Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Side 8
Elsku bogmaðurinn minn, margt smátt gerir eitt stórt og það eru pínulítil og falleg kraftaverk í kringum þig sem eiga eftir að skapa fagra heildarmynd, en það hefur búið í þér pínulítill kvíðaköttur sem hefur nagað þig og tengist hinu gamla, en ekkert af því sem þú virðist óttast mest er að fara að mæta þér. Þig langar svo mikið að breyta til, fara eitthvað í burtu eða ferðast og þú færð tækifæri til þess, en hugsaðu samt aðeins málið og gerðu smáplan því yfir orkunni ykkar er mikil hvatvísi og eirðarleysi og þá heldur maður oft að maður finni sig betur og líði betur ef maður bara fer eitt- hvað, allt sé svo ómögulegt, kyrrt og ekkert skemmtilegt að gerast. En þegar þú skoðar betur þá fellur þetta allt í ljúfa og rétta röð og þú færð þá útrás sem þig vantar og ef það er einhverskonar keppni í kringum þig er eins og þú fáir meiri mátt til að standa uppi sem sigurvegari, því það eru verðlaun framundan fyrir frammistöðu eða eitthvað sem þú hefur skapað eða gert, svo þú skalt fagna. Ef þú ert á lausu og langar að einhver sé þér samferða þá skaltu hugsa þér að þú haldir á hjarta þínu og hendir því út í alheiminn því rétta persónan mun grípa það. Það eru miklar breytingar á líflínunni þinni, en þær eru ekki að fara að gerast á einum degi, heldur munu næstu fimm mánuðir færa þér möguleika og vinningsmiða, svo er það misjafnt hvað hverjum finnst vera sigur eða árangur, en svo sannarlega ertu að fara að fá þinn skerf. Þú getur engu breytt um það þó að óréttlæti sé að gefa þér selbita eða höggva í þig, en sú vindhviða mun bara gera þig sterkari og sterkari. Lítil og falleg kraftaverk BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER Elsku vatnsberinn minn, það er eitthvað svo magnað og tilfinningaþrungið lífið þitt, svo það er svo sannarlega hægt að segja þú lifir lífinu lifandi og þó að þú hugsir að þú hafir gert mistök, þá geturðu alltaf skipt um skoðun og breytt stefnu, því sú orka umvefur þig fram að jólum. Þú elskar ævintýri, en elskar ekkert sérstaklega ef aðrir eru að skrifa fyrir þig ævintýrakafl- ann því þú vilt bæði vera frjáls og fastur, en þú munt velja réttu leiðina því það er engin röng leið að því takmarki sem þú ert að nálgast núna. Þú ert svo mikill töframaður að líf þitt getur breyst á örskotsstundu og þú verður svo fljótur að finna út hvernig þú stendur af þér allt sem þér býðst á þínu ferðalagi á næstunni. Aðlögunarhæfni þín verður í toppstandi eins og nafnið þitt sé kamelljón og enginn skilur neitt í neinu hvernig þér tekst þetta allt saman. Þótt þér muni detta í hug að skella í lás og hlaupa að heiman, þá leyfirðu þér það ekki því þú finnur út að gera svo margt og mikið á þeim stað sem þú ert á núna. Þú ert eins og að byggja yfir þig nýjar vistarverur og með heilmiklum og spennandi aga tekur þú áskorunum um að verða heilbrigðari, hversu heilbrigður sem þú ert fyrir, lætur þig líta betur út en þú hefur nokkurn tímann gert og þetta tengist orkunni sem veturinn færir þér. Háspenna/lífshætta verður hjá þeim sem leika við ástina, en það er betra að brenna sig aðeins og elska og fara í gegnum þann mikla mátt sem ástin gefur en að loka á þá orku bara til að hafa hundleiðinlegt öryggi í kringum þig. Þú ert táknmynd ástarinnar og kærleikans, svo hafðu það að leiðarljósi að