Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
saman og þar sýndi hún enn og
aftur hvað hún var vel gefin,
skipulögð og frábær í samskipt-
um. Og inni á kvennaklósetti gát-
um við talað um allt.
Eftir fyrstu umferð af krabba-
meini ákvað hún að dusta rykið af
gömlum draumum. Hún vann
minna, lærði ritlist og þýðingar
og skrifaði sögur, bara fyrir
sjálfa sig. Í upphafi 2011 skellti
hún sér svo hálft ár til Argentínu
til að læra spænsku, bjó fyrir of-
an tangóskóla og naut litríkrar
tilverunnar í Buenos Aires.
Öll þessi ár spornaði Steinunn
enn við þrýstingi samfélagsins
um að hún ætti nú bara að drífa
sig að finna bara einhvern mann
til að eignast nú börn. Steinunn
kom frá kærleiksríku heimili og
vissi að hún mátti ætlast til meira
en hún hafði fundið. Og svo þegar
ástin kom, þá var hún algerlega
biðarinnar virði. Og svo sterk að
Steinunn flutti „alla leið“ í Hafn-
arfjörðinn. Steinunn og Ketill
hreiðruðu um sig í gamla húsinu
hans og Kára og gerðu þar hlý-
legt og bjart heimili með tveimur
fjörugum börnum sem hún var
svo endalaust stolt af. Sterku,
skemmtilegu stelpunni sinni og
káta, yndislega stráknum.
Kæru Ketill, Katla, Ari, Kári,
Rannveig, Halldór, Þórhallur,
Eyþór og Kata, hugurinn er hjá
ykkur öllum. Ég er óendanlega
þakklát fyrir Steinunni. Þessa
gáfuðu, fyndnu, hugrökku, fal-
legu, duglegu, kreatívu og sjálf-
stæðu konu sem kunni svo vel að
lifa, læra, skapa og elska.
Dagbjört Jónsdóttir.
Við Steinunn kynntumst sex-
tán ára gamlar í útilegu verðandi
skiptinema og þegar við hittumst
aftur ári síðar var eins og við
hefðum alltaf verið bestu vinkon-
ur. Síðan höfum við sötrað saman
þúsundir kaffibolla, spjallað um
allt milli himins og jarðar, hlegið
saman og grátið. Lífið er ekki
alltaf auðvelt, en það er ólýsan-
lega miklu betra þegar maður á
góðan trúnaðarvin.
Steinunn var sögukona með
glettinn húmor sem hjálpaði
henni í gegnum ýmsar raunir.
Þegar hún greindist með krabba-
mein í fyrsta skiptið bað hún mig
um hjálp við að raka af sér hárið
og í stað gráts varð sú stund full
af hlátri og prakkaraskap og loks
aðdáun á sérlega fallegu höfuð-
lagi Steinunnar.
Hún hafði smitandi bros og
ótrúlega fallega og heilbrigða sýn
á lífið: Víðsýn og með sterka rétt-
lætiskennd, hreinskilin, næm,
hjálpfús og góð. Hún var líka ein-
staklega skynsöm, eiginleiki sem
hún nýtti til að láta drauma sína
rætast í stað þess að aftra þeim.
Hún skellti sér í tvígang í skipti-
nám, starfaði í Bandaríkjunum
og Bretlandi auk þess að flytja
um hríð til Suður-Ameríku til að
teyga menningarstrauma og æfa
sig í spænsku. Hún var stúlkan
sem hellti sér í skapandi skrif á
fertugsaldri og, í miðju krabba-
meinsferli, fór að læra á píanó.
Steinunn var tungumálakona
og elskaði bókmenntir auk þess
að njóta þess sjálf að skrifa fal-
legan texta. Hún sagði sérlega
skemmtilega frá og var forvitin
um lífið og tilveruna. Þegar ég
bauð henni á framúrstefnulega
listviðburði kom hún gjarnan
með beinskeyttar spurningar eft-
ir á sem fengu mig til að líta
ferskum augum á hlutina – og
stundum, með hreinskilni sinni
og kankvíst bros á vör, benti hún
á að keisarinn var bara alls ekk-
ert í neinum fötum!
