Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 35
FRÉTTIR 35Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
HAUST
2019
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Útlit er fyrir langvinnar stjórnar-
myndunarviðræður og pólitíska
óvissu í Ísrael eftir að hvorugur
stóru flokkanna, Likud og Bláhvíta
bandalagið, fékk nógu mikið fylgi til
að geta myndað meirihlutastjórn
með flokkunum sem þeir vilja vinna
með. Úrslitin eru álitin áfall fyrir
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra og leiðtoga Likud, sem hafði
vonast til þess að geta myndað nýja
stjórn með strangtrúarflokkum og
þjóðernisflokkum gyðinga.
Samkvæmt síðustu tölum í gær
fékk Bláhvíta bandalagið 33 sæti af
120 og Likud 32. Arabalistinn, sem
var stofnaður 1996, varð þriðji
stærsti flokkurinn og fékk 12 sæti.
Þjóðernisflokkurinn Israel Beiteinu,
undir forystu Avigdors Liebermans,
fyrrverandi varnarmálaráðherra,
fékk átta sæti og hann gæti ráðið úr-
slitum um hvort hægt verður að
mynda meirihlutastjórn.
Lieberman áréttaði í gær að hann
myndi aðeins styðja ríkisstjórn með
Likud og Bláhvíta bandalaginu, sem
er undir forystu Benny Gantz, helsta
keppinautar Netanyahus. Bláhvíta
bandalagið hefur hins vegar sagt að
ekki komi til greina að mynda ríkis-
stjórn með Netanyahu, sem er þaul-
sætnasti forsætisráðherrann í sögu
Ísraels, hefur gegnt embættinu í alls
13 ár. Netanyahu hefur ekki sýnt á
sér fararsnið og aðrir forystumenn í
Likud hafa sagt að hann verði áfram
leiðtogi flokksins. Ríkissaksóknari
Ísraels hyggst ákæra forsætisráð-
herrann fyrir mútuþægni, svik og
trúnaðarbrot í embættinu en Net-
anyahu vonast til þess að nýja þingið
veiti honum friðhelgi frá ákæru.
Klofningur á hægrivængnum
Gert er ráð fyrir því að Reuven
Rivlin, forseti Ísraels, kalli leiðtoga
flokkanna á sinn fund til að spyrja þá
hvern þeir vilji í embætti forsætis-
ráðherra. Sá sem nýtur stuðnings
flestra þingmanna fær síðan umboð
til að mynda ríkisstjórn innan 28
daga og hugsanlegt er að fresturinn
verði framlengdur um tvær vikur.
Eftir þingkosningarnar í apríl
sögðust 65 þingmenn vilja að Net-
anyahu yrði forsætisráðherra en
honum tókst þó ekki að mynda
meirihlutastjórn og hann boðaði því
til nýrra kosninga. Ástæðan var
ágreiningur milli flokks Liebermans
og flokka strangtrúaðra gyðinga.
Avigdor Lieberman vill draga úr
pólitískum áhrifum strangtrúar-
flokkanna og neitaði að styðja stjórn
Netanyahus nema hún samþykkti að
afnema undanþágu strangtrúaðra
námsmanna frá herskyldu.
Stjórnmálaskýrandi breska ríkis-
útvarpsins í Jerúsalem segir að Net-
anyahu sé nú í veikari stöðu en eftir
þingkosningarnar í apríl. Nær
ógerningur sé að spá um niðurstöðu
komandi stjórnarmyndunarvið-
ræðna. Hann telur ólíklegt að Likud
og Bláhvíta bandalagið myndi ríkis-
stjórn nema Netanyahu fáist til að
víkja. Ljóst sé að forsætisráð-
herrann geti ekki myndað nýja
stjórn með strangtrúarflokkunum
„nema Lieberman snúist hugur fyrir
kraftaverk og samþykki stjórn
hægri- og strangtrúarflokka – nokk-
uð sem kjósendum skildist að myndi
aldrei gerast“. Þriðji möguleikinn er
að gengið verði til þingkosninga í
þriðja skipti á árinu, en enginn flokk-
anna er þess fýsandi.
