Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2019, Síða 24
Eftirlíking af skrautmáluðum Rolls Royce, sem John Lennon átti. Eftirherma Lennons mætti á bílnum þegar uppákoman varð á Abbey Road 8. ágúst. sólin nánast beint á götuna. Ef mað- ur skoðar umslagið grannt sést að skuggar Bítlanna eru nákvæmlega fyrir aftan þá frá sjónarhorni ljós- myndarans, en sólin skein skært þennan dag. Þótt væri að um ræða stærstu hljómsveit í heimi var gatan aðeins lokuð í 10 mínútur. Náðist að taka sex myndir af Bítlunum ganga yfir gangbrautina og verður að segjast eins og er að aðeins ein þeirra, fimmta myndin, var góð en hinar voru slappar. Sú mynd var tekin ná- kvæmlega 11.35 að morgni til. Hönnuður umslagsins ákvað eig- inlega að hanna ekki neitt. Í stað þess að hafa nafn og titil plötunnar þá lét hann einfaldlega myndina af Bítlunum þekja allt umslagið. Flest- ir tóku undir þessi rök hans. Einn af yfirmönnum hljómplötufyrirtækis þeirra, EMI, hringdi þó æfur í hann um miðja nótt, en Bítlarnir sögðu hönnuðinum að hafa ekki áhyggjur; þeim litist vel á þetta og þeir réðu. Umslagið lék stórt hlutverk í að kynda undir sögusögnum um að Paul væri látinn. Meðal „raka“ um slíkt var að númeraplata bjöllunnar, sem er lagt uppi á gangstétt vinstra megin á albúminu, var 28IF sem átti að tákna að Paul yrði á næstkom- andi ári 28 ára gamall ef hann væri á lífi. Einnig átti sú staðreynd að hann var berfættur á umslaginu að vera vísbending um andlát hans, en hann var í sandölum á tveimur af þeim myndum sem ekki gengu upp. Tæpum tveimur mánuðum síðar, eða 26. september, var platan svo gefin út. Hún fékk misjafna dóma til að byrja með en hefur með tímanum verið stöðugt meira hampað. Tvö lög af plötunni, sem voru ekki einu sinni vinsæl, hafa verið í íslenskri umræðu síðustu árin. „Oh Darling“ var tölu- vert spilað í október árið 2008 í framhaldi af skærum okkar við Al- istair Darling. Einnig var lagið „She Came in Through the Bathroom Window“ töluvert í umræðunni sum- arið 2014 þegar þáverandi lög- reglustjóri kom því á framfæri, svo- lítið upp úr þurru, að það væri eitt af sínum uppáhaldsbítlalögum. 50 ára afmæli Síðan platan kom út hefur verið nær stanslaus straumur af fólki á svæðið til að taka myndir af sér gangandi yfir þessa gangbraut. Hægt er að fylgjast með gangbrautinni á öllum tímum sólarhringsins til að sjá fólk ergja bílstjóra Abbey Road við myndatökur. Ég ákvað að koma þangað á 50 ára afmælisdegi ljósmyndarinnar nú í ágúst. Dró ég tengdaforeldra mína, konu og þrjú börn með mér. Ferðin gekk hér um bil áfallalaust fyrir sig nema hvað rétt áður en við lentum kom í ljós að vegabréfin, sem ég var ábyrgur fyrir, fundust ekki. Verð ég ævilangt þakklátur flugfreyjunum tveimur sem tóku málið í sínar hend- ur og fundu þau á gólfinu við sæta- röðina fyrir aftan. Daginn eftir, 8. ágúst, þegar ég var farinn að fá smá roða í andlitið aftur, var farið snemma í átt að Abbey Road. Þegar við mættum um níuleytið voru ekki það margir á kreiki svo hægt var að ná nokkrum myndum af okkur þrammandi yfir gangbraut- ina. Nú var búið að fjarlægja gang- brautarljósin en bílstjórar sem keyrðu þarna voru ótrúlega þol- inmóðir gagnvart fólki sem stöðugt stöðvaði umferð til að ganga yfir gangbraut til þess eins að láta taka mynd af sér, enda væntanlega löngu orðnir vanir þessu. Þó voru nokkrar manneskjur greinilega mættar til að fagna afmælinu. Var þeirra á meðal kona sem mætti sem