Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Blaðamannafundur vegna Alþjóð-
legrar kvikmyndahátíðar í Reykja-
vík, RIFF, var haldinn í gær en há-
tíðin hefst eftir slétta viku, fimmtu-
daginn 26. september, með frum-
sýningu á kvikmyndinni End of
Sentence eftir Elvar Aðalsteinsson.
Hátíðinni lýkur svo 6. október með
frumsýningu á Parasite eftir suð-
urkóreska leikstjórann Bong Joon-
ho sem hlaut aðalverðlaun kvik-
myndahátíðarinnar í Cannes í vor.
Sýningar á hátíðinni munu fara að
mestu fram í Bíó Paradís en einnig í
Norræna húsinu, Sundhöll Reykja-
víkur og Lofti hosteli. Þá verður
kvikmyndadagskrá RIFF einnig
víða um borgina og þá m.a. á bóka-
söfnum, í félagsheimilum, fangelsum
og á hjúkrunarheimilum.
RIFF er nú haldin í 16. sinn og
eru flestar myndanna á dagskrá nýj-
ar af nálinni eða nýlegar og umfjöll-
unarefnin allt milli himins og jarðar.
Alls verða 147 myndir sýndar, þar af
42 kvikmyndir í fullri lengd, 24
heimildarmyndir og 81 stuttmynd.
Sérstök athygli verður veitt kvik-
myndum frá Austurríki og heiðurs-
gestir ð þessu sinni eru þrír: leik-
stjórinn Claire Denis sem hlýtur
heiðursverðlaun, framleiðandinn
Katja Adomeit sem hlýtur heiðurs-
nafnbótina upprennandi meistari og
leikarinn John Hawkes. Um 57%
kvikmyndagerðarmanna sem verk
eiga á hátíðinni eru karlar og 43%
konur og á hátíðinni verða sýndar
myndir frá 48 löndum. Frekari upp-
lýsingar má finna á riff.is.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Niðurtalning Frá blaðamannafundi sem haldinn var í gær vegna RIFF.
147 myndir á RIFF
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Á þriðja tug tónlistarmanna kemur
fram á minningartónleikum um
Jóhann Jóhannsson, tónskáld og
tónlistarmann, sem lést í febrúar í
fyrra Tónleikarnir eru haldnir í til-
efni þess að Jóhann hefði orðið
fimmtugur í dag, 19. september.
Tónleikarnir verða haldnir í Hall-
grímskirkju á laugardaginn, 21.
september, klukkan 20.
„Þótt þetta séu minningartón-
leikar leggjum við áherslu á að við
séum að halda upp á afmælið hans.
Þetta eiga ekki að vera sorgartón-
leikar, heldur komum við saman
aðdáendur og vinir og njótum
ávaxta stórbrotins listamanns,“
segir Lárus Jóhannesson, eigandi
12 tóna og vinur Jóhanns. Lárus
er einn af þeim sem koma að
skipulagningu tónleikanna.
„Þetta verða mjög stórir, tví-
skiptir tónleikar en á þriðja tug
tónlistarmanna kemur fram. Fyrir
hlé erum við með kammerhluta úr
mörgum af þekktustu verkum Jóa
eins og „Englabörnum Orpheé“,
„Fordlandia“ og „IBM 1401“ sem
hann setti saman til þess að túra
með. Þau sem eiga heiðurinn af
þessu eru Una Sveinbjarnardóttir,
Ólafur Björn Ólafsson og Skúli
Sverrisson, sem unnu öll mjög ná-
ið með Jóa í langan langan tíma
þannig að þetta er eins nálægt
hugmyndum hans um hvernig ætti
að upplifa eigin tónlist og hugsast
getur,“ segir Lárus.
„Við settum þessa dagskrá sam-
an í fyrra og fórum með hana til
Moskvu í desember. Þar var heilt
kvöld með tónlist Jóa í nýjum
glæsilegum 1.500 manna tónleika-
sal við Rauða torgið, viðtökurnar
voru frábærar í fullum sal og það
er virkilega gefandi að þessi dag-
skrá verði nú loksins flutt í fyrsta
sinn á Íslandi.“
Verk flutt í fimmta skipti
Eftir hlé verður verkið „Virðu-
legu forsetar“ flutt í heild sinni.
„Það var frumflutt í Hallgríms-
kirkju á Kirkjulistahátíð í maí
2003 og er fyrir brasssveit, slag-
verk, orgel, píanó og elektróník.
Það er eitt af hans allra fegurstu
og sérstæðustu verkum og tekur
um 70 mínútur í flutningi. Þetta
verður mjög stór stund því verkið
hefur einungis verið flutt fjórum
sinnum í heild frá upphafi fram að
þessu.“
Það hefur því mikla þýðingu að
verkið skuli nú aftur flutt í Hall-
grímskirkju. „Jói skrifaði verkið
með þessa kirkju og þetta orgel í
huga svo Hallgrímskirkja er rétti
staðurinn til þess að flytja þetta
verk. Fleiri eftirminnilegir tón-
leikar með tónlist Jóa hafa verið
hér enda lagði hann alltaf mikla
áherslu á sali og staðsetningar,“
segir Lárus.