Þegar Steinunn kynntist Katli
var strax ljóst að þau áttu eitt-
hvað alveg sérstakt saman og
voru svo fallega ástfangin. Hún
flutti inn til Ketils og Kára og
fyrr en varði vorum við Steinunn
aftur samstiga í lífinu því við
eignuðumst báðar stelpur og svo
síðar hvor sinn drenginn. Það var
svo notalegt að hittast með
krakkana, leyfa þeim að dunda
sér á meðan við sátum í sófanum
og röbbuðum, enda voru heim-
sóknirnar sjaldan undir þremur
klukkutímum! Steinunn elskaði
fjölskylduna sína afar heitt og
var afskaplega góð mamma. Það
er þyngra en tárum taki að hún
fái ekki að fylgja litlu krílunum
sínum í gegnum lífið.
Þegar við hittumst síðast, á
líknardeild Landspítalans, böl-
sótaðist ég yfir grimmd krabba-
meinsins. Hún faðmaði mig þá
blíðlega og sagði: „Þetta er bara
sorgin. Þetta er sorgarferlið.“
Þetta var svo dæmigert fyrir
Steinunni, svo næm og greind og
umhugað um ástvini sína, leið-
beinandi okkur í gegnum sorg-
arferlið.
Hún trúði því að hún myndi
ekki fara þótt líkaminn gæfist
upp og stefndi að því að vera
áfram nálægt ástvinum sínum,
fæðast svo jafnvel aftur. Ég efast
ekki um að það sé rétt hjá henni,
því ekki slokknar svo björt og fal-
leg sál sem hennar.
Elsku Ketill, Kári, Katla Ásta
og Ari Gunnar – elsku Rannveig,
Halldór, Eyþór, Þórhallur og
Kata. Mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Bryndís Nielsen.
Það er með söknuði sem við
kveðjum vinkonu okkar Stein-
unni Maríu Halldórsdóttur. Það
sama á við um fjölskyldu okkar
og marga gamla vini Ástu dóttur
okkar. Steinunn og Ásta, sem
lést af slysförum fyrir fimm ár-
um, voru skólasystur úr Mennta-
skólanum í Hamrahlíð. Þær
kynntust þó ekki fyrr en alllöngu
síðar gegnum sameiginlega vini.
Kunningsskapur varð að vináttu.
Saman og með fleiri vinum héldu
þær í ævintýraferðir um íslensk
fjöll og dali. Myndir frá fjallgöng-
um og heimsóknir til vina og ætt-
ingja út um landið bera skemmt-
uninni vitni. Mikið var hlegið og
ekki var það óhentugt fyrir lífs-
gleðina að deila íbúð í 101
Reykjavík um tíma.
Steinunn var góðum gáfum
gædd og hafði jákvæða afstöðu til
lífsins. Með vináttu sinni efldi
hún umhverfi sitt með bjartsýni
og gleði. Ekki spillti að hún lýsti
af hamingju með samband þeirra
Ketils og yndislegu börnin
þeirra, Kötlu Ástu og Ara Gunn-
ar, og stjúpsoninn Kára. Stóra
stelpan hennar hún Katla Ásta
og drengirnir gerðu hana svo
stolta.
Steinunn sýndi einstakt æðru-
leysi þegar hún talaði um veik-
indi sín og sagði til dæmis alltaf
að hún þyldi svona meðferð mjög
vel, fengi til dæmis eiginlega eng-
ar svona dæmigerðar aukaverk-
anir.
Steinunnar verður sárt sakn-
að. Við sendum Katli og börnun-
um, foreldrum og bræðrum
Steinunnar okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi allt gott
styðja þau.
Inga Þórsdóttir og
Stefán Einarsson.
Enginn er tilbúinn fyrir þá
stund sem nú er komin, að kveðja
þig kæra vinkona. Þú varst svo
margt sem erfitt er að koma í
orð; hæfileikarík á ótal sviðum
með mörg hlutverk, móðir, eig-
inkona, dóttir svo fátt eitt sé
nefnt. Það er þungbær staðreynd
að skyggt hefur fyrir sólu.
Síðastliðið vor vorum við sam-
an í Suðurbæjarlauginni og þú
kvartaðir yfir að geta ekki alveg
klárað að synda 1.000 metrana
fyrir verkjum. Þetta æðruleysi
þitt og styrkur í veikindunum
lýsti þér vel ásamt staðfasta
dugnaðinum sem fylgdi þér allt-
af.
