Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 67

Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Biometric exit nefnist einkasýning tvíeykisins Jake Laffoley og Lionell Guzman sem opnuð verður í Mid- punkt í dag milli kl. 18 og 21. „Inn- setning þeirra kannar normalíser- ingu eftirlitskerfa í almennings- rýmum og innan heimila. Biometric exit kannar fyrirbrigðið Auto- nomous Facial Recognition (AFR), eða sjálfvirka andlitsgreiningu, sem er eitt af nýjustu afbrigðum eftirlitssamfélagsins. Tæknin er mjög ónákvæm þegar kemur að því að greina fólk í minnihlutahópum eins og t.d. trans fólk, en einnig hörundsdökkt fólk og konur. Þetta hefur leitt til ýmissa óþæginda fyrir þessa hópa, en algrímarnir eru ekki síst notaðir við löggæslu til að sigta út hugsanlega glæpamenn,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að innsetningin samanstandi af „hökk- uðum og óáreiðanlegum algrími sem fylgist með og kortleggur í rauntíma andlit þeirra gesta sem heimsækja Midpunkt. Forritið reynir að lesa í andlit og spá fyrir um hegðun gesta“. Sýningin stend- ur til 29. september og er opin um helgar milli kl. 12 og 18. Dúó Jake Laffoley og Lionell Guzman. Biometric exit opnuð í Midpunkt Óútgefin skáldsaga kanadíska rit- höfundarins Margaret Atwood er á svonefndum stuttum lista sex verka sem tilnefnd eru til hinna virtu Booker-verðlauna en þau eru veitt fyrir besta skáldverk ritað á ensku. Bókin, sem nefnist The Testaments og kemur út 10. september, er framhald skáldsögunnar The Handmaid’s Tale frá 1985. Aðrar bækur á stutta listanum eru Quichotte eftir Salman Rush- die, Ducks, Newburyport eftir Lucy Ellmann, Girl, Woman, Other eftir Bernardine Evaristo, An Orchestra of Minorities eftir Chigozie Obioma og 10 Minutes 38 Seconds in This Strange World eftir Elif Shafak. Verðlaunin verða afhent í London 14. október og hlýtur vinningshaf- inn 50 þúsund bresk pund að laun- um, sem samsvarar rúmum 7,7 milljónum íslenskra króna. Bækur Atwood og Rushdie tilnefndar Salman Rushdie Margaret Atwood Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Danski kórinn Vocal Line er væntanlegur til landsins, en hann er einn fremsti kór Evrópu þegar kem- ur að blönduðum kórum sem syngja kórútsetningar af samtímatónlist og popplögum. Kórinn er frá Árósum, hefur á að skipa 31 söngvara, þar af einum íslensk- um, Gunnari Sig- fússyni, og syng- ur í 10-12 röddum án undirleiks, sem er afar krefj- andi og snúið fyr- ir bæði söngvara og stjórnanda. Kórinn mun halda þrenna tón- leika hér á landi í næstu viku, þá fyrstu miðvikudaginn 11. september kl. 20 í Hamraborg í Hofi á Akureyri, næstu degi síðar í Skálholtskirkju kl. 20 og þá þriðju 14. september í Silfurbergi í Hörpu. Þeir síðustu verða sameiginlegir tónleikar með íslenska poppkórnum Vocal Project. Vocal Line fór með sigur af hólmi í kórakeppni Eurovision á þessu ári og syngur rytmíska samtímatónlist í nýjum og skapandi útsetningum sem unnar eru sérstaklega með kórinn í huga. Kórinn flytur ábreiður eftir tónlistarmenn á borð við Bon Iver, Sting, Auroru, Peter Gabriel, Tori Amos og Nick Cave og hefur einnig sungið lög Íslendinga, m.a. eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem búa á Íslandi. Og Íslandstengingar eru fleiri því tónlistarmyndband við titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, var unnið af íslenskum ljósmyndara, Gísla Dúa. Cohen, Coldplay og Sting „Ég hef búið í Árósum í sex ár og hef verið í kórnum í fjögur ár,“ segir Gunnar, eini Íslendingur kórsins. „Við höfum kallað þetta „contempor- ary music“ á ensku,“ segir hann um tónlistina sem kórinn flytur og að hljómurinn í kórnum, söngtæknin og lagavalið sé töluvert frábrugðið því sem einkenni klassíska kóra. – Geturðu nefnt mér dæmi um lög sem þið hafið verið að syngja? „Já, í tilefni af ferðinni til Íslands erum við að taka upp „King and Cross“ með Ásgeiri Trausta og svo syngjum við mörg af þessum þekkt- ari lögum, „Hallelujah“ eftir Leon- ard Cohen og „Viva la Vida“ eftir Coldplay. Það eru þekktustu lögin en annars höfum við mikið verið að sækja í fólk eins