Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Síða 22
Ársbyrjun 1969 var lítill gleði-tími hjá Bítlunum. Árið áðurhöfðu þeir rifist svo mikið við gerð hins svokallaða hvíta al- búms að hljóðversstjóri þeirra, Ge- off Emerick, gekk út í miðjum upp- tökum. Því ákváðu fjórmenningarnir að þjappa sér betur saman og leita aftur í ræturnar. Var hugmyndin að platan myndi heita Get Back og var til að mynda tekin mynd af þeim á sama stað og sjónarhorni í EMI- húsinu og sú sem prýddi fyrstu plötu þeirra, Please Please Me. Plötunni var skotið á frest. Ljósmyndin var hins vegar síðar notuð á „bláa um- slaginu“ á safnplötunni 1967-1970 sem á áttunda áratugnum var sú plata sem margt ungt fólk á þeim tíma kynntist Bítlunum í gegnum. Þess í stað var ákveðið að hljóð- rita plötu þar sem vandað yrði til verksins. Paul McCartney grátbað Geoff Emerick að snúa aftur til starfa og hann lét til leiðast gegn því að Bítlarnir myndu rífast minna. Þó svo að andinn væri skárri þá gekk ekki allt sem skyldi. John Lennon og Yoko komu ekki fyrr en tveimur vik- um eftir að upptökur hófust, en þau lentu fyrr um sumarið í bílslysi. Á fyrsta degi lét John setja rúm í hljóðverið og þar var Yoko öllum stundum, hinum Bítlunum til tölu- verðrar armæðu. Umslagið Þegar hljóðupptökur voru vel á veg komnar var farið að íhuga titil verksins. Fyrsta hugmyndin var Everest. Þetta var ákveðinn orða- leikur, sem vísaði í Mount Everest en Bítlarnir, sem höfðu gaman af alls kyns orðaleikjum, voru samt aðallega að hugsa til Everest- sígarretta sem Geoff Emerick reykti í gríð og erg. Ekki var þó hægt að hafa umslagið með síg- arrettupakka og þeim leist illa á að fara alla leið til Everest til að láta taka mynd af umslaginu þar. Þeir ræddu þessa hugmynd fram og til baka. Ringo varð leiður á þessum umræðum og blótaði, í framhaldinu af því stakk hann upp á að rölta bara út á götu fyrir utan hljóðverið, taka ljósmyndina þar og kalla plöt- una Abbey Road. Hugmyndin var nú ekki dýpri en þetta. Margir hafa túlkað þetta með þeim hætti að Bítlarnir hafi dáð hljóðverið svo að þeir hafi skírt plötuna í höfuðið á því, en í raun þoldu þeir það ekki og voru uppteknir við að byggja annað hljóðver á sama tíma. Hljóðverið hét ekki einu sinni Abbey Road Studios heldur einfaldlega EMI Studios á þeim tíma, en eigendur hljóðversins voru sniðugir og breyttu nafni þess ári síðar til þess að tengja það betur við heiti plötunnar. Skömmu síðar, nánar tiltekið 8. ágúst 1969, var ákveðið að taka ljós- myndina. Paul McCartney fékk hug- myndina að því að þeir færu yfir gangbrautina og var búinn að rissa upp skissu af þeim í því hlutverki. Bítlarnir mættu snemma þann dag- inn á þeirra mælikvarða, eða rúm- lega 10 að morgni. Ein ástæðan var sú að aðdáendur þeirra voru iðulega að þvælast um á Abbey Road fyrir framan hljóðverið þegar þeir voru að taka upp plötur en það var alkunna að þeir létu ekki sjá sig fyrr en eftir hádegi. Þannig næðu þeir að taka ljósmyndina í friði fyrir trylltum aðdáendum. Önnur góð ástæða fyrir þessari tímasetningu er að upp úr 11 skín Örtröð á Abbey Road Það er ávallt erill ferðamanna fyrir utan stúdíóið við Abbey Road þar sem Bítlarnir tóku upp samnefnda plötu. Við sérstök tilefni fjölmenna aðdá- endur og allt fyllist af fólki. Már Wolfgang Mixa var á Abbey Road á 50 ára afmæli myndatökunnar fyrir albúm plötunnar Abbey Road. Greinarhöfundur ásamt Momo, sem ́brá sér í gervi Bítilsins George Harrison. Ljósmyndir/Már Mixa Félagar úr Bítlaeftirhermu- hljómsveitinni Fab Gear birt- ust á Abbey Road 8. ágúst þegar 50 ár voru liðin frá því að myndin af Bítlunum fyrir albúmið á plötunni Abbey Road var tekin og stilltu sér upp á hinni frægu gangbraut. AFP Lögregla virtist hafa vanreiknað hvað margir myndu mæta á Abbey Road. Stöðumælavörðurinn Rita, sem Bítl- arnir sungu um í laginu Lovely Rita. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019 LÍFSSTÍLL Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is Mikið úrval Borðbúnaður fyrir veitingahús og hótel 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.