Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 42

Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 ✝ Steinunn MaríaHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 6. október 1977. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 9. september 2019. Foreldrar henn- ar eru Rannveig Lund sérkennari, f. 1949 í Reykjavík, og Halldór Gísla- son vélstjóri, f. 1951 á Grund í Súðavík. Stein- unn var miðjubarn. Eldri bróðir hennar er Þórhallur Ingi, pró- fessor við Háskóla Íslands, f. 1976. Eiginkona hans er Hildur Ólafsdóttir verkfræðingur, f. 1978, og eiga þau þrjú börn, Halldór Kára, f. 2005, og tví- burasysturnar Sólveigu og Ey- rúnu, f. 2008. Yngri bróðir Steinunnar er Eyþór, sagnfræð- ingur, starfandi við Sigmund Freud-háskólann í Vín, f. 1981. Sambýliskona hans er Julia Kunz, sérfræðingur í stafrænni þróun og gagnaúrvinnslu við háskólann í Vín, f. 1984. Fóstur- systir systkinanna er Katrín yrði fyrir valinu. Þaðan lauk hún stúdentsprófi árið 1997. Á námstímanum var hún eitt ár skiptinemi í Austurríki. Árið 2000 útskrifaðist hún frá Há- skóla Íslands með BA í þýsku. Hluta námstímans varði hún við Háskólann í Leipzig. Steinunn lagði síðan stund á tölvunar- fræði í Háskólanum í Reykjavík og lauk BS-prófi árið 2004. Eft- ir það vann hún í tölvugeiranum í Reykjavík, London og Boston og síðan hjá Landsbankanum. Árið 2008 greindist Steinunn með brjóstakrabbamein og olli það straumhvörfum í lífi henn- ar. Að lokinni meðferð minnk- aði hún við sig vinnu og lét drauma sína rætast. Hún tók einingar í þýðingarfræði og rit- list í Háskóla Íslands, fluttist til Buenos Aires um skeið og ferð- aðist mikið um Suður-Ameríku. Eftir heimkomuna starfaði Steinunn hjá fyrirtækinu Me- niga. Hún greindist síðan aftur með krabbamein í nóvember 2017 sem varð henni að aldur- tila. Steinunn hafði alla tíð mik- inn áhuga á útivist og hreyf- ingu. Fullfrísk stundaði hún fjallgöngur, hlaup og maraþon og göngur og sund eins lengi og heilsan leyfði. Útför Steinunnar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19. september 2019, klukkan 13. Anna Lund, pró- fessor við Háskóla Íslands, f. 1964 í Reykjavík. Árið 2013 kynnt- ist Steinunn og hóf búskap með eftir- lifandi eiginmanni sínum, Katli Gunn- arssyni, gagna- grunnsstjóra í Landsbanka Ís- lands, f. 10.8. 1967. Þau gengu í hjónaband árið 2016. Foreldrar Ketils eru þau Tove Dahle, f. 1944 í Þránd- heimi, og Gunnar Ragnarsson, f. 1942 í Hvoltungu undir Eyja- fjöllum. Börn Steinunnar og Ketils eru Katla Ásta, f. 5.12. 2014, og Ari Gunnar, f. 27.4. 2017. Sonur Ketils og stjúpson- ur Steinunnar er Kári, þjálfari, f. 1998. Steinunn ólst upp á Lauga- teigi 44 og gekk í Laugarnes- og Laugalækjarskóla. Þá þegar birtist áhugi Steinunnar á tungumálum og kom því ekki á óvart að tungumálabraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð Alltaf svo hörð af þér og dug- leg að bjarga þér þar sem mann- legur máttur dugði. Alltaf svo vongóð og yfirveguð í raunum þínum. Endalaust þolinmóð og elsku- rík móðir. Og í sumar, hvað þú naust þess að brjóta saman fötin af börnun- um þínum og hagræða á heimili þínu í stuttum heimsóknum frá spítalanum. Gera það sem þú