Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 „JÁ, JÁ. NÝI STARFSTITILLINN ER SVAKA FLOTTUR EN ÞÚ VERÐUR ENN UNDIRMAÐUR SVEINBJARGAR Í INNHEIMTUNNI.” „EF VIÐ FÁUM FIMM MILLJÓNIR Í SKAÐABÆTUR ÆTTIR ÞÚ AÐ FÁ EINHVERJA TUGI ÞÚSUNDA ÚT ÚR MÁLAFERLUNUM.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gæta þeirra sem eitt sinn gættu þín. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ODDI, SJÁÐU! VIÐ BERJUMST FYRIR BETRI HEIMI! HA? BETRI HEIMI FYRIR OKKUR! JAHÁ! Starfsheiti: alþingismaður. For- eldrar Sigríðar: Hjónin Brynhildur K. Andersen, f. 28.5. 1938, d. 11.3. 2019, húsmóðir í Reykjavík, og Geir R. Andersen, f. 8.9. 1934, fyrr- verandi blaðamaður, búsettur í Reykjavík. Börn Glúms og Sigríðar eru Brynhildur Glúmsdóttir, f. 18.10. 2005, og Áslaug Glúmsdóttir, f. 7.3. 2009. Systur Glúms eru Ellisif Katrín Björnsdóttir, f. 7.2. 1972, heyrnar- fræðingur og framkvæmdastjóri, búsett í Garðabæ, og Soffía Hlín Björnsdóttir Nielsen, f. 30.12. 1976, hagfræðingur í Danmörku. Foreldrar Glúms eru hjónin Hildur Björg Sverrisdóttir hús- móðir, f. á Blönduósi 26.3. 1947, og Björn Búi Jónsson mennta- skólakennari, f. á Siglunesi við Siglufjörð 24.9. 1947. Glúmur Björnsson Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir húsfreyja á Ísafi rði Sigurgeir Sigurðsson skipstjóri og síðar verkamaður á Ísafi rði Elísabet Þórunn Sigurgeirsdóttir húsmóðir á Blönduósi Hildur Björg Sverrisdóttir húsmóðir Jóhann Sverrir Kristófersson kaupmaður, bílstjóri og fl ugvallarvörður á Blönduósi Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir húsfreyja á Blönduósi Kristófer Kristófersson kaupmaður og bókari á Blönduósi Kristófer Sverrisson mjólkurfræðingur á Blönduósi Margrét Jónsdóttir fv. bóndi á Garði í Þistilfi rði Elínborg Hannesdóttir húsfreyja Nýpukoti í Víðidal Ásmundur Jón Sveinsson bóndi á Nýpukoti í Víðidal og síðar Staðarhóli við Siglufjörð Soffía Jónsdóttir húsfreyja og verkakona á Siglufi rði Sigríður Anna Þórðardóttir fv. alþingismaður og ráðherra Þórður Þórðarson vélstjóri á Siglufi rði Jón Guðmundur Þórðarson vitavörður á Siglunesi og verkamaður á Siglufi rði Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Siglunesi Þórður Þórðarson vitavörður á Reykjanesi og Siglunesi Úr frændgarði Glúms Björnssonar Björn Búi Jónsson menntaskólakennari Efnafræðingurinn Glúmur. Sigurlín Hermannsdóttir yrkir„Haustsonnettu“ undir áhrif- um frá og til heiðurs Jónasi Hall- grímssyni, – hér er vel kveðið og skemmtilega: Nú andar haustið hryssingsköldum vindum og hrannir stórar úrillar sér bylta. Af trjánum slitnar laufið logagyllta en lít ég skafla á efstu fjallatindum. Og bændur fara á fjöll að leita að kindum þeim fylgir hópur ungmeyja og pilta. Á fjórhjólum sig finna alveg tryllta í fjallakofa örlar smá á syndum. Fuglinn minn ljúfi, floginn ertu burt til fjarlægra landa í talsvert betra veður að spóka þig þar, á stórri sólarströnd. En ég sit eftir, verð að vera um kjurrt og veturinn þreyja, hvað sem annars skeður. Ég þrái svo hlýju og dýrleg draumalönd. Pétur Stefánsson er sjálfum sér trúr, yrkir dróttkvætt um veðrið og kallar „Haustlægð“: Gulnar gróður og fölnar. Gnauða vindar um hauður. Víða mun hret á heiðum hamast tímunum saman. Reiðigjarn stormur ræður ríkjum á stundu slíkri. Höldar skulu geðró halda þó hvessi á degi þessum. Reifur um götur ráfa þó regn falli á þegna. Haustvindur hart að austan hræða vill fólk í bræði. Heim kem í huga dreyminn holdvotur líkt og moldin. Man nú að albest uni ég inni með konu minni. Kári Tryggvason frá Víðikeri gaf út „Vísuna“ og valdi úrvalsstökur eftir 120 höfunda. Hér eru nokkrar. Fyrst eftir Kristínu í Haukatungu: Lifað hef ég langa ævi laus við hroka í lítinn skaufa látin moka, ég lofaði aldrei stórum poka. Flóvent Jónsson Hlöðum: Lífið gerist þungt og þreytt þegar fer að elli. Fleira er en funi heitt, fleira sker en járnið beitt. Hjörtur Kristmundsson skóla- stjóri: Árin tifa, öldin rennur, ellin rifar seglin hljóð; fennir yfir orðasennur, eftir lifir minning góð. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Haustsonnetta, haustlægð og góðar stökur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.