það er óskiljanlegt að ríkisend- urskoðun skuli ekki taka ráðherra á beinið, þegar ljóst er að afköst eru ekki eins og vænta má og jafnframt sé ekki farið vel með skattfé til að ná sem mestum og bestum árangri. Landlæknir þarf að fá stuðning við að raungera réttindi sjúklinga. Er landlæknir ráð- þrota og heilbrigðis- ráðherra hugmyndafangi? Eftir Sigurð Jónsson »Mig grunar að fyrri biðtíminn sé tækni- leg útfærsla til að geta haldið því fram að seinni biðtíminn (og biðlistinn) sé ekki lengri en raun ber vitni. Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri og aðstandandi sjúklings. Því miður er sam- ráðsferli ekki til staðar hjá Reykjavíkurborg þegar ákvarðanir eru teknar, sér í lagi í skipulagsmálum. Hjá borginni felst ferlið frekar í að fyrirliggj- andi ákvörðun er til- kynnt, fólki er boðið að senda inn at- hugasemdir en þeim athugasemdum er aðeins svarað um síðir eða þegar málið hefur þegar verið afgreitt inni í stjórnkerfinu. Og það án nokkurrar aðkomu íbúa borgarinnar. Það gefur augaleið að slíkt samráð getur ekki verið til annars en sýnis og það kem- ur ekki á óvart að þessi aðferð vekur yfirleitt gremju. Óþarfi að finna upp hjólið Í lok árs 2017 gaf Samband ís- lenskra sveitarfélaga út handbók sem nefnist Íbúasamráð í sveitar- félögum og þátttaka íbúa. Handbók- inni er ætlað að vera leiðbeinandi plagg fyrir sveitarstjórnir í landinu svo hægt sé að bæta samráð við íbúa og auka jákvæða þátttöku þeirra að ákvörðunartöku í nærsamfélagi þeirra. Handbókin er bæði aðgengi- leg og upplýsandi um það hvernig kjörnir fulltrúar geta bætt ákvörð- unarferli innan sveitarfélagsins. Borgar- og sveitarstjórnarmál snerta nærumhverfi fólks það mikið að mikilvægt er að eiga gott samráð þegar ákvarðanir eru teknar. Eins og segir í handbók Sambandsins: „Íbúar sveitarfélags eru sérfræðing- ar í nærumhverfi sínu og samráð við þá stuðlar að vandaðri ákvörðunar- töku þar sem ákvarðanir eru teknar á betri þekkingargrunni. Ef rétt er á haldið getur íbúasamráð líka stuðlað að betri sátt um ákvarðanir þar sem samráðsferlið getur aukið skilning íbúa á mismunandi sjónarmiðum og hagsmunum.“ Enn einn stýrihópurinn Það vekur því athygli að enn og aftur stendur til að skipa stýrihóp um íbúalýðræði. Enn einn stýri- hópurinn gefur ekki góð fyrirheit um að þessi vinnubrögð verði bætt á næstu árum. Til gamans má geta þess að á fyrri hluta árs 2016 var ákveðið að stofna stýrihóp um mat- arstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Stefnan sjálf var ekki samþykkt fyrr en tveimur árum síðar, á fyrri hluta árs 2018. Nú, rúmum þremur árum eftir að stýrihópurinn var stofnaður, var loks lögð fram í borgarstjórn til- laga meirihlutans um að samþykkja framkvæmdaáætlun stefnunnar. Þannig hafa liðið þrjú og hálft ár frá stofnun stýrihópsins þar til fram- kvæmdaáætlun stefnunnar kemur til samþykktar en þá stendur eftir sú spurning hvenær sjálfri matarstefn- unni verður raunverulega hrint í framkvæmd? Ef raunverulegur vilji væri til staðar að fá íbúa sveitarfélagsins með í ákvörðunartöku væri nærtæk- ast að vinna eftir handbók Sam- bandsins um íbúasamráð í stað þess að verja tíma fólks og fjármunum skattgreiðenda í að finna enn á ný upp hjólið með enn einum stýri- hópnum. Ó(sam)ráð Eftir Egil Þór Jónsson og Jórunni Pálu Jónasdóttur Egill Þ́ór Jónsson » Íbúar eru sérfræð- ingar í nærumhverfi sínu og samráð við þá stuðlar að vandaðri ákvörðunartöku þar sem ákvarðanir eru teknar á betri þekk- ingargrunni. Egill Þór er borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Jórunn Pála er fyrsti vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins . Jórunn Pála Jónasdóttir Fasteignir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Heimsendaspámenn á grænum brókum Þau öfl sem spá illa fyrir jörðinni og mannkyninu hafa færst mjög í aukana þessi misserin og blásið út eins og hundaskítur í rigningu. Hamfarahlýnun, af mannavöldum, er þeirra slagorð og fátt sem getur bjargað, að þeirra áliti, en að venja þjóðina og síðan allan heiminn af kjötáti – og byrja á börnunum. Það getur svo sem verið að allt sé að fara fjandans til en ekki voru þau samt sem verst búsetuskilyrðin sem mættu landnámsmönnum þó að jöklar hafi verið þá í lágmarki og hlýindin meiri en síðan hafa sést. Og hvað með holurnar í berginu á Vestfjörðum eftir frumskógabol- ina? Lifði jörðin þau hlýindi ekki af? Gróðureldar á Grænlandi geisuðu í sumar og þar hefðum við getað lagt lið grönnum okkar og minnkað kolefnislosun. Skógareldar í Suður- Evrópu eru árvissir og gengur illa að hemja þá. Það eru sem sagt næg verkefni í umhverfi mannsins sem við gætum haft áhrif á til batnaðar andrúmsloftinu þótt við útrýmum ekki kjöti og fiski af disk- um barnanna okkar. Sunnlendingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.