Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 62
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Megas heldur tónleika á Kex hosteli
í kvöld kl. 20, ásamt gítarleikar-
anum Daníel Friðriki Böðvarssyni
og píanóleikaranum Davíð Þór Jóns-
syni. Tónleikarnir eru á dagskrá
Klikkaðrar menningar, menning-
arhátíðar á vegum samtakanna Geð-
hjálpar sem fagna 40 ára afmæli í
ár. Á hátíðinni verður boðið upp á
„fullt af sjúklegum atriðum með
klikkuðu listafólki“, eins og segir á
fésbók.
Megas er þá væntanlega einn
hinna klikkuðu, hver sem merking
þess orðs er, nota bene, og er spurð-
ur að því hvort efnisskráin verði al-
veg klikkuð. „Ég er svolítill orð-
hengill og búinn að liggja yfir orðinu
að klikka og að klikka þýðir ýmis-
legt. Byssa klikkar,“ segir Megas.
Hann efast þó um að ætlunin sé að
eitthvað klikki á hátíðinni, síður en
svo.
– Þetta á að vera geggjað …
„Já og nú er það orðið geggjað,
það hefur nú gengið í gegnum mikl-
ar merkingarbreytingar.“
Eðlilegt í svona samfélagi
– Þú samdir „Paradísarfuglinn“
árið 1977 þar sem þú syngur um
konu sem „gjörðist veik á geði“, var
geðveiki ekki algjört tabú á Íslandi í
þá tíð?
„Tabú og ekki tabú, þá var byrjuð
þessi málhefð að eitthvað væri
geggjað og margir litu á geggjun
sem einhvers konar hálfsjálfsvíg,
það er að segja þú droppar út úr
þjóðfélaginu en getur droppað inn í
það aftur,“ svarar Megas og líkir
þessu við að upplifa eigin jarðarför.
– Hafa geðsjúkdómar komið oft
við sögu í þínum textum?
„Já, það er eðlilegt í svona sam-
félagi,“ segir Megas.
– Það er líka afstætt hver er sjúk-
ur og hver ekki, ekki satt?
„Já, og náttúrlega afskaplega
skakkt mat þar á ferðinni,“ svarar
Megas og segir margan góðborgar-
ann hrjáðan.
Hann er spurður hvers vegna
hann hafi beðið Daníel og Davíð að
koma fram með sér á hátíðinni og
segir hann Daníel hafa komið sjálf-
krafa til greina þar sem hann hafi
verið gítarleikarinn hans í seinni tíð.
„Svo hitti ég Davíð Þór og hann var
bara hugfanginn af hugmyndinni að
spila á þessari hátíð. Hann er, eins
og allir vita, einstakur,“ segir Megas
en þeir Davíð hafa unnið saman áð-
ur. Hann ber báðum hljóðfæraleik-
urunum vel söguna og segir þá jafn-
víga á hið mögulega og ómögulega.
Allt leiki í höndunum á þeim og þeir
eigi auðvelt með að tengja við sam-
vitundina enda næmi þeirra algert
alnæmi.
Hefur farið fram úr sjálfum sér
Megas hefur gjarnan litið um öxl
á tónleikum sínum, oft valið lög sem
hann hefur ekki flutt lengi og segir
hann tónleika sína alltaf hafa að
vissu leyti verið retróspektífa, aftur-
lit – blandað prógramm af gömlum
lögum í nýjum útgáfum og nýjum
með fæðingarfitunni.
Hann hefur sjálfur sagst lítinn
mun sjá á sínum elstu og yngstu
verkum, þróunin hafi verið lítil sem
engin þótt tækninni hafi fleygt
fram. „Ég hef náttúrlega líka farið
fram úr sjálfum mér; á plötunni
Fram og aftur blindgötuna var
„Gamla gasstöðin“ sem var diskó, á
Á bleikum náttkjólum var pönklag,
„Paradísarfuglinn“, og á Hættulegri
hljómsveit & glæpakvendinu Stellu
kom „Söngur um ekkert“ sem var
acid house,“ segir Megas.
Tjörukenndar hægðir?
Talið berst aftur að klikkun, að
vera klikk og klikki. Megas segir
blaðamanni sögu sem snertir klikk,
af því þegar hann sótti um starf
gæslumanns á Kleppi, ungur að ár-
um. „Ég var settur í persónuleika-
próf, 600 spurninga prófið, og heyrði
svo ekkert frá þeim. Ég hringdi loks
í Klepp, sagðist hafa sótt um starf
og verið settur í próf og ekkert
heyrt frá þeim. Ég vildi fá einhverja
niðurstöðu. Konan brá sér frá, talaði
við einhvern og spurði hvort ég gæti
komið inn eftir til þeirra. Jú, ég átti
tíma aflögu, tek strætó á Klepp og
sest í biðstofu. Mér er svo vísað til
yfirmanns þessara prófana og það
var unglegur maður og mikil gæða-
sál. Hann sagði mér að taka þetta
ekki nærri mér en ásinn átti að vísa
þráðbeint niður ef allt var með
felldu. Minn gerði það ekki og það
var frávik sem gerði mig óhæfan,“
segir Megas. „Svo sagði hann dálítið
ófaglega þegar hann var að kveðja
mig og ég var að fara út úr dyrun-
um: Við höfum líka heyrt þessa
plötu þína,“ segir Megas og gleðst
yfir minningunni. Var þar átt við
fyrstu plötu hans, samnefnda hon-
um.
