Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Jólin virðast hefjast fyrr í Kauptúni en annars staðar á landinu og hefur sala á jólavarningi byrjað snemma í gegnum árin í verslun hús- gagnarisans IKEA. Þar á bæ hefst sala jóla- skrauts og -varnings í október. Önnur verslun byrjar þó enn fyrr en IKEA og það er ná- granni hennar sem heitir Costco. Jólavörur fóru að tínast þar inn í síðustu viku og hafa nú þegar nokkur jólatré selst, þar af eitt þriggja metra hátt. Samkvæmt upplýsingum frá Costco tínast jólavörurnar inn í flestar verslanir keðjunnar á heimsvísu um þetta leyti. Brot á óskrifuðum reglum Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Há- skóla Íslands, sem hefur rannsakað jólahefðir Íslendinga og annarra í gegnum tíðina, segir mjög óvenjulegt hér á landi að jólaundirbún- ingur hefjist um miðjan september. „Þetta er nokkuð sem maður sér oftar erlendis en hér. Íslendingar hafa haft einhverjar reglur um það hvenær má byrja að spila jólalög og svona. Hérlendis sér maður viðbrögð ef einhver setur jólaljós upp allt of snemma, svo samfélagið hef- ur sínar leiðir til að undirstrika óskrifaðar samfélagsreglur,“ segir Terry. Það að Costco hefji sölu á jólavörum svo snemma segi ekki endilega að siðir Íslendinga í þessum efnum hafi breyst. „Þetta eru nátt- úrlega fyrst og fremst verslanir sem eru að hugsa um að selja vörur. Í Bretlandi leiðist fólki það ef sala á jólavarningi hefst svona snemma. Þegar jólin koma loksins er maður búinn að fá alveg nóg af þeim. Við þurfum bara að sjá hvernig við Íslendingar tökum í þetta. Þetta verður ekki að sið Íslendinga fyrr en þeir taka siðinn upp.“ Terry bendir á að framboð verslana geti haft áhrif. Costco geti vissulega fært bandarískjar venjur inn í íslenskt samfélag, þó einungis ef Íslendingar hafi áhuga á þeim venjum. Costco byrjar jólin á undan IKEA  Jólatréssalan er byrjuð í Garðabæ  Þjóðfræðingur segir svo snemmbúinn jólaundirbúning vera óvenjulegan en ekki til marks um breytta siði Íslendinga  Jólin í IKEA munu byrja í október Rugguhestur Jólavörurnar eru af ýmsum toga þetta árið. Vangaveltur Snjókarlakaup krefjast úthugsaðra ákvarðana. Morgunblaðið/Eggert Leikur Það er spurning hvort þessir Íslendingar séu tilbúnir að laga sig að nýjum jólasiðum. Skrautleg Jólatrén eru komin í sölu og farin að seljast. Notalegt Viðskiptavinur skoðar jólahús. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmdastjóri SA, ávarpa stofnfund Samstarfsvett- vangs um loftslagsmál og grænar lausnir í dag kl. 14 á Grand Hótel Reykjavík. Forstöðumaður vett- vangsins, Eggert Benedikt Guð- mundsson, kynnir hlutverk, verk- efni og tilhögun vettvangsins. Hlutverk vettvangsins er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda og stuðla að kolefnis- hlutleysi árið 2040. Þá mun vett- vangurinn vinna með fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði auk þess að styðja við orðspor Íslands sem leið- andi lands á sviði sjálfbærni. Nýr samstarfsvettvangur kynntur í dag Fiðlusnillingurinn snýr aftur Jónas Sen — 24.11.2017 Eldborg 20.okt. kl.19:30 Píanisti Alessio Bax Miðasala á harpa.is og í síma 528 5050 @harpareykjavik HAUSTTILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM Í SEPTEMBER Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 9–18 Föstudaga. 9–17 Laugardaga. 11–15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.