Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 64

Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 64
EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Ragnar Sigurðsson, landsliðs- miðvörður í knattspyrnu, lætur vel af sér þessa dagana enda gengur Ro- stov nánast allt í haginn í Rússlandi. Hann býr sig nú undir leikinn gegn Moldóvu í undankeppni EM á Laug- ardalsvelli sem fram fer á laugardag- inn. „Ég veit lítið um þetta lið á þess- um tímapunkti en ég var með einum gæja frá Moldóvu í liði í Rostov. Hann var fyrirliði hjá okkur. Ef rest- in af þeirra mönnum eru eins og hann veit ég að þetta verður erfiður leikur. Hann var mikið fyrir að hlaupa, berjast og tækla. Þeir eru með góða tækni og eru góðir í fót- bolta. Þetta verður því ekki auðvelt,“ sagði Ragnar þegar Morgunblaðið ræddi við hann á æfingu í gær. Ísland er í riðli með heimsmeist- urunum Frökkum, sem eru líklegir til að komast áfram, og þá hafa Tyrk- ir byrjað afar vel. Unnu til að mynda Frakka á heimavelli. Ekki er mikið svigrúm til að misstíga sig í þessum riðli ef Ísland ætlar sér á EM. „Einmitt. Þessir leikir sem okkur finnst við eiga að vinna eru kannski mikilvægustu leikirnir. Við verðum að taka stig í þeim leikjum. Við vitum að það verður erfitt að ná í stig gegn Frakklandi og Tyrklandi úti. Nokkr- ir eru meiddir hjá okkur og ein- hverjir eru tæpir en við verðum til- búnir í slaginn þegar leikurinn verður flautaður á.“ „Gæinn“ sem Ragnar talar um er Alexandru Gatcan, sem lék með Rostov í ellefu ár en lagði skóna á hilluna eftir kveðjuleik með félaginu í júlímánuði. Meiri ábyrgð utan vallar Sjálfur segist Ragnar vera ein- staklega vel á sig kominn í upphafi nýs keppnistímabils. Hann hefur fengið auka ábyrgð í Rússlandi og er orðinn fyrirliði Rostov. „Ég hef verið frábær í líkamanum. Ég er í góðu formi og allt gengur vel. Maður reynir að taka það með sér inn í þessa tvo leiki. Það breytir engu fyrir mig sem leikmann þótt ég sé orðinn fyrirliði Rostov. Það breytir engu um það hvernig ég spila. Ábyrgðin utan vallar er meiri finnst mér, eins og samskipti við þjálf- arann. Mesti munurnin felst í því. Fyrirliðinn okkar fór frá Rostov og eins og hópurinn var samansettur var líklega rétt í stöðunni að ég tæki við þessu,“ útskýrði Ragnar en Rostov hefur heldur betur farið vel af stað í rússnesku deildinni og er í bullandi toppbaráttu. Ragnar er skiljanlega afskaplega ánægður með góða byrjun liðsins á nýju tímabili en bendir á að ekki séu búnir margir leikir. „Við höfum byrj- að mjög vel. Við erum með lið sem getur verið á toppnum eða við topp- inn. Það eru samt sem áður bara átta leikir búnir. Ef við höldum ekki áfram að gera það sem við höfum verið að gera getum við farið niður töfluna. Við þurfum að halda okkar striki.“ Rostov kom mörgum á óvart Fyrir fram var ekki búist við því í rússneskum fjölmiðlum að Rostov yrði eitt af sterkustu liðunum í vetur. „Þegar ég sá hvaða leikmönnum við héldum hjá félaginu, og hvaða leik- menn höfðu bæst við sagði ég við strákana að ef okkur tækist að sýna okkar bestu hliðar og hefðum smá heppni með okkur gætum við unnið mótið. Fyrir tímabilið var enginn að spá í okkur en nú er fólk farið að tala um að við séum alvöru lið. Við meg- um samt ekki við miklum meiðslum. Um leið og við missum einn eða tvo leikmenn veikist liðið nokkuð. Til að við getum haldið þetta út þarf allt að haldast í hendur. Sum af ríkustu lið- unum eru með breiðari leik- mannahópa en þó ekki öll. Spartak Moskva er eitt af ríkustu liðunum en er ekki með rosalega gott