Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 52

Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 ✝ Kristín Að-alsteinsdóttir fæddist í Reykja- vík 14. desember 1967. Hún lést eft- ir heilablóðfall 25. júní 2019 á Kaise Hospital, Los Ang- eles. Foreldrar henn- ar voru þau Sigur- björg Ragnars- dóttir, skrifstofu- maður, d. 2014, og Aðalsteinn Hallgrímsson, vélvirki, d. 1992. Systkini hennar eru Ragnar Svanur, f. 1963, kvæntur Jónínu Magnús- dóttur, f. 1963, Eggert Birgir, f. 1966, og Svanlaug, 1972, gift Sigurjóni Kristinssyni, f. 1970. Kristín ólst upp í Reykjavík, lengst af í Árbænum, en einn- ig bjó hún um nokkurra ára skeið með foreldrum sínum á Gufuskálum, Snæ- fellsnesi. Hún gekk í Árbæjar- skóla og Mennta- skólann við Sund, en gerði hlé á því námi og hélt sem skiptinemi AFS til Ohio. Hún fór síð- an aftur til Banda- ríkjanna og nam fatahönnun í Ohio og Los Angeles. Kristín eignaðist einkason sinn, Aðalstein Dan Árnason, þann 3.12. 1991. Faðir hans er Árni J. Árnason, f. 15.5. 1966. Kristín starfaði eftir að námi lauk í Los Angeles og þar ól hún upp son sinn. Ævi- félagi hennar og góðvinur er John Bergeson, f. 9.12. 1965. Bálför Kristínar var gerð í Los Angeles, en útförin fer fram í Árbæjarkirkju í dag, 5. september 2019, klukkan 13. Stína frænka naut þess heið- urs að vera alnafna föðurömmu sinnar, Kristínar Aðalsteinsdótt- ur, þeirrar miklu sómakonu. Stína litla var eiginlega afmæl- isgjöf til mín, en hún var fædd daginn fyrir afmælið mitt 1967. Við systur, mamma hennar og ég, vorum mjög samrýndar á fyrstu barneigna- og búskapar- árum okkar. Oftar en ekki var öllum krökkunum smalað saman á öðru hvoru heimilinu og þau hálfpartinn ólust upp saman. Stína var afskaplega þægt og gott barn, hafði ljúfa lund og var lengi framan af góð að dunda við eitthvert smádót. Þetta breyttist svolítið þegar fram á unglings- árin kom, Stína var hörkudugleg, var iðulega í einni eða tveimur vinnum með skólanum, auk þess sem hún hafði yndi af útiveru og naut hún þar skátastarfsins, en pabbi hennar var öflugur skáti allt frá barnæsku til dauðadags. Það voru því nokkur viðbrigði fyrir okkur fjölskylduna þegar hún kom heim eftir ársdvöl sem skiptinemi í Ameríku. Ári fyrr hafði hún lagt af stað með fléttur, kringlótt gleraugu og á göngu- skóm, en kom heim alger glæsipía með hárið sítt og krull- að, linsur í stað gleraugnanna, fötin ekta amerísk og við bara göptum. Stína varð þó fljótlega aftur þessi íslenska valkyrja og brást okkur aldrei. Fyndin og geðgóð, hvers manns hugljúfi. Hún kom oft heim, einu sinni til að vinna fyrir skólagjöldunum og eignaðist þá einkasoninn Aðal- stein Dan, en henni héldu engin bönd og hún flaug aftur. Stína frænka var þó alltaf sami Íslend- ingurinn og einlæg og góð fjöl- skyldumanneskja. Árið 2014 kom hún heim í nokkra mánuði og annaðist mömmu sína í veikind- um hennar og erum við henni öll einlæglega þakklát fyrir það enda sýnir það hver mannkosta- manneskja Stína var. Stína lést af heilablóðfalli eftir stutta sjúkrahúsvist í Los Angeles. Marta Ragnarsdóttir. Hér hefur verið stanslaust sumarsólskin. Nú hafa veðra- brigði orðið. Stína fór með sum- arsólina. Hún var alltaf