Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 66

Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Einstök minning Barna- og fjölskyldu myndatökur VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Þel nefnist ný danssýning eftir Katrínu Gunnarsdóttur sem Íslenski dansflokkurinn (Íd) frum- sýnir á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins annað kvöld kl. 20. Katrín er ís- lenskum dansunnendum vel kunn og hefur þrívegis hlotið Grímuna fyrir störf sín; sem danshöfundur ársins 2018 fyrir Crescendo, dans- ari ársins 2017 fyrir Shades of History og danshöfundur ársins 2013 ásamt Melkorku Sigríði Magnúsdóttur fyrir Coming Up. Verk Katrínar hafa verið sýnd víða um Evrópu ásamt því að hún hefur verið danshöfundur í sýningum hjá Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni. Um búninga og leikmynd í Þel sér Eva Signý Berger, en þær Katrín hafa unnið náið saman á um- liðnum árum. Á síðustu tólf árum hefur Eva hannað leikmynd og bún- inga fyrir yfir fjörutíu sviðsverk í leikhúsum, óperunni og danssen- unni, þeirra á meðal Tímaþjófinn,  [um það bil] og Évgeni Onegin. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Katrínu og Evu í Borgarleikhúsinu í liðinni viku og fékk að heyra um samstarf þeirra. Gefst færi á að fara á dýptina „Þel er fimmta samstarfsverk- efnið okkar, en auk þess höfum við unnið saman í nokkrum öðrum sýn- ingum,“ segir Katrín Gunnarsdóttir og rifjar upp að samstarf þeirra nái til danssýninganna Kviku, Shades of History, End of an Era og Crescendo. „Ég kynntist Evu fyrst þegar hún var að hanna fyrir verk sem ég var að dansa í. Þegar mig stuttu síðar vantaði hjálp við að sauma einn búning í Macho Man leitaði ég til hennar. Maður þarf ekki að kynnast Evu mikið til að fatta hvað hún er mikill snillingur, þannig að ég var ekki lengi að tæla hana með mér í næsta verkefni. Sem betur fer, því þetta er búið að vera mjög gjöfult samstarf. Þegar verið er að vinna sjálfstæðar sýn- ingar er fjarmagnið oftast af skorn- um skammti, en Evu hefur engu að síður tekist með útsjónarsemi og hugmyndaauðgi að búa til flotta sjónræna heild,“ segir Katrín. „Samstarf okkar hefur verið ótrú- lega áreynslulaust,“ segir Eva og bendir á að eitt af því sem sé afar gott í samstarfinu sé hversu snemma Katrín hugi að sjónrænum þáttum í hugmyndavinnunni. „Hún býður mér inn í hugmyndavinnuna og samtal áður en dansinn er orð- inn til. Hún vinnur ákveðið hreyfi- efni sem hún sýnir mér og ég bregst við því og kem með hug- myndir,“ segir Eva og rifjar upp að þegar þær unnu Shades of History hafi hugmyndin að speglagólfinu kviknað mjög snemma í vinnuferl- inu. „Þannig að þegar hún fór að semja verkið var hún alltaf með spegilinn í huga,“ segir Eva. „Það hafði aftur áhrif á dansinn,“ segir Katrín og tekur fram að umgjörðin hafi í öllum fimm sýningum þeirra Evu haft beinan snertiflöt við dans- inn. „Þannig verða dansinn og um- gjörðin ekki aðskilin,“ segir Katrín. „Hvað þetta varðar upplifi ég mikinn mun á því að hanna fyrir leikhús annars vegar og dans hins vegar. Ólíkt leikhúsinu þarf ég í dansinum ekki að þjóna tiltekinni sögu og persónusköpun, heldur er ég fremur að skapa heildræn áhrif sem minna frekar á myndlist. Eftir því sem ég vinn oftar með Kötu sé ég greinilega hvernig við fáum tækifæri til að endurvinna ákveðnar hugmyndir og fara með þær meira á dýptina, sem er spennandi,“ segir Eva. „Í mínum sýningum hef ég oft verið að skoða sömu hugmyndina með ólíkum hætti,“ segir Katrín. Samruni og óskýr mörk