Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
SMÁRALIND icewear.is
GOLA | Barna regnbuxur Kr. 4.990.-St. 98-152
St. 86-110
Barna regnjakki Kr. 5.990.-
GARRI Pollajakki Kr. 4.990.-| Pollabuxur Kr. 2.750.-
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Umræður um fjár-
lagafrumvarp næsta
árs eru komnar á
flug eins og ævinlega
á þessum tíma. Þar
sýnist sitt hverjum
og mitt álit það að
eðlilegt sé. Sem aðili
að nokkrum slíkum
man ég hvað mér
þóttu margar fullyrð-
ingarnar út úr kort-
inu og ýmsar settar fram gegn
betri vitund að manni fannst. Svo
er enn, en aðaleinkennið þó jafn-
an það að þar var togast á um
upphæðir og þörf, togaði hver í
sinn skækil, án þess að sjá út fyr-
ir heildarþörf eða hagsmuni.
Mér finnst við snöggan yfirlest-
ur á helztu tölum að við margt
verði vel unað, margt til veru-
legra bóta og víða sótt rösklega
fram til velferðarauka. Mér þykir
þó enn að ekki sé nógsamlega
komið til móts við þá tekjulægstu,
fólkið sem á enga eða litla mögu-
leika á að efla sinn hag, öryrkjana
sem glíma við svo margvíslegar
hamlanir á svo margan hátt,
tekjujöfnunin hvergi nærri nóg,
þó margt sé vissulega vel gert í
þeim efnum. En þar æpir þörfin
svo víða ótrúlega hátt og sker-
andi. Eins finnst mér að ekki hafi
verið nýttar tekjulindir þar sem
þær eru hvað drýgstar, þar sem
féð er fyrir eins og sagt er.
Í hvert sinn sem þetta ber á
góma flýgur mér í hug viðkvæði
konu einnar þegar um það var
talað hversu komið væri nærri
þolmörkum þess sem þetta for-
ríka fólk gæti greitt til samfélags-
legra verkefna. „Æ, það getur nú
kostað sitt að passa upp á pen-
ingana sína þar sem nóg er fyrir
af þeim og öfundin er ills vaki
eins og segir í helgri bók“, eitt-
hvað í þá veru var hennar innlegg
í þessa umræðu og mér finnst oft
að bergmál þessarar hagspeki
ómi á ótrúlegustu stöðum, jafnvel
á hinu háa Alþingi. Alla vega þyk-
ir mér sem mörg sé sú mat-
arholan sem nýta mætti til handa
hinum verr settu en sem lítt er af
tekið. Gróðatölurnar
hjá hinum ýmsu fyrir-
tækjum eru samt svo
himinhátt umfram all-
ar þarfir hins eðlilega
að það jaðrar við þjóð-
hagslegan glæp að
láta þennan gróða í
friði í stað þess að
ávaxta hann til alls
hins góða þar sem fjár
er vant, enda held ég
að velflestar gróðatöl-
urnar séu þess eðlis
að ekki komi að gagni neinu fyrir
þjóðfélagsheildina nema síður
væri, aðeins sem sagt fyrir þá
„sem þurfa nú að passa upp á pen-
ingana sína“, þó ekki séu þeir
lengur undir koddanum.
En einhverjir fleiri eru komnir í
kodda stað til varðveizlu pening-
anna og þau öfl virðast eiga sem
fyrr býsna greiðan aðgang að Al-
þingi svo þess sé nú gætt vel að
þessir aumu aurar fari ekki á
óverðskuldaða eyðslustaði eins og
almannatryggingar eða önnur fé-
lagsleg úrræði sem „allt aflafé
ætla að gleypa“ eins og einn góð-
vinur minn orðaði það af einlægni
þess sem trúir því að einka-
framtakið sjái til réttlátrar skipt-
ingar þjóðartekna.
Í einlægni skora ég því á Al-
þingi að ná sem mestu af þeim
fjármunum til baka sem ekki eiga
að safnast á fáar hendur eða þeir
faldir með ýmsum hætti með alls
kyns kúnstum og útdeila þeim
sem réttlátast við lokaafgreiðslu
fjárlaga. Þá yrði þjóðarhagur bezt
tryggður og jafnréttið yrði meira,
ekki bara í orði heldur í raun.