sólskins- barn, fluttist héðan, með soninn unga, Aðalstein Dan, alla leið til Ameríku og það á vesturströnd- ina. Ég hitti hana fyrir ári er þær Svana, systir hennar, voru hér í bænum. Hittumst á Kjarvals- stöðum og í staðinn fyrir að fá okkur kaffi og hnallþóru á því kaffihúsi fórum við í kaffi til mín. Áttum góða stund og ég man eft- ir fallegri mynd, sem Stína dró upp af dvöl sinni hér með John kærasta sínum í bústað Sigur- bjargar, móður hennar, það sama sumar. Myndin var af einstakri nátt- úruupplifun þeirra horfandi upp í heiðskíran næturhimininn liggj- andi í íslenskum móa alsæl í sum- ardýrðinni. Vék ég talinu að því, hvort hún ætti bara ekki að láta verða af því að flytja hingað heim í náttúruperluna. Vitandi hvað hún var vel af guði gerð, klár og gæti gengið inn í hvaða starf sem væri. Hún tjáði mér að í reynd væri hún rótgróin fyrir vestan og að sjálfsögðu væri Aðalsteinn Dan þar og margir góðir vinir sem væru líka hennar fjölskylda. Annars hafa fundir verið stop- ulir en henni tókst að eyða síð- ustu mánuðunum með mömmu sinni áður en hún kvaddi. Það var mjög greinilegt að móðir hennar, Sigurbjörg, var alsæl að hafa Stínu sína hjá sér, sem stjanaði við hana og sá um að henni liði vel í veikindunum. Frábært var að hún skyldi ná þessum tíma með mömmu sinni þar til yfir lauk. En nú er allt á annan veg og hún sjálf horfin á sömu eilífðar- braut. Reyndar var ég að gæla við þá hugmynd,að allt í einu myndi Stína vakna eftir áfallið og rífa af sér slöngur og dót og spyrja: Hvað er í gangi? En hún hefði örugglega ekki getað sætt sig við að vera ekki eins og hún átti að sér ef hún hefði vaknað. Fimmtán ára heimsótti hún mig til Kaupmannahafnar, ásamt annarri systurdóttur minni, Hjördísi Brynju. Við hjónaleysin vorum þá nýflutt í fína íbúð á Ís- landsbryggju. Það var afar gam- an að fá þær systradætur mínar í heimsókn. Trúlega hef ég viljað sýna þeim að ég væri frjálslynd móðursystir, fór með þær hingað og þangað og á hina ýmsustu for- boðna staði, t.a.m. færeyska bar- inn. Þær kunnu því vel og ég hélt eigin orðspori. Þá var hún löng og slánaleg, með þykk gleraugu, rétt óútsprungin rós. Það er sér- kennilegt, hvað maður kynnist fyrst fjölskyldu sinni almenni- lega utanlands, þegar allir hafa í tímaleysinu tíma sem vera utan- lands gefur manni. Hart er að horfast í augu við að bráðmyndarlegt fólk og mann- vænt sé tekið frá manni, systk- inum og vinum fyrir aldur fram. Elsku Aðalsteinn Dan og John, systkinin Ragnar Svanur, Eddi og Svana og aðrir nákomn- ir. Mikið sem ég samhryggist okkur öllum innilega við þennan ótímabæra missi. Ein hreyfing, eitt orð, – og á örskots- stund örlaga vorra grunn vér leggjum á óvæntum, hverfulum farandfund, við flim og kerskni, hjá hlustandi veggj- um. Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð, ein veig ber vort líf undir tæmdum dreggjum. Hvað vill sá sem ræður? (Einar Benediktsson) Ragnheiður Ragnarsdóttir. Mig langar til að minnast Stínu mágkonu minnar. Ég sá hana fyrst fyrir fjörutíu árum eða sumarið 1979. Síðla sama ár varð Raggi bróðir hennar kær- astinn minn. Hún sagði mér seinna hlæjandi að hún hefði ekki verið ánægð með þetta kærustu- par, henni fannst þessi stelpa stela bróður sínum. En Stína fyr- irgaf mér og með okkur tókst vinátta sem entist þótt höf og lönd skildu okkur að meirihluta ævi hennar. Við töluðum reglu- lega saman síðustu árin, sérstak- lega eftir að Sibba tengda- mamma kvaddi þessa jarðvist. Nítjánda maí sl. áttum við gott samtal sem mér þykir vænt um. Nokkrum dögum síðar fékk hún heilablóðfall sem orsakaði andlát hennar. