Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Skiptu yfir í rafmagnsbíl Volkswagen e-Golf Tilboðsverð 3.790.000,- www.hekla.is/volkswagensalur Ódýrari & 100% rafmagnaður Volkswagen e-Golf kemur þér lengra. Þú nýtir hreina innlenda orku, tekur aldrei eldsneyti, ert laus við olíuskipti og upplifir magnaðan akstur.Stökktu inn í framtíðina með Volkswagen e-Golf – 100% rafmagnsbíl. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þrír af fjórum guðfræðingum sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Ís- lands vígði til þjónustu á vettvangi þjóðkirkjunnar við messu í Dóm- kirkjunni sl. sunnudag fara til starfa í nýju sameinuðu Austfjarðapresta- kalli. Er þetta í fyrsta sinn svo vitað sé að fleiri en einn sé vígður til sama prestakalls í sömu athöfn. Til Austfjarðaprestakalls er stofn- að með sameiningu fimm prestkalla á svæðinu frá Mjóafirði suður í Álfta- fjörð í eitt. Prestarnir sem því þjóna verða alls fimm, hver með búsetu á ákveðnum stað og þjónustuskyldu þar, en munu þó hafa samvinnu sín í millum þvert á öll sóknarmörk. Þrír karlar og tvær konur Prestarnir sem vígðir voru til þjón- ustu um helgina voru Dagur Fannar Magnússon sem mun þjóna í Heydöl- um í Breiðdal, Benjamín Hrafn Böðv- arsson fer til starfa í Norðfjarð- arsókn í Neskaupstað og þjónar jafnframt Brekkusókn í Mjóafirði og Alfreð Örn Finnsson verður á Djúpa- vogi og þjónar því byggðarlagi og sveitunum í kring. Voru þessir menn valdir til þjónustu í sóknum eystra nú í sumar. Þegar eru þjónandi í prestakallinu sr. Erla Björk Jónsdóttir sem þjónar Reyðarfirði og Eskifirði og á Fá- skrúðsfirði er sr. Jóna Kristín Þor- valdsdóttir sem verður sóknar- prestur, en í því felst verkstjórn og ýmiskonar skýrsluhald gagnvart Biskupsstofu, Þjóðskrá og fleirum. Fjögur láta af störfum Maður kemur manns í stað, segir máltækið. Prestar sem lengi hafa þjónað á Austurlandi hafa látið af eða láta á þessu ári af störfum. Sr. Davíð Baldursson á Eskifirði hætti sökum aldurs í febrúar síðastliðnum og sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson í Nes- kaupstað lét af störfum 1. ágúst síð- astliðinn, en mun sinna aukaþjónustu í prestakallinu næstu mánuði. Hinn 1. nóvember næstkomandi láta svo af störfum hjónin sr. Gunn- laugur Stefánsson og sr. Sjöfn Jó- hannesdóttir, en hann hefur þjónað í Heydölum og Sjöfn á Djúpavogi. Við þessar aðstæður og mannaskipti var valið að sameina prestaköllin og er það í samræmi við línurnar sem Kirkjuþing hefur lagt, það er að starfseiningar innan þjóðkirkjunnar verði víðfeðmari og stærri og ein- menningsprestaköll leggist af. Innri köllun „Ég hlakka til að fara austur,“ seg- ir sr. Dagur Fannar Magnússon sem tekur við þjónustu í Heydölum í nóv- emberbyrjun. Dagur, Þóra Gréta Pálmarsdóttir kona hans og börnin tvö verða þá flutt austur – í sveit sem þau eiga engar rætur í. „Að verða prestur var í mínu tilviki innri köllun. Mér leiddist kristinfræði í grunnskóla og fermdist fremur til að fylgja fjöldanum en að ég hefði trúarsannfæringu. Hún kom síðar og seinna áhuginn á að lesa guðfræði og fara út í prestskap. Verkefnin fyrir austan verða líka áhugaverð; bæði að sinna prestsverkum og síðan sál- gæslu og kærleiksþjónustu sem er stór og mikilvægur þátt í starfi kirkj- unnar, þó að hann fari ekki hátt. Og allt er þetta í anda boðskapar Krists sem er stórkostlegur, svo lengi sem kærleikurinn er í fyrirrúmi á boð- skapurinn vel við í dag eins og um all- ar aldir.“ Einn prestur og tveir djáknar Önnur þau sem tóku vígslu sl. sunnudag eru Jarþrúður Árnadóttir sem hefur verið skipuð prestur í Langanes- og Skinnastaðarpresta- kalli frá og með 1. september. Aðset- ur hennar verður á Þórshöfn. Hin eru djáknarnir sem sinna munu einkum og helst barna- og æskulýðsstarfi í Grensássókn í Reykjavík og Stein- unn Þorbergsdóttir sem fer til starfa í Breiðholtssókn í Reykjavík og mun þar hafa með höndum barnastarf og þjónustu í alþjóðlega söfnuðinum sem hefur þar aðsetur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kirkjufólk F.v. Jarþrúður Árnadóttir, Dagur Fannar Magnússon, Steinunn Þorbergsdóttir, Benjamín Hrafn Böðvarsson, Alfreð Örn Finnsson og Daní- el Ágúst Gautason. Myndin er tekin við vígslu í Dómkirkjunni sl. sunnudag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eskifjörður Kirkjan þar er einnig menningarmiðstöð á fjörðunum. Sex nývígð til starfa á akrinum  Þrír til þjónustu á Austfjörðum Vegleg bílasýning verður hjá Heklu næstkomandi laugardag, 21. september, frá 12 til 16. Þar verða frumsýndar fimm nýjar tegundir bílar, þar með talið þrír nýir ten- giltvinnbílar sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni, sem og met- anbíll. Þetta eru Volkswagen Pas- sat GTE, VW Passat GTE og Audi Q5 í tengiltvinnútgáfu. Mitsubishi frumsýnir svo tvo nýja bíla; sport- jeppann ASX og hinn vinsæla ten- giltvinnbíl Outlander PHEV 2020. „Öll merki Heklu eru með spenn- andi nýjungar á döfinni og mikið að gerast í bílaheiminum þessi misseri. Það er frábært að sjá haustið fara vel af stað,“ segir Jó- hann Ingi Magnússon vörumerkja- stjóri. Nýir bílar kynntir hjá Heklu um helgina Innlent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.