réðir við og stundum örlítið meira. … þó þú sért ekki hér ég finn fyrir þér í hjarta mér. (Hjördís Linda Jónsdóttir) Kveðja frá foreldrum. Að sjálfsögðu er erfitt og óskiljanlegt að ná utan um það að þú sért farin. En tíminn sem við áttum saman felur í sér minning- ar og í gegnum þær get ég horft til baka með þakklæti fyrir að hafa átt þig, elsku besta systir mín. Við vorum ótrúlega lík, í útliti og hugsunarhætti. „Steypt í sama mót,“ sagðir þú alltaf með bros á vör þegar fólk rýndi í okk- ur. Samt varst þú fjölhæfari en við bræðurnir. Sennilega hefði hann aldrei getað lært neitt ann- að en raunvísindi og ég hugvís- indi. Þú gast hugsað í báðar áttir. Eldklár og fljót að fatta allt sem þú lagðir hugann við. Þannig varst þú líka miðjan sem tengdi okkur þrjú saman í hugsun og aldri. Okkar systkinasamband var mjög fallegt og við gátum alltaf talað saman, opið og feimn- islaust. Eftir að þrautirnar þyngdust og tíminn styttist varð það einmitt okkar styrkur hvað við áttum auðvelt með að tjá til- finningar okkar saman. Við færðum snertingu inn í líf hvert annars þegar þörf var á. Mér er minnisstætt atvikið þegar þú sást mig tilsýndar á Lauga- teignum, önugan táninginn með allt á hornum sér, og kallaðir „Eyþór, bróðir minn“ og faðm- aðir mig að þér. Fyrir nokkrum vikum sagðir þú mér að ég hefði gert svipað við þig þegar þú varst lítil stelpa, afbrýðisöm yfir þeirri athygli sem ég, litli bróðir, sogaði frá þér. Þú sagðir mér að það hefði breytt afstöðu þinni til mín. Og svona bræddum við hvort annað aftur og aftur og áttuðum okkur á hvað eitt lítið faðmlag getur breytt miklu þegar manni finnst lífið leika sig grátt. Vissulega er ósanngjarnt þeg- ar ung kona í blóma lífsins og ný- bökuð móðir er hrifin brott. En lífið er kaflaskipt og svo kemur lokakaflinn. Sá kafli sem þú áttir eftir fyrsta áfallið var þinn besti. Þú nýttir tímann vel og lést drauma þína rætast. Fluttir til Argentínu, ferðaðist um Suður- Ameríku og lærðir spænsku. Eignaðist mann sem þú elskaðir út af lífinu og dáðir. Ketill er „sálufélagi minn“ sagðir þú síðast þegar við töluðum saman. Og svo þessi yndislegu börn. Sá draum- ur rættist líka og móðurhlutverk- ið fór þér afskaplega vel og þú naust hvers augnabliks. Missir Ketils og barnanna er mikill en við munum halda minningu þinni á lofti. Núna ert þú falleg stjarna á himni, eins og Katla þín segir. Eyþór Halldórsson. Elsku systir. Eins undarlega og það hljómar þá hafa þessi tvö ár síðan þú greindist verið um margt góður tími. Hádegismatur, göngutúrar, spjall á spítalanum og mikill samgangur við þig, Ket- il og börnin. Við Hildur gátum loksins launað þér hjálpsemina frá því þú passaðir okkar börn og sterk bönd hafa myndast á milli frændsystkinanna. Við vorum ólík systkini. Ég var varfærinn og hlýddi fyrir- mælum (breyttist seinna). Fyrsta minningin mín af þér ert þú að príla upp á eldhúsinnréttinguna, þvert gegn fyrirmælum. Endaðir uppi á ísskáp með glampa í aug- um. Þessi glampi kom þér stund- um í vandræði. Hann einkenndi þinn persónuleika því þú varst ákveðin og hörð af þér, hnyttin og stundum kaldhæðin. Glamp- inn hvarf aldrei. Fimm dögum fyrir andlátið komum við Hildur á líknardeildina. Þú varst í þínum eigin fötum, vildir ekki líta út fyr- ir að vera sjúklingur. Þú hafðir mikið að gera við að taka á móti gestum og skrifa minningar fyrir börnin þín. Talið barst að sjón- varpinu: „Ég hef nóg annað að gera en að horfa. Er samt að spá hvort það sé þess virði að fórna broti af þessum síðustu stundum til að horfa á Chernobyl. Hvað finnst ykkur?