stöðumæla- vörðurinn Lovely Rita (Mynd: # 59) og Bruce Spizer, sem kom sér- staklega frá New Orleans en hann hefur skrifað fjöldamargar bækur um Bítlana. Þennan dag var hægt að láta taka mynd af sér á bílaplani Abbey Road hljóðversins með bakgrunn ljós- myndarinnar þar sem búið var, með aðstoð töluvtækninnar, að eyða Bítl- anunum út úr myndinni en malbikið fyrir framan myndina var málað eins og um gangbraut væri að ræða. Dró ég auðvitað fjölskylduna í mynda- töku eins og sjá má. Fattaði ég loks hvernig Paul is Live umslagið var gert, sem vísaði bæði í umslagið og var um leið (aftur) orðaleikur um að þetta væri hljómleikaplata en líka að Paul væri sannarlega á lífi. Fram að því hélt ég að einhver tölvutækni hefði verið notuð en þetta var í raun frekar einfalt. Fjöldinn fagnar Í framhaldi af „okkar Abbey Road- myndatöku“ var farið í Abbey Road- búðina við hliðina á hljóðverinu, sem var troðfull af fólki. Tókst okkur að næla í nokkra muni sem margir hverjir seldust upp á stuttum tíma. Þegar komið var aftur út var tölu- verður fjöldi fólks farinn að safnast saman. Einn maður mætti á gulum Rolls Royce sem í ljós kom að var nákvæm eftirlíking af bílnum hans John Lennons sem hann lét mála í anda sumars ástarinnar árið 1967. Fjölmiðlamenn fóru að streyma á svæðið og eftirhermur af Bítlunum fóru að birtast. Bestur var Momo sem George Harrison og síðan annar maður sem líktist Paul McCartney nokkuð vel. Momo söng auk þess bítlalög í gríð og erg. Ekki var um skipulagða dagskrá að ræða fyrir ut- an myndatökuna en merkilegt nokk þá virtist lögreglan ekki hafa haft hugmynd um atburðinn. Um ellefuleytið fór fólk að hætta að virða almennar umferðarreglur og stóð einfaldlega á götunni, tak- andi myndir af sér og öðrum. Nokkrum mínútum síðar mætti lög- reglan á svæðið og bað fólk um að fara á gangbrautina. Hlýddi fólk því í 2-3 mínútur á meðan mesta umferðarteppan leystist en fór þá á nýjan leik út á götuna. Nú gekk lögreglunni ekki neitt að bægja fólki frá og var gripið til þess ráðs að beina umferð í aðra áttir, götunni við Abbey Road var með öðrum orðum lokað, það stóð miklu lengur en þann tíma sem Bítlarnir fengu að athafna sig þegar myndin sjálf var tekin. Ég heyrði eina mann- eskju segja með furðu í röddinni að nákvæmlega það sama hefði gerst fyrir 10 árum, bjóst lögreglan virki- lega við einhverju öðru í ár! Um 11.35 hafði hálfgerð karnival- stemning gripið um sig á gang- brautinni. Ég notaði tækifærið og tók nokkrar myndir með fjölskyld- una í bakgrunninum. Um það bil korteri síðar var gatan á nýjan leik rýmd en margir héldu samt áfram að syngja bítlalög á meðan fjöl- miðlafólk var sveitt við að taka við- töl við fólk á svæðinu, aðallega bítlahermurnar. Við létum þessi há- tíðarhöld hins vegar duga, enda fólk óðum að hverfa af svæðinu. Ég vona þó að ég nái að endurtaka leikinn eftir 10 ár. Már Wolfgang Mixa er fjármála- fræðingur og Bítlaaðdáandi. Hægt er feta í fótspor Bítlanna í myndatöku fyrir framan málað tjald af Abbey Road eins og gatan leit út þegar myndin af þeim var tekin fyrir 50 árum. Greinarhöfundur nýtti sér það ásamt börnum sínum, Mími, Alexíu og Sól. Bítlarnir arka yfir Abbey Road á plötualbúminu góða. Á þennan stað streyma Bítlapílagrı́mar og á 50 ára afmæli myndatökunnar fylltist allt af fólki. Ljósmynd/Már Mixa 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.9. 2019 LÍFSSTÍLL ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.