Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skera niður endurgreiðslur
Óbreytt staða muni setja rekstrarforsendur kvikmyndaframleiðenda í uppnám
Samtök iðnaðarins (SI) og Samband íslenskra
kvikmyndaframleiðenda (SÍK) gera alvarlegar at-
hugasemdir við að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið
2020 er gert ráð fyrir niðurskurði endurgreiðslna
vegna kvikmyndagerðar á Íslandi á næsta ári. Í
frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ráðstafa 691,4
milljónum króna í endurgreiðslur vegna kvik-
myndaframleiðslu. „Ásamt því að um er að ræða
niðurskurð á milli ára er einnig um stórvægilegt
misræmi að ræða ef tekið er mið af útgefnum vil-
yrðum um endurgreiðslu,“ segir í sameiginlegri
umsögn SI og SÍK um fjárlagafrumvarpið.
Samkvæmt upplýsingum frá Kvikmyndamið-
stöð Íslands (KMÍ), sem heldur utan um endur-
greiðslur vegna kvikmyndagerðar, nema áætlaðar
endurgreiðslur á næsta ári 1.650 milljónum króna
miðað við útistandandi vilyrði frá því í september
á þessu ári. Nú þegar stefni í að endurgreiðslum á
300 milljónum, vegna ársins 2019, verði frestað
fram á næsta ári. Sú fjárhæð muni því koma til
lækkunar þess sem verður til ráðstöfunar á næsta
ári. „Ósamræmið sem hér um ræðir hlýtur að
skýrast af röngum forsendum um áætlaðar endur-
greiðslur á árinu 2020,“ segir í umsögninni.
Að mati SI og SÍK er ljóst að fjármagn til
endurgreiðslu verði uppurið snemma á næsta ári
verði fjárhæðin í fjárlagafrumvarpinu ekki leið-
rétt í meðförum fjárlaganefndar.
„Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér um-
talsvert tjón fyrir þá aðila sem hafa fengið þessi
vilyrði heldur mun orðspor Íslands sem kjörlendi
til kvikmyndaframleiðslu bíða hnekki.“
Fyrirhugað er að í vetur rísi nýr útsýnis-
pallur við Hrafnagjá í þjóðgarðinum á Þing-
völlum. Hrafnagjá er við austurjaðar sig-
dældarinnar á Þingvöllum, um sjö kílómetra
austan við Þjónustumiðstöðina, en Al-
mannagjá er að vestanverðu. Einar Á.E. Sæ-
mundsen þjóðgarðsvörður segir að þarna
opnist glæsilegt útsýni frá austri til vesturs
yfir sigdældina.
Um nýjan útsýnisstað sé að ræða og hann
sé töluvert stærri en sá sem áður var við
Hrafnagjá og var aflagður við endurbætur á
veginum, sem lauk í haust. Þá var stökum
bílastæðum fækkað, m.a. í öryggisskyni, en
allstórt bílastæði gert við Hrafnagjá. Þjóð-
garðsvörður vonast til að pallurinn verði
fullfrágenginn næsta vor. Spurður um
kostnað segir Einar að hann gæti orðið 15-
20 milljónir, samkvæmt fyrstu áætlunum.
Landslagsarkitektarnir Þráinn Hauksson
og Eiður Páll Birgisson og teiknistofan
Landslag ehf. hanna útsýnispallinn. Teikn-
ingar fara á næstunni fyrir skipulags-
yfirvöld í Bláskógabyggð. aij@mbl.is
Nýr útsýnispallur við Hrafnagjá
Tölvumynd/Landslag ehf.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamála-
ráðherra, opnaði í gærkvöldi nýja vefsíðu Hags-
munasamtaka heimilanna um neytendamál við
hátíðlega athöfn í Petersen-svítunni við Ingólfs-
stræti. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður
Hagsmunasamtaka heimilanna, hélt stutt erindi
ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni
VR, og Styrmi Gunnarssyni, fyrrverandi rit-
stjóra. Vefsíðunni er ætlað að vera upplýsinga-
veita um neytendavernd á Íslandi. Þar verður
hægt að kynna almennt efni um stöðu neytenda-
mála hér á landi, baráttumál Hagsmunasamtaka
heimilanna sem eru tíu ára um þessar mundir,
og ráðgjöf samtakanna um viðskipti neytenda á
fjármálamarkaði.
Neytendatorg Hagsmunasamtaka heimilanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ný upplýsingaveita um neytendavernd á Íslandi var þróuð fyrir heimilin í landinu og Hagsmunasamtökin
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra setti nýverið af
stað þarfagreiningu á skipaflota
Landhelgisgæslu Íslands og mun
sú vinna miða að
því að efla getu
og styrk Gæsl-
unnar.
„Það er eðli-
legt framhald af
því að þyrluflot-
inn hefur verið
styrktur veru-
lega. Áhersla og
fjármögnun okk-
ar, á nýjum þyrl-
um og þyrlu-
áhöfnum, mun styrkja leit og
björgun bæði á hafi og á landi,“
sagði Áslaug í samtali við Morgun-
blaðið.
Í Morgunblaðinu á fimmtudag-
inn sl. var rætt við Björn Karls-
son, forstjóra Mannvirkjastofn-
unar, sem vakti athygli á stöðu
Gæslunnar í fyrirlestri um áhættu-
mat á norðurslóðum í síðustu viku.
Sagði hann að leitar- og björg-
unarsvæði á ábyrgð Íslendinga
væri um 1,9 milljónir ferkílómetra
að stærð og bætti við að ef stórt
skemmtiferðarskip lenti, til að
mynda, í alvarlegu sjóslysi í jaðri
þess, fjarri ströndum, þyrfti vart
að spyrja að leikslokum. Til greina
kemur að Gæslunni verði veitt
aukið fjármagn til fjárfestinga í
nýju fjárlagafrumvarpi en það
veltur þó á því að Gæslan sjálf
óski eftir því.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar og með-
limur fjárlaganefndar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að
Gæslan þyrfti að meta sína eigin
þörf „og það þyrfti þá að koma ósk
frá henni á borð nefndarinnar“
ætti að veita henni aukið fjármagn.
„Staða Landhelgisgæslunnar
hefur styrkst mikið og nú hefur
sjötta þyrluáhöfnin verið fullfjár-
mögnuð til að nýta þann tækjakost
sem við búum yfir betur. Við höf-
um verið að efla þyrluflotann og
það er afar mikilvægt að hann sé
fullmannaður svo hann nýtist sem
best. Síðan munum við fá nýjar
þyrlur með fullkomnum tækjabún-
aði sem gerir Landhelgisgæsluna
enn betur í stakk búna að koma
sjófarendum til bjargar sem og að
bregðast við auknu álagi og fleiri
verkefnum,“ segir Áslaug Arna.
Þarfa-
greining á
skipaflota
Eðlilegt framhald af
styrkingu þyrluflotans
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
BSBR fagnar því að gert sé ráð fyrir lengingu
fæðingarorlofs og lækkun skattþrepa í fjár-
lagafrumvarpi fyrir árið 2020, segir Sonja Ýr
Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um nýja um-
sögn þess um fjárlagafrumvarpið.„En við höf-
um verulegar áhyggjur af því að í fjárlaga-
frumvarpinu sé verið að boða niðurskurð og
hagræðingaraðgerðir á opinbera þjónustu og
stofnanir ríkisins,“ segir hún.
Verulegar áhyggjur
BSRB UM FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