Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 70

Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla • klassískur gítar • þjóðlagagítar • rafgítar • nótnalestur • hljómfræði • leikið eftir eyranu Einstaklingsmiðað nám. Áratugareynsla af kennslu á öllum stigum. Gítarkennsla í einkatímum guitar.msc.iceland@gmail.com Hvítur, hvítur dagur heitir nýjastamynd Hornfirðingsins HlynsPálmasonar. Raunar hefði þessititill líka sæmt fyrstu kvikmynd hans, Vetrarbræðrum, sem fjallaði um námu- verkamenn sem voru iðulega ataðir hvítri kísil- drullu og allir dagar hvítir. Vetrarbræður flaug örlítið undir radarinn hér heima, kannski af því að hún var á dönsku. Hún fékk t.d. frekar fáar Eddutilnefningar og var ekki tilnefnd fyrir kvikmyndatöku ársins, sem er skandall því kvikmyndataka Mariu von Hausswolff var svo sannarlega sú langbesta það árið. Myndinni gekk hins vegar afar vel á alþjóðlegum vettvangi; hún fékk góða dóma og var sýnd á virtum kvikmyndahátíðum um allan heim. Hvítur, hvítur dagur fjallar um Ingimund, sem er fyrrverandi lögreglumaður. Ingi- mundur hefur nýlega misst konuna sína í bíl- slysi og er augljóslega í sárum þótt hann reyni að fela það eftir bestu getu. Hann sökkvir sér í að gera upp hús fyrir dóttur sína, bæði til að dreifa huganum og af því að hann heldur að þannig geti hann kannski gert sjálfan sig upp. Ingimundur er ekki mannblendinn og eina manneskjan sem hann á í ekta sambandi við er Salka dótturdóttir hans. Snemma í myndinni fær Ingimundur vísbendingar um að konan hans hafi verið að halda framhjá honum. Hann bregður sér í gamla löggugírinn og fer að rann- saka málið. Rannsóknin færir Ingimundi hins vegar ekki þá friðþægingu sem hann þarfnast, heldur sendir hann sífellt nær brúninni. Frásögn í dulargervi „MacGuffin“ er frásagnarlegt fyrirbæri sem hefur fyrst og fremst verið tengt við myndir Alfreds Hitchcock. Myndir hans hverfast gjarnan um frekar dæmigert glæpaplott, sem er þá „MacGuffinið“, en glæpaþráðurinn er oft- ast ekki aðalatriðið í myndinni, heldur er það eitthvað dýpra. Plottið í Hvítum, hvítum degi er frekar borðleggjandi en það kemur ekki að sök því sagan um svikin og lögreglurannsókn- ina er algjört MacGuffin. Myndin snýst um að afhjúpa aðalpersónuna, fletta honum í sundur lag fyrir lag, uns við komumst inn að nöktum og blæðandi kjarnanum. Það má líka halda því fram að í myndinni sé reynt að komast inn að kjarna miðilsins, prófa mismunandi leiðir til að nota hann, því þetta snýst meira um hvernig sagan er sögð heldur en söguna sjálfa. Þetta er alvöru bíómynd sem notar alla möguleika miðilsins, hljóð, mynd, tíma og klippingu, til að miðla sögunni og verk- ið ber þess vitni að Hlynur Pálmason er altal- andi á tungumál kvikmyndanna. Myndin hefur vissan tilraunakenndan vinkil, þótt hér sé ekki gengið jafn langt í tilrauna- mennskunni og í Vetrarbræðrum. Stundum er staldrað við óhlutbundnar senur sem tengjast söguþræðinum ekki beinlínis en gefa sögunni engu að síður vigt. Ein slík sena er í upphafi myndarinnar þar sem við horfum á húsið hans Ingimundar í nokkrar mínútur. Við sjáum hús- ið alltaf frá sama sjónarhorni en við mismun- andi aðstæður, um vetur, sumar, nótt og dag, og fylgjumst með því hvernig húsið breytist þegar framkvæmdirnar byrja. Táknrænan er augljós, þarna á sér stað þróun, tíminn líður, þetta er lífið sjálft. Þetta verður mjög sláandi þegar við kynnumst svo Ingimundi, sem er augljóslega fastur í sama farinu, sama hvað tímanum líður. Fleiri svona augnablik, eins og þegar við sjáum stein rúlla niður brekku og þegar staldrað er við „barnaefni“ í sjónvarp- inu, eru þýðingarmikil og undarleg innslög bæta heilmiklu við myndina. Ég er afskaplega hrifin af þessum útúrdúrum, hér er tekin áhætta og það virkar. Það sem ég er kannski hvað ánægðust með er að hér er ekki verið að skorða sig of fast við raunsæið. Íslensk kvikmyndahefð er raunsæis- hefð og það er virkilega hressandi þegar hrist er aðeins upp í því. Myndin gefur tilfinningu fyrir raunsæi en með smá aukaplássi. Við sjáum t.a.m. nokkur skot af sjónvörpum sem sýna umferð um vegina í sveitinni, líkast til eiga þau að sýna myndefni frá einhvers konar öryggismyndavélum. Það liggur milli hluta hvar eða hvort slík öryggismyndavélasjónvörp fyrirfinnist í alvörunni. Ingimundur fer líka reglulega til sálfræðings, sem er hvorki óvenjulegt né óraunsætt, en sálfræðingurinn hans er annaðhvort versti sálfræðingur í heimi eða hann er ekki til í alvörunni. Áhorfandinn fær að ákveða það. Fagmennska Ingvar E. Sigurðsson hefur nú þegar unnið til verðlauna bæði á Cannes og í Transylvaníu fyrir túlkun sína á Ingimundi. Hann er frábær leikari sem