Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 68

Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég verð nú eiginlega að fá að monta mig af því að Auður hafði lýst yfir vilja til að vinna með mér og mig langaði svo sannarlega að vinna með henni. Hún kenndi mér lista- sögu í Listahá- skólanum og hafði mjög mikil áhrif á mig sem nemanda og síðar sem höfundur, enda er ég mikill aðdáandi hennar – hef lesið allar bækur hennar og séð fyrri sviðsverk,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikstjóri þegar hann er inntur eftir því hvernig það kom til að hann leikstýri Ör (eða Mað- urinn er eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Aðspurður segir Ólafur ekki um leikgerð á verðlaunaskáldsögunni að ræða. „Það er eiginlega öfugt – skáldsagan Ör spratt af uppkasti að þessu leikriti. Leikritið byggist á sama grunni, en lýtur eigin lög- málum. Þetta er sami kjarni, sömu persónu, sama grunnhugmynd og sömu átök, en útfærslan er örlítið öðruvísi.“ Bæði verk fjalla um Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmann á miðjum aldri, sem fær að vita að upp- komin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrot- inn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi. Leikritið hverfist um sam- skipti Jónasar við þrjár konur; Stellu móður hans sem dvelur á dvalar- heimili og er gagntekin af tölfræði ýmiskonar, dótturina og líffræðing- inn Vatnalilju og innflytjandann Maí sem starfar á dvalarheimilinu og tekst á við fortíð í stríðshrjáðu landi. Eitt af því sem skilur leikritið og bókina að er að Jónas ferðast ekki út fyrir landsteinana í leit að svörum heldur fer í annars konar ferðalag. „Jónas leitar ekki langt yfir skammt í verkinu. Hann kynnist manneskju heima á skerinu sem hjálpar honum að losa um hnútinn í sálinni og kökkinn í hálsinum. Á móti hjálpar hann henni. Persónulega finnst mér inntakið í þessu ferðalagi Jónasar afar fallegt, að leiðin til að hjálpa sjálfum sér sé kannski helst sú að hjálpa öðrum.“ Hvað gerir Auði að jafngóðu leik- skáldi og raun ber vitni? „Það sama og einkennir góð leik- skáld yfir höfuð. Líkt og hjá Berg- man, sem er eitt af stóru leikskáld- unum í mínum huga, eru samskipti persónanna einhvern veginn húð- laus. Í verkum Auðar er mikið næmi fyrir fínlegri blæbrigðum samskipta okkar. Hvernig fólk segir eitt, hugs- ar annað og meinar það þriðja. Leik- hús er rannsóknarstöð í mennsku, það að vera manneskja í öllu sínu. Leikhús er ekki sálfræði, ekki félags- fræði, ekki hagfræði heldur um þetta allt saman sett eins og það birtist okkur í hversdagsleika okkar – í þessu daglega amstri; týndum lykl- um, þögn í eldhúsi, augum sem leita. Eins og Lennon sagði þá er lífið það sem gerist meðan við erum upptekin við annað – og leikhúsið fjallar um þetta annað. Auði tekst svo vel að draga fram hvað það getur verið sársaukafullt og dásamlegt, erfitt og léttleikandi að standa í öllu því hversdaglega amstri að vera til – að vera manneskja.“ Ekkert raunverulegt í leikhúsi Leikverk Auðar eiga það sameig- inlegt að dansa á mörkum hins raun- verulega og óraunverulega. Hvernig nálgast þú það sem leikstjóri? „Það er ekkert raunverulegt í leik- húsi. Ég held að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hvað raun- veruleikinn er fullkomlega óraun- verulegur. Þetta er eins og hljóð- mynd í bíó. Raunverulega hljóðið af rigningu er miklu óraunverulegra en hljóðið í sellófani að þenja sig út und- ir míkrófón. Enda er það ekki svo að listin hermi eftir lífinu, heldur gerir hún lífið sýnilegt. Með því að magna upp andstæður og orða hluti á óeðli- legan hátt geta hlutir jafnvel orðið „eðlilegri“ – átt greiðari aðgang að sálarlífi okkar og skynjun en ef við tækjum beint upp samtal einhvers og lékjum það hrátt. Það er gríðarlega falleg ljóðræna í texta Auðar sem hefur verið skemmtileg áskorun. Ég hef leitast við að jarðtengja hana, gera skynj- anlega og merkingarbæra fyrir áhorfendur. Í leikhúsi hef ég yfirleitt engan sérstakan áhuga á fallegum orðum í sjálfum sér. Ég hef meiri áhuga á fallegum aðstæðum, fal- legum átökum eða fólki að tapa sér á fallegan hátt. Auður tvinnar þetta allt saman, fegurð orðanna og sam- hengi þeirra.