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til æsku- heimilis þeirra systkina Ragga, Edda, Stínu og Svönu í Hraun- bænum þar sem tengdaforeldrar mínir Sibba og Alli réðu ríkjum. Það vakti aðdáun mína þegar ég kynntist Stínu hve dugleg hún var. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hún leysti það fljótt og vel. Stína var líka lestrarhestur. Einhvern tíma vantaði hana eitthvað að lesa og ég spurð hvort hún hefði farið í bókabílinn. Svarið var einfalt, hún hafði lesið allt sem var í bíln- um. Hún fór ung að vinna eins og tíðkaðist, fyrst sem barnapía og svo fór hún í sveit. Hún var fé- lagslynd og naut sín í skátastarfi í skátafélaginu Árbúum sem fað- ir hennar átti þátt í að stofna. Ég man eftir Stínu vinna á saum- stofu, aka dráttarvél og koma heim frá Ohio í Bandaríkjunum þar sem hún hafði dvalið sem skiptinemi á vegum AFS. Ég fékk tækifæri til að umgangast hana á heimili fjölskyldunnar í rúman áratug. Það var alltaf líf og fjör í kringum Stínu. Það kom mér ekki á óvart þeg- ar hún ákvað að fara til Los Ang- eles 1992 með einkasoninn Að- alstein ársgamlan. Mér fannst erfitt að sjá á eftir þeim en dáðist að hugrekki hennar. Hún vildi ljúka námi í fatahönnun. Eftir að hún flutti fækkaði samveru- stundum með fjölskyldunni. Hún kom nokkuð reglulega heim með Aðalstein á uppvaxtarárum hans, en stoppaði oftast stutt. Fyrir fimm árum kom hún heim til að hugsa um móður sína sem átti í erfiðum veikindum. Þá dvaldi hún í nokkra mánuði. Eftir dag móður sinnar eignuðust þær systur, Stína og Svana, sumarbú- staðinn sem foreldrar þeirra byggðu, þar vildi hún eiga sama- stað á Íslandi. Við Raggi fórum út til Stínu fyrir tveimur árum. Þar áttum við saman ógleymanlegt ævin- týri. Hún sigldi með okkur á skútunni Blizz til eyjunnar Catal- ina. Okkur vantaði meðal annars byr í seglin og því sigldi skútan á eigin vélarafli, en vélin var ekki alveg í lagi. Saman komu þau systkinin Stína og Raggi vélstjóri okkur heilum til hafnar. Það er erfitt að horfast í augu við ótímabært andlát Stínu. Við sem eftir sitjum spyrjum spurn- inga sem við fáum ekki svör við. Við getum yljað okkur við góðar minningar um yndislega konu. Ég votta öllum sem sakna Stínu mína dýpstu samúð og ekki síst Aðalsteini syni hennar og John unnusta hennar. Hvíldu í friði, elsku Stína mín. Jónína Magnúsdóttir. Það var undarleg tilviljun að daginn sem Stína dó úti í Kali- forníu birti sjónvarpið hér heima gamlar fréttamyndir frá hátíða- höldum sumardaginn fyrsta og hver birtist þar í fararbroddi skrúðgöngunnar í skátabúningi með íslenska fánann önnur en Kristín Aðalsteinsdóttir, lifandi komin, fimmtán ára með spangir og fléttur. Upprifjun sjónvarps- ins var ætlað að sýna hve veður geta verið válynd á þessum við- kvæma hátíðisdegi, og það var ekki orðum aukið að þessu