Hvernig varð hreyfiefnið fyrir Þel til? „Ég byrjaði að vinna með hópn- um í vor og var þá að prófa ýmsar hugmyndir,“ segir Katrín og tekur fram að sér hafi þótt mjög forvitni- legt að vinna með dönsurum Íd. „Sem fastráðnir dansarar mynda þeir hóp sem þekkist vel. Mér fannst því spennandi að vinna áþreifanlega með hugmyndina um hópinn og skoða umbreytingar- eiginleika. Það kallaði því á mig að skapa líkamlegt landslag með þess- um hóp. Til þess notaði ég mínar vinnuaðferðir sem tengjast því að skoða mýkt, röddina sem leið til að hlusta, viðkvæmar tengingar milli fólks og hvernig hreyfing tekur hægum breytingum. Í fyrri verkum hef ég meira verið að fókusera á þessa hluti í hverjum og einum lík- ama, en að þessu sinni er ég að skoða dýnamíkina í hópnum og hvernig hópurinn saman skapar einn líkama,“ segir Katrín og tekur fram að sér hafi þótt áhugavert að skoða mismunandi stig af líkam- legri snertingu. „Að vera nálægt því að snertast, að snertast alveg, að syngja nálægt hvert öðru og vinna með persónulegt rými ein- staklingsins. Dansarar eru alvanir því að vinna með líkamlega nálægð og mér þykir áhugavert að draga það fram,“ segir Katrín og tekur fram að verk sín séu opin til túlk- unar. „Áhorfendur geta farið að hugsa um ýmiss konar samskipti, upplifa einhverjar tilfinningar og hughrif. Þessi hópur er að reyna að vera saman. Hann er líka að láta reyna á það hvernig er að vera saman. Og hvað gerist ef einstaklingur reynir að fara nær öðrum en líkamlega er hægt,“ segir Katrín. „Ég fékk að fylgjast með vinnusmiðju hópsins í vor og sá hvernig þau voru að vinna með nándina og hópinn sem heild. Þá voru þau t.d. að vinna með stóra peysu sem þau klæddu hvert annað í og úr. Mér fannst áhugavert ef efnið væri gegnsætt og næstum eins og hluti af líkamanum. Þetta snýst um samruma og óskýr mörk milli einstaklinga,“ segir Eva og bendir á að tjöldin í sviðsumgjörð- inni séu úr sama efni og búning- arnir sem minni á himnur. „Lita- pallettan vísar í líkamann, þetta mjúka flæði og samtímis landslagið þar sem yfirleitt eru margir tónar sem flæða saman,“ segir Eva og tekur fram að þær Katrín reyni eft- ir fremsta megni að njörva verk sín ekki of mikið niður heldur vilja þær veita áhorfendum rými til túlkunar. Styrkja það sem er gott við manneskjuna Það endurspeglast væntanlega líka í titlinum, því orðið þel hefur margar ólíkar merkingar. „Stundum vildi ég helst ekki þurfa að nefna verk mín fyrr en löngu eftir frumsýningu, þar sem titillinn getur njörvað niður merk- inguna. Titillinn getur hins vegar líka opnað ákveðna leið og það gerðist að þessu sinni. Þel er heiti yfir himnu í líkamanum, það er líka fallegt hugarfar sem er notað í samsetningum eins og hugarþel og vinarþel. Svo er þel líka þessi fín- gerða mjúka ull sem er næst húð- inni og myndar ákveðna hlíf. Í dansinum getur hópurinn búið til hjúp utan um einn dansara,“ segir Katrín. Þú minnist á hlýju og mýkt. Er þetta sýning sem lætur áhorfendum líða vel? „Það eru vissulega dramatísk augnablik í sýningunni, en við ein- setjum okkur samt að umgjörðin sé ekki dramatísk,“ segir Eva og tek- ur fram að hún sé sannfærð um að sýningin láti fólki líða vel. „Í mínum verkum hef ég gagngert verið að vinna með það að styrkja það sem er gott við manneskjuna sem mynd- ar ákveðið mótvægi við alla þá krít- ísku list sem er áberandi í samtím- anum. Mér hefur fundist áhugavert að draga fram hið mjúka, hljóðláta, viðkvæma og brothætta og lyfta því með því að setja það á svið og gefa því þannig vægi. Þetta