Við kynntumst sem börn, for-
eldrar okkar voru vinir og
spiluðu mikið bridds saman. Á
meðan dunduðum við okkur við
ýmislegt og horfðum á Blackad-
der með öðru auganu ásamt
bræðrum okkar. Þegar bílprófið
var komið fórum við á tilviljunar-
kennt flakk um höfuðborgina á
gamla Saabinum hans pabba og
skemmtum okkur meðan foreldr-
arnir voru uppteknir við að segja
sjö tígla eða pass.
Upphafið á okkar vinskap
hófst síðar þegar þú bjóst á
Skólavörðustígnum og stundaðir
nám í þýsku við HÍ. Ég átti oft
leið hjá og við nutum þess að
drekka kaffi saman. Vináttan bjó
yfir trausti, kærleik og góðum
húmor. Þú varst málglaðari en ég
og spurðir spurninga því þú vildir
vega og meta málefni, með
skarpan huga sem hafði einnig
gaman af að skilgreina. Oft gaf
ég þér ráð sem þú sóttist eftir og
dáðist að þér í hljóði hve hnyttin
þú gast verið í tilsvörum. Ég
meiri tilfinningavera og þú með
praktískari nálgun sem myndaði
gott jafnvægi.
Síðari ár hittumst við í göngu-
ferðum í Hafnarfirði í grennd við
fallega heimilið ykkar Ketils og
barnanna. Stunduðum leikhúsin
og áttum gæðastundir yfir góð-
um mat á veitingastöðum.
Sorgin er óháð tíma og rúmi,
hún læðist að manni þegar síst er
von á, fyllir brjóstið af sárum til-
finningum og reiði sem erfitt er
að meðtaka og skilja.
Elsku Steinunn María mín, ég
hika ekki við að panta stóra Baby
Ruth-tertusneið eins og um dag-
inn á Súfistanum næst þegar ég á
leið þar um. Þá minnist ég þín og
horfi á birtuna draga stafi sína á
ný.
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Elsku Ketill, Kári, Katla Ásta,
Ari Gunnar og fjölskyldur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Tinna Ragnarsdóttir.
Elsku Steinunn okkar er látin
langt um aldur fram.
Við vorum svo lánsamar að
kynnast fyrir næstum áratug,
hinum megin á hnettinum, þegar
við bjuggum allar í Buenos Aires
í Argentínu á sama tíma. Við náð-
um strax vel saman – Hið ljós-
hærða tríó/Las Tres Rubias – og
voru ófá skiptin sem við dönsuð-
um saman tangó, hlógum okkur
máttlausar og drukkum ma-te
fram á nótt. Síðan þá héldum við
alltaf góðu sambandi og hittumst
við öll tækifæri á Íslandi og einn-
ig í Englandi, Danmörku og Sví-
þjóð. Það eru margar skemmti-
legar og dýrmætar minningar
sem við eigum frá þessum fund-
um, hvort heldur sem var á kaffi-
húsum með te og kökum, í
gönguferðum, í dansi eða al-
mennu hangsi heima hjá Stein-
unni og fjölskyldu í Hafnarfirð-
inum. Allt dýrmætar minningar
sem við munum deila með börn-
unum þegar þau stækka.
Það var alltaf glatt á hjalla í
kringum Steinunni. Hún var ekki
aðeins hörkutól og mikil ævin-
týramanneskja með góða nær-
veru, hún bjó líka yfir ótrúlegu
jafnaðargeði og stóískri ró. Svo
var hún líka bara svo skemmti-
leg! Steinunn með sitt fallega
bros, smitandi hlátur og óborg-
anlega húmor. Einnig þegar al-
vara var á ferðum, þegar hún var
í átökum lífsins, einnig þá var
stutt í brosið, hláturinn og húm-
orinn.
Það var yndislegt að fylgjast
með Steinunni og Katli verða ást-
fangin og stofna fjölskyldu.
Steinunn naut sín í móðurhlut-
verkinu og var virkilega ástfang-
in og hamingjusöm og nýtti sinn
tíma vel – gæði en ekki magn,
eins og við ræddum oft. Og Ketill
góður pabbi sem veitti Steinunni
fullvissu um að börnin væru í
góðum höndum.
