Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 56

Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI 60 ára Hulda Björk er Skagamaður, hefur ætíð búið á Akranesi. Hún er sjúkraliði að mennt og vinnur á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Höfða. Maki: Magnús Ólafur Kristjánsson, f. 1960, vinnur hjá Norður- áli. Börn: Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 1980, Ólöf Lilja Magnúsdóttir, f. 1986, og Jó- hann Bjarki Magnússon, f. 1994. Barna- börnin eru Patrekur Orri, f. 2002, og Lilja Björk, f. 2006. Foreldrar: Ragnar Heiðar Felixson, f. 1938, d. 1980, bílstjóri, og Elísabet Karls- dóttir, f. 1940, sjúkraliði. Hún er búsett á Akranesi. Hulda Björk Ragnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú laðar að þér vini og aðdáendur vegna þess hversu skemmtileg/ur þú ert. Þér líður best í margmenni, umkringd/ur þeim sem draga það besta fram í þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er orðið tímabært að þú dekrir svolítið við sjálfa/n þig. Þú ert á faralds- fæti þessar vikurnar og finnst það ekki leiðinlegt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst sem allir séu að horfa yfir öxlina á þér og það veldur þér umtals- verðri streitu. Einhver misskilningur er á sveimi í ástarsambandinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að ætla að leysa viðkvæmt mál í einu vetfangi. Til- einkaðu þér aðferðir sem auðvelda þér að greiða hraðar upp skuldir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Veltu því fyrir þér áður en þú efnir til deilna hvort ekki sé hægt að gera mála- miðlun. Notaðu frítíma þinn til að sinna þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gerðu það sem þú getur til að brjóta upp hversdagsleikann í dag. Mundu að dramb er falli næst. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gætið þess að lenda ekki í milli þegar vinir ykkar eiga í deilum. Ef þú ert ekki viss um hvað þér finnst, eða heldur að álit þitt geti sært einhvern, er betra að þegja. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ástúðlegar tilfinningar til ein- hvers sem er þér nákominn eru sterkar í dag. Mundu að oft felst fegurðin í smáat- riðunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einlægar samræður við góðan vin gera þér gott í dag. Brostu framan í heiminn. Þú ferð oft fram úr þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinir þínir og fjölskylda sýna þér mikinn stuðning á þessu ári. Sýndu þolinmæði og tillitssemi í samtölum við samstarfsmenn þína því þeir eiga ekkert nema gott skilið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er bráðnauðsynlegt að lesa vel allt smáa letrið á þeim skjölum sem þú skrifar undir. Hagaðu seglum eftir vindi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar gera þarf breytingar þarf oft að taka tillit til margra þátta. Njóttu þess að slaka á en vertu um leið vakandi fyrir nýjum hlutum. ismálin. Það bætast nýir félagar í hópinn á hverju ári sem margir eru að takast beint á við vandamálin og leysa þau í stað þess að mála slag- orð á kröfuspjöld eða viðra dyggðir sínar í fjölmiðlum.