það eru þínar leik- reglur sem gilda, því annað er blekking. Þínar leikreglur gilda VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019 Október Elsku, elsku vogin mín, þú ert á mjög spennandi tímabili og það er eins og þú sért að horfa á bíómynd, spennan er í hámarki og þú getur engan veginn ímyndað þér hvað er að fara að gerast. Ég get alveg sagt þér það að framhaldið verður svo ljóm- andi gott og lyftir þér upp úr þessari arfavitleysu sem í raun og veru er kannski öðrum að kenna, en svo er það þitt val hvaða aðstæðum og fólki þú leyfir að spinna vef í huga þín- um. Þú ert svo sterk og reynir alltaf að hressa þig við og hafa þig til, þó að þú nennir því ekki og þessi hraði sem er yfir líflínunni núna mun róast niður og þú finnur friðar- bjöllurnar í sálinni sem segja þér hversu heppin þú ert í raun og veru. Hugsaðu þér fjögur atriði í lífi þínu sem eru góð, því um leið og hugur þinn, sem er svolítið sjálf- stætt afl, fer að hugsa um erfiðleikana, settu þá aftur inn og skoðaðu þessi fjögur at- riði sem skreyta líf þitt. Við þetta eykst aflið þitt og þú tekur aftur stjórnina á lífi þínu. Hinn 13. október er fullt tungl í hrútsmerkinu sem gefur orku, vinnusemi og kraft og þú elskar líka að hafa nóg að gera. En þú þarft að hafa það alveg á hreinu að þú verður sjálf að gera hlutina, klára málin og vera uppfull af ýmsum verkefnum því þau sem verða lögð fyrir þig um miðjan mánuð munu efla hug þinn, hag og metnað. Elsku uppátækjasama vogin mín, notaðu ástríður þínar til að byggja upp drauma þína því þeir eru að verða að veruleika Spennandi tímabil VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku sporðdrekinn minn, þú ert að skreppa inn í tímabil sem sýnir þér öll litbrigði eins og blikkandi jólasería á jólatré. Þú getur látið þessa tíðni fara í taugarnar á þér og fundið þörf til að slökkva á þessu blikkandi ljósum til þess að hafa kyrrð og frið, en núna þarftu að skoða jafnvægi milli spennunnar, kraftsins og áskorana og líka að gefa þér leyfi til að slökkva á öllum truflunum, hvíla símann, sjónvarpið og kveikja á kertum. Ástin er að hlaðast upp í allri sinni orku, leyfðu henni að flæða allt í kringum þig og ég finn svo sannarlega að þú munt grípa þá vellíðan sem þú átt skilið. Þú lagar til á heimili þínu eins og jólin séu eftir nokkrar vikur, færir hluti til, finnur gamlar minningar sem gleðja þig og það verður friður í kringum þig hvað svo sem þú ert að gera því þú sérð svo skýrt hvað vinir eða fjölskyldumeðlimir eru að standa sterkir upp, sem færir þér mikið þakklæti. Það er svo margt að endurnýjast í kringum þig, gamlar hugmyndir fá nýtt líf og þú færð þá virðingu sem þú átt skilið eða þér finnst þig vanta í þeim hópum, félagasamtökum eða fjölskyldu og þetta gerir líf þitt svo litríkt eins og marglit ljósasería með engu blikki. Þetta er mjög spennandi vetur sem þú ert að fara inn í, en vertu auðmjúkur þó það reyn- ist manni oft erfitt, en það er bara að umlykja þig svo sterkur andi og óbilandi kraftur og á þessu tímabili virðist þér líka líða betur ef þú átt við líkamleg eða andlega vanda að etja, því lausnir eru alls staðar að heilsa þér og þú verður svo sáttur við sjálfan þig og umhverfi þitt, sem jafngildir því að vera hamingjusamur. Lausnir eru alls staðar SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER Elsku steingeitin