Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Pepsi Max-deild karla FH – ÍBV .................................................. 6:4 Fylkir – Víkingur R.................................. 3:1 Staðan: KR 20 14 4 2 39:20 46 Breiðablik 20 11 4 5 43:28 37 FH 20 10 4 6 35:33 34 Stjarnan 20 7 8 5 33:31 29 Fylkir 20 8 4 8 35:36 28 HK 20 7 5 8 28:26 26 ÍA 20 7 5 8 25:26 26 Valur 20 7 4 9 34:32 25 Víkingur R. 20 6 7 7 30:31 25 KA 20 7 4 9 27:30 25 Grindavík 20 3 10 7 15:23 19 ÍBV 20 2 3 15 20:48 9 Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Club Brugge – Galatasaray.................... 0:0 París SG – Real Madrid .......................... 3:0 Ángel Di Maria 14., 33., Thomas Meunier 90. Staðan: París SG 1 1 0 0 3:0 3 Club Brugge 1 0 1 0 0:0 1 Galatasaray 1 0 1 0 0:0 1 Real Madrid 1 0 0 1 0:3 0 B-RIÐILL: Olympiacos – Tottenham ....................... 2:2 Daniel Podence 44., Mathieu Valbuena 54. (víti) – Harry Kane 26.(víti), Lucas Moura 30. Bayern München – Rauða stjarnan....... 3:0 Kingsley Coman 34., Robert Lewandowski 80., Thomas Müller 90. Staðan: Bayern München 1 1 0 0 3:0 3 Olympiacos 1 0 1 0 2:2 1 Tottenham 1 0 1 0 2:2 1 Rauða stjarnan 1 0 0 1 0:3 0 C-RIÐILL: Dinamo Zagreb – Atalanta..................... 4:0 Marin Leovac 11., Mislav Orsic 31., 42.. 69. Shakhtar Donetsk – Manch.City ........... 0:3 Riyad Mahrez 24., Ilkay Gündogan 38., Gabriel Jesus 76. Staðan: Dinamo Zagreb 1 1 0 0 4:0 3 Manch. City 1 1 0 0 3:0 3 Shakhtar D. 1 0 0 1 0:3 0 Atalanta 1 0 0 1 0:4 0 D-RIÐILL: Atlético Madrid – Juventus .................... 2:2 Stefan Savic 70., Hector Herrera 90. – Juan Quadrado 48., Blaise Matuidi 65. Leverkusen – Lokomotiv Moskva ......... 1:2 Sjálfsmark 25. – Grzegorz Krychowiak 16., Dmitri Barinov 37. Staðan: Lokomotiv M. 1 1 0 0 2:1 3 Atlético M. 1 0 1 0 2:2 1 Juventus 1 0 1 0 2:2 1 Leverkusen 1 0 0 1 1:2 0 EM U17 kvenna Undanriðill í Hvíta-Rússlandi. Ísland – Malta........................................... 1:0 Amanda Jacobsen Andradóttir 30.  Frakkland og Ísland eru með 6 stig og bæði komin áfram í milliriðil. Malta og Hvíta-Rússland eru án stiga. KNATTSPYRNA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ekki var nóg með að ríkjandi Evr- ópumeistarar Liverpool hefðu byrj- að illa í Meistaradeildinni í fótbolta í fyrrakvöld, heldur hóf sigursæl- asta félag Evrópufótboltans frá upphafi keppnina á brauðfótum í gærkvöld. Real Madrid, þrettánfaldur Evr- ópumeistari, steinlá fyrir París SG í frönsku höfuðborginni, 3:0, og til að strá salti í sárin var það fyrrverandi leikmaður félagsins, argentínski kantmaðurinn Ángel Di María, sem skoraði tvö fyrstu mörk frönsku meistaranna strax í fyrri hálf- leiknum. Thomas Meunier innsigl- aði sigurinn í uppbótartíma eftir að leikmenn PSG höfðu gjörsamlega sundurspilað gestina frá Madríd. Þægilegur útisigur City Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í neinum vandræðum með að sigra Shakhtar Donetsk austur í Úkraínu, 3:0. Riyad Ma- hrez og Ilkay Gündogan komu City í þægilega stöðu fyrir hlé og Gabriel Jesus innsiglaði sigurinn með marki í seinni hálfleiknum. Bayern München fór líka vel af stað og vann Rauðu stjörnuna frá Serbíu 3:0. Þar innsigluðu Robert Lewandowski og Thomas Müller sigurinn með mörkum á lokakafla leiksins. Tottenham tapaði forskoti Tottenham komst í góða stöðu í Grikklandi þar sem enska liðið náði tveggja marka forystu eftir hálf- tíma leik gegn Olympiacos. Harry Kane fékk vítaspyrnu og skoraði úr henni og Lucas Moura bætti við marki fjórum mínútum síðar. Grikkirnir voru hinsvegar búnir að jafna metin strax í upphafi síðari hálfleiks, 2:2, og þar við sat. Annar lítt þekktur sló í gegn með þrennu Annað kvöldið í röð sló lítt þekkt- ur framherji í gegn í Meistaradeild- inni. Nú var það