eru mikil- vægir eiginleikar,“ segir Katrín. Þessi eiginleikar eru oftar taldir kvenlegir en karllegir. „Í sögunni, þar með talið lista- sögunni og danssögunni, hefur áherslan í gegnum tíðina verið á hið karllæga. Það birtist í áherslunni á klassíska byggingu verka með dramatísku risi og áherslunni á átök,“ segir Katrín. „Eitt af því sem mér finnst svo skemmtilegt við verkin hennar Kötu er hvað þau verða dýnamísk og kraftmikil sem heild. Þetta er samt mjúkur kraftur sem líkt og sogar mann til sín,“ segir Eva og tekur fram að hún heyri marga áhorfendur lýsa verk- um Katrínar sem hugleiðslu. „Mér finnst mjög gaman ef verk mín búa til víbring hjá áhorfand- anum, því það hreyfir við okkur að horfa á fólk hreyfa sig. Mér finnst spennandi að búa til rými fyrir hlustun og einbeitingu og kyrrð, sem margir tengja við hugleiðslu. Leikhúsið er ennþá tiltölulega áreitislaust, þar sem fólk er ekki í símanum sínum, heldur saman- komið í tilteknu rými á ákveðnum tíma. Mér finnst mikilvægt að þessi sameiginlega upplifun sé í rólegra tempói en hversdagurinn. Þetta er hæglist í anda „slow food“,“ segir Katrín. Vantar danshús á Íslandi Síðast settuð þið sýningu upp í Tjarnarbíói á eigin vegum. Er mik- ill munur að vinna inni í opinberri stofnun á borð við Íd eða setja sýn- ingu upp alveg sjálfstætt? „Stærsti munurinn fyrir mig er að ég fæ danshóp upp í hendurnar og þarf ekki að handvelja dansar- ana sjálf. Fyrir utan dansarahópinn fékk ég algjört frelsi til að velja mér samstarfsfólk. Hér fæ ég líka aðeins annan áhorfendahóp, sem er spennandi,“ segir Katrín og tekur fram að starfsandinn hjá Íd sé afar góður og hópurinn samheldinn. „Við höfum báðar unnið bæði í sjálfstæðu senunni og hjá stórum listastofnunum. Í raun má segja að Íslenski dansflokkurinn sé stað- settur þarna mitt á milli, enda ekki stór stofnun þótt hann sé stofnun. Ég myndi halda að einn stærsti munurinn fyrir Kötu sé að hún þarf ekki að fjármagna sýninguna sjálf og framleiða með öllu tilheyrandi skipulagi,“ segir Eva og tekur fram að Katrín sé reyndar mjög skipu- lögð og góð í því að framleiða eigin sýningar og afla styrkja. Það er nú ekki sjálfgefið að skap- andi listamenn séu líka góðir fram- kvæmdastjórar með viðskiptavit. „Ég hef menntað mig í hagfræði og lærði á excel,“ segir Katrín kím- in. „Sjálfstæðir listamenn, ekki síst í dansinum þar sem innviðir eru af skornum skammti, neyðast til að gera allt sjálfir. Það er mjög dýrt að búa til sviðslist. Þess vegna þarftu að hafa ofboðslegan drif- kraft, vera skipulagður og hugsa innan bæði tíma- og fjárhags- ramma. Ég held að sjálfstæðir lista- menn gleymi því oft hvað þeir eru fjölhæfir í skipulagningu og færir um að halda mörgum boltum á lofti samtímis,“ segir Katrín og bætir við: „Til dæmis var Crescendo unn- in í samstarfi við fjögur erlend leik- hús og var tvö ár í undirbúningu, m.a. vegna húsnæðiseklu í sjálf- stæðu danssenunni hér heima. Það vantar enn sýningarrými fyrir dans á Íslandi og væri draumur að sjá danshús rísa hér á næstu árum.“ „Rými fyrir hlustun og kyrrð“  Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Þel eftir Katrínu Gunnarsdóttur  Eva Signý Berger hannar sjónræna umgjörð sýningarinnar  Þel er fimmta samstarfsverkefni þeirra í dansinum frá 2016 Morgunblaðið/Hari Gjöfult samstarf Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Teningar Leikið með svampteninga í End of an Era. Ljósmynd/Owen Fiene Mýkt Crescendo var dansað á mjúku teppi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.