Tveir strangtrúarflokkar gyðinga
fengu samtals 17 sæti og Yamina,
bandalag þjóðernis- og hægriflokka,
sjö sæti. Með Likud fengu flokkarnir
alls 56 sæti og þeir geta því ekki
myndað meirihlutastjórn án flokks
Liebermans.
Gantz í erfiðri stöðu
Leiðtogi Bláhvíta bandalagsins er
einnig í erfiðri stöðu. Til að mynda
stjórn án Likud þyrfti Gantz stuðning
tveggja minni vinstriflokka, sem
fengu samtals 11 sæti, og 12 þing-
manna Arabalistans. Flokkar araba
hafa hingað til ekki viljað styðja neinn
forsætisráðherra en leiðtogar Araba-
listans hafa léð máls á því að styðja
stjórn Ganz til að koma Netanyahu og
strangtrúarflokkum gyðinga frá völd-
um.
Netanyahu hét því fyrir kosning-
arnar að innlima landtökubyggðir
gyðinga á Vesturbakkanum í Ísrael.
Palestínumenn, sem vilja stofna
sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og
Gaza-svæðinu, hafa mótmælt þess-
um áformum og sagt að verði af inn-
limuninni sé enginn möguleiki á að
ná friðarsamkomulagi sem byggist á
tveggja ríkja lausninni. Gantz hefur
ekki boðað innlimun landtökubyggða
á hernumdu svæðunum en afstaða
hans til stofnunar Palestínuríkis hef-
ur verið óljós. Eins og Netanyahu
hefur hann sagt að ekki komi til
greina að Austur-Jerúsalem verði
hluti af Palestínuríki. Palestínumenn
vilja hins vegar að borgarhlutinn
verði höfuðborg ríkisins.
Úrslitin áfall fyrir Netanyahu
Lýðræðis-
bandalagið,
vinstriflokkur
Bláhvíta banda-
lagið, mið-hægrifl.
Sameinaði Tórafl.,
strangtrúarfl.
Yamina,
bandalag trúar-,
þjóðernis- og
hægriflokka
Shas,
strangtrúarfl.
Verkamannafl.,
vinstri-miðfl.
Likud,
hægrifl.
Israel Beiteinu,
þjóðernisfl.
Þingið (Knesset)
Arabalistinn,
bandalag
arabaflokka
Þingkosningar í Ísrael
Skipting sæta samkvæmt útreikningum
fjölmiðla í Ísrael
12
5
6
33
8
32
sæti
120
9
8
7
AFP
Netanyahu Forsætisráðherrann með eiginkonu sinni, Söru (við hlið hans).
AFP
Benny Gantz Leiðtogi Bláhvíta bandalagsins með konu sinni, Revital.
Forsætisráðherra Ísraels talinn í veikari stöðu en eftir þingkosningarnar fyrir fimm mánuðum
Aðdáendur Bítlanna geta nú farið
í garð í Liverpool sem varð inn-
blástur að laginu „Strawberry
Fields Forever“ sem John Lennon
samdi. Lennon var vanur að
klifra yfir girðingu garðsins í
æsku til að leika sér við vini sína
sem dvöldu á hæli fyrir mun-
aðarlaus börn. Hælið nefndist
Strawberry Field og Hjálpræð-
isherinn rak það til ársins 2005
en því hefur nú verið breytt í
miðstöð fyrir ungt fólk með
námserfiðleika til að hjálpa því
að fá atvinnu. Ár hvert hafa um
60.000 Bítlaaðdáendur farið að
hliði garðsins til að taka myndir
af sér við það en þeir geta nú
farið inn í garðinn því að hann
hefur verið opnaður almenningi
til frambúðar. „Þetta er einstakt
tækifæri til að skoða garðinn og
njóta þess sem margir hafa sagt
um hann, að þar finni menn frið
og ró,“ sagði Allister Versfeld,
major Hjálpræðishersins.
Strawberry Field
opinn til frambúðar
AFP