mín, það er sagt að fall sé fararheill en það hefur ekki ver- ið neitt fall hjá þér, hjartað mitt, heldur bara litlar lægðir sem sveiflast yfir höfðinu á þér eins og á Íslandinu sjálfu. Jurtirnar sem vaxa hér á þessu landi hafa sterkari efni í sér en í heitari löndum, og þó að þær verði ekki himinháar og gnæfi yfir, þarf svo lítið af þeirra krafti til að setja í lífselexírinn okkar. Þú hefur þennan eitilharða kraft og skautar áfram á fullri ferð þó að þú sjáir ekki einu sinni að það sé svell og þú hefur hjálpað svo mörgum, byggt upp og breytt líðan hjá mann- eskjum sem hafa verið í kringum þig. Þó að þér finnist stundum þú sért alein í heiminum þá ertu búin að vökva svo óteljandi margar sálir, svo margir hugsa fallega til þín og senda þér ólýsanlegan kraft og orku því allir sem ganga hér á jörðu eru heilarar og ein hugsun getur heiminum breytt. Þú þarft að gefa eftir og vera mild við þína nánustu, sem er sko alveg eðli þitt, en þegar fýkur í þig þá myndi ég ekki vilja standa fyrir framan þig, svo þó að þú hafir rétt fyrir þér og hafir mjög góð ráð að gefa skaltu ekki segja allt sem þú vilt, og þú átt eftir að skilja hvað ég er að meina. Þú munt finna fyrir mikilli ást í hjartanu, þú skalt þora að gefa hana því þá færðu meira, það er lögmálið þitt næsta hálfa árið að minnsta kosti. Þú átt eftir að framkvæma, klára og sigra og það er krafturinn sem liggur yfir þessum vetri og þú lætur hvorki veður, vind né dass af rigningu skipta þig máli. Með eitilharðan kraft STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku hjartans ótrúlega skemmtilegu fiskarnir mínir, það er alltaf talað um fiskana, ekki fiskinn, því í merkinu ykkar syndið þið saman og í sjónum eru fiskarnir í torfum og hjálpa hver öðrum, svo það er eitthvað svo merkilegt að vera svo heppinn að fæðast í þessu merki. Þú ert nefnilega að fara akkúrat að inn í tímabil þar sem samvinna og tengingar við fólk sem hef- ur álíka áhugamál og þú hefur skipta meginmáli. Og þó að þú sért stundum að drepast úr þrjósku skaltu bara slaka á, vera einlægur eins og engum öðrum en þér tekst og þá birtist hópurinn þinn, sendir og gefur þér þann styrk sem þú þarft. Þú ert alveg að farast úr áhyggjum yfir aðstæðum sem eiga eftir að bjargast á síðustu stundu, en þú átt það svo oft til að fylla kollinn þinn af endalausu rusli sem í raun mun ekki hafa nein áhrif á þig og að sjálfsögðu er þetta tímasóun en þetta er vegna þess að þú ert svo mikill hugmyndasmiður, höf- uðið á þér eins og Austurlandahraðlestin og þú gleymir alveg að slökkva og hugsa helst ekki neitt. Þessir spennandi tímar sem þú ert að synda inn í færa þér litríka atburði og uppákomur sem þú þarft að segja hreint já við, því það fer þér svo illa að vera inni í þægindahringnum eða gullfiska- búrinu. Þetta verður tengingin sem verður að einhverju svo miklu meira og stærra en þig dreymir um, því þú veist aldrei hver það er sem á eftir að breyta lífi þínu, því það eru að koma svo miklar og merkilegar fréttir þinn veg og einhvers staðar þarna í öllu sem er að gerast er einhver sem þú bjóst alls ekki við sem á eftir að hafa svo mikil áhrif á líf þitt. Settu þig núna í andlega gírinn og teygaðu það inn í hjarta þitt að það eina sem þarf er að trúa og treysta, þá gengur allt upp! Að trúa og treysta FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.