Þau eftirmæli þarf ríkisstjórn
Katrínar Jakobsdóttur svo sann-
arlega að eignast, alþjóð allri til
farsældar.
„Það kostar sitt
að passa upp á
peningana sína“
Eftir Helga
Seljan
Helgi Seljan
» Þykir mér sem mörg
sé sú matarholan
sem nýta mætti til
handa hinum verr settu
en sem lítt er af tekið.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Stundum líður mér
sem ég væri einn af
hundum Pavlovs. Það
gerist nánar tiltekið
þegar ég heyri inn-
gangsstef fréttatíma
RÚV. Pavlov hafði
skilyrt hunda sína til
að sýna líkamleg við-
brögð við bjölluhljómi
og RÚV hefur gert hið
sama við mig. Í stað
þess þó að slefa af tilhlökkun vegna
þess að matur sé í vændum þá
hellist yfir mig tilfinning ergelsis og
óþols.
Fyrst man ég eftir þessari tilfinn-
ingu þegar fárið gegn Guðmundi
Árna Stefánssyni stóð yfir 1994 og á
seinni árum hefur mér fundist RÚV
taka eina og eina manneskju fyrir
til að leggja í einelti. Nefna má Ólaf
Magnússon, Hönnu Birnu, Sigmund
Davíð, Vigdísi Hauksdóttur, Braga
Guðbrandsson og Sigríði Andersen.
Dag eftir dag og viku eftir viku ráð-
ast sjálfskipaðir réttlætisriddarar
RÚV á fórnarlambið með það að
markmiði, að því er virðist, að koma
viðkomandi úr embætti. Altént ber
ekki mikið á vilja til að leita sann-
leikans er slíkar nornaveiðar standa
yfir. Sem dæmi má taka landsdóms-
málið er RÚV kallaði ítrekað eftir
skoðun Bjargar Thorarensen sem
engan veginn gat talist hlutlaus í
umfjöllun um nefndina sem eigin-
maður hennar veitti forstöðu.
Samkvæmt lögum um RÚV ber
mönnum þar á bæ að gæta hlut-
leysis en því er hreint ekki alltaf
fyrir að fara og alls ekki í umfjöllun
um deilur Ísraelsmanna við ná-
granna sína. RÚV virðist hreinlega
fylgja þeirri reglu að liggja á öllum
upplýsingum sem gætu aukið samúð
með Ísraelsmönnum og stilla þeim
stöðugt upp sem árásaraðilanum.
Vitnað er í Al-Jazeera, Erdogan,
Islamic Jihad eða Abbas en nær
aldrei í Ísraelsmenn sjálfa.
Í fyrrasumar hélt fréttastofa
RÚV því staðfastlega fram að mót-
mæli Gazabúa vegna þess að þeir
fengju ekki að fara „heim“ til þorpa
sem ekki hafa verið til í 70 ár væru
friðsamleg. Myndbönd af fólki sem
brenndi hjólbarða svo aðrir gætu
komist óséðir yfir
landamærin og af
brunnum ökrum ísr-
aelskra bænda mátti
líta á erlendum frétta-
stöðvum. Það að 50
Hamasliðar væru
drepnir á einum degi,
14.5., við að reyna að
komast yfir landamær-
in vopnaðir sveðjum,
hnífum og hand-
sprengjum breytti
engu um þá skoðun,
jafnvel þótt sú frétt
kæmi m.a. á CNN og NBC.
Stundum held ég að RÚVarar
telji að Ísland sé eitt af ríkjum BNA
því fréttir þeirra miðast við sjón-
arhorn Bandaríkjamanna. Sorglega
lítið er af fréttum frá Norðurlönd-
unum sem ættu þó að vera á áhuga-
sviði okkar. Á tímabili skreyttu nei-
kvæðar fréttir af Trump forseta
hvern einasta fréttatíma. Hlutleys-
isskyldan var enn og aftur brotin.