“ Við vorum alltaf mjög náin. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það hef ég reynt að ræða við mín börn undanfarið. Tíu ára gömul fórum við að bera út blöð og selja. Man eftir okkur leiðast af stað í rökkrinu, pínu smeyk að rukka áskrifendur. „Getið þið komið aftur á morgun.“ Það var á náms- árunum sem við skildum fyrst al- mennilega þessi endurteknu heimboð. Kosturinn við blað- burðinn var að við þurftum aldrei á vasapeningum að halda. Lögð- um meira að segja til heimilisins. Afraksturinn (með hvatningu frá pabba) fór m.a. í að kaupa soda- stream-tæki. Fyrsta daginn drukkum við svo mikið bragðefni að við lögðumst í rúmið. Jólin eft- ir gáfum við mömmu og pabba stóran djúpsteikingarpott svo þau gætu steikt meira magn af kleinum. Haldið framboðinu stöðugu. Áhersla á orkuríkan mat helgaðist af því að við uxum skelfilega hratt. Kaupmaðurinn á horninu sagði að það væri hag- stæðara að festa kaup á belju en kaupa alla þessa mjólk. Á unglings- og fullorðinsárum fengum við ekki síður styrk hvort frá öðru. Þegar við völdum vit- lausan afleggjara eða gleymdum að gefa stefnuljós í lífinu þá hnipptum við hvort í annað. Það var ekki til sá hlutur sem við gát- um ekki rætt. Þú varst hlý, ein- læg og kunnir að hlusta. Í eitt skiptið þegar þú varst að passa og ég kom heim hafðir þú þörf fyrir að tala. Þú varst búin að kynnast manni. Það sást greinilega að þú varst hrifin. Ekki að ástæðulausu. Þið fóruð rólega af stað. Svo komu börnin. Þið bjugguð til fallegt heimili. Virðingin, væntumþykjan og til- litssemin sem þið sýnduð hvort öðru fór ekki framhjá neinum. Þið Ketill upplifðuð meiri ham- ingju saman á þessum sex árum en mörgum veitist á heilli ævi. Við vonuðumst eftir lengri tíma en ekki hafa áhyggjur. Þú valdir vel. Við Hildur og börnin verðum til staðar líka. Takk fyrir allt og hvíldu í friði. Þórhallur Ingi Halldórsson. Mig dreymdi Steinunni í nótt. Við vorum bara eitthvað að stúss- ast eins og við gerðum svo oft. Það var alltaf gaman að stússast með Steinunni. En þegar ég vaknaði helltist yfir mig tómleik- inn. Hvernig get ég lýst marg- brotnum og einstökum persónu- leika sem hefur fylgt mér gegn- um mismunandi tímabil og ég hef sífellt kynnst nýjum hliðum á í ýmsum aðstæðum, stundum erf- iðum? Persónuleika sem var heiðarlegur, staðfastur, fullur af réttlætiskennd og hlýju en að sama skapi opinn og leitandi. Vönduðum persónuleika sem velti ævinlega upp öllum hliðum mála og tók ekki afstöðu fyrr en að vel ígrunduðu máli. Það er varla hægt með örfáum orðum en svona persónuleiki var Steinunn mín. Steinunn var forvitin, ekki til að hnýsast heldur til að fræðast um fólk og fyrirbæri. Sem barn átti hún pennavini úti um allan heim, hún byrjaði snemma að ferðast upp á eigin spýtur. Strax á unga aldri sökkti hún sér á kaf í bókmenntir