sinni, kafaldsbylur og varla stætt og mátti sjá fólk hrekjast undan vindi, haldandi dauðahaldi í höf- uðfötin sín og hárgreiðslur fóru fyrir lítið. En þarna kembdi Stína einbeitt á móti Kára og barðist við að koma sinni fána- stöng á loft. Í miðjum klíðum hrundi fáni næsta skáta yfir hana og munaði hársbreidd að Stína fengi þá stöng í höfuðið, en hún bara brosti til stöllu sinnar og kom hennar stöng á réttan kjöl og hélt svo áfram að baksa með sína. Já, henni Stínu var ekki fisjað saman, hún var fær í flestan sjó og dugnaðarforkur í hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var listamaður í höndunum og lagði fyrir sig fatahönnun. En svo gat hún líka lagt frá sér nálina og tekið til við að stjórna stórtækum vinnuvélum við snjómokstur á götum höfuðborgarinnar eða sigla krappan sjó á skútunni sinni á Kyrrahafinu. Hún ólst upp í Hraunbænum, augasteinn foreldra sinna og potturinn og pannan í hópi systk- ina og félaga, klár og skemmti- leg, fjörmikil og falleg. Þegar hún var unglingur steig hún ör- lagaríkt skref með því að gerast skiptinemi í Bandaríkjunum og þar átti hún síðar eftir að starfa, lengst af búsett í Los Angeles. En af hverju fór hún svona langt og var svona lengi? Kannski af því hvað henni lét illa að lúta boðvaldi, að Bandaríkin hafi verið það rými sem hún þurfti til að geta verið algerlega á eigin forsendum. Bjartur í Sum- arhúsum þurfti Jökuldalsheiðina, Stína Kaliforníu. Það gefur auga leið að slíkri stúlku lætur ekki mjög vel að vera í föst sambúð, en samt nógu lengi til að eignast með barns- föður sínum einkasoninn Aðal- stein Dan Árnason sem bjó með móður sinni þar vestra. Hennar lífsförunautur um rúmlega tveggja áratuga skeið var síðan John, flugmaður að starfi, og áttu þau heimili hvort á sinni strönd- inni, hún á vesturströndinni, hann á austur, en hittust hvenær sem færi gafst. Það var okkur fjölskyldunni mikil huggun að hann skyldi vera hjá henni þegar hún fékk heila- blóðfall í svefni í upphafi sumars. Hann vék ekki frá henni þær þrjár vikur sem henni var haldið sofandi á meðan hún barðist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í LA og sendi systkinum Stínu daglega skýrslu um líðan hennar. En eins og gefur að skilja fór- um við ættingjar hennar og vinir heima á Fróni oft mjög á mis við hennar eftirsótta félagsskap og eiginlega var það ekki fyrr en nú undir lokin sem hún kom heim, til að vera móður sinni hjálpar- hella í veikindum hennar og dauðastríði. Það var áfram hin brosmilda, fjallbratta og hjálp- sama Stína sem við nutum sam- vista við og það er sú Stína sem lifir áfram í huga okkar ástvina hennar. Það er óbærileg tilhugsun að vera búin að missa hana Stínu, en mestur er þó missirinn fyrir Aðalstein Dan, John og systkinin Ragga, Edda og Svönu og fjöl- skyldur þeirra. Við verðum erlendis á útfar- ardeginum, en sendum þeim öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Pétur Gunnarsson. Í dag kveðjum við elsku Stínu æskuvinkonu sem fallin er frá í blóma lífsins. Stína kom inn í líf okkar þegar hún og fjölskylda hennar fluttu í Árbæinn þegar hún var 8 ára gömul. Stuttu eftir það stofnaði faðir hennar, Aðalsteinn Hallgríms- son, skátafélagið Árbúa ásamt