Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 verða leikin tvö lykilverk 20. aldar eftir Debussy og Prokofíev en einnig nýleg verðlaunatónsmíð eftir bandaríska tónskáldið Jennifer Higdon. „Higdon er meðal fremstu tón- skálda Bandaríkjanna um þessar mundir en hún hlaut hin virtu Pulitz- er-verðlaun árið 2010 fyrir fiðlu- konsertinn sem hljómar nú á Íslandi í fyrsta sinn. Í rökstuðningi sagði dómnefnd Pulitzer-verðlaunanna að þetta væri „sérlega heillandi verk sem hefur að geyma bæði tæra ljóð- rænu og glæsileg tæknitilþrif““, seg- ir í tilkynningu frá sveitinni og rifjað upp að gagnrýnandi tímaritsins Gramophone hafi lýst konsertinum sem „hrífandi og litríkum“. Í hlutverkum einleikara og stjórn- anda eru tveir ungir Bandaríkja- menn, fiðluleikarinn Benjamin Beilman og hljómsveitarstjórinn Roderick Cox. Gagnrýnendur New York Times og The Strad hafa lof- sungið „þróttmikla spilamennsku“ Beilmans og „tilfinningu fyrir hinu ljóðræna“, eins og segir í tilkynn- ingu. Cox hefur vakið „mikla eftir- tekt fyrir kraftmikinn og nákvæman stjórnunarstíl og hlaut nýverið hin virtu Solti-verðlaun sem veitt eru ungum hljómsveitarstjórum“. Boðið verður upp á tónleikakynn- ing í Hörpuhorni kl. 18 fyrir tón- leikana þar sem Árni Heimir Ing- ólfsson fjallar um verkin sem flutt verða á tónleikunum, sem eru auk fiðlukonsertsins eftir Jennifer Hig- don forleikur að Síðdegi skógarpúk- ans eftir Claude Debussy og Sin- fónía nr. 5 eftir Sergej Prokofíev. Cox stjórnar Debussy, Prokofíev og Higdon Morgunblaðið/Eggert Nákvæmur Hljómsveitarstjórinn Roderick Cox á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitin Þríeykið heldur tón- leika í Hannesarholti í kvöld kl. 20. „Þríeykið er í raun lagskipting kyn- slóðanna þar sem hvert lag kemur inn á ólíkum forsendum sem sam- einast í ástríðu á tónlist. Aldurs- forsetinn Valgeir Guðjónsson skip- ar grunnlagið og stendur nokkuð fast í fæturna með sinn drjúga poka af tónlistar- og textagóssi á baki. Dóttir Valgeirs, Vigdís Vala, skipar yngsta og efsta og lagið en hún hef- ur alist upp í skapandi tónlistar- og vísindaumhverfi frá blautu barns- beini. Vigdís Vala er nú komin með góða kippu af eigin verkum en í vís- indaumhverfinu þar sem hún starf- ar dúkkaði þriðji tónverksmað- urinn upp sem skipar miðlagið. Sá heitir Magnús Oddsson en hann tengir hin lögin saman með sínum fágætu eiginleikum. Magnús er verkfræðingur og vísindamaður sem starfað hefur fyrir Össur til margra ára, þar á meðal í Kína, þar sem hann bjó þá með konu sinni og þremur börnum,“ segir í tilkynn- ingu frá skipuleggjendum. Þríeykið kemur fram í Hannesarholti Þríeyki Vigdís Vala Valgeirsdóttir, Magnús Oddsson og Valgeir Guðjónsson. Tónlistarhópurinn Umbra heldur tónleika í Vinaminni á Akranesi í kvöld kl. 20. Á efnisskránni er blanda af trúarlegri og veraldlegri miðaldatónlist frá Evrópu í bland við íslensk þjóðlög. Umbra hlaut Ís- lensku tónlistarverðlaunin árið 2018 fyrir hljómplötu sína Sólhvörf sem var valin þjóðlagaplata ársins. Listafélagið Kalman stendur að tónleikunum í samvinnu við Tóna- land. Umbra leikur í Vinaminni á Akranesi Hópurinn Umbra leikur á Akranesi í kvöld. Myndlistarsýn- ingin Ljósið sem fékk ekki að loga eftir Írisi Maríu Leifsdóttur verð- ur opnuð í dag kl. 17 í Flæði á Grettisgötu 3 og er það fyrsta einkasýning Ír- isar. Á henni má sjá málverk mál- uð á tré sem voru svo brennd. Sýn- ingin fjallar um sorgarferli í kjölfar þungunarrofs, að því er fram kem- ur í tilkynningu og segir þar að að- ferðin sem listamaðurinn notist við sé að brenna akrýl á tré til þess að viðurinn skíni í gegn. Með brun- anum fylgi þyngd vanlíðunar sem um leið opni á frelsi. „Sorgin gleymir þér ekki, hún yfirgefur þig ekki, en hún verður öðruvísi með tímanum,“ skrifar Íris m.a. og að sýningin sé tileinkuð konum. Íris María Leifsdóttir Sorg í kjölfar þungunarrofs Uppselt er á sýn- ingar Bíós Para- dísar á tónleik- um málmsveit- arinnar Metall- icu og San Francisco- sinfóníuhljóm- sveitarinnar og hefur því verið bætt við sýn- ingum í sal 2, bæði miðvikudaginn 9. október og laugardagskvöldið 12. október. Þessa tvo daga mun fyrirtækið Trafalgar Releasing bjóða upp á S&M² sem á vef bíósins er sagður „ómissandi 20 ára afmælisvið- burður hinna byltingarkenndu S&M-tónleika (Symphony & Metal- lica) og plötu sem tekin var upp með Sinfóníuhljómsveit San Franc- isco“. Hljómsveitarstjórinn Michael Tilson Thomas stýrir hluta úr tón- leikunum sem teknir voru upp 6. og 8. september sl. og voru á þeim flutt mörg lög af upphaflegri útgáfu S&M1999 auk sinfónískra útsetn- inga á nýrri lögum. Frekari upplýs- ingar á bioparadis.is. Sal 2 bætt við vegna eftirspurnar James Hetfield úr Metallica. Kringlan | s: 577-7040 | loccitane.is Immortelle Reset næturserumið var innblásið af ferskri morgunbirtu Provence, sem endurspeglast í kröftugri blöndu náttúrulegra innihaldsefna. Immortelle ilmkjarnaolían leynist inni í örsmáum gylltum hylkjunum sem fljóta um í serumi úr kryddmæru. Serumið hjálpar húðinni að endurnæra og jafna sig eftir hraðan og upptekinn lífstíl nútímans. Litarhaftið fær greinilega ÚTHVÍLT og LJÓMANDI útlit. VAKNAÐU MEÐ ÚTHVÍLDA HÚÐ UNGLEGT OG LJÓMANDI ÚTLIT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.