og þá voru tungumál engin fyrirstaða. Hlutirnir lágu vel fyrir henni og hún var náms- hestur. Þess vegna var hún frá- bær félagsskapur og aldrei skorti umræðuefnin. Steinunn var líka bráðskemmtileg og snillingur í að draga fram skoplegar hliðar mál- anna. Þess vegna var alltaf gam- an að stússast með henni, hvort sem við vorum að elda góðan mat, fara í langar gönguferðir, baða Ara Gunnar og berjast síð- an í sameiningu við að klæða litla stríðnipúkann, viðra Kötlu Ástu eða skreppa á kaffihús svo fátt eitt sé nefnt. Allt sem Steinunn tók sér fyrir hendur gerði hún af kostgæfni og ber fallegt og ham- ingjuríkt samband hennar og Ketils og uppeldi barnanna þeirra vitni um það. Og það þrátt fyrir að vágesturinn hræðilegi tæki sér bólfestu í lífi þeirra. Við veltum oft fyrir okkur hvernig skilgreina mætti sam- band okkar og var niðurstaðan yfirleitt sú að við værum frænkur (blóðskilgreining) en framar öðru systur og vinkonur. Þegar Stein- unn og bræður hennar komu í heiminn var ég unglingurinn á heimilinu og að mínu mati ekki til fyrirmyndar. Þrátt fyrir það mynduðust sterk tengsl á milli okkar og þegar Steinunn komst á unglingsárin gerði hún mig að trúnaðarvini og var það mér mik- ils virði. Sú vinátta hélst alla tíð. Minningar um að lesa bréfin hennar þegar ég var erlendis við nám og fá símtöl, sem bárust á skrítnum tímum sólarhringsins þegar ég var á Nýja-Sjálandi, ylja enn. Þá þurfti hún oft stuðn- ing við að leysa fram úr lífsins flækjum. Sá tími kom síðar að ég þurfti jafn mikið á henni að halda því hvað sem á bjátaði héldumst við ævinlega í hendur; alltaf eitt- hvað að stússast saman. Elsku Steinunn, takk fyrir að hafa gefið mér svona mikið í líf- inu. Takk fyrir að hafa verið frænka, systir og vinkona. Visk- an, húmorinn, hláturinn og allt stússið mun lifa í minningu um fallega mannveru sem snerti líf mitt djúpt. Elsku Ketill, Katla Ásta og Ari Gunnar, hugur minn er hjá ykkur og verður alla tíð. Katrín Anna Lund. Ég hitti Steinunni mágkonu mína fyrst þegar við Þórhallur vorum búin að vera saman í nokkra mánuði. Hún þá nýkomin frá Austurríki, þar sem hún hafði dvalist í einhverja mánuði, kom í kaffi á Þórsgötuna. Ég hreifst strax af beittum húmornum og einstakri frásagnargáfunni þar sem hún sat brosandi og sagði okkur frá ævintýrum sínum í út- löndum. Þessir kostir Steinunnar í bland við rökfestu gerðu það að verkum að hún hafði sérstakt lag á að gera Þórhall bróður sinn kjaftstopp (þeir sem til þekkja vita að það gerist ekki oft). Við fluttum til Köben, Stein- unn stundaði nám og vinnu og ferðaðist um heiminn. Hún gaf sér þó alltaf tíma til að heim- sækja okkur og rækta sambandið við litlu frændsystkinin. Þeim stundum fjölgaði svo eftir að við fluttum heim þegar hún passaði fyrir okkur nánast vikulega um tíma. Börnin okkar eiga dýrmæt- ar minningar um Steinunni frænku sem lakkaði á þeim negl- urnar í öllum regnbogans litum, kenndi þeim muninn á mjálmi „litlu sætu kisu“ og mjálmi „vondu kisu“. Þá var sko velst um af hlátri yfir sniðugu frænku. Undanfarin ár höfum við svo verið svo heppin að fá að endur- gjalda pössunina stöku sinnum og kynnast Kötlu og Ara Gunnari sem okkur þykir öllum svo