Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 8

Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Jón Elvar Guðmundsson, lögmað-ur á Logos, ritar um hlutfall skatts af arði og tekjuskatt af launum og hvort fyrrnefndi skatturinn er of lág- ur eins og stundum er haldið fram. Jón Elvar bendir á að áð- ur en kemur til arð- greiðslna greiða hlutafélög 20% skatt af hagnaði. Þegar þessi skattur hef- ur verið greiddur þarf svo að greiða 22% skatt af arðinum.    Niðurstaðan af þessu er sú aðskatthlutfallið sem í raun er greitt er ekki 22% eins og stundum er haldið fram, heldur 37,6%.    Sá sem er með mánaðarlaun upp á500 þúsund krónur greiðir í raun 26,43% í skatt og það er ekki fyrr en launin eru komin upp í 1,5 milljónir króna sem skattgreiðslan er orðin svipuð af launatekjunum og af arðgreiðslunum, eða 37,54%. Þetta felur í sér að það er ekki fyrr en við hærri laun en 1,5 milljónir sem skatthlutfall arðgreiðslna getur verið lægra en hefðbundið skatthlut- fall af launagreiðslum.    Þá þarf að hafa í huga að almennthefur fólk greitt tekjuskatt af tekjum sínum áður en það fjárfesti og fór að afla fjármagnstekna. Þeg- ar þetta er tekið með í reikninginn er augljóst að skattlagning arð- greiðslnanna er umtalsverð.    Í því sambandi er svo ástæða til aðvelta því fyrir sér hvernig stend- ur á því að nýlega var fjármagns- tekjuskatturinn hækkaður. Engin frambærileg skýring hefur verið gefin á því og ekki heldur á því að ekki hefur enn verið gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr óæskilegum áhrifum af því, eins og talað hafði verið um. Jón Elvar Guðmundsson Skattar á arð eru háir, ekki lágir STAKSTEINAR Vegagerðarappið verður lagt niður þar sem notkun þess stóðst engan veginn væntingar og kostnaður er töluverður. „Bæði er nokkur kostn- aður við rekstur appsins og einnig við óhjákvæmilega áframhaldandi þróun til að viðhalda því. Notendur kjósa frekar að nota vef Vegagerð- arinnar fyrir þessar upplýsingar,“ segir í frétt á vegagerdin.is. Fyrir nokkrum árum bjuggu nokkrir háskólanemar til app (smá- forrit) fyrir Vegagerðina. Appinu var ætlað að miðla upplýsingum í snjalltæki vegfarenda um færð á vegum, vegalengdir o.fl. Notkun á þessu appi hefur því miður ekki ver- ið mikil að mati Vegagerðarinnar. Rekstur þess kosti töluverðar upp- hæðir því reka þarf sérstakar þjón- ustur til að fæða appið á upplýs- ingum. Þá liggi fyrir að leggja þyrfti í töluverða vinnu til að viðhalda app- inu ef nota ætti það lengur. Þegar horft er til notkunar sé eng- an veginn forsvaranlegt að halda rekstri áfram. Því hafi verið ákveðið að afleggja appið og mun það smám saman hverfa úr umferð. Fyrst lokast fyrir nýjar uppsetningar en þegar frá líður hverfur appið alfarið úr tækjum notenda og viðkomandi þjónustur hætta að senda frá sér upplýsingar. sisi@mbl.is Vegagerðarappið verður lagt niður  Notkun smáforritsins stóðst ekki væntingar  Kostnaður er of mikill Morgunblaðið/Kristján Ófærð Vegfarendur nota fremur vef en app til að fá upplýsingar. Setja þarf af stað verkefni til að sporna við ofnotkun sterkra verkja- lyfja sem innihalda ópíóða og geta valdið alvarlegri fíkn. Þegar hefur mikill árangur náðst við að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæð- isins á síðustu misserum. Notk- unin hefur minnkað um nærri fjórðung frá því sem var og er skynsamlegri nú en áður. Hóf í verkjalyfjamálum er því næsta mál. Þetta segir Emil Lárus Sig- urðsson, forstöðumaður Þróunar- miðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Ár er síðan starfsemi þróunar- miðstöðvarinnar hófst og var þeirra tímamóta minnst í gær. Að sporna við óhófi í notkun sýklalyfa er mikilvægt því ómark- viss notkun þeirra er ein af ástæð- um sýklalyfjaónæmis sem er heil- brigðisógn á heimsvísu, sagði Emil. Fleiri verkefni eru í deiglu hjá þró- unarmiðstöðinni, svo sem að bæta þjónustu við fólk með sykursýki með heilsueflandi móttöku. Þangað geti fólk með aðra kvilla og lífsstíls- sjúkdóma einnig leitað. „Það er til mikils að vinna að heilsugæslan geti verið fyrsti við- komustaður þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Upp- bygging þróunarmiðstöðvarinnar er hluti af því,“ sagði Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra á fundinum í gær. Mikilvægt væri sömuleiðis að sjúklingar leituðu á réttan stað eftir þjónustu hverju sinni, í slíku fælust þægindi fyrir alla og hagræði. Fræðsla væri því mikilvæg í heilsugæslustarfi. sbs@mbl.is Verkjalyfjanotkun verði minni en nú  Heilsugæslu- starfið er í þróun Morgunblaðið/Ómar Fíkn Vinna á gegn notkun verkja- lyfja sem innihalda ópíóða. Emil L. Sigurðsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKAR EININGAR ÚR VINNUBÚÐUM TIL SÖLU Sex nýlegar einingar, 27 fm2 með WC, sturtu og eldhúskrók, fluttar inn nýjar 2016 og voru notaðar í ca. 14 mánuði. Rúm og dýnur ásamt lausamunum fylgja. Verð pr. stk: 1.860.000 kr. m/vsk Skrifstofueining, úr timbri, 115fm2. Samanstendur af 4 einingum, lítið eldhús og baðherbergi með sturtu innifalið. Verð pr. stk: 1.984.000 kr. m/vsk Tvær einingar úr timbri, 15 fm2 með WC, sturtu og eldhúskrók. Rúm og dýnur ásamt lausamunum fylgja. Verð pr. stk: 744.000 kr. m/vsk Einingarnar eru staðsettar við Búrfellsvirkjun, allar nánari upplýsingar veitir Hjörtur Nielsen í tölvupósti hjortur@isol.is eða í síma 533 1234. Hægt er að sjá fleiri myndir a www.isol.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.