Eitt af því sem fer í taugarnar á
mér er hvernig RÚV ræðir ekki
málin til fulls, heldur gárar bara
yfirborðið í þykjustuumræðum í
málfundastíl. Tökum kjötmálið sem
dæmi. Þrátt fyrir að horfa ítrekað á
Ólaf Stephensen og Karl Krist-
insson takast á er ég enn engu nær
um hvað breyttist frá því að við
töldum okkur hafa undanþágu
vegna sýklavarna til að íslenska rík-
ið varð skaðabótaskylt vegna þess
að það vildi halda þeim vörnum
uppi. Hvernig gerðist það eiginlega?
Hið sama var uppi með orku-
pakkamálið. Í umræðuþáttunum
voru yfirleitt þrír fylgjandi sam-
þykkt en einn á móti. Spurningunni
um af hverju var þörf á að sam-
þykkja þessar reglugerðir var aldr-
ei svarað svo ég heyrði, en hæðst að
þeim sem vildu ekki samþykkja
Orkupakka 3 og þeir uppnefndir.
Talað er um öryggishlutverk
RÚV, að mikilvægt sé að almenn-
ingur geti gengið að traustum upp-
lýsingum vísum sé vá af einhverju
tagi fyrir dyrum. Miðað við sofanda-
hátt stofnunarinnar er þó álitamál
hvort hún kæmi þar að nokkru
gagni. Ekki hefur t.d. RÚV varað
okkur við uppgangi íslamista í ná-
grannalöndunum. Í Svíþjóð segir
SAPO að þeir skipti þúsundum og
að heimkomnir ISIS-liðar safni ný-
liðum í kjallaramoskum Malmö og í
Danmörku fá jíhadistasamtökin
Hizb ut Tahrir, sem stefna op-
inskátt að því að leggja heiminn
undir íslam, að athafna sig að vild.
Maður að nafni Rasmus Paludan
komst í fréttir RÚV fyrir að mót-
mæla þeim – og kallaði fréttamað-
urinn hann fasista án nokkurs rök-
stuðnings.
Ekki hefur RÚV heldur uppfrætt
okkur um að ESB hefur hægt og
hljótt komist undir stjórn heims-
valdasinnaðrar klíku er stefnir að
því að lög ESB verði æðri lögum
þjóðríkjanna á öllum sviðum og að
neitunarvald einstakra ríkja verði
afnumið.
Undanfarið hefur RÚV hins veg-
ar frætt okkur um yfirvofandi ham-
farahlýnun. Þær fullyrðingar eiga
ekki nokkra stoð í raunveruleik-
anum og eru hvorki byggðar á upp-
lýsingum frá NASA né loftslagsráði
SÞ. Hitastigsmælingar frá Stór-
höfða og Stykkishólmi benda ekki
heldur til verulegra breytinga.
Ég mótmæli því að vera skyldug
til að greiða nefskatt til RÚV –
stofnunar sem reynir ekki að gæta
hlutleysis í fréttaflutningi. Mér
finnst hörmulegt að þurfa að
styrkja stofnun sem elur einelt-
ismenn við brjóst sér, stofnun sem
kóar með Hamas sem hefur það á
stefnuskrá sinni að semja aldrei um
frið við Ísraelsmenn og fremja á
þeim þjóðarmorð.
Ég vildi gjarnan hafa þann mögu-
leika að láta nefskatt minn renna til
einhvers annars fjölmiðils – slíkt
myndi líka veita RÚV aðhald og
vera mönnum þar á bæ hvatning til
að fara eftir eigin lögum um póli-
tískt hlutleysi og sanngirni í frétta-
umfjöllun.
Um RÚV og hunda Pavlovs
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur »Ég mótmæli því að
vera skyldug til að
greiða nefskatt til RÚV
– stofnunar sem leggur
fólk í einelti og stundar
hreint ekki hlutlausa
fréttamennsku.
Ingibjörg Gísladóttir
Höfundur starfar
við umönnun aldraðra.
Atvinna