verður bara betri með árunum og er virkilega góður í hlutverki Ingimundar. Ída Mekkín Hlynsdóttir er algjörlega æðisleg í hlutverki Sölku og ljær persónu sinni afslöpp- un, gáska og kraft. Einnig langar mig að nefna Þór Tulinius, sem er reglulega skemmtilegur sem furðusálfræðingurinn Georg. Þótt Hvítur, hvítur dagur eigi sér stað á hefðbundnum íslenskum slóðum er hún ein- hvern veginn erlend á að líta, nema má áhrif frá dönskum dogma-hreyfingunni, þarna er svolítill Bresson og svolítill Andrei Tarkovskíj. Í Solaris (1972) eftir Tarkovskíj er t.a.m. frægt atriði sem sýnir mann aka bíl og umferð um hraðbrautir. Atriðið líður afar hægt og dregur fram einmanaleika þess að sitja einn í bíl. Svip- uðum brögðum er beitt í Hvítum, hvítum degi með mjög góðum árangri. Endurtekið sjáum við Ingimund keyra um sveitina, keyra inn og út úr göngum, inn og út úr ljósinu. Þetta er af- skaplega táknrænt, endurtekið erum við send inn í göngin, minnt á að við erum á ferðalagi inn að myrkvuðum kjarna. Ingimundur og Salka heyja svo lokaviðureign við skrímslið í Ingimundi inni í slíkum göngum. Hlynur er menntaður í Danska kvikmynda- skólanum, sem er einhver virtasti og besti kvikmyndaskóli í heiminum og ekki að ástæðu- lausu, fólk sem útskrifast þaðan er nánast und- antekningalaust mikið hæfileikafólk sem gerir flottar myndir. Áður en hann hóf kvikmynda- nám lagði hann stund á myndlist. Það leynir sér ekki að Hlynur er myndlistarmaður, bak- grunnur hans liggur í ljósmyndun og kvik- myndir hans einkennast af frábærri notkun á myndmáli, lýsingu og innrömmun. Ljósmyndarahliðin opinberast sérstaklega í niðurlagi myndarinnar þegar við sjáum port- rett af aðalpersónum myndarinnar sem minna á ljósmyndir, þau standa kyrr og horfa í myndavélina. Einnig gerir hún vart við sig í eins konar kyrralífsmyndum af hlutum sem tengjast bílslysinu, skóm á víðavangi, hjól- barða o.fl. Myndin er skotin á filmu, sem telst heljarinnar vesen nú til dags. Mikil ósköp hvað það er samt þess virði, það er dýrt og það er vesen en það er svo miklu, miklu fallegra. Kvikmyndatakan er líka algjörlega óaðfinn- anleg. Ný rödd Hvítur, hvítur dagur er gerð á sígilda vísu en er jafnframt fersk og frumleg. Hún er æsi- spennandi en líka hjartnæm og ískrandi kóm- ísk á köflum. Það eina sem er ekki ferskt er að hún fjallar um fullorðinn karl í krísu, minni sem kannski er bara kominn tími á að hvíla svolítið. Það má samt taka fram að myndin glamúrvæðir ekki karlalega tilfinningahörku og þvermóðsku, þvert á móti sýnir hún hvernig hún getur eitrað út frá sér. Í rýni minni um Vetrarbræður sagði ég m.a.: „Vetrarbræður inniheldur eitthvað pönk, ein- hverja rödd, sem ég fagna að sé komin inn í ís- lenskt kvikmyndasamhengi og ég hlakka til að sjá verk eftir höfundinn á íslensku. Það er eng- um blöðum um það að fletta að Hlynur og teymi hans eru rísandi stjörnur.“ Ég við- urkenni að ég iðaði í skinninu að sjá nýju myndina og var reglulega spennt að sjá hverju Hlynur tefldi fram næst. Niðurstaðan er opið, fallegt og smekklegt verk sem sýnir mikla virð- ingu fyrir miðlinum og viðfangsefninu. Hvítur, hvítur dagur er frábær mynd og með henni sannar Hlynur og teymi hans að þau eru ekki einungis rísandi stjörnur heldur listamenn á heimsmælikvarða. Farið í bíó og sjáið þessa mynd. Inn að kjarna Fersk Kvikmyndin er gerð á sígilda vísu en er jafnframt fersk og frumleg, að mati gagnrýn- anda. Hér sjást Ingvar og Ída í hlutverkum sínum, hlutverkum Ingimundar og Sölku. Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri og Bíó Paradís Hvítur, hvítur dagur bbbbb Leikstjórn og handrit: Hlynur Pálmason. Kvikmyndataka: Maria von Hausswolff. Klipping: Julius Krebs Damsbo. Tónlist: Edmund Finnis. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir. Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Þór Tulinius, Arnmundur Ernst Björnsson og Sigurður Sigurjónsson. Ísland, 2019. 109 mín. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Ljósmynd/Hlynur Pálmason Dan Reehil, prestur hjá St. Edward-barna- skólanum í Nash- ville í Bandaríkj- unum, hefur látið fjarlægja allar bækur um galdrastrákinn Harry Potter af bókasafni skól- ans, þar sem hann telur að notkun J.K. Rowling á „raunverulegum göldrum“ geti kallað fram illa anda. Í frétt The Guardian um málið kemur fram að skólinn sé einkarek- inn kaþólskur barnaskóli. „Bæk- urnar kynna galdra sem bæði já- kvæða og neikvæða, sem er ekki sannleikanum samkvæmt, heldur snjöll blekking,“ skrifaði Dan Ree- hil í tölvupósti sem hann sendi öll- um foreldrum skólabarnanna. Bækur um Harry Potter fjarlægðar J.K. Rowling

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.