Morgunblaðið - 08.10.2019, Síða 22
Íslands gaf út árið 2000. Albína var
fyrsti formaður Samtaka arkitekta-
stofa árið 1999.
Albína var varafulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í bæjarstjórn Garða-
bæjar 1978-1990, hún sat í bygging-
arnefnd Garðabæjar 1978-1986 og
1990-1993 og í skipulagsnefnd
Garðabæjar 1978-1990. Hún fékk
viðurkenningu fyrir merkt framlag
til menningar og lista í Garðabæ
2017. Albína var formaður stjórnar
framkvæmdasjóðs ferðamannastaða
flugslysi. Ári seinna ákvað ég að
halda þyrlurekstri áfram.“
Albína hefur unnið ýmis félags-
störf fyrir Arkitektafélag Íslands
svo sem ritari og gjaldkeri í stjórn
félagsins og formaður þess 2005-
2007. Hún var kjörin heiðursfélagi
Arkitektafélags Íslands 2015. Hún
hefur setið í ýmsum dómnefndum á
vegum félagsins svo sem um tónlist-
arhúsið Hörpu. Hún var í ritstjórn
bókarinnar „Leiðsögn um íslenska
byggingarlist“ sem Arkitektafélag
A
lbína Hulda Thordarson
fæddist 8. október 1939
í Kaupmannahöfn. „Ég
átti fyrsta afmælið mitt
um borð í ms. Esju ein-
hvers staðar á leiðinni milli Jan
Mayen og Orkneyja á heimleið frá
Petsamó haustið 1940. Við sigldum
aftur til Kaupmannahafnar haustið
1945 þar sem faðir minn lauk prófi
frá Kunstakademiets Arkitektskole
1947.
Ég byrjaði skólagöngu mína í leik-
skóla og barnaskóla í Kaupmanna-
höfn áður en við snerum heim aftur
til Íslands.“ Albína var í Austur-
bæjarskólanum og tók landspróf frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1955.
Hún varð stúdent frá MR 1959, inn-
ritaðist í Kunstakademiets Arkitekt-
skole í Kaupmannahöfn sama ár og
lauk þaðan prófi vorið 1966.
Albína byrjaði starfsferilinn hjá
Framkvæmdanefnd byggingaráætl-
ana 1967-1968. Hún vann á teikni-
stofu Manfreðs Vilhjálmssonar og
Þorvaldar S. Þorvaldssonar 1968-
1969 og 1972-1977. Albína hefur rek-
ið eigin teiknistofu frá 1977, þar af
árin 1984-1992 með Guðfinnu systur
sinni.
Meðal verka Albínu eru stjórn-
sýsluhús á Ísafirði sem var tilnefnt
til Menningarverðlauna DV 1989,
leikskólar fyrir Reykjavíkurborg,
Hof, Jörvi og Laufrimi, leikskólinn
Álfasteinn í Hafnarfirði, leikskólinn
Ásar í Garðabæ, orlofshús Kennara-
sambands Íslands í Hrunamanna-
hreppi, endurgerð Skuggasunds 1
fyrir umhverfisráðuneytið og
íþróttahús Leiknis í Breiðholti.
Albína hefur hlotið ýmis verðlaun
í samkeppnum svo sem 1. verðlaun í
samkeppni um stjórnsýsluhús á Ísa-
firði 1984 með Guðfinnu og 2. verð-
laun í samkeppni um hús Orkuveitu
Reykjavíkur með Ævari Harðar-
syni.
Albína rak þyrluþjónustu árin
1980-1990 með Hughes 269C- og
369D-þyrlum, meginverkefnin voru
mælingar fyrir Orkustofnun og flug
á Grænlandi. „Ég hef alltaf haft
áhuga á flugmálum og fyrri
maðurinn minn var nýbúinn að
kaupa þyrlu þegar hann lést í þyrlu-
frá stofnun sjóðsins 2011 til 2017.
„Áhugamál mín og vinna hafa
ávallt farið saman en fyrir utan
byggingarlist og þyrlumál eru
áhugamálin þau sömu og flestra
annarra; ferðalög innanlands sem
utan, lestur og listir, handavinna,
matreiðsla og flest annað en íþróttir
og golf.“
Fjölskylda
Eiginmaður Albínu er Ólafur Sig-
urðsson, f. 30.5. 1936, fréttamaður.
Foreldrar hans voru hjónin Sig-
urður Pálsson, f. 8.7. 1901, d. 13.7.
1987, vígslubiskup, og Stefanía
Gissurardóttir, f. 9.2. 1909, d. 13.9.
1989, húsfreyja. Fyrri eiginmaður
Albínu var Ásgeir Höskuldsson, f.
16.12. 1932, d. 25.4. 1977, rafmagns-
tæknifræðingur.
Börn Albínu og Ásgeirs eru: 1)
Páll Ágúst, f. 10.9. 1960, vélaverk-
fræðingur í Garðabæ, maki: Lára
Jóhannsdóttir, prófessor í HÍ. Páll á
þrjú börn, eitt stjúpbarn og tvö
barnabörn; 2) Áslaug, f. 3.6. 1966,
prófessor í Bates College, Lewiston í
Maine, Bandaríkjunum; 3) Agni, f.
16.1. 1969, forstöðumaður áhættu-
stýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins, búsettur í Garðabæ, maki:
Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl.
Agni á tvær dætur og þrjú stjúp-
börn. Stjúpbörn Albínu eru Guðrún
Ólafsdóttir, f. 30.5. 1965, leirkera-
smiður í Toronto, maki: Greg Chap-
man, þau eiga tvö börn, og Brandur
Ólafsson, f. 9.9. 1967, fjármálastjóri í
Toronto, hann á eitt barn.