Lífið verður aldrei það sama
án Steinunnar og fráfall hennar
skilur eftir sig stórt skarð í hjört-
um okkar. Elsku Ketill, Katla,
Ari, Kári, foreldrar, tengdafor-
eldrar, bræður, fjölskylda og ást-
vinir, við vottum ykkur innilega
samúð á erfiðum tímum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum)
Helen Halldórsdóttir og
Birta Bjargardóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAGALÍN GUÐMUNDSSON
frá Innri-Hjarðardal, Önundarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 11. september. Útförin fer
frá Fossvogskirkju föstudaginn
20. september klukkan 13.
Yngvi Hagalínsson Guðbjörg Halldórsdóttir
Sigríður Hagalínsdóttir Skafti Þ. Halldórsson
Guðrún Hagalínsdóttir Arne B. Vaag
Guðmundur Hagalínsson Ágústa Halldórsdóttir
og fjölskylda
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
MARZILÍA INGVARSDÓTTIR,
Sólborgarhóli, Hörgárbyggð,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir Grafarvogi
13. september. Útförin fer fram frá
Glerárkirkju mánudaginn 30. september klukkan 13:30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri.
Ingvar Gunnar Óskarsson Lena Cecilia Nyberg
Viglín Óskarsdóttir Ólafur Haraldsson
Óskar Rafn Ólafsson
Baldur Örn Ólafsson
Heiðbjört Ingvarsdóttir
Valberg Ingvarsson
Borghildur Ingvarsdóttir Gerhard Neppl
Kristbjörg Ingvarsdóttir
Katrín Ingvarsdóttir
Amalía Kruuse
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
DAGBJÖRT R. BJARNADÓTTIR,
Rauðalæk 21, Reykjavík,
frá Berserkseyri, Eyrarsveit,
lést laugardaginn 14. september.
Linda Björk Pétursdóttir
Kristín Pétursdóttir
Ásta Bjarney Pétursdóttir Nicolai Jónasson
Yngvi Pétursson Marta Konráðsdóttir
Minn ástkæri eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HELGI ARNLAUGSSON
skipasmiður,
lést á líknardeild Landspítalans
15. september.
Útför fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 23. september
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans.
Erna R.H. Hannesdóttir
Hilda E. Hilmarsdóttir Ólafur Þórðarson
Kristinn Helgason Maneerat Anupai
Arnlaugur Helgason Anna Birgitta Bóasdóttir
Guðrún Helgadóttir Ómar Garðarsson
Elsa Kristín Helgadóttir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Finnbjörg Skaftadóttir
Jóhann Örn Skaftason Anna Helgadóttir
Halldóra Skaftadóttir Bjarni Ingvarsson
Íris Hv. Skaftadóttir Halldór Geirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar kæri,
EINAR VALUR GUÐMUNDSSON
sjómaður og athafnamaður,
Fjarðarstræti, Ísafirði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðju-
daginn 10. september.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. september
klukkan 14.
Linda Kristín Ernudóttir
Valdís María Einarsdóttir
Arnar Ingi Einarsson
Hildur Ása Einarsdóttir
systkini, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn
Elsku maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi, sonur, tengdasonur, bróðir,
mágur og frændi,
HARALDUR REYNISSON
tónlistarmaður og kennari,
Dalamaður og Breiðhyltingur,
lést undir Dalanna sól sunnudaginn 15. september.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 27. september
klukkan 15.
Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir
Steinar Haraldsson Íris Einarsdóttir
Reynir Haraldsson Alda Þyri Þórarinsdóttir
Sölvi Haraldsson
Reynir Haraldsson Jóna Gunnlaugsdóttir
Sigurbjörn Sigurðsson Melkorka Benediktsdóttir
Hjördís Kristjánsdóttir
Linda Björk Ólafsdóttir Brynjar Björnsson
Gunnlaugur Reynisson Erla Björk Hauksdóttir
Sigurborg H. Sigurbjörnsd. Sveinn Sigurðsson
Sigurður Sigurbjörnsson
og systkinabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR ANDRÉS JÓHANNSSON,
bóndi og fv. forstjóri,
Árbæ, Holtum,
lést á heimili sínu þriðjudaginn
10. september. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju, Holtum
laugardaginn 21. september klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á orgel- og minningarsjóð Árbæjarkirkju, kt. 420169-4509,
0308-03-250972.
Vigdís Þórarinsdóttir
Grétar Þórarinn Gunnarsson Guðríður Sigurðardóttir
Maríanna Gunnarsdóttir Ólafur Örn Ólafsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson Hafdís Svava Níelsdóttir
og afabörn