hinn króatíski Mis- lav Orsic sem skoraði þrennu fyrir Dinamo Zagreb þegar Króatarnir léku Atalanta frá Ítalíu grátt og sigruðu 4:0. Orsic er 26 ára gamall og lék í fjögur ár í Suður-Kóreu áð- ur en hann kom aftur til heimaborg- arinnar Zagreb og gekk til liðs við Dinamo á síðasta ári. Hann gerði sex mörk í króatísku deildinni síð- asta vetur en er nú þegar kominn með fimm mörk á þessu tímabili. Atletico Madrid náði í stig á síð- ustu stundu á heimavelli gegn Ju- ventus þegar Hector Herrera jafn- aði metin í 2:2 í byrjun uppbótartímans. Risi á brauð- fótum í París  Real Madrid fór mjög illa af stað AFP Sætt Ángel Di Maria fagnar eftir að hafa komið París SG yfir gegn sínu gamla félagi Real Madrid og hann átti eftir að bæta við öðru marki. Gary Martin er kominn á fleygiferð í baráttuna um markakóngstitil úr- valsdeildar karla í fótbolta 2019 eft- ir að hafa skorað þrennu fyrir ÍBV í 6:4 ósigrinum gegn FH í gær. Mart- in hefur því gert sjö mörk í síðustu fjórum leikjum ÍBV og samtals 11 mörk í deildinni en tvö þau fyrstu gerði hann fyrir Val í vor. Martin hefur því náð Hilmari Árna Hall- dórssyni sem er með 11 mörk fyrir Stjörnuna og er einu marki á eftir Thomas Mikkelsen sem er marka- hæstur í deildinni með 12 mörk fyr- ir Breiðablik. vs@mbl.is Verður Martin markakóngur? Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Þrenna Gary Martin með boltann í leiknum í Kaplakrika í gær. Morten Beck Guldsmed, danski fram- herjinn hjá FH, varð í gær fyrsti leik- maðurinn í 46 ár til að skora þrennu í tveimur leikjum í röð í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi. Hann gerði þrjú marka FH í 6:4 sigrinum á ÍBV, sem fjallað er um á næstu síðu, og þrennu í 3:1 sigri á Stjörnunni í síðasta leik. Sá síðasti sem lék þenn- an leik var Hermann Gunnarsson í júlí árið 1973. Hann skoraði þá þrennur í 6:0 sigri Vals á ÍBV og 6:3 sigri Vals á Breiðabliki. Hermann setti markamet þetta ár með því að skora 17 mörk í deildinni. vs@mbl.is Næstur á eftir Hemma Gunn Þrennur Hermann Gunnarsson setti markamet í deildinni árið 1973. Sex Íslendingar geta tekið þátt í leikjum sinna liða í Evr- ópudeildinni í fótbolta í kvöld og fjórir þeirra gætu spil- að sinn fyrsta leik á þeim vettvangi. Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson hafa reynslu af því að spila með CSKA Moskva í Meistaradeildinni en þeirra lið mætir Ludogorets í Búlgaríu í kvöld og þar geta þeir spilað í Evrópudeildinni í fyrsta sinn. Arnór Ingvi Traustason er reyndastur í Evrópudeild- inni því hann á þar að baki 12 leiki með Malmö og Rapid Vín. Malmö sækir Dynamo Kiev heim til Úkraínu í kvöld. Jón Guðni Fjóluson lék tvo leiki með Krasnodar í deildinni í fyrra en lið hans sækir Basel heim til Sviss. Rúnar Már Sigurjónsson þreytir frumraun sína í Evrópudeildinni en lið hans, Astana frá Kasakstan, á sannkallaðan stórleik fyrir höndum í kvöld gegn Manchester United á Old Trafford. Loks gæti Albert Guðmundsson spilað sinn fyrsta Evrópudeildarleik en AZ Alkmaar fer til Serbíu og leikur þar við Partizan Belgrad. vs@mbl.is Sex íslenskir í Evrópudeild Rúnar Már Sigurjónsson Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, átti stórgóðan leik í marki Sävehof í gærkvöld þegar sænsku meist- ararnir unnu Rabotnik frá Norður- Makedóníu, 25:24, í Meistaradeild Evrópu. Ágúst varði 14 skot í leikn- um, þar af eitt vítakast, og var með 37 prósent markvörslu. Sävehof hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Þá var Sigvaldi Björn Guðjónsson markahæstur hjá El- verum frá Noregi með 6 mörk í tapi, 26:19, gegn þýsku meist- urunum Flensburg. Átti stórleik í Meistaradeild Ljósmynd/IK Sävehof Góður Ágúst Elí Björgvinsson átti drjúgan þátt í sigri Sävehof.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.