Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 6
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Elskulegi bróðir! Hér um bil hafa
45 ár liðið síðan við sáumst. Ég
hefi oft hugsað til þín, en aldrei
getað dragnast til að taka upp
penna og hripa fáeinar línur.
Á þessum orðum hefst áratuga-
gamalt bréf sem Guðrún Dóra
Þórudóttir fann fyrir tilviljun fyrir
nokkrum árum. Síðan þá hefur
hún velt fyrir sér sögunni á bak
við bréfritarann og viðtakandann
og freistar þess nú að finna afkom-
endur þeirra með hjálp samfélags-
miðla.
Guðrún Dóra og eiginmaður
hennar, Hermann H. Hermanns-
son, fóru í fjársjóðsleit uppi á háa-
lofti í húsi sínu á Háteigsvegi 20 á
dimmu vetrarkvöldi fyrir um sjö
árum. Þar fundu þau m.a. gamlar
bækur og dagblöð og í kassa fundu
þau sendibréf sem dagsett var í
mars 1948. Þau reyndu árangurs-
laust að hafa uppi á afkomendum
bréfritara með aðstoð Íslendinga-
bókar og ákváðu að lokum að af-
henda Þjóðskjalasafninu bréfið,
eftir að hafa tekið myndir af því.
Áhugaverð saga á milli lína
Guðrún birti nýverið myndir af
bréfinu á facebook þar sem hún
spurði hvort einhver kannaðist við
fólkið sem skrifað er um í bréfinu.
„Það er áhugaverð saga á bak við
þetta bréf. Það má alveg lesa það á
milli línanna,“ segir hún.
Bréfið er frá Magnúsi nokkrum
til bróður síns. Bréfritari var þá
búsettur í borginni Virginíu í
Minnesotaríki og bróðirinn, sem
óvíst er um nafnið á, virðist hafa
búið hér á landi. Magnús biðst for-
láts á að hafa ekki skrifað fyrr,
segist ekki hafa haft hugmynd um
hvar bróðirinn væri staddur, en
hafði þó frétt að hann væri búinn
að missa sjónina.
„Ég mun vera latasti penna
maður í heimi,“ skrifar Magnús og
svo virðist sem bréfinu hafi fylgt
úr sem hann gerir sér þó grein
fyrir að viðtakandinn hafi lítið
gagn af þar sem hann sé blindur.
… „Sem gæti á sinn hátt sagt þér,
ef þú héldir því við eyrað, að ég
væri enn lífs og hugsaði til þín.“
Magnús segir bróður sínum síðan
undan og ofan af högum sínum og
lýkur bréfinu á að óska honum alls
hins besta.
Greinileg bræðraást
„Mér brá þegar ég fór að lesa
bréfið,“ segir Guðrún Dóra. „Mér
fannst það svo persónulegt. Það er
greinilegt að einhver óuppgerð mál
voru á milli þessara bræðra en líka
augljóst að þrátt fyrir að þeir hafi
ekkert verið í sambandi í 45 ár er
mikil bræðraást þeirra á milli.
Magnúsi, sem skrifar bréfið, finnst
skipta miklu máli að bróðir hans
viti að hann sé að hugsa til hans.“
Guðrún segist ekki hafa fundið
fleiri bréf á háaloftinu sem tengd-
ust Magnúsi. Hún hafi, síðan hún
fann bréfið, hugsað um það af og til
og þegar hún frétti af hóp á face-
book, þar sem birtar eru gamlar
ljósmyndir, datt henni í hug að þar
væri kominn vettvangur til að finna
fólkið sem tengist bréfinu. Sú leit
bar ekki árangur.
„Hefur ekki látið mig í friði“
Nú hefur Guðrún einnig birt
bréfið í facebookhópi fyrir Íslend-
inga í Ameríku, þar sem Magnús
bréfritari var búsettur í Bandaríkj-
unum og einnig börn hans. Hún
vonast til þess að einhverjir þar
kannist við fólkið sem fjallað er um
í bréfinu.