Það er ekki bara staðsetningin
sem er þýðingarmikil heldur einn-
ig val á flytjendum.
„Það sem ég legg svo mikla
áherslu á þegar ég er með tónleika
tengda Jóa er að þeir sem taka
þátt í flutningnum séu með djúpar
rætur í hans tónlist því þetta er
mjög sérstök tónlist,“ segir Lárus.
„Á tónleikunum kemur fram stór
hluti þeirra sem frumfluttu
„Virðulegu forseta“. Fremstan ber
að nefna Guðna Franzson sem
stjórnar verkinu og hefur eigin-
lega gert það að sínu, einnig verða
Skúli Sverrisson og organistinn
Guðmundur Sigurðsson þar á með-
al sem og margir af Caput-
blásurunum. Þetta verður mjög
eftirminnileg stund.“
Jóhann lést aðeins 48 ára að
aldri. Hann var heimsþekktur fyrir
kvikmyndatónlist sína og hlaut
meðal annars Golden Globe-verð-
laun árið 2014 fyrir tónlistina í
kvikmyndinni The Theory of
Everything og var tilnefndur til
Óskars-, BAFTA- og Grammy-
-verðlaunanna fyrir kvikmynda-
tónlist sína.
Jóhann vandvirkur öðlingur
Lárus kynntist Jóhanni áður en
sá síðarnefndi varð stórstjarna.
„Ég og félagi minn Jóhannes
Ágústsson stofnuðum 12 tóna árið
1998. Þá hafði ég vitað hver
Jóhann var í gegnum senuna en
svo kynntumst við mjög náið í
kjölfarið á þessu og urðum síðan
útgefendur að mörgum af hans
fyrstu plötum. Þegar hann varð
stærra og stærra nafn hélt hann
yfirleitt íslenska réttinum af útgáf-
unum sínum með það í huga að við
gætum þá gefið plöturnar hans út
undir 12 tóna-nafninu. Það var
hans fallega og látlausa leið til
þess að minna sjálfan sig á upp-
runa sinn og styðja og heiðra vini
sína.“
Spurður hvaða mann Jóhann
hafði að geyma segir Lárus: „Í
sem fæstum orðum var hann
snillingur og öðlingur. Ótrúlega
vandvirkur og vinnusamur og það
var mikil elja í honum. Allt sem
hann gerði var úthugsað og búið
að leggja mikla vinnu í það. Það
var mjög lærdómsríkt að sjá
hvernig hann nálgaðist þessi verk
sín og gaf sig allan í þau. Allt sem
hann gerði var með því markmiði
að það myndi skila sér í betri
tónlist. Á bak við stundum ein-
falda ólýsanlega fegurð var mikil
og flókin vinna. Svo var hann líka
frábær náungi og við nutum þess
að vera saman og spjalla um
heima og geima. Hann var mikill
húmoristi og auðvitað bara dásam-
legur en líka bara venjulegur mað-
ur sem var með þessa snilligáfu.“
Lárus sér um skipulagningu
tónleikanna í samvinnu við The
Jóhann Jóhannsson Foundation
sem hann er stjórnarformaður í.
„Hún var stofnuð af fjölskyldu,
vinum og samstarfsmönnum Jóa
víða um heim með það að mark-
miði að halda minningu hans á
lofti og láta gott af sér leiða í hans
nafni. Eitt af markmiðunum er
einmitt að stuðla að lifandi flutn-
ingi á verkum hans og styðja við
bakið á þeim sem slíkt gera og
tengja fólk saman. Fólk getur lagt
okkur lið á samnefndri heimasíðu
sjóðsins, margt smátt gerir eitt
stórt.“
Jóhanns er minnst með tónleik-
um víða um heim í haust vegna
stórafmælisins. „Tónleikarnir á
laugardaginn eru einir af mörgum
um heim allan á þessum tímamót-
um, ég veit líka um þó nokkra sem
koma sérstaklega hingað til lands
til að vera hér á tónleikunum. Í
okkar huga eru þeir fyrsti vísir að
tónlistarhátíð í nafni Jóhanns sem
við vonumst til að geta haldið á
tveggja ára fresti hér á Íslandi og
mun sú hátíð eflaust hafa ein-
hverja skírskotun í kvikmynda-
heiminn,“ segir Lárus
Miða á tónleikana má nálgast á
Tix.is. Hægt er að leggja sjóði
Jóhanns lið á heimasíðunni the-
johannjohannssonfoundation.org.
Morgunblaðið/Eggert
Vinir Lárus Jóhannesson heldur á veggspjaldi fyrir minningartónleikana í verslun sinni 12 tónum við Skólavörðu-
stíg. Lárus og Jóhann voru miklir vinir en sá fyrrnefndi gaf út plötur Jóhanns, sérstaklega snemma á ferli hans.
Njóta ávaxta „stór-
brotins listamanns“
Minningartónleikar haldnir um Jóhann Jóhannsson
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Fatnaður fyrir fagfólk