vænt um. Katla er nú þegar farin að minna á móður sína og snýr á „Tóta frænda“ í samningavið- ræðum þegar henni sýnist svo. Samband frændsystkinanna er fallegt og sterkt og kannski börn- in á Suðurgötu fái einn daginn að heyra um skrýtnu kisurnar tvær frá stóru frænkum sínum. Steinunn og Ketill fundu svo sannarlega ástina saman og það var einstakt að fylgjast með því hve samstiga þau voru í gegnum jafnt hamingjuríka sem erfiða tíma. Elsku Ketill, það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með styrk þínum í gegnum allt saman. Núna tekur næsta verkefni við. Þér mun farast það vel úr hendi og það er gott að vita til þess að Kári stendur þétt þér við hlið. Þú veist að við verðum alltaf til stað- ar enda munu börnin okkar ekki taka annað í mál en að hitta Kötlu og Ara Gunnar reglulega. Hildur Ólafsdóttir. Með sorg í hjarta og tár á hvarmi kveð ég bróðurdóttur mína, Steinunni Maríu. Stundum finnst manni tilveran ósanngjörn. Ung kona í blóma lífsins er hrifin burt frá eigin- manni og ungum börnum. Það æðruleysi og kjarkur sem einkenndi Steinunni Maríu í bar- áttu hennar við erfiðan sjúkdóm var einstakt. Ketill og fjölskyldan stóðu eins og klettur við hlið hennar en eftir harða baráttu sigraði sjúkdómurinn. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum aðstandendum Steinunnar Maríu og bið góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Elsku Ketill, Katla Ásta, Ari Gunnar og Kári, minningin um Steinunni Maríu lifir áfram í hjörtum okkar. Úr hjarta mínu hverfur treginn er ég hugsa um hlátur þinn. Bros þitt veitti birtu á veginn betri um stund var heimurinn. (Magnús Eiríksson) Þín frænka Sigurbjörg Fr. Gísladóttir (Sirrý). Við Steinunn vorum vinkonur alla ævi. Mikil sorg og söknuður fylgir kveðjustund en hugurinn er fullur af dýrmætum minning- um frá ótalmörgum samveru- stundum, hittingum og ferðalög- um. Ég man eftir okkur á barnsaldri sitjandi undir húsvegg í blíðviðri að borða ís. Í barbíleik undir súð og spila kleppara með Roxette á repeat. Bústaðaferðir með fjölskyldum okkar. Við tvær þrammandi um Madrid í hita- svækju um tvítugt. Kaffihúsa- ferðir á háskólaárunum. Hádeg- isverður í Kensington þegar Steinunn bjó í London. Löng hlaup á laugardagsmorgnum að undirbúa okkur fyrir hálfmara- þon hálffertugar. Brauðbakst- ursnámskeið í vor. Síðasta sam- verustundin okkar í sumar. Það var alla tíð svo bjart yfir Steinunni, manngæskan, gleðin og hlýjan streymdi frá henni. Hún var með góða og afslappaða nærveru, það var svo gott að spjalla við hana um lífið og til- veruna og það var gott að hlæja með henni. Takk fyrir allt sem þú varst og allt sem þú gafst. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Vigdís. Ástkær vinkona, Steinunn María, er ekki lengur á meðal okkar. Það er óskiljanlegt og sorgin djúp. Það er svo stutt síð- an vinkona okkar var full af lífs- orku, krafti og gleði. Það var dásamlegt að fylgjast með Stein- unni ná góðum bata eftir barátt- una við brjóstakrabbamein, ferð- ast um Suður-Ameríku, læra spænsku í Buenos Aires, fara aft- ur að vinna í sínu fagi og finna ástina hjá fyrrverandi samstarfs- félaga. Að eignast eigin fjöl- skyldu var einn af draumum