Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Síða 17
unar sem menntamálaráðherra hins nýstofnaða lýð- veldis. Brynjólfur hafði svo að auki verið innsti kopp- ur stjórnmálalegra atburða á stofnárinu 1930 og löngum síðar. Þegar samtalinu lauk sagði Stefán: „Brynjólfur gamli haggast ekki. Hann er algjörlega ófáanlegur í viðtal.“ Lærlingurinn: „Á ég að reyna að tala við Brynjólf?“ Stefán tók út úr sér pípuna og brosti út að eyrum og svaraði: „Heldur þú virkilega Davíð minn að hann Brynjólfur Bjarnason sé veikur fyrir heimdellingum?“ Sá fór fram á gang í síma á veggnum þar og fletti upp á Brynjólfi í Hraunbænum. Aftur inn til Stefáns og reyndi að leyna því hversu rogginn hann var: „Brynjólfur segir mér að koma með bandið og að þetta verði ekkert mál.“ Eftir viðtalið keyrði karl útvarpsstrákinn á gamla jeppanum sínum, og fór auðvitað yfir á rauðu við Lönguhlíðina og alla leið heim til Ástu frænku, þáði molasopa og fóru þau hraðförum aftur í tímann og var notalegt að hlýða á allt það spjall. Fleira dúkkaði upp Í sömu tiltekt og áður var nefnd var rekist á sérprent úr Andvara frá árinu 1902 og var þar ritgerð „Um þjóðfund Íslendinga 1851. (Fimmtíu ára minningu)“. Frá 1904 og fram að tilkomu ríkisstjórna sat ráð- herra einn í stjórnarráðinu og var ígildi forsætisráð- herra og ríkisstjórnar. Og það er einmitt Hannes Hafstein, sem varð ráð- herra fyrstur manna, 2 árum eftir þessa útgáfu, sem sendi tilvonandi eftirmanni sínum samantekt sína áritaða: „Herra formaður Jón Magnússon, vinsam- lega frá Höf.“ Jón Magnússon varð fyrstur manna forsætisráð- herra landsins og ári síðar í forsæti fullvalda ríkis. Þessi kveðja, viðtakandinn og sendandinn er ekki ónýtur búningur um grein sem fjallar um einn sögu- legasta atburð sjálfstæðisbaráttunnar þar sem Jón Sigurðsson forseti er í aðalhlutverki. Jón Magnússon varð svo fyrsti forsætisráðherrann sem lést í því embætti. Hinn var Bjarni Benedikts- son, en á næsta ári verður hálf öld frá þeim ógnar- atburði. Fróðleg skrif og á góðu lífi Þessi 117 ára gömlu skrif eru enn gagnleg fyrir okkur og sumt er ótrúlega þörf áminning eins og þessi kafli bendir til: „Á Íslandi hafði minning fornra rjettinda aldrei sloknað til fulls, þótt stundum hjarði helst til dapurt, og var um þessar mundir farin að lifna aftur í þjóð- inni. Starf og eggjanir ungra ágætismanna, Baldvins Einarssonar, Fjölnismanna, og síðast en ekki sízt Jóns Sigurðssonar, höfðu vakið nýjar vonir og nýtt lífsmagn. Endurreisn alþingis hafði og stuðlað mjög að því að efla þjóðlífið á ný, og í konungsúrskurðinum frá 20. maí 1840, þar sem endurreisn þingsins er fyrst heit- ið, var komin fram mikilsverð viðurkenning af stjórn- arinnar hálfu á sjerstökum þjóðrjettindum og sjer- staklegum þörfum landsins, er taka bæri tillit til, og hlaut það að gefa tilefni til góðra vona fyrir framtíð- ina. Meðan einvaldsstjórnin hjelzt í Danmörku, svo ól- seig að allmargir hjeldu að hún mundi haldast til ei- lífs nóns, þar sem jafnvel lærðir menn ljetu sjer um munn fara, að þó að Danakonungur hefði vald til að fara með lög og rjett hvernig sem þeir vildu, og gjöra allt sem þeim dytti í hug, þá væri þó eitt sem þeir mættu ekki gjöra – að sleppa einveldinu, þá var ekki von að miklar ráðagjörðir væru á Íslandi um hlut- töku landsins í væntanlegu, frjálslyndu stjórn- arformi. En nú var hnúturinn loks leystur, hin danska þjóð komin til vegs og valda í landi sínu, og átti nú sjálf að ráða lögum sínum og lofum í skjóli þingbundins konungsvalds. Það var því svo sem sjálfsagt, að Íslendingar yrðu af sinni hálfu að vænta sjer þeirrar hluttöku í frelsinu, sem aptur var skilað, er landi þeirra bar eftir sögu sinni, þjóðerni og lands- háttum. En þó að þeir menn, sem nú komust að stjórnarstýrinu, bæru hátt fána þjóðernis og þjóð- frelsis, þá voru samt horfurnar til jafnrjettis hvergi nærri svo glæsilegar fyrir Ísland, sem ætla hefði mátt eptir stefnu þeirri sem einveldiskonungurinn Kristján 8. tók, er hann endureisti alþingi, og veitti því fullt jafnrjetti við hin önnur ráðgjafarþing, sem þá voru til í Danmerkurríki. Einmitt í því sem um þessar mundir var einhver hin mesta afltaug Dana, þjóðarmetnaðurinn, sem þá lá í loftinu, og var eld- kveikjan til allra frelsishreyfinga, var hætta falin fyr- ir minni máttar samþegna, sem áttu sjer sjerstakt þjóðerni að vernda. Hinir nýju ráðgjafar konungs voru að vísu rammir þjóðfrelsismenn, en það þjóðfrelsi, sem þeir unnu, var danskt þjóðfrelsi eða þjóðríki, og þess dýrð þeirra mark og mið. Þeim þótti sjálfum svo ofurvænt um Danmörk og hennar veg, að hætt var við, að þeir ættu bágt með að skilja það eða una því, að aðrir þegnar ríkisins hefðu annarlega þjóðernisguði, og þeir munu að minnsta kosti sumir hverjir hafa álitið það þverhöfðaskap og einþykkni af Íslendingum, að skoða Ísland sem sitt fósturland, og vilja ekki þiggja það kostaboð að vera danskir með Dönum, og taka þátt í þeirra þjóðfrægð.“ Þegar Brussel er skotið inn í seinni hluta þessa texta Hannesar Hafstein á þeim stöðum, þar sem rætt er um afstöðu hinna nýfrelsuðu og valdafengnu Dana á þjóðfundartíð, bregður mönnum við. Því er rétt að kjarklausir láti það vera að lesa og haldi sig áfram við talpunkta frá ráðuneytum og að- keyptum álitsgjöfum, eins og hingað til. Aflið í fótunum fylgir kjarki hugans. Kjarklausir spyrna aldrei við fótum. Það er óþekkt í fótboltanum. Á við víðar. Morgunblaðið/Hari ’ En stjórnmál voru ekki feimnismál hjá þessum prúðu konum og fjarri því. Flokkarnir spiluðu mikla rullu og forkólfar þeirra iðulega heilmiklar hetjur hjá sínum, enda lítið að hafa í íþróttum, popphátíðum og hinsegin dögum á þessum tíma. 29.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.