“ Glúmur átti ekkert frekar von á því að fara að starfa við efnafræð- ina eftir að námi lauk þar sem hann festi ekki þannig hug við málum. „Ég furða mig enn á því svartnætti sem einkennir alla um- ræðu um þau mál á sama tíma og lífsskilyrði mannsins batna stór- kostlega ár frá ári. Frá því um aldamótin hef ég verið verið félagi í Kinship Conservation Fellows sem er alþjóðlegur félagsskapur sem leggur áherslu á að nýta markaðs- öflin til að takast á við umhverf- G lúmur Jón Björnsson er fæddur 19. september 1969 í Reykjavík. „Að frátöldu fyrsta árinu í Langholtsskóla gekk ég í grunnskóla í Breiðholtinu, fyrst Ölduselsskóla og svo Selja- skóla. Foreldrar mínir byggðu tvisvar í hverfinu þannig að ilm- andi mótatimbur, dúfnakofar, bog- ar og túttubyssur úr rafmagns- rörum og teygjubyssur úr handföngum af málningardósum voru mín leggur og skel. Nýbygg- ingahverfið var með öðrum orðum draumaland sæmilega uppátækja- samra krakka. Ég á því frábærar minningar úr Seljahverfinu og hugsa oft hlýtt til allra skóla- og leikfélaga minna þaðan. Við nýttum einmitt tækifær- ið nú í sumarlok árgangurinn minn úr Seljaskóla, þegar skólinn varð 40 ára, til að hittast hér heima hjá mér áður en haldið var á dansiball í íþróttahúsi skólans. Að Seljaskóla loknum tók við nám í MR með enn fleira dásam- legu fólki. Í sumarleyfum frá skóla dvaldi ég ýmist í góðu yfirlæti hjá ömmu minni og afa og Þórði föð- urbróður mínum á Siglufirði og vann þar í fiski eða við hellulagnir og önnur garðyrkjustörf hjá Þór Snorrasyni skrúðgarðyrkjumeist- ara í Reykjavík sem á einmitt líka afmæli í dag og ég færi hér með mínar bestu kveðjur í tilefni dags- ins.“ Í MR kynntist Glúmur Sigríði eiginkonu sinni en þau voru þá bæði farin að taka þátt í starfi Heimdallar þar sem Glúmur sat svo í stjórn í nokkur ár, þar af eitt sem formaður félagsins. „Ég hef síðan átt óteljandi skemmtilegar stundir í starfi Sjálf- stæðisflokksins, ekki síst und- anfarin ár þar sem Sigríður hefur heldur betur látið til sín taka í glímunni við kerfið sem þingmaður og ráðherra. Svo höfum við nokkrir gamlir félagar úr Heimdalli lengi haldið úti skoðanaskiptum á vef Andríkis.“ Glúmur segir að meðan á námi í efnafræði við HÍ stóð kviknaði hjá honum mikill áhugi á umhverfis- námið þrátt fyrir alúð góðra kenn- ara. „En svo hef ég unað hag mín- um sérdeilis vel á efnarann- sóknastofu Fjölvers ehf. undanfarinn aldarfjórðung með miklu sómafólki. Við sinnum meðal annars gæðaeftirliti á eldsneyti og skyldum efnum fyrir innlend og er- lend olíufélög,“ en Glúmur hefur verið framkvæmdastjóri Fjölvers frá því um aldamótin. „Við Sigríður höfum búið hér á vallagötunum í Vesturbænum alla okkar sambúðartíð enda er hún al- in upp í hverfinu. Breiðholtsvilling- urinn hefur því smám saman orðið Vesturbæjaríhald. Dætur okkar, Brynhildur og Áslaug, eru auðvitað miðpunktur tilverunnar. Það er bara ævintýri að fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Ég held að maður verði einkum að nota svona tímamót til að þakka fyrir þá gæfu að hafa ætíð verið heppinn með samferðafólk í lífinu, hvort sem er skóla- og vinnufélaga, vini eða fjölskyldu.“ Fjölskylda Eiginkona Glúms er Sigríður Á. Andersen, f. 21. nóvember 1971. Glúmur Björnsson efnafræðingur – 50 ára Fjölskyldan Glúmur ásamt eiginkonu og dætrum, foreldrum og tengdaföður, við fermingu Brynhildar í vor. Lífið er gott og batnar sífellt Hjónin Glúmur og Sigríður fóru í fyrsta sinn til Toskana í sumar. 30 ára Ingunn er Hafnfirðingur. Hún er með MS-gráðu í klín- ískri næringarfræði og vinnur sem klín- ískur næringarfræð- ingur á Landspít- alanum og einnig á Rannsóknarstofu í næringarfræði. Maki: Kristinn Bernhard Kristinsson, f. 1986, viðskiptafræðingur og fjármála- sérfræðingur hjá Saga Natura. Sonur: Brimar Bernhard Kristinsson, f. 2018. Foreldrar: Ingvar Svanur Baldvinsson, f. 1955, d. 1989, bílasali, og Jóhanna Valdís Jóhannsdóttir, f. 1958, félagsliði og vinnur á sambýli. Hún er búsett í Sandgerði. Ingunn Erla Ingvarsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.