Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og
skoðið úrvalið
Stólar
Erum á
facebook
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Ami
Grace
Manning
Elton
Cato
Highrock
Sierra
Kelsey
STUTT
● Eftir nokkra lækkun í vikunni hækk-
uðu bréf Icelandair Group um 3,21% í
Kauphöll Íslands í 91 milljónar króna við-
skiptum í gærdag. Bréfin standa nú í
6,76 krónum. Bréf leigufélagsins Heima-
valla hækkuðu mest, eða um 4,27% í af-
ar takmörkuðum viðskiptum upp á 50
þúsund krónur og standa bréfin í 1,22 kr.
Nokkuð grænt var um að litast í Kaup-
höllinni í gær, en alls hækkuðu bréf 12 fé-
laga. Bréf Marels hækkuðu um 1,57% í
348 milljóna króna viðskiptum sem voru
þau umfangsmestu í gær og stendur
gengi félagsins í 582 kr. Mest lækkuðu
bréf TM eða um 0,94% í 63 milljóna
króna viðskiptum en gengi félagsins
nemur 31,5 kr.
Icelandair hækkaði um
3,21% í kauphöllinni
Bioeffect varð í ágústmánuði mest
selda snyrtivörumerki um borð í All
Nippon Airways (ANA) og Japan
Airlines (JAL), tveimur af stærstu
flugfélögum Japans. Íslensku húð-
vörurnar hafa selst fyrir ríflega 180
milljónir króna í flugvélunum. Vör-
urnar fóru fyrst í sölu hjá ANA, sem
er sterkara í alþjóðaflugi, fyrir um
einu og hálfu ári og hjá JAL, sem er
ríkjandi í innanlandsflugi, í mars.
„Varan varð strax ein af söluhæstu
snyrtivörunum um borð og er nú orð-
in söluhæsta snyrtivaran og komin
með hinn eftirsótta „bestseller“ gull-
stimpil. Þarna erum við að keppa við
japanska snyrtivörurisa eins og Shi-
seido og SK-II svo við erum ótrúlega
stolt af þessum árangri,“ segir Berg-
lind Johansen, framkvæmdastjóri
sölusviðs hjá Bioeffect.
Vörumerkið er í eigu ORF Líf-
tækni sem sérhæfir sig á sviði
plöntulíftækni. Fyrirtækið var stofn-
að árið 2001 og framleiðir sérvirk
prótín sem notuð eru sem innihalds-
efni í húðvörur, seld til læknisfræði-
legra rannsókna og nýtt í önnur þró-
unarverkefni fyrirtækisins. Þá hefur
fyrirtækið þróað tækni til að fram-
leiða hin umræddu prótín í byggi og
hefur aðferðin verið í þróun til
margra ára. Sala ORFs Líftækni fór
á þessu ári í fyrsta sinn yfir milljarð
króna.
Auknar vinsældir
Bolli Thoroddsen, forstjóri Tak-
anawa Trading sem er dreifingar-
aðili Bioeffect í Japan, segir vinsæld-
ir vörunnar mikil tíðindi fyrir
íslenskan útflutning og nýsköpun.
„Bioeffect er einnig mest selda varan
hjá Japan Airlines, næststærsta
flugfélagi Japans, og hjá vinsælustu
sérvöruverslun Japans, Estnation.
Mikill meirihluti kaupenda er Japan-
ir, sem einnig má telja til tíðinda þar
sem þeir eru þekktir fyrir að vera
einhverjir kröfuhörðustu húðvöru
kaupendur heims.“
Hann telur húðvörurnar hafa vak-
ið mikinn áhuga og vísar meðal ann-
ars til þess að Vogue í Japan hafi birt
umfjöllun um húðvörurnar í þessum
mánuði og þekkt japönsk tónlistar-
kona mun heimsækja gróðurhús Bio-
effect á Íslandi í næstu viku.
Ljósmynd/Bioeffect
Snyrtivörur Húðvörurnar sem eru byggðar á íslenskri plöntulíftækni hafa
fengið góðar móttökur um borð í vélum stærstu flugfélaga Japans.
Snyrtivörumerki
söluhæst í flugi
Hafa selt fyrir 180 milljónir um borð
Ársæls nam salan á Nocco minna en
helmingi af rekstrartekjum fyrir-
tækisins í fyrra en fyrirtækið hóf
sölu á drykknum árið 2015.
Seldu ís fyrir 80 milljónir
Til marks um hinn gríðarlega vöxt
á fyrirtækinu nam veltan 440 millj-
ónum árið 2016 og 340 milljónum ár-
ið 2015. „Við vorum bara lítil heild-
sala en höfum verið samkvæm
sjálfum okkur í því að reyna að bjóða
upp á hollari kost í vörum almennt,“
segir Ársæll.
Sala fyrirtækins hefur vaxið á
ýmsum sviðum að sögn Ársæls. Sala
á Popcorners-heilsusnakkinu hefur
aukist mjög og þá seldi fyrirtækið ís,
m.a. frá Barbells, fyrir um 80 millj-
ónir króna í fyrra. Þá hafa vörurnar
frá Fazer, sem framleiðir mjólk og
jógúrt úr höfrum, verið að sækja í sig
veðrið og í raun „slegið í gegn“ að
sögn Ársæls.