fleirum. Við vinkonurnar geng- um í Árbúa og stofnuðum skáta- flokkinn Brussur, einkenndi það nafn okkur mjög vel. Skátastarf- ið var stór hluti af lífi okkar í æsku og fram á unglingsárin. Voru það góðir tímar þar sem við þroskuðumst, lærðum á lífið í gegnum skátastarfið og eignuð- umst góða vini fyrir lífstíð. Það kom fljótt í ljós að Stína var mikil félagsvera og vinur vina sinna. Ávallt var mikið líf og fjör í kringum hana og var margt brallað. Ófáar útilegurnar í ská- taskálann Kút á Hellisheiðinni voru farnar þar sem við Bruss- urnar nutum frelsisins, með Stínu fremsta í flokki. Stína var ráðagóð og yfirleitt með lausnir á reiðum höndum fyrir hópinn og lét ekki sitt eftir liggja þegar þurfti að græja og gera. Hug- myndir Stínu voru oft á tíðum mjög skemmtilegar og öðruvísi, má þar nefna þegar við Bruss- urnar vorum á skátafundi heima hjá Stínu þá bauð hún okkur upp á grænar og bleikar pönnukökur svo eitthvað sé nefnt. Stína fór ávallt sínar leiðir og létdrauma sína rætast. Ung að árum fór hún utan sem skipti- nemi til Bandaríkjanna og heill- aðist af landi og þjóð sem varð til þess að hún hélt síðar til Los Angeles í nám í fatahönnun með Aðalstein kornungan. Að loknu námi settist Stína að í Los Angel- es og samverustundum okkar fækkaði. Ávallt þegar Stína kom til landsins þá hittumst við Bruss- urnar og tókum stöðu á lífi okkar allra ásamt því að rifja upp gaml- ar góðar skemmtisögur af uppá- tækjum æskunnar. Nú er elsku Stína okkar horfin á braut, allt of fljótt, eftir sitjum við og verðum að láta okkur duga að ylja okkur við góðar minning- ar um yndislega vinkonu. Elsku Aðalsteinn, John, Raggi, Eddi, Svana og aðrir ást- vinir, ykkar missir er mikill. Við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og megi Guð veita ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg. Megi minningin um Stínu okkar lifa áfram og ylja okkur um ókomna tíð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Herbjörg Alda, Daníela, Hafdís og Hulda. Kristín Aðalsteinsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, SÆVARS SIGBJARNARSONAR frá Rauðholti. Líneik Anna Sævarsdóttir Magnús Björn Ásgrímsson Hafliði Sævarsson Guðný Gréta Eyþórsdóttir Helga Sævarsdóttir Ásgeir Sveinsson Sigbjörn Sævarsson Þórunn Ósk Benediktsdóttir Sindri Baldur Sævarsson Diana Carolina Ruiz barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU BERGÞÓRSDÓTTUR Laugarnesvegi 89. Bergþór Guðjónsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Hafsteinn Guðjónsson Anna M. Helgadóttir Birgir Guðjónsson Sigrún B. Kristjánsdóttir Guðjón Þór Guðjónsson Kari Brekke barnabörn og barnabarnabörn Systir okkar, HULDA GUÐFINNA PÉTURSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Snælandi 2, Reykjavík, lést að Hrafnistu í Laugarási fimmtudaginn 22. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingibjörg Sigurðardóttir Kolbeins Þórdís Sigurðardóttir Systir okkar og frænka, INGVELDUR HARALDSDÓTTIR frá Þorvaldsstöðum í Bakkafirði, verður jarðsett frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 7. september klukkan 14. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Auðunn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.