Steinunnar og hann rættist, hún varð stjúpmóðir og síðan móðir í tvígang. Hún og Ketill gerðu af miklum dugnaði upp gamalt hús í Hafnarfirði, þar sem þau bjuggu sér og börnum sínum hlýlegt og fallegt heimili. Við stelpurnar í vinkonuhópn- um kynntumst í Ljósinu árið 2008 og höfum hist reglulega síð- an til að halda hópinn, styðja hver aðra og hlæja saman. Stein- unn lét ekki sitt eftir liggja og var virk í Amasónahópnum, en það köllum við litla vinahópinn okkar sem enn hittist. Hún sagði mjög skemmtilega frá og sá alltaf bros- legu hliðarnar þó að um háalvar- legt málefni væri að ræða. Frá- bært skopskyn hennar var eitt af því sem einkenndi hana. Steinunn var mjög opin og hlý, en einnig eldklár og skynsöm. Hún hugsaði í lausnum og var mjög umhugað um velferð ann- arra í kringum sig. Að sama skapi sýndi hún mikinn styrk og æðruleysi þegar á móti blés. Það er höggvið stórt skarð í hópinn okkar við að missa hana og henn- ar sárt saknað. Ef vinkonu þú átt auðæfum hefur þú náð dýrmætara er fátt en vinátta í hjarta sáð. (Úr ljóðinu Vinkona eftir Hjördísi Lindu Jónsdóttur úr Amasónahópnum, sem einnig féll frá í blóma lífsins.) Við sendum fjölskyldu Stein- unnar Maríu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þið hafið misst mikið. Megi minningin um hana veita ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning hennar. Áslaug, Ágústa María, Elín Björt, Katrín Eva, Ólöf, Sigríður, Sigríður Hanna, Unnur og Unnur Ösp. Ég kynntist Steinunni í ofur- hraðferð í stærðfræði í MH haustið ’93. Við komum báðar úr grunnskólum þar sem þótti alls ekki kúl að vera klár og allir áttu að ganga í Levi’s-gallabuxum. Við vorum eins og sloppnar úr búri að koma inn í þennan hóp þar sem allir voru klárir í þessum litríka umburðarlynda skóla þar sem við máttum klæða okkur hvernig sem við vildum. Við vor- um fljótar að finna hvor aðra, glaðar, bjartsýnar og frjálsar. Í litríkum kjólum. Við töluðum um allt. Pólitík, heiminn, samfélagið og lífið. Steinunn gat snúið íslenskunni um fingur sér og gert allt fyndið. Hún gerði óspart grín að sjálfri sér, mér og lífinu. Hvernig sumir voru alltaf að rembast við að lifa upp í væntingar annarra. Og hvernig stelpur voru metnar eftir því hvort þær ættu kærasta eða ekki. Við vorum alveg með það á hreinu að lífið hefði fleiri ævin- týri að geyma en kærasta. Við hjóluðum um Reykjavík í kjólun- um okkar, gengum í pólitískan umræðuhóp og hjálpuðum til í kosningabaráttunni í borginni. Vorið ’94 var okkar vor. Um haustið fór Steinunn á vit stóru ævintýranna, sem skipti- nemi í Austurríki. Það var henni bæði krefjandi og gefandi. Bréfin frá henni iða af kímni: „Ég dýrka Graz. Ég elska sporvagnana þó að ég sé fullviss um að ég verði fyrir einhverjum, sem væri týpískt. Svo borga ég auðvitað aldrei svo að ást mín mun ábyggilega dvína þegar ég verð tekin. En ég ætla ekki að pæla í því núna.“ Steinunn ’94 Ævintýrin héldu áfram eftir MH. Steinunn lærði þýsku í há- skólanum og bjó í Þýskalandi. Hún skellti sér líka í tölvunar- fræði í HR, vann í Englandi og Boston og varð séní í sjálfvirkum prófunum. Við fengum að vinna Steinunn María Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.