„Þegar ég var krakki dreymdi
mig alltaf um að finna gamalt bréf,
flöskuskeyti eða eitthvað annað
slíkt. Ég er mjög forvitin að eðlis-
fari og þetta bréf hefur bara ekki
látið mig í friði öll þessi ár. Það
væri virkilega gaman ef einhver
gæfi sig fram sem kannast við mál-
ið,“ segir Guðrún Dóra og segist
vonast til að í hópi lesenda Morg-
unblaðsins sé einhvern slíkan að
finna.
Hverjir eru bræðurnir í bréfinu?
Guðrún Dóra
fann sendibréf frá
1948 á háalofti
Leitar nú af-
komenda bréfrit-
ara og viðtakanda
Guðrún Dóra „Þegar ég var krakki dreymdi mig alltaf um að finna gamalt
bréf, flöskuskeyti eða eitthvað annað slíkt,“ segir Guðrún Þóra sem vonast til
þess að einhver í hópi lesenda Morgunblaðsins viti deili á fólkinu í bréfinu.
Elskulegi bróðir Í bréfinu, sem dagsett er í mars 1948, segir Magnús bréfritari m.a. frá högum fjölskyldu sinnar sem búsett er víða í Bandaríkjunum.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
„Ég hefi upp á síðkastið haft í
hyggju að senda þér einhvern
grip sem tákn upp á það að ég
væri ekki alveg búinn að
gleyma þér,“ skrifar Magnús í
bréfinu.
Hann minnist á dóttur við-
takanda, Aðalheiði að nafni,
og segir hana hafa skrifað sér
frá Detroit í Michiganríki og
beðið sig að hitta sig þar.
„Svaraði ég um hæl og
sagði henni að mér væri
ómögulegt að ferðast suður
[…] Henni hefir líklega ekki
líkað bréf mitt, ég var fremur
berorður; en það sem ég sagði
var í gamni meint.“
Í bréfinu segir hann bróður
sínum m.a. frá högum barna
sinna sem öll eru uppkomin.
Sonurinn Ólafur er giftur, býr í
Fort Worth í Texas og „hefir
þar góða stöðu“. Dóttirin
Ragnhildur er líka gift og býr í
Los Angeles í Kaliforníu.
„Hún gekk á háskólann hér í
Minnesota og útskrifaðist í
dietetics, sem ég gæti
kannske gjört þér skiljanlegt
með því að segja að hún á að
geta valið þær matartegundir
sem bezt hæfa sjúkdómi hvers
sjúklings,“ skrifar Magnús og
bætir við að hún starfi á
Presbyterian Hospital í Holly-
wood.
Bréfinu lýkur svo á orð-
unum: „Þinn elskandi bróðir.“
„Þinn elsk-
andi bróðir“
BRÉF MAGNÚSAR
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 /www.bl.is
EIGUMBÍLAÁSÉRKJÖRUM
LAFHENDINGARSTAX
Renault gengur í öll verk með rétta bílinn.
Hvort sem þig vantar langan 6 manna,
7 manna pallbíl fyrir vinnuflokkinn eða
snarpan og rúmgóðan rafbíl í útköllin.
Komdu og veldu þér vinnufélaga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
5
5
9
3
6 SÆTA/FARANGURSRÝMI, DÍSIL, BEINSKIPTUR
Listaverð: 5.590.000 kr.
TILBOÐ:3.830.645 kr. án vsk.
TILBOÐ: 4.750.000 kr.m. vsk.
RENAULT KANGOO EV
100% RAFBÍLL, SJÁLFSKIPTUR
Listaverð: 4.190.000 kr.
TILBOÐ:3.560.000 kr.
ENAULTMASTER DOUBLE CAB
7 SÆTA/PALLBÍLL, DÍSIL, BEINSKIPTUR
Listaverð: 5.519.000 kr.
TILBOÐ:3.782.258 kr. án vsk.
TILBOÐ: 4.690.000 kr.m. vsk.
TI
N R