og Sting og lagahöf- unda frá Norðurlöndunum, m.a. hina norsku Auroru,“ svarar Gunnar en þeir sem vilja heyra tóndæmi geta fundið slík á fésbókarsíðu kórsins, YouTube-rás hans og heimasíðu á slóðinni vocalline.dk. Gimsteinar grafnir upp – Þið syngið þá ekki alltaf vel þekkt lög? „Nei, það er allur gangur á því og mörg þeirra eru óþekkt. Þetta geng- ur mikið út á að grafa upp einhverja gimsteina sem liggur eitthvert efni í, það er að segja góð melódía, texti og svoleiðis og endurtúlka lagið,“ svarar Gunnar. – Eruð þið líka að stappa og klappa og búa til takta? „Nei, við erum með svona „beat box“-ara, þrjá stráka sem skiptast á að búa til trommur með munninum. Þeir eru í kórnum og mismunandi hvernig þeir hljóma, valið á þeim fer eftir því hvað lagið býður upp á.“ – Er erfitt að komast í kórinn? „Já, það er það. Það er 31 söngvari í honum og ef einhver hættir er sú staða auglýst. Síðan eru haldin inn- tökupróf og það eru yfirleitt 15-30 sem sækja um, allt eftir því hvort um kven- eða karlrödd er að ræða,“ svarar Gunnar. Gunnar er spurður hvort meðlimir kórsins þurfi að vera lærðir söngv- arar. „Það er engin krafa gerð um það, besta röddin er frekar valin. Margir lærðir söngvarar hafa ekki komist inn því þeir voru ekki með réttu röddina. En 90% þeirra sem eru í kórnum eru með einhvers kon- ar tónlistarmenntun að baki,“ segir Gunnar og vissulega sé kostur að geta lesið nótur. Gunnar er sjálfur sönglærður og auk þess trompetleikari. Hann segist líka sinna kóra- og hljómsveitar- stjórn. „Það hentar mér því vel að vera í kórnum,“ segir hann, „maður lærir mikið af þessu og þetta er kór í hæsta gæðaflokki.“ Lag Dickow um Ísland Berst þá talið að Eurovision Choir, kórakeppni söngvakeppn- innar víðfrægu. „Þetta er ný keppni í rauninni og frekar nýtt fyrir- komulag,“ segir Gunnar, en keppnin var haldin í annað sinn í ár og úrslit réðust 3. ágúst. Kórar frá tíu löndum öttu kappi í Partille-íþróttahöllinni í Gautaborg í Svíþjóð og leiddi kór- stjóri og stofnandi Vocal Line, Jens Johansen, sitt fólk til sigurs en danska ríkisútvarpið hafði samband við Vocal Line og spurði hvort kór- inn væri til í að fara í keppnina. Lagið sem Vocal Line flutti nefn- ist „True North“ og er eftir Tinu Dickow fyrrnefnda, en hún er vel þekkt tónlistarkona í heimalandi sínu. Þess má geta að þau Helgi munu að öllum líkindum taka eitt lag eða tvö á tónleikunum í Silfurbergi 14. september. „Það er skemmtileg tenging við Ísland í þessu lagi því textinn fjallar um þá ákvörðun Dickow að flytja með Helga til Ís- lands og í textanum lýsir hún ís- lensku landslagi og er að velta því fyrir sér hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Gunnar. Brautryðjendastarf Kórinn er orðinn 28 ára og hefur hlotið fleiri verðlaun og viðurkenn- ingar. Í ár hlaut hann verðlaunin European Voices, fær þau afhent í næsta mánuði. Verðlaunin eru veitt fyrir brautryðjendastarf kórstjórans og kórsins, en Johansen þykir hafa unnið mjög merkilegt starf og marg- ir kórar hafa líkt eftir stíl Vocal Line, að sögn Gunnars. – Eru ekki margir svona kórar í Evrópu? „Jú, og við erum með mjög góð tengsl við marga kóra í Þýskalandi sérstaklega, förum einu sinni eða oftar á ári í stuttar tónleikaferðir þangað. Við erum þá að gera svipað og við gerum í Hörpu með Vocal Project, hittum einhvern kór á staðnum og höldum tónleika með honum,“ svarar Gunnar. Vocal Line mun flytja nokkur af þekktustu lögum sínum á tónleik- unum í næstu viku og líka lög sem kórinn hefur verið að syngja undan- farið og lög af plötu sem kórinn gaf út í fyrra. „Svo er slatti af nýju efni líka sem hefur ekki heyrst áður á tónleikum,“ segir Gunnar. „Við höf- um verið að undirbúa þessa tónleika í um tvö ár.“ Miðasala á tónleikana fer fram á vefjunum harpa.is og tix.is. Sigursöngur Vocal Line fagnaði innilega sigri í kórakeppni Eurovision 3. ágúst síðastliðinn í Gautaborg. Í hæsta gæðaflokki  Vocal Line, sigurvegari kórakeppni Eurovision árið 2019, heldur þrenna tónleika hér á landi í næstu viku Gunnar Sigfússon Ljósmynd/EBU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.