„Þetta próf var æði víðtækt. Ein
spurningin var: Hafið þér fengið
svartar, tjörukenndar hægðir? Já
eða nei? Þegar ég sagði mínum
ágæta lækni frá þessu prófi – hann
kom ekkert nálægt því – gerði hann
þá athugasemd að maður sem væri
með annan fótinn í norminu og hinn
í óreiðunni væri langtum betri til að
passa upp á geðsjúklinga en hinir
sem skortir frávikið.“
Innblásinn af Hamförum
Megas er spurður hvað hann sé
að sýsla í listinni þessa dagana og
segist hann hafa verið að vinna lengi
vel að verkefni innblásnu af plötu
Gunnars Jökuls heitins, Hamförum,
þar sem finna má lög á borð við
„Hundurinn minn“, „Kaffið mitt“ og
„Bíllinn minn“. Titlarnir segja til um
umfjöllunarefnin og Megas virðist
hafa heillast mjög af þessu verki.
Bókverk hans í Pastel-ritröðinni,
Geitungabúið mitt (ekki er allt sem
sýnist þó sjáist), er hluti af þessu
textasafni og kom út árið 2017.
Hann á fleiri langa texta í fórum
sínum sem tengjast þessu þema
Gunnars Jökuls og segir hugmynd-
ina að plötu Gunnars hafa verið
merkilega þótt úrvinnslan hafi ekki
verið nógu góð. „Hann klikkaði,
geigaði,“ segir Megas um plötuna og
að hann sé að gera hana upp, svo að
segja. „Þetta er búið að taka svo
langan tíma, ég er búinn að lúra á
þessu eins og einhverju leyndar-
máli.“
Bálkinn segir hann hafa byrjað
með „Bílnum sínum“ og „Bólinu“ og
fleiru þess háttar og Geitungabúið
hafi komið með seinni skipunum.
„Og „Neyslan mín“, henni hef ég
lokið,“ bætir Megas við. Hvernig og
hvort þessi bálkur mun koma út læt-
ur hann ósagt en í það minnsta eru
lög og textar til ofan í skúffu.
Ýktar og upplognar frásagnir
Klikkið getur verið gjöfult og í því
eru fólgin frávik, líkt og fyrr er get-
ið. „Frávikið er eins og klikkið í
byssunni en mun fjölbreyttara,“
bendir Megas á. Frávikið tengist
líka minni- og meirihluta og segist
Megas alltaf hafa viljað tilheyra
meirihlutanum. „Árið 1968 var í
tísku að vera vinstrimaður og ég var
náttúrlega vinstrimaður, hafði það
úr foreldragarði,“ nefnir hann.
Megas virðist líka hafa tilhneig-
ingu til að fjalla um frávik, fara út
fyrir normið, án þess þó að tilgang-
urinn sé að styggja nokkurn. Frá-
sagnirnar eru ýktar hjá honum og
stundum upplognar, ef það hljómar
betur. „Maður verður að læra regl-
urnar til að kunna að brjóta þær.“
Við snúum okkur aftur að lagaval-
inu á tónleikunum í kvöld. Megas
greinir frá því að fyrir nokkrum ár-
um hafi hann verið fenginn til að
semja „geðjaða“ texta fyrir Geð-
læknafélag Íslands við þekkt lög,
m.a. „Kenndu mér að kyssa rétt“ og
„Summertime“ en síðan samdi hann
ný lög við þessa texta og setti þau á
plötur. Lögin sem flutt verða í kvöld
eru valin vegna tilefnisins, sem er 40
ára afmæli Geðhjálpar. „Ég vil allt
gera fyrir hann Einar Þór,“ segir
Megas að lokum og á þar við for-
mann Geðhjálpar sem er Jónsson.
Með annan fótinn í óreiðunni
Megas kemur fram á Klikkaðri menningu á Kex hosteli „Frávikið er eins og klikkið í byssunni
en mun fjölbreyttara,“ segir hann Frávik gerði hann óhæfan í starf gæslumanns á Kleppi
Morgunblaðið/Eggert
Geðjaðir Fyrir nokkrum árum var Megas fenginn til að semja „geðjaða“ texta við þekkt lög og verða einhver þeirra
flutt í kvöld á tónleikunum á Kex hosteli. Frávik olli því að hann hlaut ekki starf gæslumanns á Kleppi.
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–