“ Heiminum snúið á hvolf Hvað getur þú sagt mér um sjón- ræna útfærslu Sigríðar Sunnu Reyn- isdóttur? „Þegar fólk spyr hvaða merkingu hlutir hafa spyr ég alltaf á móti hvaða merkingu viðkomandi finnist það hafa. Leikhús er yfirleitt jafn- skemmtilegt og áhorfandinn sjálfur,“ segir Ólafur og bendir á að sjá megi snúningsdyr leikmyndarinnar sem skilvindur heilans þar sem Jónas „gengur í hringi meðan hann er að reyna, eins og karlmönnum er tamt, að leysa málin sjálfur án þess að leita sér hjálpar. Rata án þess að spyrja til vegar. Ég er mjög ánægður með samstarfið við Siggu Sunnu, hún er mikil listakona. Snúningsveggirnir hennar eru kannski líka skilrúmin á milli fólks og hjól gæfunnar sem er fallvalt. Við höldum að við séum á lygnum sjó en þá er fótunum kippt undan okkur. Þá komum við að því sem kannski heillaði mig persónu- lega mest við verkið. Því miður eða sem betur fer lend- um við öll einhvern tímann í áföllum og upplifum sársauka sem skilur eft- ir sig ör. Ég segi því miður eða sem betur fer því það fer allt eftir því hvernig við tökumst á við það,“ segir Ólafur og bendir á að öll eigum við það sameiginlegt í krísum að ímynd- unaraflið tapast um stund. „En það má ekki gerast. Þegar hallar undan fæti verður maður að geta ímyndað sér að hlutirnir verði einhvern tím- ann betri og sólin skíni á ný. Í ímynd- unaraflinu felst von. Í Ör skrifar Auður um karlmenn í krísu, sem er í vissum skilningi sér- karllæg enda geta karlmenn einir efast um faðerni barna sinna. Mér finnst Auður skrifa mjög fallega, blíðlega og af miklum skilningi um þetta efni og karla yfirhöfuð. Þó að verkið fjalli um þessa afmörkuðu persónulegu krísu þessa manns fjallar það öðrum þræði líka um karl- mennsku á krossgötum. Í dag þurf- um við svolítið að endurhugsa karl- mennskuna en þá er líka um að gera að halda í það sem er fallegt og gott. Ég held að sumir kynbræður mínir upplifi í dag að allt við okkur sé glat- að og vonlaust og það hræðir. Þegar karlar verða hræddir eiga þeir svona almennt talað til að verða reiðir. Í verkinu hittum við fyrir tvo karl- menn á miðjum aldri sem vilja ekki verða reiðir. Þá langar til að skilja konur og skilja sjálfa sig í samhengi við konur sem er sennilega stóra verkefni okkar strákanna núna. Jón- as upplifir að á sér hafi verið brotið, en á sama tíma er þetta brot heil- mikil gjöf. Heimi hans hefur verið snúið á hvolf, en það er kannski það besta sem komið gat fyrir hann.“ Draumur okkar beggja Spurður um leikaraval sitt segir Ólafur spennandi að vera með fjöl- breyttan leikhóp, allt frá hinni „nýút- skrifuðu og hæfileikaríku“ Hildi Völu Baldursdóttur sem leikur Vatnalilju yfir í reynslubolta á borð við Guð- rúnu Snæfríði Gísladóttur sem leikur Stellu og Pálma Gestsson sem bregð- ur sér í ýmis hlutverk. „Það ætti helst að titla Gunnu aðstoðarleik- stjóra að verkinu. Hún hefur komið að svo mörgum uppsetningum á nýj- um íslenskum verkum að hún er al- gjörlega ómetanleg í þessu ferli. Og Pálmi sömuleiðis. Að hafa mann sem er fullkomlega jafnvígur á kómík og dramatík er líka ómetanlegt. Hans persónur halda eiginlega utan um sýninguna. Baldur [Trausti Hreinsson] var draumur okkar Auðar beggja sem Jónas. Hann hefur heilmikla reynslu og hefur verið mikið í millivigt- arhlutverkum án þess að vera í burðarhlutverkum. Það er einmitt það sem gerir hann svo upplagðan í hlutverk Jónasar, sem áttar sig eig- inlega ekki á því að hann er í aðal- hlutverki í eigin lífi. Baldur er gríð- arlega næmur leikari sem gerir fallega og vel allt það sem hann tekur sér fyrir hendur. Við Birgitta [Birg- isdóttir] höfum unnið saman áður og verið vinir síðan við vorum í Leiklist- arskólanum. Hlutverk Maí er mjög vandmeðfarið, enda reynsluheimur hennar allt annar en hinna persón- anna. Mér finnst Birgitta fara svo vel með sársauka, en það er vand- meðfarið á sviði. Það má hvorki vera of né van. Hún hefur náð einstaklega fallega utan um þetta erfiða hlutverk enda hefur hún gott næmi fyrir fín- legum blæbrigðum.“ Þrátt fyrir á köflum þungt umfjöll- unarefni er heilmikill húmor í texta Auðar. Ert þú sem leikstjóri upptek- inn af þessu jafnvægi? „Það er alveg ástæða fyrir því að leikhúsmerkið samanstendur af tveimur grímum og ekki einni. Það þrífst ekkert drama og engin átök nema það sé kómík með. Alveg eins og eitthvað sem er bara sætt er yf- irleitt ekki gott. Best er þegar hlutir eru sætir og saltir eða súrir og sætir eða beiskir og sætir. Ég held að and- stæðurnar séu algjörlega nauðsyn- legar. Þeim mun meiri sem sársauk- inn er þeim mun meiri þarf húmorinn að vera. Ekki endilega til að vega upp á móti heldur til að skerpa á sársaukanum. Lífið er grát- broslegt og sorglega hlægilegt. Svo nennir enginn að fara í leikhús til að upplifa endalausan sársauka, sorg og hörmungar – ekki bara. Þó að við höfum öll gott af því að fara í leik- húsið til að hreinsa sálina.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Ör Birgitta Birgisdóttir, Hildur Vala Baldursdóttir, Pálmi Gestsson, Baldur Tausti Hreinsson og Guðrún Snæfríður Gísladóttir í hlutverkum sínum í Ör – (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur. „Í ímyndunaraflinu felst von“  Þjóðleikhúsið frumsýnir Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur  Verk um tilvistarkrísu karlmanns á miðjum aldri  „Það þrífst ekkert drama og engin átök nema það sé kómík með,“ segir leikstjórinn Ólafur Egill Egilsson Sími 585 8300 | www.postdreifing.is VANTAR ÞIG AUKAPENING? Óskum eftir starfsfólki í dreifingu, skoðaðu málið á www.postdreifing.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.