Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 32

Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 32
innar eru íbúðir í nokkrum stærðar- flokkum. Margar þeirra eru stúdíó- íbúðir með einu stóru rými. Útsýni er ýmist til austurs inn á nálæga baklóð eða til vesturs að vesturbyggingunni. Stórir gluggar eru í íbúðunum og eru þeir gjarnan gólfsíðir. Það ásamt ná- lægð við nágranna skapar upplifun eins og í erlendri stórborg. Byggðin er þétt. Á þriðju hæðinni eru svo tveggja hæða þakíbúðir. Þær hafa mikla loft- hæð og palla á efri hæð sem eru vel innan við helmingur af grunnfleti neðri hæðar. Allar þakíbúðirnar hafa þaksvalir/þakgarða þar sem eru teng- ingar fyrir heitan pott. Þær hafa allt að þrennar svalir. Ein hefur hring- stiga. Mikil lofthæð og hallandi þak Skipulag vesturbyggingarinnar á baklóð er sambærilegt. Á fyrstu hæð er íbúð með gólfsíðum gluggum sem opnar hana inn á portið. Á annarri hæð er meðal annars tveggja her- bergja íbúð með mikilli lofthæð og hallandi þaki. Á þriðju og fjórðu hæð eru svo þakíbúðir. Ein hefur stórar svalir sem eru á stærð við litla íbúð. Íbúðirnar í fyrri áfanganum á Hverfisgötu 40-44 eru með hefð- bundnara sniði. Hins vegar eru marg- ar þeirra 35-40 fermetra stúdíóíbúðir sem snúa að götu en framboð slíkra íbúða í miðborginni hefur verið lítið. Þá snúa margar stærri íbúðanna bæði að Hverfisgötu og baklóðinni. Á efstu hæð eru þrjár tveggja hæða þakíbúðir með suðursvölum og hefur ein líka þaksvalir til austurs. Á jarðhæð eru verslunar- og veit- 2. áfangi Brynjureits á markað  Þingvangur setur í sölu óvenjulegar miðborgaríbúðir  Margar á 2 hæðum Stúdíóíbúð Horft úr stofunni á íbúð á 2. hæð austurbyggingarinnar á baklóð. Gólfsíður gluggi er í eldhúsinu. Á tveimur hæðum Ein þakíbúðanna í austurbyggingunni á baklóðinni. Húsasund Byggingin hægra megin snýr að Hverfisgötu. Vinstra megin má sjá glitta í bakhúsin. Tröppurnar eru hluti af göngu- götu milli Laugavegar og Hverfisgötu. Þakíbúð í austurbyggingu Mikil lofthæð og stórir gluggar einkenna íbúðir. Útsýnið úr stofunni Önnur hæðin í einni þakíbúðinni við Hverfisgötu. upplifa þetta,“ segir Pálmar sem efast um að fleiri svona fjölbýlishús verði byggð í miðborginni í náinni framtíð. Opið hús verður á reitnum um helgina. Pálmar sýndi Morgunblaðinu reit- inn í fyrradag en þá notuðu málarar tækifærið í sólinni og lögðu lokahönd á útveggi. Krafan um uppbrot birtist í fjölbreyttu útliti en húsin líta út fyrir að vera byggð á mismunandi tíma. Bakhúsin skiptast í vestur- og aust- urbyggingu. Milli þeirra er ný göngu- gata í miðborginni sem tengir Lauga- veg og Hverfisgötu saman. Var henni gefið nafnið Kasthúsastígur. Að sögn Pálmars er gert ráð fyrir þjónustu á jarðhæð í austurbygging- unni. Rýmin séu með aðgang að stiga- húsinu enda sé ætlunin að eigendur starfseminnar geti búið í húsinu. Ein íbúðin sé inn af verslunarrýminu. Rýmin geti t.d. hentað gullsmiðum, listafólki og öðrum með eigin starf- semi. Slíkt fyrirkomulag sé til dæmis vel þekkt frá evrópskum borgum. Á jarðhæð vesturbyggingarinnar er stórt rými sem má stúka niður og skipta upp í minni rými. Þar er heimilt að innrétta veitingahús. Eins og að vera í gömlu þorpi Það er athyglisvert að standa í þessu rými en út um gluggana má sjá nálægar byggingar og göngustíga sem skapar þá upplifun að komið sé inn á veitingahús í gömlu þorpi með þröngum húsasundum. „Það hentar vel að flytja veitinga- hús frá Laugaveginum og yfir í slík rými. Á móti mætti fjölga verslunum við Laugaveginn,“ segir Pálmar. Á efri hæðum austurbyggingar- BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Uppbyggingu síðari hluta Brynjureits í miðborginni er að ljúka. Með því koma 23 íbúðir á markaðinn. Jafn- framt eru 49 íbúðir í fyrri hlutanum að koma á markað en þær voru frátekn- ar í sumar vegna áhuga fjárfesta. Íbúðirnar í fyrri hlutanum voru auglýstar í lok maí en voru nokkrum dögum síðar teknar úr sölu. Verð íbúðanna í báðum áföngum er 29,9- 79,9 milljónir króna en flestar íbúð- anna kosta 30-40 milljónir. Þá eru nokkur verslunarrými til sölu sem henta þeim sem vilja búa nærri vinnu- stað. Nítján bílastæði í kjallara fylgja íbúðum á efstu hæðum. Þó er mögu- legt að kaupa bílastæði á 5 milljónir. Pálmar Harðarson, framkvæmda- stjóri verktakafyrirtækisins Þing- vangs, sem byggir íbúðirnar, segir það hafa orðið ljóst í þessari viku að kaup fjárfestanna gengju ekki eftir. Pálmar segir það einkenna síðari hluta Brynjureits, sem er á baklóð milli Laugavegar og Hverfisgötu, að engar tvær íbúðir séu eins. Þá séu átta íbúðir á tveimur hæð- um, fjórar í hvoru bakhúsi, og með a.m.k. einum hellulögðum þakgarði. Einstakt kauptækifæri „Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja búa í miðbænum enda hafa svona íbúðir ekki verið byggðar. Þess- ar íbúðir bjóða upp á borgarupplifun sem hefur ekki verið í boði. Fólk verð- ur að koma og skoða íbúðirnar til að 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.