Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hugmyndir eru um að byggja nýtt hjúkrunarheimili í Kópavogi, sem kæmi í stað hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. Málið hefur verið rætt við bæjaryfirvöld í Kópavogi og heilbrigðisráðherra og hefur erindinu verið tekið vel af báð- um þessum að- ilum, að sögn Kristjáns Sig- urðssonar fram- kvæmdastjóra. Síðustu fimm ár hefur Vigdís- arholt ehf., sem er í eigu ríkis- ins, séð um rekstur hjúkr- unarheimilisins. Reksturinn hefur gengið vel, en Kristján segir að kominn sé tími á nýtt hjúkrunar- heimili í stað þess gamla. Sunnu- hlíðarsamtökin hafa komið að verkefninu með Vigdísarholti. Fyrr á þessu ári tók hjúkrunar- heimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi til starfa og annast Vigdísarholt ehf. einnig reksturinn þar. Vill frekar bíða eftir einbýli „Staðreyndin er sú að húsnæði hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar stenst ekki lengur kröfur um slík heimili,“ segir Kristján. „Íbúar eru í tvíbýli og það verður stöðugt algengara að fólk segist þá frekar bíða eftir einbýli annars staðar og þá í mörgum tilvikum á Landspít- alanum.“ Kristján segir að gerð hafi verið könnun á því hvað það myndi kosta að koma hjúkrunarheimilinu í viðunandi horf, en heimilið er í eigu ríkisins. Talið sé að nauðsyn- legar endurbætur kosti um 100 milljónir og um 650 milljónir að breyta húsnæðinu í einbýli. Þær breytingar yrðu ekki fullnægjandi og herbergjum fækkaði úr 70 í 50. „Okkar hugmyndir eru að byggja nýtt hjúkrunarheimili með nýjum áherslum og íbúar á nýja heimilinu yrðu 80-100,“ segir Kristján. Hann segir að bærinn hafi undanfarið verið að athuga með lóð undir heimilið. Sjálfur hafi hann áhuga á að það rísi í Vesturbæ Kópavogs, en það sé ekki aðalatriðið. Kristján segir að í undirbúningi málsins sé miðað við að kostnaðarskipting verði þannig að ríkið beri 85% bygging- arkostnaðar og bæjarfélagið 15%. Hann vonast til að sjá nýtt hjúkr- unarheimili rísa í Kópavogi á næstu 3-4 árum. Kristján telur æskilegt að rekstraraðilar og hönnuðir vinni saman frá upphafi að framkvæmd- inni. Jafnframt leggur hann áherslu á að útvíkka rekstur hjúkrunarheimilisins með hjúkr- unaríbúðum sem yrðu tengdar hjúkrunarheimilinu á hverri hæð. Núna sé slíkt húsnæði oft 3-4 hæðir með tengibyggingu á jarð- hæð og óhagkvæmt sé að veita þjónustu frá hjúkrunarheimilum út og upp í íbúðirnar. Auðveldara að veita þjónustu „Þeir sem búa í búðum tengdum hjúkrunarheimilum eru oft frískir aldraðir einstaklingar, en í hjúkr- unaríbúðum væri heimili fyrir veika aldraða samkvæmt ákveð- inni skilgeiningu,“ segir Kristján. „Með því að tengja þessar íbúðir við hjúkrunarheimili með stiga- gangi á hverri hæð yrði auðveld- ara að veita þjónustu heldur en nú er.“ Áform um nýja Sunnuhlíð í Kópavogi  Tími kominn á nýtt hjúkrunarheimilið í stað þess gamla  Nýtt heimili eftir 3-4 ár?  Vigdísarholt ehf. hefur rætt við ríkisvaldið og bæjaryfirvöld  Tenging hjúkrunarheimilis og hjúkrunaríbúða Þjónustan auðveldari Á efri myndinni er skissa af hjúkrunarheimili þar sem tengibygging milli íbúða til vinstri og hjúkrunarheimilis til hægri er jafn há meginbyggingum. Á þann hátt verður þjónusta auðveldari. Á neðri myndinni er tengibygging hins vegar ein hæð með löngum göngum eins og verið hefur algengt. Löng saga » Hjúkrunarheimilið Sunnu- hlíð hóf starfsemi sína í maí 1982 og var heimilið fyrsta sérhannaða hjúkrunarheim- ilið fyrir aldraða á Íslandi. » Frá því í mars 2014 hefur hjúkrunarheimilið verið rekið af Vigdísarholti ehf. en það er félag í eigu ríkisins. » Ríkið eignaðist hjúkrunar- heimilið 2015. Það yrði því væntanlega hlutverk fjármálaráðherra að ákveða hvað gert yrði við gamla hjúkrunarheimilið verði það tekið úr notkun. » Sunnuhlíðarsamtökin eiga og reka samtals 109 íbúðir fyrir aldraða við Kópavogs- braut 1A, Kópavogsbraut 1B og Fannborg 8. Íbúðirnar við Kópavogsbraut eru tengdar hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð. Kristján Sigurðsson Kristján segir að miðað hafi verið við nýja nálgun við undirbúning málsins. Við hönnun hjúkrunarheimilisins vilji hann að áhersla verði meðal annars lögð á 80-100 herbergi þar sem rekstrarhagkvæmni ráði stærð. Herbergi heimilismanna raðist í kringum miðrými og gangar verði ekki langir. Mönnunarmódel verði endurskoðað með hliðsjón af betra skipulagi húsnæðis. Dagdvöl um kvöld og helgar verði opin með lík- um hætti og nú sé til reynslu á Akureyri. Þá verði hjúkrunaríbúðir áfastar hjúkrunarheimilinu á hverri hæð, en þær verði ætlaðar veikum öldruðum. Ný nálgun við undirbúning ÁHERSLA Á REKSTRARHAGKVÆMNI Ýmis mál bar á góma á aðalfundi Snæfells sem haldinn var á mánu- dag í Grundarfirði, en Snæfell er félag smábátaeigenda á Snæfells- nesi. Ánægja kom fram á fundinum með fyrirkomulag strandveiða sem breytt var 2018 og lögfest 2019. Samþykkti fundurinn áskorun um að mikilvægt væri að halda áfram að lagfæra kerfið með því að auka hagkvæmni þess. Samhljómur var á fundinum um að endurheimta þau þúsund tonn sem sjávarútvegsráðherra hefur skert línuívilnun um. Ráðherra var gagnrýndur fyrir að fallast ekki á tillögur LS um hækkun prósentu til línuívilnunar. Ánægja með fyrirkomulag strandveiða V ð f á 2024 SLT L IÐLÉ T T INGUR Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is er r 3.190.000 án vsk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.