lið né breiðan hóp. Lokomotiv Moskva og Zenit eru með breiðustu leik- mannahópana myndi ég segja,“ sagði Ragnar Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Erfiðir ef hinir eru eins og gæinn sem lék með okkur  Ragnar er orðinn fyrirliði Rostov og býr sig undir erfiðan leik við Moldóvu Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfing Ragnar Sigurðsson ræðir við Magnús Gylfason, formann landsliðsnefndar karla, og Guðna Bergsson, for- mann KSÍ, fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. Ísland mætir Moldóvu á laugardaginn klukkan 16. 64 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Vináttulandsleikur kvenna Bandaríkin – Portúgal............................ 3:0 Carli Lloyd 22., 32.(víti), Lindsay Horan 83. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Leiknisvöllur: Leiknir R. – Keflavík .. 17.30 Ásvellir: Haukar – Njarðvík................ 19.15 Í KVÖLD!  Ásdís Hjálmsdóttir, besti spjót- kastari Íslands um árabil, verður ekki með á heimsmeistaramótinu sem hefst í Doha í Katar í lok mánaðarins. Ásdís skýrði frá því á Facebook-síðu sinni að hún hefði ákveðið að enda þetta tímabil og reyna ekki frekar við lágmarkið fyrir HM. Ásdís varð sænsk- ur meistari á dögunum þegar hún kastaði 57,49 metra en Íslandsmet hennar er 63,43 metrar.  Enska knattspyrnukonan Grace Rapp sem hefur leikið með Selfyss- ingum frá miðju sumri 2018 verður ekki með í síðustu þremur umferðum Íslandsmótsins. Hún er farin til Frakk- lands þar sem hún er gengin til liðs við Stade de Reims. Fyrsti leikur hennar verður líklega gegn Evrópumeistur- unum Lyon um næstu helgi.  Kylfingarnir Axel Bóasson og Aron Bergsson eru komnir í 32ja manna úr- slit á SM Match-mótinu í Svíþjóð eftir sigra á sænskum mótherjum. Axel vann Anton Moström og Aron vann Axel Ostensson. Haraldur Franklín Magnús er hins vegar úr leik eftir tap fyrir Svíanum William Nygård. Eitt ogannað „Þetta eru svipað mikilvægir leikir og voru hjá okkur í júní. Okkur tókst að vinna báða leikina þá og verðum að gera það líka núna. Við verðum að ná í sex stig ef við ætlum að vera með í toppbaráttunni og berjast um að komast á EM,“ sagði Gylfi Þór við Morgunblaðið fyrir æfingu landsliðsins í gær en Ísland mætir Mold- óvu á Laugardalsvelli á laugardaginn og Albaníu í El- basan næsta þriðjudagskvöld. „Þetta eru lið sem við setjum kröfu á okkur að taka sex stig gegn. Við erum byrjaðir að fara yfir lið Mold- óva og þeir hafa komið mér svolítið á óvart. Þeir hafa spilað vel í nokkrum leikjum, til að mynda í leiknum gegn Tyrkjunum. Þetta verður ekkert eins auðvelt og fólk heldur en þetta er leikur sem við eigum að vinna og ætlum að vinna. Það verður barátta í þessum riðli fram á síðustu stundu og því megum við alls ekki tapa neinum stigum í leikjunum sem fram undan eru,“ sagði Gylfi. gummih@mbl.is Moldóvar komið mér á óvart Gylfi Þór Sigurðsson Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu í Rússlandi, verður ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Moldóvu á laug- ardaginn eða gegn Albaníu á þriðjudaginn. Arnór hefur misst af síðustu þremur leikjum CSKA vegna meiðsla og eftir æfingu í fyrradag var ljóst að hann yrði ekki leikfær í tæka tíð. Í gærkvöld hafði ekki verið kallaður inn leikmaður í stað Arnórs og ekki verið gefið út hvort það yrði gert eða farið í leik- ina með 22 leikmenn. Arnór missir af leikjunum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meiddur Arnór Sigurðsson getur ekki spilað landsleikina tvo.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.