Spurður um miklar vinsældir
Nocco segir Ársæll að neysluvenjur
fólks hafi breyst. „Það er fullt af fólki
í dag sem hefur minnkað kaffi-
drykkju eða mun jafnvel aldrei fara
á þann vagn. Þetta virðist einhvern
veginn vera tilhneigingin í dag. Þetta
eru orðnir ávaxtakoffíndrykkir sem
fólk neytir í stað þess að vera með
kaffi og mjólk,“ segir Ársæll.
Hörð samkeppni er á orku-
drykkjamarkaðnum en Ársæll telur
þó að Nocco muni halda velli. „En ég
reikna með því að við finnum eitt-
hvað fyrir þessari auknu sam-
keppni.“
Ævintýralegur vöxtur hjá
umboðsaðila Nocco á Íslandi
Rekstrartekjur Core ehf. námu 1,8 milljörðum króna og uxu um 57% á milli ára
Heildsala Core ehf. selur Nocco en einnig fleiri vörur á borð við prótín-
stykki sem og jógúrt og aðrar mjólkurafurðir framleiddar úr höfrum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Core ehf.
» Velta fyrirtækisins hefur
vaxið gríðarlega undanfarin ár
og nam 1,8 milljörðum í fyrra,
1,14 milljörðum árið 2017, 440
milljónum árið 2016 og 340
milljónum 2015.
» Hagnaður ársins 2018 nam
193 milljónum króna og jókst
um 30%.
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Heildsalan Core ehf., sem meðal
annars flytur inn orkudrykki frá
Nocco, ávaxtadrykki frá Froosh,
prótínstykki frá Barbells og hafra-
vörur frá Yosa, heldur áfram ævin-
týralegum vexti sínum en veltan
jókst um 57% á árinu 2018 frá árinu
2017. Rekstrartekjur félagsins námu
1,8 milljörðum króna miðað við 1,14
milljarða árið 2017. Hagnaðurinn
nam 193 milljónum og jókst um 30%.
Heildsalan er í eigu hjónanna
Kamillu Sveinsdóttur og Ársæls
Þórs Bjarnasonar sem hafa rekið
Core ehf. frá árinu 1998. Að sögn Ár-
sæls endaði fyrirtækið árið 2017 af
miklum krafti og því kom vöxturinn í
fyrra þeim hjónum ekki mikið á
óvart.
„Við erum afar ánægð með þetta.
Það er ekki hægt að segja annað,“
segir Ársæll í samtali við Morgun-
blaðið en um metveltu er að ræða hjá
fyrirtækinu sem hefur nú einnig í
fyrsta sinn verið með tekjur yfir
milljarði króna tvö ár í röð. Að sögn
Enn eru tals-
verðar líkur á
stöðnun eða sam-
drætti framan af
árinu 2020 í ís-
lensku atvinnu-
lífi, samkvæmt
Leiðandi hagvísi
áhættu- og fjár-
festingaráðgjaf-
arfyrirtækisins
Analytica. Hag-
vísirinn er vísitala sem gefur vís-
bendingu um efnahagsumsvif að
sex mánuðum liðnum.
Í tilkynningu félagsins kemur
fram að hagvísirinn hafi reynst nær
óbreyttur í ágúst frá í júlí. Þó sé
lækkun hagvísisins sl. ár enn hin
mesta síðan árið 2008. „Vísbend-
ingar eru um að hægja sé á lækkun
hagvísisins en of snemmt að segja
um hvort botni sé náð. Því eru enn
talsverðar líkur á stöðnun eða sam-
drætti framan af árinu 2020.“
Enn líkur
á sam-
drætti
Vinna Botni mögu-
lega ekki náð.
Hagvísir Analytica
horfir sex mánuði
fram í tímann
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæð-
inu hækkaði um 0,6% milli júlí og
ágúst sl. Verð á fjölbýli hækkaði
um 0,5% og verð á sérbýli hækkaði
um 0,7%. Þetta kemur fram í
Hagsjá hagfræðideildar Lands-
bankans.
Horft yfir 12 mánaða tímabil hef-
ur verð á fjölbýli hækkað um 3,6%
og verð á sérbýli um 3,1%. Vegin
árshækkun húsnæðisverðs nemur
nú 3,6%, sem er 0,6 prósentustiga
hækkun frá fyrri mánuði.
Hækkun fast-
eignaverðs 0,6%
19. september 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.67 124.27 123.97
Sterlingspund 153.46 154.2 153.83
Kanadadalur 93.25 93.79 93.52
Dönsk króna 18.24 18.346 18.293
Norsk króna 13.776 13.858 13.817
Sænsk króna 12.73 12.804 12.767
Svissn. franki 124.21 124.91 124.56
Japanskt jen 1.1427 1.1493 1.146
SDR 169.17 170.17 169.67
Evra 136.22 136.98 136.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.0213
Hrávöruverð
Gull 1499.3 ($/únsa)
Ál 1746.0 ($/tonn) LME
Hráolía 68.15 ($/fatið) Brent