Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Skiptu yfir í
rafmagnsbíl
Volkswagen e-Golf
Tilboðsverð
3.790.000,-
www.hekla.is/volkswagensalur
Ódýrari & 100% rafmagnaður
Volkswagen e-Golf kemur þér lengra. Þú nýtir hreina innlenda orku, tekur
aldrei eldsneyti, ert laus við olíuskipti og upplifir magnaðan akstur.Stökktu inn í
framtíðina með Volkswagen e-Golf – 100% rafmagnsbíl.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þrír af fjórum guðfræðingum sem sr.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Ís-
lands vígði til þjónustu á vettvangi
þjóðkirkjunnar við messu í Dóm-
kirkjunni sl. sunnudag fara til starfa í
nýju sameinuðu Austfjarðapresta-
kalli. Er þetta í fyrsta sinn svo vitað
sé að fleiri en einn sé vígður til sama
prestakalls í sömu athöfn.
Til Austfjarðaprestakalls er stofn-
að með sameiningu fimm prestkalla á
svæðinu frá Mjóafirði suður í Álfta-
fjörð í eitt. Prestarnir sem því þjóna
verða alls fimm, hver með búsetu á
ákveðnum stað og þjónustuskyldu
þar, en munu þó hafa samvinnu sín í
millum þvert á öll sóknarmörk.
Þrír karlar og tvær konur
Prestarnir sem vígðir voru til þjón-
ustu um helgina voru Dagur Fannar
Magnússon sem mun þjóna í Heydöl-
um í Breiðdal, Benjamín Hrafn Böðv-
arsson fer til starfa í Norðfjarð-
arsókn í Neskaupstað og þjónar
jafnframt Brekkusókn í Mjóafirði og
Alfreð Örn Finnsson verður á Djúpa-
vogi og þjónar því byggðarlagi og
sveitunum í kring. Voru þessir menn
valdir til þjónustu í sóknum eystra nú
í sumar.
Þegar eru þjónandi í prestakallinu
sr. Erla Björk Jónsdóttir sem þjónar
Reyðarfirði og Eskifirði og á Fá-
skrúðsfirði er sr. Jóna Kristín Þor-
valdsdóttir sem verður sóknar-
prestur, en í því felst verkstjórn og
ýmiskonar skýrsluhald gagnvart
Biskupsstofu, Þjóðskrá og fleirum.
Fjögur láta af störfum
Maður kemur manns í stað, segir
máltækið. Prestar sem lengi hafa
þjónað á Austurlandi hafa látið af eða
láta á þessu ári af störfum. Sr. Davíð
Baldursson á Eskifirði hætti sökum
aldurs í febrúar síðastliðnum og sr.
Sigurður Rúnar Ragnarsson í Nes-
kaupstað lét af störfum 1. ágúst síð-
astliðinn, en mun sinna aukaþjónustu
í prestakallinu næstu mánuði.
Hinn 1. nóvember næstkomandi
láta svo af störfum hjónin sr. Gunn-
laugur Stefánsson og sr. Sjöfn Jó-
hannesdóttir, en hann hefur þjónað í
Heydölum og Sjöfn á Djúpavogi. Við
þessar aðstæður og mannaskipti var
valið að sameina prestaköllin og er
það í samræmi við línurnar sem
Kirkjuþing hefur lagt, það er að
starfseiningar innan þjóðkirkjunnar
verði víðfeðmari og stærri og ein-
menningsprestaköll leggist af.
Innri köllun
„Ég hlakka til að fara austur,“ seg-
ir sr. Dagur Fannar Magnússon sem
tekur við þjónustu í Heydölum í nóv-
emberbyrjun. Dagur, Þóra Gréta
Pálmarsdóttir kona hans og börnin
tvö verða þá flutt austur – í sveit sem
þau eiga engar rætur í.
„Að verða prestur var í mínu tilviki
innri köllun. Mér leiddist kristinfræði
í grunnskóla og fermdist fremur til
að fylgja fjöldanum en að ég hefði
trúarsannfæringu. Hún kom síðar og
seinna áhuginn á að lesa guðfræði og
fara út í prestskap. Verkefnin fyrir
austan verða líka áhugaverð; bæði að
sinna prestsverkum og síðan sál-
gæslu og kærleiksþjónustu sem er
stór og mikilvægur þátt í starfi kirkj-
unnar, þó að hann fari ekki hátt. Og
allt er þetta í anda boðskapar Krists
sem er stórkostlegur, svo lengi sem
kærleikurinn er í fyrirrúmi á boð-
skapurinn vel við í dag eins og um all-
ar aldir.“
Einn prestur og tveir djáknar
Önnur þau sem tóku vígslu sl.
sunnudag eru Jarþrúður Árnadóttir
sem hefur verið skipuð prestur í
Langanes- og Skinnastaðarpresta-
kalli frá og með 1. september. Aðset-
ur hennar verður á Þórshöfn. Hin eru
djáknarnir sem sinna munu einkum
og helst barna- og æskulýðsstarfi í
Grensássókn í Reykjavík og Stein-
unn Þorbergsdóttir sem fer til starfa
í Breiðholtssókn í Reykjavík og mun
þar hafa með höndum barnastarf og
þjónustu í alþjóðlega söfnuðinum
sem hefur þar aðsetur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kirkjufólk F.v. Jarþrúður Árnadóttir, Dagur Fannar Magnússon, Steinunn
Þorbergsdóttir, Benjamín Hrafn Böðvarsson, Alfreð Örn Finnsson og Daní-
el Ágúst Gautason. Myndin er tekin við vígslu í Dómkirkjunni sl. sunnudag.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eskifjörður Kirkjan þar er einnig
menningarmiðstöð á fjörðunum.
Sex nývígð til
starfa á akrinum
Þrír til þjónustu á Austfjörðum
Vegleg bílasýning verður hjá
Heklu næstkomandi laugardag, 21.
september, frá 12 til 16. Þar verða
frumsýndar fimm nýjar tegundir
bílar, þar með talið þrír nýir ten-
giltvinnbílar sem ganga fyrir bæði
rafmagni og bensíni, sem og met-
anbíll. Þetta eru Volkswagen Pas-
sat GTE, VW Passat GTE og Audi
Q5 í tengiltvinnútgáfu. Mitsubishi
frumsýnir svo tvo nýja bíla; sport-
jeppann ASX og hinn vinsæla ten-
giltvinnbíl Outlander PHEV 2020.
„Öll merki Heklu eru með spenn-
andi nýjungar á döfinni og mikið
að gerast í bílaheiminum þessi
misseri. Það er frábært að sjá
haustið fara vel af stað,“ segir Jó-
hann Ingi Magnússon vörumerkja-
stjóri.
Nýir bílar kynntir hjá Heklu um helgina
Innlent