Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki, FNV, fagnar því á laugardaginn að 40 ár verða liðin frá því að skólinn var fyrst settur, eða 22. september árið 1979. Hann hét til að byrja með Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki. Á þessum 40 árum hafa aðeins tveir skólameistarar verið við stjórnvölinn. Jón F. Hjartarson var í heil 32 ár, eða frá stofnun til haust- annar 2011, og Ingileif Oddsdóttir tók þá við starfinu fyrir átta árum, en hún hafði í nokkur ár verið kenn- ari og náms- og starfsráðgjafi við skólann. Aðstoðarskólameistari í dag er Þorkell V. Þorsteinsson, sem hóf störf við skólann fyrir tæpum 40 árum sem enskukennari. Eins og kemur hér fram til hliðar verður tímamótanna minnst með ýmsum hætti. Afmælisdagskrá verð- ur í bóknámshúsi skólans og síðan verða öll húsakynnin opin. Framhaldsmenntun á sér lengri sögu á Sauðárkróki en 40 ár. Áður en FNV tók til starfa hafði Iðnskól- inn á Sauðárkróki verið starfræktur frá 1946 og framhaldsdeild verið við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki frá 1977. Stofnendur fjölbrautaskól- ans voru sveitarfélög á Norðurlandi vestra, ásamt ríkissjóði. Nemendur hafa verið í kringum 500 undanfarin ár, bæði í bóknámi, verknámi og starfsnámi. Svonefnt dreifnám hefur verið í boði á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Heimavist hefur verið frá upphafi en flestir nemendur koma af Norðurlandi vestra. Starfsmenn skólans í dag eru hátt í 60 talsins. Tveir skólameistarar á fjörutíu árum  Á laugardag verða 40 ár síðan Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki var fyrst settur Morgunblaðið/Björn Jóhann Tímamót Fjölbrautaskólinn er með bóknámshús, verknámshús og heima- vist, auk aðgangs að íþróttahúsi og sundlaug á Sauðárkróki. Jón F. Hjartarson Ingileif Oddsdóttir Í tilefni af 40 ára afmæli FNV eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir til afmælis- dagskrár sem hefst á sal bók- námshússins kl. 13 næstkom- andi laugardag. Að dagskrá lokinni verður opið hús í öllu húsnæði skólans frá kl. 14 til 15.30, eða í bóknámshúsinu, verknámshúsinu og heima- vistinni. Núverandi og fyrrver- andi starfsmenn koma síðan saman í borðhaldi í Frímúr- arahúsinu að kvöldi laug- ardagsins. Afmæli og skólinn opinn upp á gátt DAGSKRÁ Á LAUGARDAG Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is VINDUR rauðrefstrefill 15.500 DRÍFA skinnkragi 31.900 HREFNA refaskinnsvesti 69.000 BYLGJA silfurrefskragi 24.600 Velkomin í hlýjuna SARA mokkakápa 238.000 SIF – vesti úr íslensku lambaskinni 50.400 JAPANSKT 12 MÁNAÐA BÓN FUSSO 12 mánaða bílabón Útsölustaðir: Verkfæralagerinn • ET verslun • RS partar GLACO 12 mánaða rúðubón Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sáralítið hefur veiðst af makríl síð- ustu tvær vikur á alþjóðlega haf- svæðinu norðaustur af landinu. Þar voru fjögur íslensk skip í gær, en eins og staðan er núna er útlit fyrir að allt að tvær vikur hafi klippst aft- an af makrílvertíðinni miðað við síð- ustu ár. Flest uppsjávarskipanna eru nú á síld fyrir austan land og hafa veiðar gengið vel. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafa farið þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið að heimilt verði að flytja 20% aflaheimilda á milli ára til að koma í veg fyrir að heimildir falli niður. Samkvæmt reglugerð er heimilt að flytja 10% á milli ára, en frá 2015 hafa þessar heimildir í makríl árlega verið rýmkaðar í 15-30%. Mest mátti flytja á milli ára 2015 þegar Rússar settu bann á innflutning á sjávar- afurðum frá Íslandi. Eftir að veiða 28 þúsund tonn Makrílaflinn á vertíðinni er alls orðinn rúmlega 123 þúsund tonn og hugsanlega er einhver slatti í skip- um, sem eiga eftir að landa. Úthlut- un ársins var samtals upp á um 140 þúsund tonn og miðast geymslu- heimildir við þá tölu, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Með flutningi heimilda frá síðasta ári mátti veiða 151 þúsund tonn í ár og er því eftir að veiða um 28 þúsund tonn af heildarkvótanum. Eftir fyrstu dagana í september fór að draga mjög úr makrílveiði og ótíð hefur verið á veiðisvæðinu í Síldarsmugunni, sem hefur gert leit erfiða. Þá hefur minna verið af mak- ríl þar undanfarið miðað við sama tíma síðustu ár, en makríllinn held- ur nú suður á bóginn eftir fæðu- göngu á norðurslóð í sumar. Betra hráefni eftir því sem líður á vertíðina Útgerðarfyrirtækin eiga mismikið eftir að veiða af kvóta ársins og flest þeirra gerðu ráð fyrir veiði fram undir lok mánaðarins. Makríllinn verður betra hráefni eftir því sem líður á vertíðina og á þetta er bent í bréfi SFS til sjávarútvegsráðu- neytisins. Margar útgerðir hafi því reynt að haga veiðum þannig að þær fari frekar fram seinni hluta tíma- bilsins. Bent er á að í ár hafi verið góð veiði í ágúst en erfiðlega gengið að veiða í september. Þessu hafi verið öfugt farið undanfarin ár og áætl- anir fyrirtækja hafi miðast við að hægt yrði að veiða til 20. september og jafnvel lengur. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Beitir NK á togi í leiðindaveðri á kolmunnaveiðum síðasta vor. September hefur verið erfiður á makrílveiðum  Útgerðarmenn vilja fá að flytja 20% á milli ára svo aflaheimildir falli ekki niður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.