Systkini Albínu eru Jón Örn
Thordarson, f. 19.5. 1948, löggiltur
skjalaþýðandi í Reykjavík; Guðfinna
Erna Thordarson, f. 19.5. 1948, arki-
tekt í Garðabæ; Hallveig Thordar-
son, f. 11.4. 1952, gæðastjóri TR í
Reykjavík; Sigvaldi Thordarson,
hálfbróðir samfeðra, f. 3.5. 1964,
jarðeðlisfræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Albínu voru hjónin Sig-
valdi Thordarson, f. 27.12. 1911, d.
25.4. 1964, arkitekt, og Pálína Þór-
unn Jónsdóttir, f. 8.5. 1913, d. 19.1.
1995, húsfreyja. Sigvaldi og Pálína
skildu. Seinni kona Sigvalda var
Kamma Nielsen Thordarson, f. 4.4.
1923, d. 15.3. 1986.
Albína Hulda Thordarson, arkitekt FAÍ – 80 ára
Brúðkaupsmynd Albína, Brandur Ólafsson, Áslaug Agnarsdóttir, Agni
Ásgeirsson, Guðrún Ólafsdóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur árið 1981.
Byggingarlist og þyrlumál
Í þyrlurekstrinum Áslaug, Albína, Agni og Guðmundur Ingimarsson,
yfirflugvirki Landhelgisgæslunnar, með TF-FIM í baksýn, árið 1984.
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
50 ára Sigurður er
Mosfellingur og hefur
búið í Mosfellsbæ
mestalla tíð. Hann er
blikksmíðameistari
að mennt og rekur
eigið fyrirtæki,
Landsblikk.
Maki: Inga María Hansen Ásgeirs-
dóttir, f. 1965, skólaritari í Varmár-
skóla.
Börn: Sigríður Elsa, f. 1990, Guð-
björg, f. 1991, og Rósa María, f. 1994.
Foreldrar: Paul Hansen, f. 1936,
tæknifræðingur, og Elsa Norðdal
Sigurðardóttir, f. 1939, hjúkrunarfræð-
ingur. Þau eru búsett í Mosfellsbæ.
Sigurður
Böðvar Hansen
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eitthvað gerir það að verkum að
þú dregur þig inn í skel. Það mun verða
mikið að gera næstu vikur þannig að þú
verður að fara vel með þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Það eru miklar breytingar í vænd-
um hjá þér. Makinn mun koma þér á
óvart. Einhver pirringur er í ungling-
unum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú er rétti tíminn til þess að
gera hreint fyrir sínum dyrum. Þér mun
líða betur eftir á.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Settu þína eigin heilsu ofar öllu
öðru því að öðrum kosti áttu margt á
hættu sem erfitt getur orðið að finna
lausn á. Líttu á björtu hliðarnar og vertu
jákvæð/ur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Leyfðu þér að taka það rólega og
láta þig dreyma. Ef þú getur skapað í
huganum, getur þú það í raunveruleik-
anum líka.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki hika við að láta skoðun þína
í ljós. Þú færð skilaboð frá gömlum vini
sem mun koma róti á tilfinningar þínar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér hættir til að vera of ráðrík/ur
og þú þarft að gæta þess að reyna ekki
að stjórna lífi annarra. Leitaðu þér að-
stoðar ef þú þarft.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt þú eigir auðvelt með
að hrífa aðra er ekki þar með sagt að
allir viðhlæjendur séu vinir. Þú hefur gott
nef fyrir fjárfestingum, nýttu þér það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu eftir fremsta megni
að miðla málum. Þú græðir ekkert á því
að hafa áhyggjur af öllu, reyndu að sjá
það góða í fólki.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er engin ástæða til þess
að láta aðra komast upp með að borga
ekki skuldir sínar. Enginn fær þakkir fyrir
að vera píslarvottur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þeir eru margir sem bíða í of-
væni eftir að þú segir skoðun þína á
ákveðnu máli. Kannski býstu við of miklu
af makanum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samningaviðræður þínar við vini
þína geta tekið óvænta stefnu í dag.
Farðu varlega í umferðinni.
Guðmundur Haraldsson fagnar 80 ára afmæli
sínu í dag. Hann er fyrrverandi skólastjóri Bruna-
málaskólans og starfaði við brunamál í yfir 40
ár. Hann hefur einnig verið virkur í ýmsum
félagsmálum. Eiginkona Guðmundar er Guðfinna
Sigurðardóttir, fyrrverandi talsímavörður. Börn
þeirra eru Sigríður, Bryndís, Ragnheiður og Íris
Halla.
Guðmundur ætlar að fagna afmæli sínu í Hann-
esarholti í dag milli kl. 17-19 og þætti gaman að
sjá sem flesta ættingja og vini á þessum tíma-
mótum.
Árnað heilla
80 ára
40 ára Gulla er Sand-
gerðingur en býr í
Njarðvík. Hún er
einkaþjálfari að mennt
en vinnur við farþega-
þjónustu hjá Airport
Associates.
Maki: Trausti Pálsson,
f. 1978, skipstjóri hjá Stakkavík.
Börn: Ingibjörg Anna, f. 2000, Óliver, f.
2003, Þóra Karen, f. 2011, og fjögur
stjúpbörn.
Foreldrar: Sigurður Jóhann Arnbjörns-
son, f. 1955, verkamaður, búsettur á
Siglufirði, og Þóra Jóhanna Kjartans-
dóttir, f. 1960, d. 2011, dagmóðir og vann
lengi í kaupfélaginu í Sandgerði.
Guðlaug Helga
Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn